Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 55

Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Pétur Hallgrímsson tónlistarmaður fjallar um nýjustu plötu Tricky, „Angels with dirty fnces". Englasöngiir Tricky FYRSTA plata Tricky „Maxinquaye" fór beint í 5. sæti breska vinsældalist- ans fyrir þremur árum. Adrian Thaws, betur þekktur sem Tricky, hefur verið heldur betur iðinn við kolann síðan hann gaf út sína fyrstu smáskífu í janúai’ ‘94 (hafði að vísu gefíð út áður „Locally"). Síðan hefur hann gefið út 12 smáskífur og nú fyrir skömmu fjórðu breið- skífuna. Þar að auki hefur Tricky verið í samstarfi við ýmsa tónlistarmenn, s.s. Massi- ve Attack, Neneh Cherry, Whole og Elvis Costello. Og hvemig hljómar svo nýja skíf- an? Að mínu mati stenst hún all- ar þær væntingar sem ég hafði. í heild er hún þyngri en fyrsta meistaraverk kappans „Max- inequaye" og myndar betri og þéttari heild en „Pre-Millenni- um Tension" sem þó var langt frá því að vera einhver hálfdrættingur. Á nýju skífunni sem Tricky hljóðrit- aði í New York, New Orleans, Los Angeles og á Bahamaeyjum notar hann mun fleiri hljóðfæraleikara en áður, meðal annars hinn snargeggj- aða gítarleikara Scott Ian úr metalsveitinni Anthrax og gítarleik- ara Tom Waits, Marc Ribot. Tricky sameinar mjög skemmti- lega hin ýmsu hljóðfæri sem gefa mjög heildstæða mynd. Textar Trickys eru allbeittir sem iyrr, þar sem allmargir fá á baukinn í loka- lagi disksins, meðal annars hljóm- plötuiðnaðurinn (record companies) og blaðamenn (demise). Margir halda kannski að Tricky sé að skjóta á Michael Jackson í laginu „6 Minutes“ en það er síður en svo. í nokkrum textum er Tricky kannski full „paranoid", þar sem kölski eða handbendi hans sjást í hverju horni. Sennilega er það afrakstur full- margra heimsókna jóna og súnka. Erfitt er að taka út einstök lög af plötunni þó „6 Minutes", „Broken homes“, þar sem Tricky nýtur full- tingis rokkgyðjunnar R.J. Harvey, og „Record companies" rísi hátt. Ef betri plata en „Angels without faces“ rekur á fjörur mínar þetta árið mun mig reka í rogastans. Tricky er og verður alveg snökkt- andi snillingur og Angels ... hljóm- ar sem englasöngur í mínum eyr- um. SÝND í SYND I Okkur vantar módel Heimsfrumsýning á X-18 skóm verður haldin á íslandi 29. ágúst. Valdir verða 2 strákar og 4 stelpur Einnig verða valin módel til að sýna í Dusseldorf og vera í bæklingi fyrir X-18 Valið verður í Hausverk auglýsingastofu, Mörkinni 1 n.k. mánud. kl. 18.00 til 21.00. Sama hús og Gullsól, gengið innað neðanverðu. Upplýsingar í síma 588 9544 eða 892 1242 Ökkur vantar módel Niðsterkur, fisléttur og rúmgóður skólabakpoki ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina Simar 551 9800 og 551 3072 m Allt frá leikskóla upp í háskóla vex „Fjallarefurinn“ I/AfFI ■ :: V REYKIAVIK Vegna fjölda áskorana heldur söngkonan Caron eina aukatónleika á Kaffi Reykjavik í kvöld. Caron sló í gegn á hinum tveim tónleikunum og gerði rifandi lukku fyrir troðfullu húsi. Misstu ekki af þessum frábæru tónleikum. reyKTavik HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM Misstu ekki af þessari frábæru söngkonu. I lM BA ÐIIUSH) BRAUlARÍiOLI I ?0, SÍMI 561 5100 JKAMSlMiKT CXj yos Bæíarhraunl 4 • Simi: 565 2212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.