Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd kínversku slagsmálahetjunnar Jackie Chans, sem nú er sennilega vinsælasti slagsmálahundur kvikmyndanna. Myndin heitir „Mr. Nice Guy.“ Góði gæinn tekur af sér svuntuna Frumsýning JACKIE Chan leikur vinsælan sjón- varpskokk, sem er með miskunnar- lausa eiturlyfjasala á hælunum. Þeir halda að hann hafi í fórum sínum myndbandsspólu sem var tekin af þeim og gæti komið þeim í fangelsi. Glæpamennirnir, eiturlyfjasalinn Giancarlo (Richard Norton) og fé- lagar hans, voru upphaflega að elt- ast við fallega sjónvarpskonu (Ga- brielle Pitzpatrick). Það var hún sem tók af þeim myndbandið og komst undan á flótta. En Jackie, var nærstaddur, kom henni til hjálpar og tók þannig hetjuhlut- verkið að sér nauðugur viljugur, eins og yfirleitt í myndunum með Jackie Chan. Fyrir mistök rugluð- ust svo saman myndbönd sjón- varpskonunnar og myndband sem Jackie var með á sér og sýndi hann sjálfan matreiða pastarétt. Það gerir svo illt ástand verra að verstu óvinir eiturlyfjasalanna vilja líka komast yfir myndbandið. Þess vegna ræna þeir kærustu Jaddes og ætla að kúga hann til að skipta á . henni og myndbandinu. Lögreglan fæst ekki til þess að gera neitt af viti í málinu og þess vegna þarf Jackie að taka af sér svuntuna, koma út úr eldhúsinu og fara að taka til hend- inni og lúskra á þessum glæpalýð. I þessari hasarmynd, sem er gerð í klassískum Hong Kong stíl, eru öll helstu aðalsmerki Jackie Chan myndanna. Níu stórkostlega útfærð slagsmálaatriði og ævintýralegur eltingaleikur á hestvagni í gegnum mannþröng í stórborg. Mr. Nice Guy er fyrsta mynd Jackie Chans sem er nær algjörlega tekin á enskri tungu, og ástæða þess er einfaldlega sú að hann er orðin stórstjarna á Vesturlöndum eftir myndir eins og Rumble in the Bronx, First Strike, Supercop og fleiri. Næsta mynd hans beitir Burn Hollywood Burn og þar leikur hann á móti Sylvester Stallone og Whoopi Goldberg. Velgengni Jackies hefur byggst á því að aðdáendur hans vita sem er að hann gefur sig allan í myndir sín- ar. Hann notar ekki áhættuleikara; hann gerir sjálfur hluti sem engum öðrum leikara dettur í hug að gera, leggur sig í lífshættu við myndatök- una. Saman við lífshættuleg áhættu- og slagsmálaatriðin bland- ar hann svo fyndni sem er oft í anda átrúnaðargoðanna Buster Keatons og Haolds Lloyds, tveggja af meist- urum þöglu myndanna. Jaekie Chan er langstærsta stjarnan í Hong Kong kvikmynda- heiminum um þessar mundir. Hann hefur aldrei unnið með stærri hóp vestrænna leikara en í myndinni Mr. Nice Guy. Hong Kong aðferð- irnar eru þó enn notaðar við kvik- myndagerðina. Til dæmis nota Jackie og félagar hans ekki handrit heldur fá leikararnir að vita hvað þeir eiga að segja meðan verið er að farða þá íyrir tökur. Leikstjóri myndarinnar er æsku- JACKIE Chan er allt í öllu í myndinni um „Mr. Nice Guy. félagi Jackies, Samo Hung. Þeir kynntust þegar þeir voru saman í óperuskólanum í Peking, þar sem þeir voru nemendur frá 7 til 17 ára aldurs og unnu 19 klukkustundir á sólarhring við það að læra leik, söng, dans, látbragðsleik, loftfim- leika og sjálfsvarnaríþróttir. Eftir að skólanum lauk lá leið beggja í kvikmyndaiðnaðinn í Hong Kong, þar sem þeir urðu áhættuleikarar. Eftir mikla velgengni á því sviði hlaut Jackie tækifæri til þess að byggja upp feril sem nú heíúr gert hann að mestu stórstjörnu og áhrifamanni á sviði kvikmyndagerð- ar í Hong Kong. Jackie leikstýrir mörgum mynda sinna sjálfur og er m.a. formaður samtaka leikstjóra í Hong Kong. Samo Hung fékkst einnig við að leika. Hann barðist meðal annars við Bruce Lee í Enter The Dragon og saman léku þeir Jackie undir leikstjórn John Woo í einni fyrstu mynd þess nafntogaða stórleik- stjóra frá Hong Kong. Samo Hung fór síðan að leikstýra og hefur verið einn nánasti samstarfsmaður vinar síns og fóstbróður, Jaekie Chans, ýmist sem leikari, leikstjóri eða stjórnandi áhættuatriða. LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ► 12.25 Hocus Pocus (‘93) 'k'/i er eins brandara mynd um þrjár nornir (Bette Midler, Kathy Najimi og Sarah Jessica Parker), sem rísa upp frá dauðum eftir nokkrar aldir til að hefna sín á krakkaormunum sem komu þeim á bálið í Salemborg. Það gerist á hrekkjavökunni. Leikkonurnar eru ekki sem verstar en fyndnin gengur sér fljótt til húð- ar. Stöð 2 ►14.30 Born Free - A New Adventures er framhald vinsællar dýralífsmyndar um samskipti veiði- varðar og konu hans við þrjá ljóns- unga í Kenýa. Þar stálu ungarnir senunni. Vonandi er þessi í svipuðum gæðaflokki. Stöð 2 ►22.50 Sú var tíðin að Barry Levinson var í hópi merkustu leik- stjóra Hollywood. Það tímabil hefur greinilega runnið sitt skeið á enda (að undanskilinni Wag the Dog). Pörupiltar - Sleepers (‘95) er nýlegt dæmi. Myndin hefst á sjöunda ára- tugnum I Hell’s Kitchen í New York. Fjórir fjörugir æskuvinir lenda í ógöngum og eru vistaðir á betrunar- hæli þar sem taka við misþyrmingar og kynferðisleg misnotkun. Árin líða. í seinni hlutanum eru þeir orðnir fullorðnir menn og hefna harma sinna. Sundurlaus, kraftlítil, klisju- kennd og endaslepp. Kevin Bacon, í hlutverki fangavarðar með kvala- losta, stendur einn upp úr leikara- hópnum sem telur m.a. stjörnur eins og Brad Pitt og Robert De Niro. ★★ Stöð 2 ► McCabe and Mrs. Miller (‘71). Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ►23.30 Nornirnar í Eastwick - The Witches ofEastwick (‘87) segir af spaugilegum viðskipt- um djöfsa (Jack Nicholson) við þrjár þurfandi fraukur í bæ á Nýja- Englandi. Meinfyndin og hressileg. Leikkonurnar Susan Sarandon, Cher og Michelle Pfeiffer eru hver annarri betri og getnaðarlegri og Jack Nicholson er í sínu grínaktugasta og( djöfullegasta skrattakollsformi sem haninn úr neðra í hænsnabú- inu. ★ ★★ Sæbjörn Valdimarsson FARIÐ var í skrúðgöngu á 17. júní í Árósum í Danmörku. Þjóðhátíðar- dagurinn í Arósum TÆPLEGA 60 fslendingar á öllum aldri mættu í Grænlend- ingahúsið í Ársósum þar sem haldið var upp á 17. júní. í garðinum voru grillaðar pylsur og á staðnum voru seldar 17. júní blöðrur og íslenskir fánar. Síðan var gengið í skrúðgöngu og sungið og trallað á leiðinni til Mindeparken þar sem farið var í leiki. Allir voru í þjóðhá- tíðarskapi þrátt fyrir rok og rysjótt veður þennan dag. Höfðu menn á orði að enginn þyrfti að fá heimþrá því veðrið væri dæmigert fyrir 17. júní á *íslandi. Robert Altman í villta vestrinu Stöð 2 ► McCabe og frú Miller - McCabe and Mrs. Miller (‘71) er gerð á blómatímanum á löngum og litskrúðugum og ekki síst misjöfnum ferli bandaríska leikstjórans Roberts Altmans. Sem er persónulegastur sinna stéttarbræðra og hittir naglann beint á höfuðið - ef hamarinn geigar ekki. Hér dregur hann upp sína eigin hráu mynd af frumbýlingum í smáþorpi í vestrinu á öldinni sem leið. Sú mynd er lítið skyld þeirri sem við eigum að venjast yfirhöfuð í hefðbundnum vestrum. Þorpið, sem er einhvers staðar í norðvesturríkjunum, er í byggingu, allt hrátt og skítugt, snjór, slabb og drulla þekja yfirborðið. Mannskapuiinn á svipuðu róli. Harðsoðnir frumbyggjar, skítugir, drykkfelldir ódámar, jaskaðar portkonur. Aðalpersónumar eru McCabe (Warren Beatty), ævintýra- og framkvæmdamaður, fjárhættuspilari og melludólgur, sem m.a. gerir út lítið og vinalegt pútnahús í félagi við mellumömmuna Julie Christie. Sem notar ópíum til að gleyma hinum kalda og skitna raunveruleika. Þau leika bæði fimavel, ekki síst Beatty sem hinn tregi og ástfangni McCabe, og Christie er ærandi fógur. Mikil stemmningsmynd sem nýtur góðs af kvikmyndatöku Vilmos Zsigmonds og eftirminniiegri tónlist Leonards Coens. ★★★Vá. Ekki við allra hæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.