Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Jim Smart
Buslað í
pottunum
HONUM gekk illa að stöðva
vatnsflauminn litla snáðanum
sem ásamt pabba sínum heim-
sótti Laugardaislaugina í blíð-
viðrinu í gær. Þrátt fyrir góða
einbeitningu og hjálp frá pabba
tókst ekki að loka fyrir vatnið og
verða því feðgarnir að reyna
aftur síðar.
Fjöldi fólks var í laugunum á
öllum aldri og einnig voru
sólbekkir þétt skipaðir.
Alls náði hitinn 18,4 stigum í
Reykjavík og ljóst að sumarið er
komið. Heitast á landinu var þó á
Þingvöllum eða 20 stig en Norð-
lendingar urðu að sætta sig við
11. Spáð er léttskýjuðu um landið
sunnan- og vestanvert um helg-
ina, en kalda norðvestan til og
allra austast. Skýjað að mestu og
sums staðar súld á annesjum að
næturlagi á Norðurlandi og á
Austfjörðum.
Yfírvofandi uppsagnir
hjúkrunarfræðinga
Fundir en eng-
inn árangur
FUNDIR fulltrúa stjórnvalda og
hjúkrunarfræðinga héldu áfram í
gær og enn er leitað leiða til að
koma í veg fyrir að hjúkrunarfræð-
ingar hætti störfum frá og með
næsta miðvikudegi. Stjórnendur
spítalanna bíða átekta, tilbúnir með
þann undirbúning sem unnt er, en
þeir vonast til að stjórnvöldum tak-
ist að koma í veg fyrir neyðarástand
á sjúkrahúsunum.
Ekki leikur vafí á þeirri skyldu
hjúkrunarfræðinga og raunar fleiri
heilbrigðisstétta að koma til hjálpar
sé heilsutjón yfírvofandi eða manns-
lífum hætt. Fordæmi munu vera fyr-
ir því að greiða hjúkrunarfræðing-
um, sem sagt hafa upp og kaUaðir
verða til starfa, eftir þeim nýja
samningi sem gerður verður. Hjúkr-
unarstjórar leita eftir því við við-
komandi hjúkrunarfræðinga á hin-
um ýmsum deildum að þeir verði
reiðubúnir að bjarga málum ef kem-
ur til neyðarástands og er þá eink-
om horft til áðurnefndrar leiðar með
greiðslu fyrir slíka vinnu. Ekki er
víst að samið verði beinlínis um sér-
stakar verktakagreiðslur fyrir þessa
þjónustu.
Skurð- og svæfingahjúkrunar-
fræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar
sem minnt er á að störf þeirra séu
mjög sérhæfð. Segja þeir að krafist
sé tveggja ára viðbótarnáms að
loknu fjöguiTa ára háskólanámi í
hjúkrun og ljóst að útilokað sé fyrir
aðra hjúkrunarfræðinga og/eða aðr-
ar starfsstéttir að ganga inn í störf
þeirra án tiltekinnar menntunar og
starfsþjálfunar.
Starfsfólk og sjúklingar á hjarta-
deild og öldrunardeild Landspítala
lýstu einnig áhyggjum sínum vegna
yfirvofandi ástands. „Það er illa far-
ið með gamalt fólk sem getur ekki
bjargað sér sjálft. Ég skil ekki í
nokkrum manni að semja ekki við
fólk sem vinnur við svona,“ sagði
Lára Einarsdóttir sem liggur á öldr-
unardeild.
Get ekki/10
Netfangið Keiko
boðið á 10 milljönir
KEIK ehf., sem Þróunarfélagið í
Eyjum og Vestmannaeyjabær stofn-
uðu vegna komu háhyrningsins
Keikos, hefur verið boðið svæðisnet-
fangið Keiko.is til sölu fyrir 10 millj-
ónir króna.
Ólafur Snorrason, verkefnisstjóri
hjá Þróunarfélaginu, segir að tals-
ÁTVR tekur við krít-
arkortum frá 1. júlí
Opnunar-
tími versl-
ana lengd-
ur í næsta
mánuði
HÆGT verður að greiða með
krítarkorti á sölustöðum Áfeng-
is- og tóbaksverslunar ríkisins
(ÁTVR) frá og með 1. júlí nk., en
þá taka gildi ný áfengislög sem
heimila slíkt. Að sögn Þórs Odd-
geirssonar, aðstoðarforstjóra
ÁTVR, verður örugglega hægt
að greiða með Eurocard krítar-
korti strax 1. júlí, en eins og er
væri ekki ljóst hvort hægt verði
að greiða með Visa krítarkorti
þar sem enn hefði ekki náðst
samkomulag við Visa ísland.
Vonir eru á hinn bóginn bundn-
ar við að samkomulag náist eftir
helgi.
Þá verður heimilt irá og með
1. júlí nk. að hafa verslanir
ÁTVR opnar jafn lengi og aðrai-
verslanir í sama verslunar-
kjama. Að sögn Þórs er stefnt
að því að lengja opnunartíma
verslana ÁTVR til klukkan tvö á
laugardögum í byrjun júlímán-
aðar.
verður áhugi sé hjá bæjaryfirvöld-
um að búa til heimasíðu vegna komu
Keikos til Vestmannaeyja. Hann
hafi meðal annars kynnt sér hvort
einhver hefði tryggt sér svæðisnet-
fangið Keiko.is og komist að raun
um að frumdrög að slíkri síðu væru
til.
„Ég hafði samband við eiganda
síðunnar og spurði hvort hann vildi
selja svæðisnetfangið til Eyja. Þeg-
ar til kastanna kom var verðið sem
eigandi heimasíðunnar setti upp
alltof hátt, eða 10 milljónir króna.“
Ólafur segir að Keikur ehf. hafi í
framhaldi ákveðið að vinna að eigin
heimasíðu og búist er við að þeirri
vinnu ljúki á næstunni. Ekki náðist
samband við eiganda svæðisnet-
fangsins Keiko.is.
James D. Wolfensohn forseti Alþjóðabankans
Island taki að sér
fjarkennslu í Afríku
JAMES D. Wolfensohn, forseti Al-
þjóðabankans, og Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra ákváðu
á fundi sínum í Reykjavík í gær að
kanna möguleika á að ísland, í
samstarfi við Alþjóðabankann, taki
að sér fjarkennslu um sjávarútveg
og nýtingu jarðhita í þróunarlönd-
um.
Á blaðamannafundi í gær sagði
Wolfensohn að sérþekking Islend-
inga lægi á sviði fiskveiða og nýt-
ingar jarðhita. „Ég ræddi við ráð-
herrann þann möguleika að ísland
legði ekki aðeins fram fjármuni og
aðstoð á vettvangi, heldur yrði nú-
tímatækni nýtt þannig að hægt yrði
að koma á fjarnámi; að fyrirlestrum
og námskeiðum á sviði íslenzkrar
sérþekkingar yrði sjónvarpað um
gervihnött til Afríku og annarra
heimshluta," sagði hann.
Fjarkennsla á vegum jarðhita-
og sjávarútvegsskóla SÞ?
Halldór Ásgrímsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann hefði
upplýst Wolfensohn um áhuga ís-
lendinga á fjarvinnslu og góðu upp-
lýsingastreymi. „Ég sagði honum
frá því að hér væri annars vegar
rekinn Jarðhitaskóli Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna og hins vegar væri
í undirbúningi að koma hér upp
Sjávarútvegsháskóla SÞ. Ég tel
möguleika á að þessar stofnanir geti
tekið þátt í fræðsjustarfi í Afríku
með fjarkennslu. Ég sagði að mér
væri jafnframt kunnugt um að Há-
skólinn á Akureyri hefði tekið fjar-
kennslutækni í þjónustu sína og
væri í samstarfi við háskóla í öðrum
löndum. Sá skóli hefði til dæmis
áreiðanlega áhuga á að vinna með
Aiþjóðabankanum að slíkum verk-
efnum,“ sagði Halldór.
ísland á mikið/12