Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1998 E 15 Lögfræðingur Laus er til umsóknar staða lögfræðings á Fiski- stofu. Leitað er eftir einstaklingi með góða skipulags- hæfileika. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störf- um í sjávarútvegi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Allar nánari upplýsingar veitir Atli Atlason í síma 569 7900 frá kl. 08.30—16.00 á virkum dögum. Öllum umsóknum verður svarað. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknirtil Fiskistofu, Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík, fyrir 1. september nk. Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar Sjúkraliðar/Sóknarfólk Sjúkraliðar/Sóknarfólk óskast til starfa við að- hlynningu á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum, Snorrabraut 58. Einnig eru laus störf við ræstingu og í eldhúsi. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Bernhöft forstöðumaður, í síma 552 5811. Starf með unglingum Unglingaathvarf í Breiðholti óskar eftir starfs- manni til starfa sem fyrst. Um 46% kvöldstarf er að ræða. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og/eða reynslu sem nýtist í skapandi meðferð- arstarfi með unglingum. Umsóknarfrestur ertil 25.08.98. Nánari upplýsingar veitir Þórunn Óskarsdóttir forstöðumaður, í síma 557 5595 e.h. virka daga. KÓPAVOGSBÆR Frá grunnskólum Kópavogs Kennara vantar í 2/3 stöðu við Kársnesskóla næsta vetur. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 554 1567, heimasími 554 1219. Einnig vantar kennara í sérúrræði fyrir nem- endur efstu bekkja grunnskóla. Upplýsingar eru veittar á skólaskrifstofu, sími 554 1988. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 21. ágúst nk. Dægradvöl við Kársnesskóla 2 — 3 starfsmenn vantar í 75% störf frá og með 1. september nk. Upplýsingar veitir Hannes Sveinbjörnsson, skólaskrifstofu, sími 554 1988. Umsóknarfrestur til 20. ágúst nk. Matreiðslumenn Okkur vantar matreiðslumann eða starfskraft vanan matreiðslu. Einnig vantar starfsfólk í önnur störf. Upplýsingar gefa Bára eða Vilborg í síma 451 1150. smAkmi VEÐURSTOFA ÍSLANDS Veðurfræðingur Veðurstofa fslands óskar að ráða veðurfræðing eða mann með sambærilega menntun til starfa á Tækni- og athuganasvið stofnunarinnar. Starfið felst m.a. í eftirliti með veðurathugun- um og kennslu veðurathugunarmanna og því er nauðsynlegt að viðkomandi eigi auðvelt með að umgangast fólk og leiðbeina því. Verklegarframkvæmdir og prófun mælitækja eru einnig mikilvægir þættir í starfsemi sviðs- ins. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar gefur Hreinn Hjartarson, forstöðumaður Tækni- og athuganasviðs. Umsóknir skulu berast Veðurstofunni í síðasta lagi 11. september nk. Kentucky Fried Chlcken Starfsfólk óskast Óskum eftir hressu og ábyrgu starfsfólki í afgreiðslu og eldhús. Vaktavinna. Einungis fullt starf kemur til greina. Upplýsiingar veittar á Kentucky Faxafeni 2, Rvík, Hjallahrauni 15, Hfj. og Suðurlandsvegi Selfossi, eftir kl. 17 mánudag og þriðjudag. Kentucky Fried Chlcken Bakarí Það er nóg að gera hjá okkur — viltu vera með? Ef svo er og þú hefur áhuga þá leitum við að snyrtilegu og þjónustulipru starfsfólki til fram- tíðarstarfa. Þarf að geta byrjað fljótlega. í eftirtalin störf vantar okkur gott fólk: 1. Afgreiðslustarf, vinnutími 7 — 13. 2. Afgreiðslustarf, vinnutími 12 — 19. 3. Afgreiðslustarf, vinnutími 13 — 19. Vinnustaður er Austurver. 4. Afgreiðslustarf, vinnutími 13—18.30. Vinnustaður er Rangársel. Afgreiðslustörfin krefjast jafnframt helgar- vinnu, ca 3 dagar í mánuði. Upplýsingar í síma 568 1120 mánudag og þriðjudag kl. 10—15. Starfsfólk óskast Okkur bráðvantar starfsfólk í umönnun, morg- un- og kvöldvaktir, bæði í heilsdags- og hluta- störf. Starfsfólk í þvottahús frá kl. 8.00 — 16.00 virka daga. Einnig vantar okkur starfsfólk á næturvaktir. Nánari upplýsingar veittar í síma 552 6222 frá kl. 8.30-12.30. Starfsmannastjóri. BHS Dagræsting í Borgarholtsskóla Borgarholtsskóli í Grafarvogi óskareftirað ráða dagræsti nú þegar. Um er að ræða hluta- starf eftir hádegi til kl. 18.00. Dagræstum er auk ræstinga ætlað að hafa tilsjón með um- gengni í skólahúsinu. Upplýsingar hjá umsjónarmanni í síma 586 1407. Skólameistari. Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi, Hveragerði Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á nýtt og glæsilegt hjúkrun- arheimili sem tekið verður í notkun 1. desember 1998. Getum útvegað húsnæði og leikskólapláss. Umsóknir berist fyrir 1. september nk. í Hverahlíð 23b, 810 Hveragerði. Nánari upplýsingar gefa Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri, í síma 483 4289 til 15. ágúst og Ragnheiður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri, í síma 483 4471 eftir 15. ágúst. Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi. Heilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði Afleysingalæknar Tvær stöður afleysingalækna við Heilsugæslu- stöðina Sólvang í Hafnarfirði eru lausartil um- sóknar nú þegar. Önnur staðan er til 6 mán., möguleg framlenging um aðra 6 mán. Hin staðan er 3 mán., möguleg framlenging um aðra 3 mán. Umsóknargögn sendist til Jóns Bjarna Þor- steinssonar, yfirlæknis, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 550 2600. Sölumaður — heildverslun Rótgróin heildverslun í Reykjavík, með vefnað- ar- og smávöru, leitar að starfsmanni til fram- tíðarstarfa. Umsækjandi kemurtil með að afgreiða í heild- versluninni ásamt því að heimsækja verslanir um allt land. Leitað er eftir jákvæðum og reglusömum ein- staklingi, sem getur unnið sjálfstætt. Ráðið verður í starfið sem fyrst. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 20. ágúst nk., merktar: „E — 5694". Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Sölumenn óskast Við óskum eftir líflegu fólki með mikla sölu- mannshæfileika til starfa í verslun okkar. Fullt starf og hlutastarf. Skriflegar umsóknir sendist til starfsmanna- stjóra (Ragnhildur) fyrir 18. ágúst. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. /DRESSN VMANN/ Leikskólinn Sælukot óskar eftir leikskólakennara eða aðstoðar- manneskju í tvær fullar stöður. Um framtíðarstörf er að ræða. Upplýsingar gefur Ragnheiður í símum 552 7050 og 562 8533. Laugavegi 18, 101 Reykjavík. Hársnyrtir Hársnyrtir óskast á Rakarastofuna, Lauga- vegi 178. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar á rakarastofunni, ekki í síma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.