Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1998 E 23 Umræðan, sem fer fram um heilbrigðismál og sjúkrahús og starfs- lið, er öll á þeim nótum að ótti og skelfíng, kvíði og kvöl siglir í kjölfarið, skrifar Pétur Pétursson og rifjar upp þá fyrri tíð þegar þjóð- in lagðist á eitt til að reisa heilsuhælið á Víf- ilsstöðum fyrir berkla- sjúka meðan boðorð nútímans eru hermd upp á bílismann. MARGT hefur verið ritað um þátt Guðmundar Bjömssonar í íslensku þjóðlífi, læknisstörf hans, kveðskap, ættir og atgerfi. Sigurður Nordal segir ættstofna hans trausta og gróskumikla. Rót- gróin festa og menning hafi ein- kennt heimilið á Marðamúpi. Guð- mundur, eldri sonurinn, hafi verið settur til mennta. Hafi hann „reynst frábær hæfileikamaður og komist til mikils frama“! Halldór Laxness minnist Guð- mundar á ýmsum stöðum i minn- ingabókum sínum. Það mun hafa verið um svipað leyti og Thomsens- bfllinn ók um Laugaveginn, og hóaði í lætin, Halldór er þá á þriðja árinu „og lagðist á vángann uppvið skammelin á húsorgelinu á Lauga- vegi 32 meðan Reynir Gíslason tróð og varð seinna sellisti í Árós- um; eins finst mér ég enn muna þegar Guðmundur landlæknir Bjömsson saung undir með fiðl- unni sinni, í gegnum nefíð, sá óskiljanlegi maður, sem átti í mér líftóruna að eigin sögn og varð skáldmæringur í fyrsta frammúr- stfl aldarinnar: orti haustkvæðið Fellur mjöll á fjöllin há, og ég spil- aði og saung um fermingu við lag frú Elísabetar Jónsdóttur frá Grenjaðarstað og ég kyntist hjá frú Valgerði á Mosfelli: Lóan fer, það leiðist mér, leiðist mér að þröstur fer, fer fer fer fer fer fer fer fer fer“ Þetta Ijóð söng Halldór. í Miðbæjarskólanum sungum við Glúmur, sonur Guðmundar landlæknis. Við vomm bekkjarfé- lagar um skeið. Þá var sungin þýð- ing Gests (Guðmundar Bjömsson- ar); Engan grunar álfakóngsins mæðu enn er hann kyrr í klettasal. Næturdísir reifa rökkurslæðu, láð og lög, Qörð og fríðan dal. Svo var sungið um huldumeyjar sem voru fríðar og fylgdu kónginum og lauk með því að næturkyrrðin svæfði sorgir mannanna rétt í þann mund að álfakóngurinn opnaði hamraborg sína. „ísland hafði verið í svefnrofun- um,“ sagði Halldór Laxness um fyrstu ár aldarinnar. Kliðmjúkir organtónar blandast ljúfsáram fiðlutónum í húsi vegaverkstjórans á Laugavegi 32 þar sem gestir hittsat. Guðmundur Bjömsson landlæknir var einn hinn fremsti í , . # # # Morgunblaðið/RAX OSELDAR bifreiðar bíða þess að kaupendur komi. „Gefðu bíl í skdinn“ var ein af auglýsingum í Ríkisútvarpi fyrir jólin 1996. : SJUKLINGAR bíða bata. GUÐMUNDUR Björnsson, hér- aðslæknir í Reylqavík. flokki þeirra er freistuðu þess að vekja þjóðina og hvetja hana til þess að nudda stírar úr augum. Alkunna er forysta hans í vatns- veitumálum. Innblásin hvatningar- orð og skáldleg tilþrif á mannfund- um. Samkomuhúsið Báran við GUÐMUNDUR Sigurðsson frá Ofanleiti. Tjömina er þéttsetið áhugasömum Reykvíkingum, sem hlýða með at- hygli á eggjandi orð læknisins. Hann útskýrir fyrir fundarmönn- um „Ijóst og sannfærandi - hvílíka feikna atvinnu þessi framkvæmd muni veita bæjarbúum næstu þrjú árin.“ Með þeim orðum skýrir Knud Zimsen borgarstjóri þátt Guðmundar Björnssonar í for- göngu um lagningu Vatnsveitunnar er hann les Lúðvík Kristjánssyni rithöfundi minningar sínar „Úr bæ í borg“. Hann greinir frekar frá ræðu Guðmundar: „Þetta er fram- faramál hið stærsta, sem hér hefur nokkurn tíma verið tekið í mál. Nú á að sýna sig hvaða hugsun- arháttur er drottnandi hér í höfuð- stað landsins, hvort heldur bar- lómsandi, tortryggni og ótrú á framtíðina, þessir gömlu kvillar, sem vér höfiim fengið að erfðum frá þeim tímum, er þjóðin lifði í eymd og ófrelsi, eða trúin á gæði landsins, traust á sjálfum oss, sá framtaks- og atorkuandi, er þegar fór að þróast, er vér urðum frjálsir menn í frjálsu landi. Þetta era tímamót í sögu bæjar- ins. Eigum vér að skila bænum í hendur komandi kynslóð eins og kotþorpi, fullu af óhollustu, eða eigum vér að stíga fyrsta sporið til þess að koma þessum stærsta bæ landsins í betri bæja röð?“ Með þvflíkum hætti brýndi Guð- mundur landlæknir samborgara sína. Skylt er að greina frá þætti Matthíasar Einarssonar læknis er hann með rannsóknum á vatnsból-** um Reykvíkinga fann orsök tauga- veikifaraldurs í vatni úr Móa- kotslind. Nú lá brautin bein að Gvendarbrannum. Senn átti silfur- tær uppsprettulind þeirra eftir að svala þorsta Reykvíkinga fyrir rausnargjöf Einars skálds Bene- diktssonar er hann af gnótt sinni færði bæjarbúum í landnámi Ing- ólfs. Guðmundur lét sig varða ís- lenskt mál. Hann unni feðratungu og móðurmáli. Vandaði um við stéttarbræður sína og las þeim pistilinn. Vilmundur Jónsson tók við embætti landlæknis. Hann minntist fyrirrennara síns. w „í hugvekju þessari segir svo um málið á Læknablaðinu: „Lækna- blaðið er þjóðarhneisa fyrh- þá sök, að það eitt af öllum íslenzkum fræðiritum fótumtreður móðurmál- ið okkar og misþyrmir því á allar lundir, vægðarlaust og samvizku- laust.“ Hann leggur til, að þeir læknar, sem „hafa engan vilja á“ að gera betur, „stingi íslenzkunni al- veg undir stól, í stað þess að kremja hana og kvelja. Þeir geta þá,“ segir hann, „skriifað í Lækna- blaðið á dönsku, eða þýzku, eða ensku, eða frönsku - hverju því út- lendu máli, sem þeir kunna betur en íslenzku. En sá maður,“ segir hann ennfremur, „er hvergi talinn pennafær, sem ekki kann að koma fyrir sig orði á nokkra tungumáli, svo skammlaust sé.“ Ekki mun það vera í alvöra mælt, heldur sem ólíkindi í ögranarskyni, að látið er í veðri vaka, að íslenzkir læknar, sem ekki ná því að „koma fyrir sig orði“ á íslenzku máli, leysi þá þraut að verða „pennafærir“ á erlendu máli. Hugsum oss þá fjarstæðu, að læknir, fæddur á íslandi af ís- lenzku foreldri, alinn þar upp, nemur þar allan sinn skólalærdóm af íslenzkum kennuram og síðan háskólafræði sín í íslenzkum há- skóla án þess að verða bænabókar- fær á íslenzku máli, nái því að verða pennafær á einhverju er- lendu máli með venjulegu mála- námi í skóla, en síðan hrafllestri sérfræðirita á mörgum tungumál- um og e.t.v. nokkurra missera dvöl erlendis! Nokkur von kann að vera um slíkt næmi á erlend mál, þegar í hlut eiga menn með það málskyn, að þeir nemi móðurmál sitt með af- burðum, en um málvillta bögubósa er þess engin von.“ Guðmundur Bjömsson talaði ekki fyrir daufum eyram en skfr- skotaði til bræðraþels og náunga-“~ kærleika í ávarpi Heilsuhælisfé- lagsins. Öflug hreyfing tók heils- hugar undir einkunnarorð félags- ins, sem sótt vora í bréf Páls post- ula. Hér var ekki minnst á hagnað, tekjur, ágóða eða verðbréfaþing. Mannúðarhugsjón og líknarþörf vörðuðu veginn. „Reis þú við reyr- inn brotna“ ekki varajátning muldrað í hálfum hljóðum við kirkjuathafnir, heldur lifandi verknaður, talenta í framrétta hönd þeirra, sem þörfnuðust hjálp- ar. „Berið hver annars byrðar.“ *•' Samkennd og bræðralagshugsjón fóra í fararbroddi vonar um líkn og endurheimtan lífsþrótt. Guðmundur Sigurðsson frá Of- anleiti var einn þeirra mörgu Reykvíkinga sem hlýddu kalli Guð- mundar Bjömssonar og samstarfs- manna hans er þeir leituðu stuðn- — ings við þjóðarátak gegn berkla- ^ veiki. Jón Helgason biskup segir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.