Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FRÁ setningarathöfn Menningarnætur í Hallgrímskirkju. ELDSMIÐUR sýnir listir sínar á Skólavöröustíg. Menningarleg mannlífsnótt Menningarnótt Reykjavíkurborgar var haldin í þriðja skipti á laugardaginn. Geir Svansson var á ferli í blíðviðrinu ásamt tugþúsundum gesta og einbeitti sér einkum að ljóðadagskrá. Á ER hún alveg áreiðan- lega og formlega komin til Reykjavíkur menning- in sem skólapiltar úr Skálholti fluttu táknrænt á mölina árið 1793 með hleðslu skólavörðu á holtinu þar sem kirkja Hallgríms stendur núna. Til þessa atburðar vísaði borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, í ræðu sinni við setningarat- höfn Menningarnætur fyrir framan Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti. Borgarstjóri skýrði frá því að til stæði að ganga frá í kringum kirkj- una og um leið og hún setti hátíðina skýrði hún frá nafngift nýfrágengins kirkjutorgsins, en það skal heita Hallgrímstorg. Eftir ræðu borgarstjóra talaði sóknarprestur Hallgrímskirkju, séra Sigurður Pálsson, og blessaði mannsöfnuðinn. Hann minntist þeirrar stundar fyrir réttum 54 ár- um þegar ungu prestarnir Jakob Jónsson og Sigurbjöm Einarsson boðuðu til útiþjónustu á holtinu, 20. ágúst 1944, til að brýna menn að hefjast handa við að reisa Hall- grímskirkju. Hann taldi frómar ósk- ir ungprestanna um að Holtið yrði „fegursti staður á Islandi, gerður af manna höndum“ ef til vill vera senn að rætast. Síðan var gengið í kirkju en áður sleppti Dúfnaræktarfélag íslands dúfnaskara. Inni í kirkjunni léku fé- lagar úr málmblásarahópnum Ser- pent en Ævar Kjartansson kynnti dagskrá. Ingveldur Yr söngkona söng tvö lög og Steinunn Birna Ragnarsdóttir lék undir á píanó. Þar næst las Matthías Johannessen birt og óbirt ljóð. Ragnhildur Gísladóttir söng síðan tvö lög. Athöfnin sem var hæfilega hátíðleg en laus við alla stífni endaði síðan á lagi sem Serpent flutti. Varia þarf að fjölyrða um að Menningamóttin heppnaðist. Stór hluti Reykvíkinga veit það þegar en samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Reykjavík vom um 30 þúsund manns (eða sem nemur 8. hverjum íslendingi) staddir í miðbænum þeg- ar mest var í kringum formleg slit hátíðarinnar við flugeldasýninguna á Tjörninni á miðnætti. Lögreglan telur framkomu hátíðargesta til fyr- irmyndar. Elísabet B. Þórarinsdóttir, for- maður verkefnisstjórnar, var að vonum ánægð með þátttöku og framkvæmd. Elísabet taldi mikils- vert að það markmið sem lagt var upp með allt frá fyrstu Menning- amóttinni virðist hafa náðst. „Um- ræðan um lífíð í borginni, sérstak- lega um helgar, var á neikvæðum nótum. Með Menningarnótt vildum við höfða til okkar sjálfra, til borgar- búa sjálfra því að til að breyta borg- arlífinu verðum við að gera það sjálf. Nú er þessi árlegi viðburður orð- inn tilhlökkunarefni og fólk tekur al- mennt þátt i honum og mætir i borgina með börnin sín og með for- eldrum sínum, með ömmum og öf- um. Þarna mætast allir aldurshópar á jafnréttisgrundvelli og borgin verður okkar þennan dag og fram á þessa nótt.“ Elísabet sagði menningarhátíðina „gott veganesti inn í haustið. Þetta gefur í sálai-tetrið. Efth- þessa menningarneyslu er fólk uppfullt af jákvæðni og er líklegra en ella til að sækja áfram í menningarviðburði.“ Varla getur nokkur aðili kvartað yfir aðsókn. Yfirfullt var á flestum stöðum þegar líða tók á kvöldið, hvort sem um var að ræða listasöfn, kirkjur, leikhús, veitingahús, eða hvar þar sem eitthvað var að gerast. Þá var götulífið nánast ævintýralegt og sérstakt fyrir góða og afslappaða stemningu. Hátíð Ijóðsins Þar sem ekki var endilega greið- fært á milli staða og víðast þröng þurfti að velja og hafna. Af mörgu ágætisefni má segja að í þetta skipt- ið hafi Ijóðið skipað nokkuð vegleg- an sess. í Iðnó stóð yfir samfelld ljóðadagskrá frá 19.30 til 2 um nótt- ina. Skáldin Linda Vilhjálmsdóttir, Sjón og Andri Snær Magnason höfðu umsjón með þessu „ljóða- maraþoni“ sem þau kölluðu því held- ur óheppilega nafni „Nótt hinna löngu ljóða“. Linda og Elísabet Jökulsdóttir opnuðu ljóðahátíðana á nýstárlegan hátt með því að lesa ljóð, í gegnum hátalara, úr tjamarhólmanum klæddar kvöldkjólum. Þær lásu til skiptis, sín hvor ljóðin, en Elísabet lagði h'nurnar fyrir kvöldið með því að lesa úr Völuspá (Hljóðs bið eg all- ar helgar kindir) en Linda flutti sálm. Hefðin átti nefnilega eftir að leika stórt hlutverk í ljóðahátíð kvöldsins. Eftir drykklanga stund í hólman- um fluttu þær eða lásu Ijóðið í land, hefbundin Ijóðmæli og frumsamin á víxl. Þegar um fimmtán faðmar voru í land fékk athöfnin súrrealískan blæ þegar ræðarinn réri allt hvað af tók án þess að báturinn færðist úr stað. Gekk svo um stund og greini- lega ekki hlaupið að því að landa ljóðum, eins og þær stöllur bentu á úrfleyinu ... Sjálf dagskráin í gamla leiksaln- um í Iðnó hófst síðan fyrir fullsetn- um sal á flutningi Elísabetar Jökuls- dóttur á „Einræðum Starkaðar“ eft- ir Einar Ben, við kertaljós. Kynnir kvöldsins, Sjón, setti því næst ljóða- maraþonið en síðan stigu þau fram hvert af öðru ljóðskáldin, Gyrðir El- íasson, Vilborg Dagbjartsdóttir og Sveinbjörn I. Baldvinsson. í kjölfarið á þessum fyrsta hluta fylgdu fjórir hlutar, á heila tíman- um, með stuttu hléi á milli. í lok hvers þeirra var tónlistaratriði. Allir sem undii-ritaður hlýddi á stóðu sig með prýði. Margir fluttu birt ljóð en sumir óbirt. Ljóðið er sannarlega ekki dautt ef dæma má af aðsókninni í Iðnó. Það var troðið úr úr dyrum, sérstaklega seinni hlutann, og komust færri að en vildu. Það var hins vegar áber- andi hvað hefðin lék stórt hlutverk og lítið um nýstárlegan skáldskap. Ung skáld fá og þau þeirra sem stigu á stokk virðast leggja mest upp úr orðhnyttni og orðaleikjum en margt gott inni á milli. I öðru holli voru Steinunn Sigurð- ardóttir, Kristján Þórður Hrafns- son, G. Eva Mínervudóttir og Helgi Hálfdanarson sem öll stóðu fyrir sínu. I þriðja hópnum, milli 22 og 23, kom fram Þorsteinn Gylfason og flutti ljóðaþýðingar en Ásgerður Júníusdóttir söngkona og Iwona Jagla píanóleikari fluttu ljóð og lög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.