Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 24
24 E SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ HEILSUHÆLIÐ að Vífilsstöðum - reist með þjóðarátaki undir kjororðinu „Berið hver annars byrðar". THOMSENSBILLINN frá 1904. Guðmund sérstaklega minnisstæð- an er þeir störfuðu saman í Smiths- búð, sem lengi var ein af fínni verslunum bæjarins. Guðmundur var pakkhúsmaður. Hann lét sér einkar annt um verkafólk, sem þar hafði atvinnu að sumrinu og hélt tryggð við það. Sonur Guðmundar var Sigurður skrifstofustjóri Eim- ' skipafélags Islands. Frá Ingólfi syni Sigurðar er myndin af skjali Heilsuhælisfélagsins komin. Ingólfur starfaði um áratuga skeið hjá Eimskipafélaginu, en síðar hjá Ríkisútvarpinu. I umræðum þeirr, sem nú fara fram um kaup og sölu banka og fjárfestingarsjóða annars vegar og stöðu heilsugæslu og sjúkrahúsa hins vegar er ljóst að ótal hendur bíða framréttar með fé og digra sjóði til kaupa á hlutabréfum pen- ingastofnana. Fáeinir skildingar falla af veisluborðum á Glæsivöll- um íslenskrar yfirstéttar. I afmælisriti SIBS sem út kom árið 1988 ritar Halldór Laxness gein þar sem hann rómar forgöngu berklaveikra og vekur athygli á myndarbrag er einkenni menning- arsetur þeirra á Reykjalundi. Hall- dór segir: „Einhver kaldhæðni finst mér liggja í því, að berklaveikir menn, og ekki horskir bændur landsins skuli hafa framkvæmt þennan gamla draum um nýtísku íslensk myndarheimili til sveita. Af hverju gánga þeir þeir ekki á undan sem hraustir eru? Því er svarað til: berklaveikir menn fá alstaðar penínga. Eg svara: hraustir menn Skjal Heilsuhælisfélagsins var afhent þeim sem lögðu sitt af mörkum til að heilsu- hælið risi af grunni. geta líka feingið penínga. Þá er sagt: það er einginn vandi fyrir þá berklaveiku, þeir hafa happdrætti. Mætti ég skjóta því inn að bændur hafa líka sitt af hverju þó þeir hafí ekki happdrætti; þeir hafa til dæm- is kýr. Þessu er að vísu ekki neitað, heldur sagt sem svo: reykjalundar- menn fá alskonar fríðindi. Svar: bændur fá líka hitt og annað upp- bætt. Þannig er haldið áfram að reyna að sanna mér að aungvir geti sett upp verulegt myndarheimili með nútímabrag til sveita á Islandi, nema þeir hafí berklaveiki." Segja má að bifreiðar hafí haslað sér völl með svo ótvíræðum hætti hér á landi að þær séu einskonar tákn tuttugustu aldar. Þótt Thom- sensbíllinn, sem telst marka upp- haf bílaaldar þætti lítt fýsilegur fararkostur er hann „samferða" sjúkdómum þeim, sem herja með feiknstöfum á þjóðina í byrjun heimastjórnar. I upphafi er litið á bílinn, sem þarfan þjón. Að vísu eru bifreiðastjórar taldir fullhugar og njóta vinsælda. Það er samt ekki fyrr en komið er fram yfir miðja öldina sem bíllinn er tekinn í hjáguðatölu og dýrkaður, sem væri heilagt tákn að ræða. Nú er svo komið að það er betra að vera bifreið en sjúklingur eða gam- almenni. „Gunnlaugsbúð sér um sína“ var auglýst á árum áður. Um- boðin, Toytoa tákn um gæði, Su- baru, Mercedes Benz eða hvað þau heita slá öll upp dyrum sínum og bjóða bifreiðar velkomnar í upphit- aða sali. Ef þú ert klessukeyrður bíll þá er þér tjaslað saman, þú ert réttur, sandblásinn og lakkaður, bónaður þangað til þú gljáir og geislar. Ryksugaður og smurður. Utskrifaður og boðinn velkominn. Ef þú ert sjúklingur eða gamal- menm þá máttu búast við bið, sem engan enda virðist ætla að taka. Enginn skyldi samt alhæfa. En dæmin era mörg sem nefna má. Og ekki má gleyma því að umræða, sem fer fram um heilbrigðismál og sjúkrahús og starfslið er öll á þeim nótum að ótti og skelfing, kvíði og kvöl siglir í kjölfarið. Svo fjarri er því að leitað sé lausna í anda „Heilsuhælisfélagsins", svo gagn- stæð er áttin sem þjóðin hefír stefnt í á þeim tíma sem liðinn er að segja má að nýtt einkunnarorð hafi tekið við af því sem nefnt var: „Berið hver annars byrðar." Þannig hófst öld heimastjórnar. Þegar kristnitökuafmælið er framundan þá hefir þjóðin valið sér nýtt vígorð: „Gefðu bíl í skóinn.“ Bílakóngar, olíukóngar og vaxta- kóngar ráða ferðinni. Fyrram var sagt: „Sannleikurinn mun gera yð- ur frjálsa." Nú er frelsið að finna hjá fjárfestingarsjóðum. „Frjáls bílalán Glitnis." Og svo má klessu- keyra á næsta horni og segja: „Eitt pund af Export og eitt pund af rót og skrifa það hjá henni mömmu,“ segja táningarnir, sem stíga skuld- um vafðir úr bílflakinu. Þótt þjóðin njóti menntunar og mikilvægra starfa margra af- bragðslækna má samt segja að þörf væri jafn skeleggrar forystu og þjóðin naut meðan Guðmundur Björnsson fór fyrir liði. Magnús Magnússon ritstjóri var þingskrif- ari þegar Guðmundur var forseti Alþingis. Magnús segir að Guð- mundur hafí stundum ekki þurft annað en horfa yfír hópinn. Hann hafi með augnaráði sínu einu haft úrslitaáhrif á gang mála. Nú skyldi enginn mæla með ofríki eða ein- ræði. En djörfungar og hugsjóna er þörf. Þótt ekki sé bragðið yfir sig sýndarhjúpi kristilegs siðgæðis er samt sem áður hart að búa við þau siðaskipti, sem nú tiðkast. Breyting sú, sem er að verða á Faðirvorinu. Nú er verið að breyta. Senn má ekki segja: „Til komi þitt ríki.“ Því verður breytt í takt við tímann: „Til komi þitt eignarhaldsfélag.“ Og „Ber þú sjálfur fjanda þinn.“ m i z ? 1 S LAUGARDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS 29. ÁGÚST FYLGIR BLAÐAUKI UM MENNTUN Í blaðaukanum verður lögð áhersla á að kynna þá fjölmörgu námsmöguleika sem eru í boði fyrir þá sem vilja stunda einhvers konar nám eða sækja námskeið í vetur. Efnisval verður fjölbreytt og sniðið að þörfum ungra sem aldinna. • Tungumálanám • Fjarnám • Símenntun • Söngur og dans Siglingar Tölvunám Leiklist Bókmenntir • Prjónaskapur • Skylmingar • Forritun • Afþreying • Viðtöl o.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 24. ágúst Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 I 139. ftorgtmMafrÍfe AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.