Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR16. ÁGÚST1998 MORGUNBLAÐIÐ Kennarar Grunnskóli Eyrarsveitar í Grundarfirði óskar eftir að ráða kennara í almenna bekkjakennslu, íþróttir, handmennt (smíði og hannyrðir) á næsta skólaári. Hringid og kannið málin! Nánari upplýsing- ar gefa Anna Bergsdóttir skólastjóri í síma 438 6511 og Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri í síma 438 6630 og 438 6605 Leikskólakennarar Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri í síma 438 6645 og 438 6953 - Grundarfjörður er fallegt sveitarfélag á norðanverðu Snæfellsnesi, í rúmlega 2ja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. - ibúar Grundarfjarðar teljast á tíunda hundraðið og hefur fjölgað mikið síðustu ár. - Grundarfjörður er vaxandi byggðarlag og þar er næg atvinna. - í Grundarfirði starfar Grunnskóli Eyrarsveitar, með um 200 nemend- ur næsta haust í 12 bekkjardeildum. Framkvæmdir standa yfir við stækkun skólbyggingarinnar, en skólinn er nú þegar einsetinn. við leitum að kennurum sem eru tilbúnir að gerast hluti af góðum hópi og vilja taka þátt í að gera góðan skóla betri. - Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli með um 70 nemendur með sveigjanlegan vistunartíma. Við leikskólann starfa fjórir leikskóla- kennarar, einn fjarnámsnemi á fjórða ári, auk áhugasamra starfs- manna sem vilja fá fleiri leikskólakennara til starfa. Umsóknir sendist sveitarstjóranum í Grundar- firði, Grundargötu 30, 350 Grundarfirði. Sveitarstjórinn í Grundarfirði. Barnaverndarstofa Forstöðumaður Stuðla Barnaverndarstofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstödumanns meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, Stuðla. Meðferðar- stöðin Stuðlar starfar skv. reglugerð nr. 474/ 1998. Hlutverk stöðvarinnar er að veita sér- hæfða meðferð, þ.m.t. vímuefnameðferð, skammtímavistun í neyðartilvikum og grein- ingu á vanda unglinganna ásamt eftirmeðferð að lokinni meðferðarvistun. Stöðin þjónarfyrst og fremst unglingum á aldrinum 12-18 ára. Forstöðumaður starfar skv. erindisbréfi og fer með faglega og fjárhagslega stjórn stöðvarinn- ar undir yfirstjórn forstjóra Barnaverndarstofu. Forstöðumaður skal hafa háskólamenntun í sálfræði, félagsráðgjöf, uppeldisfræði eða hlið- stæðu námi með viðbótarmenntun. Hann skal ennfremur að jafnaði hafa reynslu af meðferð- arstarfi og/eða reynslu eða menntun í stjórnun- arstörfum. Laun eru skv. launakjörum opinberra starfs- manna. Æskilegt er að nýr forstöðumaður geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu berast Barnaverndarstofu, Pósthússtræti 7, pósthól 53, 121 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 7. sept. nk. Nánari upplýsingar veitir forstjóri Barnavernd- arstofu í síma 552 4100. Bað- og laugarvörður — Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar stöður starfs- manna við bað- og laugarvörslu kvenna og bað- og laugarvörslu karla í Suðurbæjarlaug. Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf, sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Launakjör eru samkv. kjarasamningi S.T.H. og Hafnarfjarðarbæjar. Nánari uppiýsingar veitir forstöðumaður Suðurbæjarlaugar, Daníel Pétursson, í síma 565 3080 eða á staðnum. Umsóknir á þar til gerðum umsóknareyðublöðum berist eigi síðar en 24. ágúst nk. á bæjarskrifstofur Hafnarfjarð- ar, Strandgötu 6, merktar íþróttafulltrúa. íþróttafulltrúi Hafnarfjarðar. Mötuneyti Traustur aðili í miðborg Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfskraft í mötuneyti. Helstu verkefni; framreiðsla matar og umsjón með kaffiveitingum auk hefðbundinna mötuneytisstarfa. Hæfniskröfur; reynsla af mötuneytisstörfum og góð framkoma. Um er að ræða 75%starf. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst n.k. Upplýsingar veittar á skrifstofu Liðsauka. Einnig er hægt að skoða auglýsingar og sækja um störf á http://www.lidsauki.is Fólk og þtekking Liósauki 0 Skipholt 50c, 105 Reykjavík sími 562 1355, fax 562 3767 Netfang: www.lidsauki.is Tölvupóstur: lidsauki@knowledge.is Áhugaverð störf eru laus hjá hinum ýmsu fyrir- tækjum í Reykjavík. • Tollskjalagerð. • Fjölbreytt ritarastörf. • Krefjandi sölustörf. • Störf í móttöku við síma og ritarastörf. • Störf í bókhalds- og fjármáladeildum. • Lagerstörf. • Sérhæfð skrifstofustörf. • Störf þar sem reynir á samskipti við viöskiptavini í þjónustudeildum. • Störf í þjónustudeildum - kvöld og helgarvinna. Vinsamlega sendu skriflegar umsókn til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers fyrir 21. ágúst nk. PrICEWÁTeRHOUsEQoPERS H FLUGFÉLAG ÍSLANDS Air Iceland Flugvirkjar Flugfélag íslands hf. óskar eftir að ráða flug- virkja í eftirtalin störf í viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli: Verkstjóri. Dagleg stjórnun og umsjón með verkefnum í viðhaldsstöð. Flugvirki í innkaupadeild. Umsjón með var- ahlutalager, svo sem innkaupum og móttöku varahluta. Flugvirkja á vaktir, unnið á 12 tíma vöktum. Skriflegar umsóknir sendist starfsmannastjóra félagsins á Reykjavíkurflugvelli fyrir 21. ágúst nk. á eyðublöðum sem þarfást. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Skrifstofustarf I Opinber stofnun óskar eftir að ráða starfs- mann í afgreiðslu og móttöku og almenn skrifstofustörf. } Hæfniskröfur: Verslunarpróf eða I sambærileg menntun æskileg. Góð tölvukunnátta og undirstöðuþekking í bókhaldi nauðsynleg. Um er að ræða framtíðarstarf. Vinnutími kl. 8-16. Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst. n.k. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka. Einnig er hægt að skoða auglýsingar og sækja um á http://www.lidsauki.is Fólk ogr þekking Lidsauki W Skipholt 50c, 105 Reykjavík sími 562 1355, fax 562 3767 Netfang: www.lidsauki.is Tölvupóstur lidsauki@knowledge.is ® Veitingastaður Óskum eftir að ráða starfskraft á veitingastað IKEA í eftirfarandi starf: Starfslýsing: 1. Almenn afgreiðsla á veitingastað. 2. Mismunandi vinnutími. 3. Aukavinna um helgar. Hæfniskröfur: • Vera áreiðanlegur, stundvís og reglusamur. • Eiga auðvelt með að vinna með fólki. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. IKEA er eitt stærsta fyrirtæki I heimi á sviði húsbúnaðar. Markmið IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það gerum við með því að þjóða upp á mikið vöruúrval af vel hönnuðum og hagnýtum hús- búnaði á það góðu verði, að þorri fólks hefur efni á að kaupa hann. Nánari upplýsingar varðandi starfið veitir Ósk í síma 520 2516 eftir kl. 14.00 alla virka daga. Umsóknir og umsóknareyðublöð eru í upplýs- ingum í verslun IKEA við Holtagarða. Leikskólakennarar! Nú er tækifærið til að láta drauminn um starf á Húsavík rætast. Auglýstar eru lausartil um- sóknar eftirtaldar stöður við Leikskólann Bestabæ hér í bæ: • Leikskólastjóri í 100% starf. • Einnig vantar deildarstjóra og leik- skólakennara á deild. Húsavíkurkaupstaður aðstoðar við útvegun húsnæðis og flutning búslóðar. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. og skal skila umsóknum á bæjarskrifstofuna, Ketils- braut 9, 640 Húsavík. Frekari upplýsingar veita bæjarskrifstofa (Rein- hard/Ása) í síma 464 1222 og leikskólastjóri Guðrún Friðjónsdóttir í síma 464 1255 milli kl. 13.00 og 16.00 virka daga. Húsavík er vinalegur 2500 manna bær. Hér eru góðir skólar, allt frá leikskólum upp I framhaldsskóla. Hér er veitt öll grundvallarþjónusta og hér býr gott fólk. Húsavík er fjölskylduvænt samfélag. Bæjarstjórinn á Húsavík Reinhard Reynisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.