Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 14
14 E SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ TILSÖLUSTARFA Traust innflutningsjyrirtceki með mjög seljanlegan tœknibúnað óskar eftir að ráða sölumann. Starfssvið • Ráðgjöf, samningar og sala til viðskiptavina. • Þátttaka í markaðs- og söluáætlunum. • Stuðningur við innkaup. Menntunar- og hæfniskröfur • Vélfræðingur, gjarnan vélvirki að auki. • Reynsla af markaðs- og sölumálum kostur. • Frumkvæði, góö þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Það er vel þess virði að skoða þennan möguleika. Nánari upplýsingar veitir Magnús Haraldsson hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 25. ágúst merktar: „Vélfræðingur". RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði 5 108 Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: http://www.radgard.is Hótel ísland Starfsfólk óskast Vegna mikilla anna framundan óskum við eftir að ráða starfsfólk í eftirfarandi stöður: • Framreiðslumenn. • Aðstoðarfólk á bar og í sal. • Dyraverði. • Starfsfólk í fatahengi. • Aðstoðarfólk í eldhús. • Ræstingar og uppvask. Krafist er: • Reglusemi og stundvísi. • Snyrtimennsku. • Reykleysis. Tekið verdur á móti umsóknum á staðnum í dag, sunnudag, frá kl. 16—18 og frá mán- udegi til föstudags frá kl. 10—12. BROADWAY, Ármúla 9, sími 533 1100. Úthlutun styrkja úr IHM-sjóði í samræmi við úthlutunarreglur IHM-sjóðs Félags leikmynda- og búningahöfunda, sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins þann 7. maí sl.f auglýsir FLB hér með eftir umsókn- um um fjárframlög úr IHM-sjóði félagsins. Rétt til úthlutunar eiga allir leikmynda- og búningahöfundar að verkum, sem flutt hafa verið í sjónvarpi eða gefin út á myndbandi, hvort sem þeir eru félagar í Félagi leikmynda- og búningahöfunda eður ei. Til úthlutunar eru nú kr. 200.000. Úthlutað verður fjórum styrkjum að upphæð kr. 50.000 fyrir miðjan október. Umsókninni þarf að fylgja skrá yfir þau verk umsækjanda, sem flutt hafa verið í sjónvarpi eða gefin út á myndbandi. Umsóknir þurfa að berast Félagi leikmynda- og búningahöfunda, pósthólf 1603, 121 Reykjavík, fyrir 15. september 1998. Stjórn Félags leikmynda- og búningahöfunda. Orkubú Vestfjarða auglýsir Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða eftirfar- andi starfsmenn í vinnuflokk Orkubúsins í Vestur-Barðastrandarsýslu. Aðsetur vinnu- flokksins er á Patreksfirði. 1) Óskað er eftir vélstjóra með 4. stigs réttindi. 2) Óskað er eftir lagtækum manni. Þarf ekki að hafa fagmenntun. Til greina getur komið að taka nema í rafveituvirkjun. Umsóknir um ofangreind störf ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf, sendist Orkubúi Vestfjarða, Stakkanesi 1,400 ísafirði, fyrir 25. ágúst nk. Upplýsingar um störfin gefa Jakob Ólafsson og Kristján Haraldsson, í síma 456 3211 og Runólfur Ingólfsson í síma 456 1411. Upplýsingar um Orkubú Vestfjarða má finna á vefsíðum fyrirtækisins, http://www.ov.is/ ORKUBÚ VESTFJARÐA Gorðcibær Garðabær Fræðslu- og menningarsvið Leikskólar Garðabæjar Leikskólinn Hæðarból Leikskólakennarar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk óskast til starfa frá og með 1. september nk. í leikskólanum er lögð áhersla á lifandi starf og virkni barnanna. Upplýsingar um starfið veitir aðstoðarleik- skólastjóri, Ósk Fossdal, í síma 565 7670. Leikskólinn Lundaból Leikskólakennarar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk óskast til starfa frá og með 1. september nk. Lundaból er lítill notalegur tveggja deilda leikskóli. Upplýsingar um starfið veitir aðstoðarleik- skólastjóri, Ragna Jóhannsdóttir, í síma 565 6176. Laun skv. samningum launanefndar sveitarfé- lag við viðkomandi stéttarfélag. Leikskólafulltrúi. Leikskólakennarar athugið! Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við leikskólann Kiðagil í Glerárhverfi frá 1. október nk. eða eftir samkomulagi. Umsækjandi þarf að hafa lokið leikskóla- kennaranámi. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags ís- lenskra leikskólakennara eða STAK við Launa- nefnd sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefa deildarstjóri leik- skóladeildar eða leikskólaráðgjafi í síma 460 1450. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannadeild í síma 462 1000. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 1. september 1998. Starfsmannastjóri. Kjósarhreppur Kennarar — kennarar Skólastjóri óskast til afleysinga frá 1. desember 1998—1. júní 1999 í Ásgarðsskóla, Kjósar- hreppi (1.—7. bekkur). Upplýsingar um starfið gefa Sigrún Bjarnadótt- ir, skólastjóri, vs. 566 7001, hs. 566 7003, og Guðmundur Davíðsson, oddviti, vs. 566 7100, á miðvikudögum kl. 13—17, hs. 566 6834. REYKJANESBÆR SÍMI 421 6700 Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar Sérkennarar — sálfræðingar Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar óskar ráða sér- fræðing í fullt starf til ráðgjafar- og sér- fræðiþjónustu sem fyrst. Úmsækjendur skulu vera kennarar með framhaldsmenntun, sál- fræðingar eða aðrir sérfræðingar á sviði upp- eldis- og menntamála. Umsóknir sendist Skólaskrifstofu Reykjanes- bæjar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík, Reykja- nesbæ. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. Laun skv. kjarasamningum Reykjanesbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar veitir Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri, í síma 421 6700. Skólamálastjóri. T J;[ . Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Eftirtaldar stöður er lausar til umsóknar við grunnskóla Hafnarfjarðar: Engidalsskóli: 2 (V2) stöður stuðningsfulltrúa. Upplýsingar gefur skólastjóri, Hjördís Guð- björnsdóttir í síma 555 4433. Lækjarskóli: V2 staða studningsfulltrúa. Forstöðumaður heilsdagsskóla. Starfsfólk heilsdagsskóla (50% og 80%). Upplýsingar gefur skólastjóri, Reynir Guðna- son í síma 565 5185. Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldis- menntun. Setbergsskóli: Aimenn kennsla yngri nemenda. Upplýsingar gefur skólastjóri, Loftur Magnússon í síma 565 1011. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst en umsóknar- eyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafn- arfjarðar, Strandgötu 31. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs Hafnarfirði. Starfsfólk á leikskóla Félagsstofnun stúdenta é og rekur Sólgarð en rekur Mánagarð samkvæmt samningi við Reykjavikurborg. Helstu markmið með starfinu eru að börnin læri að virða hvert annað, skoðanir, langanir og þarfir hvers annars, með þvíað hlusta, tjá sig, framkvæma, sina tillitsemi, virða reglur og leysa deilur. Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignastofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð og rekur sex deildir. Aðhenni standa stúdentar innan Háskóla íslands, HÍ og menntamálaráðuneytið. Félagsstofnun stúdenta óskar eftir leikskólakennara og/eða öðru áhugasömu starfsfólki á Mánagarð, Leikskóla FS. Mánagarðurer þriggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins árs til sex ára. Upplýsingar veitir leikskólastjóri á Mánagarði í síma 562 4022, virka daga kl.10-13. isr III l Félagsstofnun stúdervta KÓPAVOGSBÆR Laus störf við Smáraskóla Óskað er eftir starfsfólki, körlum sem konum, í hálf störf eftir hádegi við ræstingar og ganga- vörslu. Upplýsingar gefur húsvörður í síma 554 6100. Starfsmannastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.