Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 22
22 E SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þungamiðjan er neðan beltis NÚ ER sko gaman að vera fréttafíkill. Alltaf eitthvað æsi-spenn- andi í fréttunum á hverjum degi. Og þá á ég ekki við sömu, gömlu leiðindamálin, sem allir eru búnir að fá nóg af endur fyrir löngu. Ætla Irakar að leyfa vopnaefth-litsmönnunum að leita sýklavopna svo hægt sé að aflétta viðskiptabanninu? Eina vikuna virðist svo vera, en áður en mað- ur veit af, er kominn kengur í allt saman og farið er að tala um ann- an Flóabardaga. Þá er samið og samið, dag og nótt og loks er undirritað samkomulag. Allir virðast voða fegnir. Eða þá kallarnir Ai-afati og Netanjahúi fyrir botni Miðjarð- arhafsins. Betur væi-u þeir komnir á botninum? Þeir slá náttúrlega öll met. Hvað er búið að takast mikið í hendur og skála mikið fyrir öllum friðar- samningunum milli araba og Israela í gegnum árin? Og frændur okkar Norðmenn, sem ekki geta einu sinni_ samið um Smuguna við litla Island eða skilað Leifi heppna, sem þeir tóku ófrjálsri hendi, halda, að þeir geti búið til friðarformúlu og skikkað Fata og Neta til að búa saman í sátt og samlyndi eins og ekkert hafi gerst. Hvað þá með sannkiástna fólk- ið á Norður-írlandi, sem búið er að sprengja og skjóta hvert ann- að í meira en aldarfjórðung af eintómri ættjarðarást? Hver nennir að láta teyma sig á asna- eyrunum og hlusta á endalausar ræður þar sem leiðtogarnir klappa hverjum öðrum á bakið fyrir að hafa komið á friði, sem endist í nokkra daga, þar til næsta hroðaverk er framið? Lítið er svo spennandi að horfa á end- urtekið efni af Balkanskaga. Vor- um búin að sjá það allt í Bosníu. Við, hérna í henni Ameríku, þurfum sko ekki að eyða okkar dýrmæta tíma í að horfa og hlusta á fréttir á borð við það, sem drepið er á hér að framan. Nú hafa meiri og mikilvægari fréttir loks rutt sér braut inn á hvert heimili. Og á þessum frétt- um hefir fólkið áhuga! Þungamiðja alls þess, sem áríðandi er, hefir færst niður fyr- ir beltið og nú getur múgurinn tekið þátt í umræðunum, því allir hafa skoðanir og vitneskju um það, sem þar gerist. Skal hér lauslega drepið á þau mál, sem efst eru á baugi á þessu grösuga frétta-sumri. Fyrst skal nefnt undralyfíð Viagra, sem framkallað hefir feiknin öll af umfjöllun í frétta- miðlunum og enn fleirí brand- ara. Sumir vísindamennirnir, sem virtust vera orðnir leiðir á að glíma við alvarlega sjúkdóma, tóku nú fyrir nýstárlegt vanda- mál, sem búið var að láta hanga allt of lengi. Kynferðisleg van- geta margra karla læknaðist við að taka eina Viagra pillu, var sagt í fréttunum, og varð nú mikill handagangur í öskjunni. Alla vega pör voru dregin fram í dagsljósið og látin vitna um þetta undraefni. Sáum við marg- ar brosandi konur og glottandi karla í sjónvarpinu. En lyfið er all dýrt, eða 10.00 dollara pillan, enda þarf framleið- andinn að moka inn nokkur hundruð milljónum. Var við því Þórir S. Gröndal búist, að sjúkrasamlögin myndu borga brúsann, en flest þeirra hafa færst undan, þótt sagt sé, að nokkur ætli að skammta „sjúk- lingunum“ svo sem eina eða tvær pillur á mánuði. Það verða því ríku vangetumennirnir, sem geta lyft sér á kreik hvenær sem þeim sýnist, en hinir verða að láta sér nægja skammtinn. Heyrst hefir, að sumar fullorðnar konur, sem voru svo „heppnar“ að eiga van- getumenn og voru orðnar vanar góðum nætursvefni, séu bálreiðar út í uppfinningamenn Viagra og er talið, að margir hjónaskilnaðir geti af þessu orðið. Svo kemur einn lítill Viagra brandari í lokin. Það verður að renna pillunni fljótt niður, því annars getur við- komandi fengið hálsríg! Stór skemmtileg umræða spannst í sumar út af ummælum forseta öldungadeildar Banda- ríkjaþings, repúblikanans Trent Lott. Hann sagði, að kynvilla væri synd og væri sambærileg við áfengisvandamál og stelsýki. Harmaði hann mjög, að það væri bókstaflega í tízku, að kynvilhng- ar hömpuðu þessari villu sinni og væru hreyknir af henni. Þeir töl- uðu eins og um væri að ræða fæð- ingar- eða erfða-galla og heimt- uðu, að þjóðfélagið tæki þá ekki bara góða og gilda, heldur veitti þeim ýmis sérréttindi. Taldi þingmaðurinn, að tími væri til kominn, að allt „venjulegt", sann- kristið fólk tæki höndum saman um að hefta útbreiðslu „syndar- innar“. Fjöldi af frammámönnum hægrisinnaðra, kristinna repúblikana tóku í sama streng og var hafin auglýsingaherferð. Var því haldið fram, að hægt væri að lækna kynvillu alveg eins og áfengisvandamál og stelsýki. Var leitt fram fyrrverandi synd- ugt og kynvillt fólk, sem snúið hafði á rétta braut með bæna- haldi og sérstakri meðferð. Hinir hægrisinnuðu skoruðu einnig á almenning að sækja ekki skemmtigarða Disneys, því það fyrirtæki hampaði kynvillingum. Ekki er vitað, hvort framhald verður á herferðinni, en ekki er útilokað, að þingið blandi sér í málið með einhvers konar frum- varpi. Gaman verður að fýlgjast með því. Og þá er komið að rúsínunni í pylsuendanum, kynórunum í Hvíta húsinu. Hafið þið heyrt nokkuð jafn skemmtilegt? For- setinn, þessi dugnaðarforkur, er sagður hafa verið mikið upp á kvenhöndina í árafjöld. Sögurn- ar hafa elt hann og sem þetur fer eru fjölmiðlarnir ekkert að hlífa honum, þótt hann sé leið- togi voldugasta ríkis í heimi. Þakka skyldi honum! Hann hefir verið krafinn skýringa, jafnvel i vitnaleiðslu, en alltaf hefir hann komist einhvern veginn út úr klemmunum. Hann hefir verið alveg stórkostlegur! Nú er beðið í spenningi eftir að sjá, hvernig hann stendur sig í stærstu eldrauninni, yfirheyrslunni í kviðdómnum hjá Starra gamla. Síðasta ævintýrið hans, með Mónikku Lúvinskí, ætlar að verða það safaríkasta. Sögurnar hafa verið dísætar og öll þjóðin fengið að njóta minnstu smáat- riða. En auðvitað eru alltaf ein- hverjir fýlupokar og það eru vit- anlega repúblikanarnir, sem láta sér ekki nægja að kjamsa á frétt- unum af afrekum Klintons kven- sama, heldur setja þeir upp helgi- slepju, alveg eins og þeir gerðu út af kynvillunni, og tala um að þjóðin geti ekki afborið að hafa syndugan mann í Hvíta húsinu. Ætla þeir að reyna að nota þetta smáræði til að koma forsetanum frá. En meirihluti fólks vill ekkert slíkt heyra, því Klinton fær einatt háa einkunn fyrir embættis- færslu sína. Margir vorkenna þó konu hans og einhver sagði um daginn, að betra hefði líklega ver- ið fyrir hana að eiga vangetu- mann. Enginn dómur skal á það lagður. Og þá er heldur ekki vit- að, hvernig þetta allt saman fer nú, en við því má samt búast, að Klinton haldi áfram að vera kven- samur og að hann þurfi hvorki að eyða eigin peningum í Viagra né láta skammta sér af sjúkrasam- lagi, að minnsta kosti ekki í ná- inni framtíð. s M Á A U G LV S 1 IM G A R FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Smiðjuvegi 5, KópQvogi. Samkoma í kvöld kl. 20.00. Mikil lofgjörð, predikun orðsins og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. KROSSINN Sunnudagur: Almenn sam- koma kl. 16.30. Kevil L. White frá Church on the Rock predikar. Hann og félagar hans frá Ala- bama verða með samkomuher- ferð í Borgarleikhúsinu í vikunni á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.30. Við *3 hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að koma og sjá almáttug- an Guð gera undur. Mánudagur: Sjónvarpsútsend- ing á Omega kl. 21.30. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. Kraftur, dýrð og blessun. Bóka- og gjafavöruverslun okkar í Hliðasmáranum verður opin alla virka daga frá kl 14—18. Netfang: Krossinn@skima.is Dagsferðir sunnud. 16 ágúst Frá BSÍ kl. 09.00: Hlöðufell. Ekið að Hlöðufelli og gengið á fjallið um lítið dalverpi. Farar- stjóri verður Gunnar Hólm Hjálmarsson. Verð 2.700/3.000. Frá BSÍ kl. 09.00: Brúarár- skörð. Gengið frá upptökum Brúarár og farið um Brúarár- skörð. Svæði sem býður upp á ótrúlega náttúrufegurð. Verð 2.700/3.000. Helgarferðir í ágúst: 21.-23. ágúst: Laugavegurinn hraðferð. 21. -23. ágúst: Básar. 22. -23. ágúst: Fimmvörðuháls. 28.-30. ágúst: Veiðivötn. 28. -30. ágúst: Básar. 29. -30. ágúst: Fimmvörðuháls. Spennandi sumarleyfisferðir í ágúst: 15.-19. ágúst: Laugavegur - trússferð. Ekið í Landmannal- augar. Gengið að Álftavatni í Emstrur, suður Almenninga í Þórsmörk. Farangur fluttur á milli gististaða. Fararstjóri Sylvía Kristjánsdóttir. 20. -23. ágúst: Sveinstindur - Skælingar - Eldgjá, trússferð. Spennandi ferð. Fararstjóri verð- ur Hákon Gunnarsson. Gengið frá Sveinstindi við Langasjó í Skælinga. Gist í skála í Skæling- um. Síðasta daginn er gengið í Hólaskjól. 21. -23. ágúst: Fjallabaksleið- ir# hjólreiðaferð. Hjóluð Kraka- tindleið í Hvanngil. Farið um Mælifellssand, eftir gömlum slóðum inn í Álftavatnskrók. Síð- asta daginn er farið í Eldgjá og ekið um Fjallabak heim. Útivist - ferðafélag, Hallveigarstig 1,101 Rvik, sími 561 4330 - fax 561 4606. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Hjálpræðissamkoma kl 20.00 Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar. Kriitif simfila) Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Kl. 20.00 Almenn samkoma. Predikun: Jón Þór Eyjólfsson. Beðið fyrir þörfum einstaklinga. Föstudagur kl. 20.30: „Eldur unga fólksins." Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 16. ágúst kl. 13: Ketilstígur — Seltún — gömul þjóðleið. Skemmtileg ganga yfir Sveifluháls. Verð 1.200 kr., frítt f. börn með fullorðnum 15 ára og yngri. Brottför frá BS(, austan- megin og Mörkinni 6. Dagsferðir í Þórsmörk sunnu- dag 16., mánudag 17. og mið- vikudag 19. ágúst. Með brott- för kl. 8.00 að morgni, einnig hægt að dvelja á milli ferða. Næstu helgarferðir í Þórs- mörk og á Fimmvörðuháls eru 21.—22. ágúst. Heglarferð Laugar — Eldgjá — Álftavatn, 21.—23. ágúst. Laus sæti í sfðustu „Lauga- vegsferðirnar" og ferðina „Við rætur Vatnajökuls" 27.—31. ágúst. fomhjalp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Brynjólfur Ólason. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Hverfisgata 105, s. 562 8866 Sunnudagskvöld kl. 17.00 Fjölskyldusamkoma. Predikun: Hilrnar Kristinsson. „Gróska í Guðsíkinu." Þriðjudagskvöld kl. 20.00 Biblíuskóli. Föstudagskvöld kl. 21.00 Gen-X-kvöld fyrir unga fólkið. Trúboð í miðbænum kl. 23-4 í Grófinni 1. Gönguferðir, klettaklifur, tjaldbúðalíf, ísklifur, fjöru- ferð og margt fleira. Sumarleyfisferðir: Núpsstaðaskógar—Skaftafell 27.—30. ágúst. Laki—Núpsstaðaskógar 23.-26. ágúst. Núpsstaðaskógar— Djúpárdalur 18.—21. ágúst. Hvannadalshnjúkur og skrið- jöklar daglega. íslenskir fjallaleiðsögumenn, sími 587 9999. s Islenska Kristskirkjan Samkoma á Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 20.00. Mikil lofgjörð, vitnisburðir og fyrirbænir. Allir velkomnir. ^VBAHÁ’Í VÚ OPIÐ HÚS Sunnudagskvöld kl. 20:30 Margrét Gísladóttir: Andleg umbreyting Kaftl og veiiingar Alfabakka 12, 2. hœð sími 567 0344 www.itn.is/bahai Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræð- um. Vörður L. Traustason. Tón- listarsamkoma kl. 20.00. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Ræðum. Glenn Kaiser, leiðtogi hljómsveitarinnar Resurrection Band (ath. hljómsveitin kemur ekki fram). Allir hjartanlega velkomnir. Mið. kl. 20.00 bænastund Fös. kl 20.30 unglingasamkoma. Lau. kl. 20.30 bænastund. Heimasíða: www.gospel.is Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Fagnadarsamkoma Fögnum heimkomu kristniboð- anna Guðlaugs Gíslasonar, Birnu Gerðar Jónsdóttur, Guðlaugs Gunnarssonar, Valgerðar Gísla- dóttur, Bjarna Gíslasonar, Elísabetar Jónsdóttur og barna þeirra i kvöld kl. 20.30. Hugleiðingu hefur Kjartan Jóns- son. Allir hjartanlega velkomnir. KENNSLA Að virkja orku og sköpunar- kraftinn. Dags- og/eða helgarnámskeið í náttúruperlunni Nesvík á Kjalarnesi 22.-23.8 og 12.-13.9. Þessi námskeið eru fyrir þá sem vilja: •Opna og orkujafna orkustöðvar •Losa stress/spennu og lina sársauka •Uppgötva röddina sína •Upplifa sjálfstjáningu •Heila með orku og tónun Kennari verður Esther Helga Guðmundsdóttir, fv. skólastjóri Söngsmiðjunnar. Upplýsingar og skráning i sima 699 2676. HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Nám í svæðameðferð byrjar fimmtudaginn 3. sept. Viðurkennt af Svæðameðferðar- félagi íslands. Skráning fyrir 20. ágúst. Fáein pláss laus. Upplýsingar og innritun í Heilsu- setri Þórgunnu í símum 562 4745 og 896 9653.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.