Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 33 ! ! I ! ! I I I I 1 I : J 3 i 3 3 ! J GUÐJÓN GUÐMUNDSSON + Guðjón Guð- mundsson, framreiðslumaður, fæddist 25. desem- ber 1925 í Reykja- vík, hann lést á heimili sínu 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Guðjóns voru Indiana Bjarnadóttir frá Norðfirði og Guð- mundur Gíslason, gullsiniður, frá Berjanesi undir Eyjafjöllum. Systk- ini Guðjóns voru 7, Albert (látinn), Gísli (látinn), Skarphéðinn, Erla, Valentínus, Steinþór og Ingólfur. Kjörsystir er Inga Magnúsdóttir frá seinna hjónabandi Indiönu við Magnús Magnússon. Eftirlifandi eiginkona Guð- jóns er Gunnþórunn Gyða Sig- uijónsdóttir frá Höfða á Vatns- leysuströnd, f. 8.6. 1925. Þau gengu í hjónaband 29.1. 1950. Börn þeirra eru: Gunnar Geir Kristjánsson, f. 3.9. 1944, sem er sonur Gunnþórunnar frá fyrra hjónabandi, Magnús, f. 30.1. 1948, Indiana, f. 27.8. 1950, Þórar- inn, f. 5.1. 1955, Að- alheiður, f. 13.9. 1956, Svava Krist- jana, f. 11.6. 1959, Margrét Ásta, f. 14.6. 1960. Bama- börnin eru orðin 23, langömmu- og afa- börnin 12, alls eru afkomendur þeirra orðnir 43. Guðjón lærði ungur fram- reiðslu og starfaði sem veit- ingaþjónn á ýmsum stöðum um 40 ára skeið. Hann rak inn- römmunarverkstæði í 14 ár og nú 7 síðustu árin var hann um- sjónarmaður í húsi Krabba- meinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Útför Guðjóns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á mildum ágústmorgni lagði okk- ar kæri vinur Guðjón Guðmundsson upp í sína hinstu fór eftir erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Hann barðist hetjulega og aldrei heyrðist hann kvarta, enda ekki hans stíll. Við hjónin kynntumst honum Gauja okkar fyrir átján árum þegar hann hóf störf á Ráninni á Skólavörðustíg sem yfirþjónn. Eric, maðurinn minn, vann þar sem yflrkokkur og var samvinna hans og Gauja með ein- dæmum góð og mynduðust með þeim sterk vinatengsl. Gaui var glæsilegur þjónn í sínum fína smóking. Hann var ætíð yfirvegaður og jákvæður í starfí og þrátt fyrir að staðurinn hafí verið tví- og þrísetinn lét Gaui það aldrei á sig fá og leysti störf sln af hendi með háttvísi og prúðmennsku, svo einstök þolin- mæði prýddi skapgerð hans. Aldrei heyrðum við hann Gauja okkar hall- mæla neinum því hann var svo heill og góður. Við kynntumst fljótlega konunni hans, henni Þóru okkar, og komumst að þvi hversu mikinn dugnað og gæði hún hefur að geyma. Hún hefur alla tíð staðið við hlið Gauja í gegnum súrf og sætt. Gaui og Þóra eiga yndislegan sum- arbústað í Þrastarskógi sem hefur verið þeirra paradís í gegnum árin. Eg og Eric urðum þeirrar sælu að- njótandi að fá sumarbústaðinn þeh'ra að láni fyrir sextán árum. Þar vorum við með erlenda gesti í heila viku og nutum þeirra yndislegu paradísar. Þar með vorum við komin með sumarbústaðardelluna og það liðu ekki nema þrjú ár þar til við gátum eignast okkar eigin bústað rétt fyrir neðan Þóru og Gauja. Það var ósjaldan að við leituðum ráða hjá þeim hjónum og voru þau ætíð fús til að liðsinna okkur. Við hóf- umst handa við að rækta garðinn okkar og Gaui og Eric grófu holur á meðan ég og Þóra fórum og keypt- um trén. Þau litu inn hverja helgi til að sjá til þess að nýgræðingarnir væni nú örugglega búnir að vökva og sá áburði á litlu trén. Þau voru sérfræðingar í garðrækt á þessu svæði og án þeirra hefði sjálfsagt lít- ið sprottið í okkar garði. Þetta voru yndislegir tímar sem við munum ætíð varðveita í huga okkar og hjarta. H"""" H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H ^ Sími 562 0200 rxxxxxxxnxrl Það verður sárt að fara austur núna og fínna ekki hann Gauja okk- ar að sýsla eitthvað í garðinum sín- um, því honum féll aldrei verk úr hendi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Við hjónin vottum Þóru, börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Elsku Þóra, þú veist hvar okkur er að fínna. 0, sólar faðir signdu hvert auga og sér í lagi þau sem tárin lauga. (Matthías Jochumsson) Guðbjörg og Eric Paul. Hann afí okkar er dáinn. Daginn áður vorum við, sem það gátum, hjá honum og héldum í höndina á hon- um, það var dýrmæt kveðjustund fyrir okkur öll. Maður áttar sig á því hvað manni þykir rosalega vænt um hann, þegar svona kemur upp á. Við vildum að við hefðum getað verið meira hjá honum og kynnst honum betur, það er sárt að hafa misst hann svona, en honum líður ábyggi- lega vel núna, í hendi Guðs, og við vitum að Guð passar upp á hann og verndar hann, elsku afa okkar. Við, sem ekki gátum komið tíman- lega til að kveðja afa, fínnum sárt til þess, en við vitum að hann afi skilur það og veit að við vorum með hug- ann hjá honum, hann sem alltaf hafði faðminn opinn og fagnaði okk- ur og þótti vænt um okkur eins og við erum. Við áttum okkur ekki á þessu Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöna revnsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands strax, að afí eigi ekki eftir að vera með okkur, en við vitum, að hann mun alltaf vera hjá okkur í huganum og hjartanu. Við söknum þín sárt, elsku afí, og við vildum að þú værir hér hjá okkur, en við vitum að það verður hugsað vel um þig, Guð blessi þig og vai’ðveiti. Við biðjum líka Guð um að vera með henni ömmu okkar og gefa henni styrk og öllum sem syrgja hann afa. Eggert, Arnheiður, Katrín og Magnús Einar. Minningin um afa á alltaf eftir að sitja fast í huga mér. Með tilveru hans þá var lífið gott og umhverfið betra. Afí hafði kosti sem allir gætu verið stoltir af að hafa. Hann var lífsglaður og hjálparhöndin var aldrei langt undan og vildi allt íyrir alla gera og þannig mun ég muna eftir honum. Hann fór aðfaranótt þriðjudagsins og með honum fór mikill friður og hamingja og hann lést hamingjusamur. Það voru mikil forréttindi að eiga Guðjón Guðmundsson að afa. Líf hans ætti að geta kennt okkur hin- um mikið. Það geta allir verið sam- mála mér um það að afi var maður sem hafði mikla kosti og allir vilja láta muna eftir sér eins og við mun- um eftir honum. Þess vegna þurfum við hin að eiga fyrirmyndir eins og hann og lifa í gleði og hamingju, sátt og samlyndi. í desember á síðasta ári flutti fjöl- skylda mín í nýja íbúð og fengum við mikla hjálp. Sú hjálp kom frá afa og ömmu, þau hjálpuðu okkur að flytja innbúið á þriðju hæð, mála, þrífa og allt það vesen sem fylgir því að flytja. Og sá greiði er geymdur en ekki gleymdur og eiga þau inni hjá okkur greiða. Á þeim tíma var aifi friskur og hress og maður gat aldrei ímyndað sér að hann myndi fara innan árs. Það á enginn maður eins og afi skilið að deyja. Undir eðlileg- um kringumstæðum hefði hann átt að eiga nóg eftir af ævi sinni og þetta á líka við um okkur. Þess vegna verðum við að meta lífið meira því maður veit aldrei hvað gerist næst. Veikindi geta komið hvenær sem er og til hvers sem er. Stundum getur lífíð verið ósann- gjarnt. Eg sakna hans mikið og mun hann lifa í minningu minni sem góð- ur, hjálpsamur, duglegur og sam- kvæmur sjálfum sér. Afi var þannig maður sem öllum þótti vænt um og ég er engin undantekning á því. Ég kveð þig, afí, og þakka þér íyr- ir ómetanlegar stundir sem þú hefur eytt með mér síðan ég var smá- strákur. I ferðalögum, í bústaðnum, á jólum, um áramót. Ég get enda- laust talið upp góða tíma. Ég veit að þú fylgist með okkur. Með eilífðri kveðju. Páll Heiðar. €rfi 6 Sí ísclrykkjur 'Veitingoliú/ið GdPi-inn mi 555-4477 ,|-rrw Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn t Eiginmaður minn, ÁSGEIR BJARNASON, Litlahvammi 9a, Húsavík, lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga aðfaranótt mánudagsins 24. ágúst. Jóna H. Guðjónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HLÍF ÞÓRARINSDÓTTIR, Naustahlein 6, Garðabæ, lést á lyflækningadeild Landspítalans föstu- daginn 21. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórarinn Ólafsson, Marta Bjarnadóttir, Geir Ólafsson, Ingibjörg Bjarnardóttir, Ragnar Ólafsson, Matta Rósa Rögnvaldsdóttir, og fjölskyldur. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN ELIMUNDARDÓTTIR, andaðist á hjúkrunar- og dvaiarheimilinu Seljahlíð að kvöldi laugardagsins 22. ágúst sl. Þorgrímur Guðmundsson, Sigurður E. Guðmundsson, Aldís P. Benediktsdóttir, Kristinn R. Guðmundsson, Anna G. Ólafsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guðjón Albertsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJARNDÍS TÓMASDÓTTIR, Miklubraut 54, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 2. september kl. 15.00. Sigríður Gísladóttir, Páll Sigurjónsson, Ólafur Gíslason, Gerða S. Jónsdóttir, Helgi Gíslason, Kristín Gísladóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ÓLÖF VILMUNDARDÓTTIR, Laufásvegi 42, Reykjavik, lést á Landakotsspítala laugardaginn 22. ágúst. Ólafur Þorsteinsson, Kristín Þorsteinsdóttir. t Ástkær amma, tengdamóðir, langamma og langalangamma, MAGNEA V. EINARSDÓTTIR, Sólvangi, áður Grænukinn 17, Hafnarfirði, lést á Sólvangi föstudaginn 21. ágúst 1998. Jarðarförin auglýst síðar. Haraldur R. Gunnarsson, G. María Gunnarsdóttir, Ársæll Már Gunnarsson, Magnea Þ. Gunnarsdóttir, Olga Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Már Torfason, tengdabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.