Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLYSINGA lausar stöður fcjjé ÍTR Fjölbreytt og spennandi störf í skemmtilegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á jákvætt starfsumhverfi og sterka liðsheild Féla^miðstöðin ARSH - forstöðumaður Staða forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels er laus til umsóknar Verksvið: * Skipulagning og undirbúningur á unglingastarfi og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar * Stuðla að auknum þroska barna og unglinga með áherslu á aukið sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra í starfi félagsmiðstöðvarinnar * Umsjón með daglegum rekstri, uppgjöri og skil fjármála ásamt starfsmannahaldi Féla^miðstöðin ÞRÓTTHEIMAR Staða tómstundaráðgjafa/tómstundaleiðbeinanda er laus til umsóknar Verksvið: * Umsjón og skipulagning félagsstarfs unglinga í félagsmiðstöðinni * Kynna og stuðla að heilbrigðum lífsvenjum og tómstundum unglinga * Umsjón og skipulagning forvarnarstarfs * Samskipti við foreldra, kennara og yfirstjórn grunnskólanna Hæfniskröfur: * Háskólamenntun eða sambærileg menntun æskileg * Almenn tölvukunnátta auk skipulagshæfileika HITT HÍISH) - Umsjónarmðður upplýsingamiðstöðvar Hæfniskröfur: * Háskólamenntun á uppeldissviði og/eða sambærileg menntun æskileg * Góð reynsla í starfi með börnum og unglingum * Almenn tölvukunnátta auk skipulags- og stjórnunarhæfileika Upplýsingar veitir Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúi í síma 510-6600. Umsóknarfrestur ertil og með31. ágúst 1998. Starfsmaður í ræstingar Starfsmann til ræstinga vantar í hlutastarf í félagsmiðstöðina Þróttheima. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Framsóknar. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 553-9640. Umsóknarfrestur ertil og með 26. ágúst 1998. Hitt Húsið óskar eftir að ráða umsjónarmann upplýsingamiðstövar fyrir ungt fólk Verksvið: * Upplýsingaþjónusta við ungtfólk * Útgáfa og umsjón með upplýsingaefni * Kynningar á starfsemi Hins Hússins Við leitum að einstaklingi með... * mikla samskipta-, tungumála- og skipulagshæfileika * þekkingu á flokkun og uppsetningu upplýsingaefnis 4- menntun á sviði upplýsingatækni, uppeldis eða sambærilegu. Hitt húsið er menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem rekin er afíþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Markmið Hins hússins eru að... skapa ungu fólki aðstöðu til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd veita ungu fólki almenna upplýsingaþjónustu og sérfræðiráðgjöf vera miðstöð Reykjavíkurborgar í atvinnuúrræðum fyrir ungt fólk Upplýsingarveita Ketill B. Magnússon verkefnisstjóri og Logi Sigurfinnssonforstöðumaður ísíma 551-5353 Umsóknarfrestur ertil og með 31. ágúst 1998. Umsóknum skal skilað á skrifstofu ÍTR að Fríkirkjuvegi 11, á þartil gerð umsóknarayðublöð. laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavtkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Athygli er vakin n þvi að það er stelna borgaryfírvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðastöðum á vegum borgarínnar, stofnana hennar og í fyriríækjum. Starfsmenn ÍTR vinna á sviði íþrótta og tómstunda og era lykillinn að þvi að ÍTR geti veitt viðskiptavinum sínum fyrsta fiokks þjónustu við viðskiptavini sína. ÍTR fékk nýlega sérstaka viðutkenningu Reykjavíkurborgar fyrír starfsárangur. ÍTR leggur mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk, jafnrétti og starfsmannastefnu. Allir starfsmenn taka þétt i fræðsiustarfi ÍTR og eru upplýstir um jafnréttisáætlun og starfsmennastefnu fyrirtækisins og Reykjavíkurfaargar. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur starfrækir m.a. sjö sundlaugar, níu félagsmiðstöðvar, þrjár íþróttamiðstöðvar, Laugardalshöll, Miðstöð nýbúa, Hitt Húsið, Þjónustumiðstöð, þrjú skiðasvæði, skíðasvæði í hverfum, Fjölskytdu- og húsdýragarðinn, tómstundastarf í grunnskólum borgarinnar, sumarstarf fyrir böm, smíðavelli, sumargrin og siglingaklúbbinn í Nauthólsvik. ÍTR, Frfkirkjuvegi 11,101 Reykjavlk. Sími 510-6600, fax 510-6610. Netfang: itr@rvk.is Veffang: www.rvk.is/itr íslandspóstur hf. se'r um póstþjónustu ó Uindinu jafnframtþví að vera alhliða dreifingar- og þjónustufyrirtœki. Póstþjónusta ó íslandi byggir á rúmlega 220 ára sögu og mun íslandspóstur byggja á þeirri reynslu og leggja áherslu á þjónustu við fyrirtœki og almenning í landinu á sem bestan hátt Hjá /slandspósti starfa um 1250 starfsmenn og er jyrirtœkið einn stœrsti vinnuveitandi landsins. YHRMADUR HAGDEILDAR íslandspóstur hf Starfssvið Yfirmaður hagdeildar hefur umsjón með ávöxtun verðbréfasafns fyrirtækisins og hagkvæmniútreikningum. Hann tekur virkan þátt í stefnumótun, skoðun fjármögnunarleiða og markmiöasetningu. Sinnir auk þess framkvæmd og eftirfylgni áætlana, almennum störfum í hagdeild í samvinnu við þrjá aðra starfsmenn deildarinnar o.fl. Unnið er í náinni samvinnu við aðrar deildir fyrirtækisins. Menntunar- og hæfniskröfur Viö leitum að einstaklingi meö viöskiptafræöimenntun eða aðra sambærilega háskólamenntun. Starfsreynsla úr hagdeild eöa sambærilegu starfi nauösynleg. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og skipulagöur í vinnubrögðum, hafa góða enskukunnáttu og eiga auðvelt með samstarf. í boöi eru góð laun, áhugaverö verkefni og góöur starfsandi hjá nýju fyrirtæki þar sem frumkvæði og fagmennska fá aö njóta sín. Endurmenntun í starfi. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12 síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 23. ágúst nk. merktar: “Yfirmaður hagdeildar” RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði 5 108 Reykjavík Sími 533 1800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: http://www.radgard.is Súðavík - góður kostur - nýtt umhverfi Grunnskólakennarar Er erill þéttbýlisins orðinn þreytandi? Ertu búinn að fá nóg af of stórum bekkjardeildum, ófull- nægjandi vinnuaðstöðu og stofnanalegu yfir- bragði? Eða ertu tilbúin/n að koma og takast á við spennandi verkefni í fámennum skóla sem staðsettur er í fallegu sjávarþorpi á Vestfjörð- um? Þá skaltu lesa þetta vel Súðavíkurhreppur er sveitarfélag við ísafjarð- ardjúp og er kauptúnið Súðavík við Álftafjörð þéttbýlasti hluti hreppsins. Hreppurinn skartar mjög fallegri og ósnortinni náttúru og veður- sæld er mikil. A síðustu tveimur árum hefur byggðin verið flutt um set og byggt upp nýtt og glæsilegt þorp í landi Eyrardals. Einungis tíu mínútna akstur er á ísafjarðarflugvöll og tekur 40 mínútur að fljúga til Reykjavíkur. Skólahúsnæðið er glæsilegt og vel búið og samanstendur af grunnskóla, leikskóla, tónlist- arskóla ásamt íþróttahúsi og mötuneyti. Skól- inn er einsetinn með fámennum aldurs- blönduðum bekkjardeildum, vel búinn tækjum og með góðri vinnuaðstöðu. Meðal kennslu- greina er almenn bekkjarkennsla, valgreinar, íþróttir og tónmennt. Nánari upplýsingar veita Anna Lind Ragnars- dóttir skólastjóri í heimasíma 456 4985 og vs. 456 4924 og Ágúst Kr. Björnsson sveitarstjóri í vs. 456 4912 og hs. 456 5901.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.