Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 1
ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGVR16. ÁGÚST1998 BLAÐ E ATVINNUAUGLÝSINGAR Leikhússtjóri á Akureyri LEIKFÉLAG Akureyrar óskar að ráða leikhússtjóra frá og með næstu áramótum. Umsóknai-frestur er til 7. sept- ember og skriflegar umsóknir ber að senda foi-manni fé- lagsins, Valgerði Hrólfsdóttur, sem einnig veitir upplýsing- ar í síma 460 1462. Flugvirki hjá Flugfélagi Islands FLUGFÉLAG íslands vill ráða flugvirkja til að gegna störfum verkstjóra í viðhaldsstöð, annan til að starfa í inn- kaupadeild en einnig flugvirkja á vaktir sem eru 12 stunda. Fiskvinnsla í Noregi FISKVINNSLUFYRIRTÆKI á vesturströnd Noregs óskar eftir að ráða vant fólk í snyrtingu og önnur físk- vinnslustörf. Fyrirtækið er í bænum Málpy, miðja vega milli Bergen og Álasunds. Hjúkrunarfræðingur á Klaustri HJÚKRUNAR- og dvalarheimilið Klausturhólar, Kirkju- bæjarklaustri, óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa frá 1. september. Upplýsingar gefa Póra og Elsa í síma 487 4870. RAÐAUGL ÝSINGAR FRÁ UNDIRRITUN samningsins. Efri röð frá vinstri: Kris Baner, deildarstjóri tryggðarkerfa TWA, Craig R. Andersen, for- stöðumaður hjá TWR, Lisbeth Lee Mack, framkvæmdastjóri hjá TWA, Gunnar Eklund, svæðissljdri Flugleiða í USA, Helga Þdra Eiðsddttir, forstöðumaður tryggðarkerfa Flugleiða, Elísabet Hilmarsddttir, deildarsijdri Vildarklúbbsins. Neðri röð frá vinstri: Pétur J. Eiríksson, framkvæmdasljdri viðskiptaþrdunarsviðs Flugleiða, Donald M. Casey, framkvæmdastjdri markaðssviðs TWA. Samningur Vildarklúbbs Flugleiða við Vildarklúbb TWA Mun þýða fjölgun farþega Útflutningur á íslenskum vörum KANADÍSKT/íslenskt fyrirtæki óskar eftir upplýsingum um vörur frá Islandi s.s. gæru- og ullarvörur, skartgripi og minjagripi eða aðrar vörur. Fyrirtæki sem áhuga hafa eru beðin að senda greinargóðar upplýsingar til afgreiðslu Mbl., merktar: „íslensk útrás-5726“ fyrir 19. ágúst. Ókeypis húsgögn í Garðabæ FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garðabæ auglýsir að ýmiss konar húsgögn, sem ekki hefur tekist að selja, fáist ókeypis mánudaginn 17. ágúst kl. 13.00-19.00. Um er að ræða stóla, borð, skápa, skrifborð, hillur o. fl. Námskeið í kvikmyndagerð KVIKMYNDASKÓLI íslands stendur fyrir umfangsmiklu námskeiði í kvikmyndagerð 14. september til 9. nóvember. Markmiðið er að nemendur fái undirstöðu í m.a. handrits- gerð, leikstjórn og kvikmyndatöku. SAAÁAUGLÝSINGAR Fjallaleiðsögumenn ÍSLENSKIR fjallaleiðsögumenn minna á gönguferðir, klettaklifur, tjaldbúðalíf, ísklifur, fjöruferð og margt fleira. Einnig sumarleyfisferðir, m.a. á Hvannadalshnjúk og skriðjökla. SAMSTARFSSAMNINGUR Vildarklúbbs Flug- leiða og Vildarklúbbs bandaríska flugfélagsins Trans World Airlines, TWA, Aviators, sem undir- ritaður var í síðustu viku, mun, að sögn Helgu Þóru Eiðsdóttur, forstöðumanns Vildarklúbbs Flugleiða, hafa hagræði í för með sér fyrir þá félagsmenn Vildarklúbbsins sem þurfa tengiflug innanlands í Bandaríkjunum og vilja safna punktum í leiðinni, ekki síst vegna þess hve leiðarkerfi TWA og Flug- leiða passar vel saman, að hennar sögn. Helga segist bjartsýn á að við- skiptavinir TWA sem eru félags- menn í Aviators, nýti sér þjónustu Flugleiða í auknum mæli þar sem með samningnum við Flugleiðir opnast tengimöguleiki til borga Skandinavíu en TWA flýgur ekki þangað. Vildarklúbbsfélagar Flugleiða eru hátt í hundrað þúsund talsins en félagsmenn Aviators eru 14 milljómr, þar af eru virkir félagar 2 milljónir. TWA er íyrsta stóra bandaríska flugfélagið sem Vildarklúbbur Flugleiða gerir samstarfssamning við en um tvö ár eru síðan sam- vinna Eurobonus, Vildarkerfis SAS, og Vildarklúbbs Flugleiða hófst. Hægt að taka út ferðir til Hawaii og Mexíkó Samstarfssamningurinn gerir, að sögn Helgu Þóru, félögum Vild- arklúbbs Flugleiða kleift að safna punktum og taka út férðir á öllum flugleiðum TWA innanlands í Norður-Ameríku auk ferða til Hawaii, Mexíkó og Karíbahafsins. Flugfélögin hafa átt í viðræðum í tæpt eitt ár. „Þetta er tiltölulega stór áfangi því við þurftum að semja við bandarískt flugfélag til að félagsmenn okkar hefðu tæki- færi til að ferðast í Bandaríkjunum og safna punktum um leið auk þess sem við náum á sama tíma til fjölmenns markaðar í Bandaríkj- unum. Samningurinn mun vonandi einnig auka okkar sölu, því TWA flýgur t.d. ekki til Skandinavíu en við erum hins vegar með gott leiðanet á mOli Bandaríkjanna og Skandinavíu. Þetta styrkh- því ekki bara vildarkerfið heldur líka markaðsstöðu Flugleiða.“ Hún sagði að tO dæmis væri lík- legt að farþegar TWA sem væru félagsmenn í Aviators, myndu nú nýta sé það að geta safnað punkt- um, eða mílum eins og það er kall- að í Bandaiákjunum, með því að fljúga með Flugleiðum til þeirra staða í Evrópu sem TWA flýgur ekki á og jafnframt tekið út ferðir hjá Flugleiðum á þessum leiðum. Fengu J.D. Power verðlaunin Helga segir að mestar vonir séu þó bundnar við tenginguna við Skandinavíu og sagði hún að for- svarsmenn TWA væru mjög ánægðir með samninginn enda hefðu þeir lagt mikla áherslu á að koma honum í höfn. Vildarkerfi TWA fékk, að sögn Helgu Þóru, J.D. Power verðlaun- in svokölluðu í ár fyrir góða þjón- ustu við viðskiptavini. Þau verð- laun þykja að hennar sögn mjög mikilvæg í þessum bransa. „Þeir erum með mjög sambærileg þjón- ustustig og við og ef svo hefði ekki verið er ekki víst að hlutirnir hefðu smollið eins vel saman og raun ber vitni.“ Til að komast í Vildarklúbb Flugleiða nægir að sækja um inn- göngu. Þjónustustigin eru þrjú og þyrjandi í kerfinu fer fyrst í Saga Bonus og eftir að hafa aflað sér 40.000 kortapunkta færast menn upp í Saga Business Club. Saga Business Gold bíður svo allra bestu viðskiptavinanna sem safnað hafa sér 80.000 kortapunktum en að sögn Helgu Þóru fá þeir ýmsa fría þjónustu og auk þess geta þeir tekið út ferðir á flugleiðum félags- ins og hjá samstarfsaðflum. Einnig geta meðlimir Vildar- klúbbsins safnað punktum með greiðslukorti Visa og Flugleiða. 200 aðilar í verslun og þjónustu hér á landi veita korthöfum afslátt í formi punkta. „Þetta er stærsta tryggðarkerfí á Islandi,“ sagði Helga. Hlutfall íslendinga og útlend- inga er jafnt í Vildarklúbbnum og flestir sem eru mikið á ferðinni ski’á sig í slíka klúbba hjá flugfé- lögunum, að sögn Helgu. Hún segir að erfitt sé að átta sig á því hve mikla fjölgun farþega frá Ameríku samningurinn geti fært þeim. „Við vitum að þetta þýðir aukningu en hversu mikla er mjög erfitt að segja til um. Við erum hins vegar mjög bjartsýn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.