Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.08.1998, Blaðsíða 9
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1998 E 9 HAMPIÐJAN VttRHÞRtlN Hampiðjan óskar eftir að ráða starfsmann til að hafa umsjón með og stjórn á rannsóknarstofu þar sem tveir starfsmenn vinna í dag. Starfssvið Á rannsóknarstofunni er fengist við vöruþróun og framleiðslueftirlit fyrirtækisins. Jafnframt er gert ráð fyrir að viðkomandi starfsmaður vinni náið með framleiðslu- og sölufólki að hugmyndavinnu, sölu, tæknilegum útreikningum og leiðbeiningum fyrir viðskiptavini. Menntunar- og hæfniskröfur Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingi með tæknimenntun á háskólastigi. Þekking á vöruþróun og ISO gæðakerfum er æskileg. Sjálfstæði í vinnubrögðum og lipurð í samstarfi er skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Magnús Haraldsson hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 24. ágúst n.k. merktar: “Vöruþróun”. RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði 5 108 Reykjavík Sími 533 1800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: http://www.radgard.is — fyrir alla muni Lagerstjóri Óskum eftir að ráða lagerstjóra á vörulager okkar. Starfslýsing: • Umsjón með skipulagi lagers. • Umsjón með vörumóttöku og vöruafhend- ingu. • Umsjón með birgðastýringu. • Mannaforráð. Hæfniskröfur: • Reynsla af stjórnunarstörfum. • Reynsla og/eða þekking á lagerstarfsemi. • Góð tölvukunnátta. • Grunn tungumálakunnátta. • Eiga auðvelt með að vinna með fólki. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. IKEA er eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði húsbúnaðar. Markmið IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það gerum við með því að bjóða upp á breitt vöruúrval af vel hönnuðum og hagnýtum húsbúnaði, á það góðu verði að þorri fólks hefur efni á að kaupa hann. Umsóknir sendist afgreidslu Mbl., fyrir 23. ágúst 1998, merktar: „SILO — 5751". P E R L A N Nemi í framreiðslu Óskum efitr að ráða nema í framreiðslu (þjóninn). Upplýsingar gefur Þorkell á staðnum (5. hæð) mánudaginn 17. ágúst frá kl. 13 — 19. r TRYGGINGASTOFNUN^? RÍKISINS STARFSSVIÐ ► Greining og hönnun á nýjum verkefnum við upplýsingakerfi stofnunarinnar ► Forritun ► Fjölbreytt verkefni Tryggingastofnun leitar að hugmýndaríkum manni í tölvudeild stofnunarinnar. Verkefnastjóri! HÆFNISKRÖFUR ► Tölvunarfræðingur, kerfisfræðingur eða verkfræðimenntun ► Sjálfstæð vinnubrögð ► Góð mannleg samskipti Nánari upplýsingar veitir Agla Sigr. Bjömsdóttir hjá Gallup. Umsókn ásamt mynd þarfað berast til Ráðningarþjónustu Gallupjyrir mánudaginn 24. ágúst n.k. merkt - „Tryggingastojhun 527". GALLUP RAÐNINGARÞJONUSTA Smiöjuvegi 72, 200 Kópavogl Sími: 540 ÍOOO Fax: 564 4166 Netfang: r a d n I n g a r © g a I I u p . i s FRÆÐSLUR4Ð /VÚLMIÐmÐ/IRINS Leiðbeinandi málmsuðunámskeiða Fræðsluráð og umsjónamaður (FM) starfar að símenntun samkvæmt sérstöku samkomu- lagi, frá 26.6.1987, milli Samiðnar, sambands iðnfélaga og Samtaka iðnaðarins. Fræðslu- ráðið er sameiginlegur vettvangur til stefnu- mótunar og framkvæmda í fræðslu og starfs- menntun málmiðngreina og netagerðar. Fræðsluráð málmiðnaðarins óskar að ráða leiðbeinanda til að sjá um málmsuðunámskeið Fræðsluráðsins, bæði raf- og logsuðunám- skeið. Um fullt starf er að ræða en hlutastarf kemur einnig til greina. Við leitum að manni með víðtæka þekkingu á sviði málmsuðu (tæknifræðingi/verkfræðingi), eða manni með mikla reynslu úr atvinnulífinu (málmiðnaðar- manni). Áhugi á málaflokknum og símenntun þarf að vera til staðar. Námskeið fræðsluráðs- ins eru haldin víðsvegar um landið. Verksvið: Kennsla á bóklegum og verklegum námskeiðum, gerð námsgagna og uþþbygging námskeiðahaldsins í samvinnu við fagnefndir. Skriflegar umsóknir, þar sem fram kemur starfs- og menntunarferill viðkomandi, skuiu berast Fræðsluráði málmiðnaðarins, Hallveig- arstíg 1, 101 Reykjavík, fyrir 1. september 1998. Allar umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar varðandi starfið veitir Steingrímur A. Jónsson, framkvæmdastjóri Fræðsluráðs málmiðnaðarins, í síma 562 4716. Tilvísun 04 04 001 Móttaka og ritarastörf Fjármálastofnun óskar að ráða starfskraft til ritarastarfa, móttöku viðskiptavina og léttra skrifstofustarfa. Góð íslensku- og tölvukunn- átta æskileg. Við leitum að glaðlegum starfs- krafti með hlýtt viðmót. Reyklaus vinnustaður. Vinnutím frá kl. 8.00 — 16.00 á sumrin og frá kl. 9.00—17.00 á veturna. Laun samkomulagsatriði. Umsókn, ásamt mynd og upplýsingum um fyrri starfsreynslu, þarf að berast auglýsinga- deild Mbl. eigi síðar en 1. sept. nk., merkt: „Móttaka og ritarastörf" Bolungarvíkurkaupstaður íþróttakennarar — enn og aftur! Við Grunnskóla Bolungarvíkur er laus til um- sóknar íþróttakennarastaða. Um er að ræða bæði íþrótta- og sundkennslu á öllum aldurs- stigum. Ýmis hlunnindi í boði. Grunnskóli Bolungarvíkur er einsetinn skóli með um 200 nemendum í 1,— 10. bekk og er ein bekkjardeild í árgangi. I Bolungarvík er gott mannlíf og jákvæður andi ríkir gagnvart skólanum. Hér sameinast allir um að gera góðan skóla betri. Þá er einnig möguleiki á að íþróttakennari taki að sér þjálfun yngri flokka í knattspyrnu á veg- um Ungmennafélags Bolungarvíkur. Forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Tópasar Við félagsmiðstöðina Tópas er laust til um- sóknar starf forstöðumanns. Starfið felst í vinnu með unglingum við skipulagningu félagsstarfs. Grunnskólinn og félagsmiðstöðin vinna saman að þessum málum. Krafist er uppeldismenntunar eða reynslu af vinnu með unglingum. Allar nánari upplýsingar um ofangreind störf veita Anna G. Edvardsdóttir, skólastjóri, í síma 456 7429 (vinna) og 456 7213 ( heima) eða Halldóra Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 456 7129 (vinna) og 456 7372 (heima).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.