Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR16. ÁGÚST1998 MORGUNB LAÐIÐ Skagafjörður Forstöðumaður ísameinuðu sveitarfélagi búa u.þ.b. 4500 manns þ.a. búa 2800 manns á Sauðárkróki. Sauðárkrókur hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár og byggir á öflugu og fjöl- breyttu atvinnulífi og fjölbreytni í þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. íþrótta- og félagslíf er í miklum blóma. ísveitarfélaginu eru tveir framhaldsskólar, á Sauðárkróki er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og á Hólum í Hjaltadal er rekinn bændaskóli. Sjúkrahús, tónlistarskóli, leikskólar og góð heilsugæsla er á staðnum. Sauðárkrókur liggur vel við samgöngum. Væntanlegt Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar óskar að ráða forstöðumann til starfa. Félagið verður samstarfsvettvangur fyrirtækja, einstaklinga og sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði, en s.l. vor sameinuðust þar 11 sveitarfélög. Fjárfestingarfélag. Einnig er fyrirhugað að byggja upp í Skagafirði fjárfestingarfélag í hluta- félagsformi, með þátttöku sveitarfélaga, einkaaðila og opinberra sjóða. Verkefni forstöðumanns verður í upphafi að byggja upp starfssemi félagsins í samstarfi við eigendur. Félagið mun vinna að því að efla atvinnulíf héraðsins, hvort heldur með því að laða að ný fyrirtæki eða treysta starfsemi þeirra, sem fyrir eru. Reiknað er með að starfsmenn félagsins verði innan skamms a.m.k. fjórir. Hæfniskröfur: Forstöðumaður þarf að eiga auðvelt með að laða fólk til samstarfs og geta lagt sjálfstætt mat á hugmyndir að verkefnum. Ekki eru gerðar sérstakar menntunarkröfur. PrICB/VATeRHOUsEQoPERS @ Áður Ráðningarþjónusta Hagvangs hf. Rótt þekking 6 róttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Upplýsingar veitir Þórir Þorvaröarson hjá Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300. Skriftegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Atvinnuþróun" fyrir 31. ágúst nk. Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími 550 5300 Bréfsími 550 5302 www.pwcglobal .com/is SÖLUMAÐUR MATVÖRUMARKAÐUR Öflugt og traust heildsölufyrirtæki óskar að ráða fyrsta flokks sölumann til starfa. Starfssvið • Sala og þjónusta við viðskiptavini. • Tilboðs- og samningagerð. • Þátttaka í ýmsum sérverkefnum. Hæfniskröfur • Eingöngu er leitað eftir reyndum sölumanni með gott oröspor á markaðnum. • Viðkomandi verður að geta borið ábyrgð á samningagerð og samskiptum við stærri viðskiptavini. Með umsóknir og fyrirspurnir er farið með sem trúnaðarmál. í boði er gott tækifæri fyrir réttan aðila sem vill breyta til. Laun samkomulag. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 26. ágúst merktar: “Sölumaður”. RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði 5 108 Reykjavík Sími 533 1800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: http://www.radgard.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS þjóðminjasafn íslands er vísinda- og þjónustu- stofnun og miðstöð þjóðminjavörslu í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn íslands óskar að ráða fjármálastjóra til starfa. Starfssvið: Fjármálastjórn, áætlanagerð og kostnaðareftirlit. Starfsmannahald, rekstur skrifstofu ogfasteigna og öryggismál. Umsjón með tölvu- og upplýsingmálum. Fjármálastjóri er einn af aðalstjórnendum safnsins og tekur þátt í stjórnun og stefnumótun. Starfstími: Tímabundin ráðning í tvö og hálft ár. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Menntun og hæfniskröfur: Menntun á háskólastigi í viðskipta- og/eða rekstrarfræðum. Reynsla af rekstri og stjórnun æskileg. Sjálfstæð vinnubrögð, góð þekking á íslensku máli, færni í tjáningu munnlega og skriflega. Tölvufærni, kunnátta í Word og Excel. Reynsla af bókhaldskerfinu BÁR æskileg. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningum stéttarfélags og fjármálaráðherra. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. PrICEWATeRHOUsEQoPERS @ Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Áður Ráðn i ngarþjónusta Hagvangs hf. Upplýsingar veitir Pórir Þorvarðarson hjá Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Þjóðminjasafn" fyrir 31. ágúst nk. Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími 550 5300 Bréfsími 550 5302 www.pwcglobal.com/is SJÚKRAHÚS REYKJ AVÍ K U R Öldrunarsvið Hjúkrunarfræðingar Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunarfræð- inga á öldrunarlækningadeildum Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakoti. Ýmsir möguleikar eru á vaktafyrirkomulagi. Á öldrunarsviði fer fram öflug símenntun og í boði er heilsurækt fyrir starfsmenn. Unnið er eftir skipulagsformi einstaklings- hæfðrar hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingur — næturvaktir Staða hjúkrunarfræðings á næturvaktir er laus til umsóknir á öldrunarlækningadeild, Landakoti. Hjúkrunarfræðingur á næturvakt ber ábyrgð á hjúkrun sjúklinga á tveimur deildum og vinn- ur samkvæmt hugmyndafræði hjúkrunar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og markmiðum deilda. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á öldrunarlækninga- deildum. Vaktir eru 4—8 klukkustunda morgun- og kvöldvaktir. Boðið er upp á góða starfsað- stöðu, aðlögun, öfluga símenntun og heilsu- rækt fyrir starfsmenn. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1998. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í síma 525 1988 eða 525 1800. Laun samkvæmt gildandi samningum Reykjavíkurborgar og viðkom- andi stéttarfélags. Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að þvi að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja það kynið, sem er í minnihluta i viðkomandi starfsgrein, til að sækja um. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.