Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Halldór Sveinbjörnsson
VINNUFÉLAGARNIR Páll Kristjánsson og Einar Stefán Einarsson, fjær, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði
í gær. Þeir féllu átta metra þegar körfubíll valt á Isafirði á föstudagskvöld.
Tveir sluppu naumlega er körfubíll fór á hliðina á Isafírði
Bj argaði að gras-
flötin gaf vel eftir
ísafirði. Morgunblaðið.
Miramax
vill útstöð
á Islandi
MIRAMAX kvikmyndafyrirtækið,
sem er einn stærsti óháði kvik-
myndairamleiðandinn í Bandaríkj-
unum, er tilbúið að taka hér sex
kvikmyndir næstu 1-2 ár ef samn-
ingar takast við stjómvöld um skatt-
fríðindi. Cary Granat, forseti
Miramax, hefur átt fundi með emb-
ættismönnum um málið og mun m.a.
hitta iðnaðarráðherra og fjármála-
ráðherra.
Þorfinnur Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, seg-
ir að Miramax hafi stofnað útstöðvar
í nokkrum öðrum löndum, þ.e. Nýja
Sjálandi, Suður-Afríku, írlandi,
Mexíkó, Kanada og Danmörku.
Hann segir að fyrirtækið taki flestar
sínar myndir utan Bandaríkjanna
vegna skattafríðinda sem fyrirtæk-
inu bjóðist annars staðar. Miramax
hafi fjárfest mikið í kvikmyndaiðnaði
í þessum löndum og byggt heilu
kvikmyndaverin.
Að sögn Þorfinns eru samningar
Miramax við stjórnvöld í þessum
löndum á þann veg að fyrirtækið fær
endurgreidd 30-50 sent af hverjum
dollara sem það ver til kvikmynda-
framleiðslunnar og vill fyrirtækið
gera sams konar samninga hérlendis.
Þorfinnur segir að ef samningar
takist og fyrirtækið hefur töku kvik-
mynda hér á landi yrði meirihluti
þehra sem ynnu við gerð þeirra Is-
lendingar en leikarar erlendir og
myndirnar flokkast alfarið sem
bandarískar.
Hvarf af
gæsluvelli
TVEGGJA ára barn, sem var í
gæslu á gæsluvellinum Norðurberg
við Norðurvang í Hafnarfirði í gær,
komst út af vellinum síðdegis.
Lögreglu var tilkynnt um hvarf
bamsins og kom það í leitimar
skömmu síðar.
-------------
Jeppi valt við
Sauðárkrók
JEPPI valt við Brennigerði sunnan
við Sauðárkrók í gær. Ökumaður
var einn í bílnum og slasaðist hann
lítilsháttar.
Að sögn lögreglu losnaði um hátt
fermi á þaki jeppans en við það
missti ökumaður stjóm á bílnum
með þeim afleiðingum að hann valt.
Afsökun-
arbeiðni
Sl. sunnudag birtist auglýsing á
bls. 7 þar sem samanburður er
gerður á áfengismagni í mis-
munandi tegundum áfengra
di-ykkja. Auglýsing þessi birtist
fyrir mistök. Morgunblaðið biðst
afsökunar á þeim mistökum.
„ÞAÐ ER óskiljanlegt að það
skuli vera hægf að sleppa lifandi
úr þessu. Þetta er kraftaverk,"
sagði Páll Kristjánsson húsa-
smiðameistari á ísafirði í samtali
við blaðið, en hann og Einar Stef-
án Einarsson féllu um átta metra
þegar körfubfll sem þeir voru að
vinna í við Landsbankann á ísa-
firði valt á hliðina á föstudags-
kvöldið.
„Og svo gerðist annað krafta-
verk þegar ég var kominn á
sjúkrahúsið. Litlifingur á hægri
hendi varð á milli körfunnar og
gálgans í fallinu og má segja að
hann hafi klippst af, hann hékk
bara á einhveijum skinntægjum.
En ég var svo heppinn að fyrir-
hitta snilling á sjúkrahúsinu, Þor-
stein Jóhannesson yfirlækni, sem
setti fingurinn aftur á sinn stað
og tengdi allt saman, æðar og sin-
ar og taugar, og ég er meira að
segja strax kominn með tilfinn-
ingu í fingurinn. Þorsteinn læknir
vann þetta verk með dyggilegri
aðstoð eiginkonu sinnar, Friðnýj-
ar Jóhannesdóttur yfirlæknis á
Heilsugæslunni, og fleira góðs
fólks á spítalanum," sagði Páll.
Hann fékk einnig höfuðhögg,
en það var fremur smávægilegt,
að hans sögn. „Svo fékk ég tölu-
vert högg neðan til á spjald-
hrygginn, en sem betur fer er
það bara mar sem er að ganga út
núna með tilheyrandi kvölum.
Sem betur fer meiddist ég ekki
annað en þetta.“ - Manstu hvað
þú hugsaðir á leiðinni niður?
„Þennan tíma sem við vorum
að fara niður, þessar fáu sekúnd-
ur, þá finnst mér að ég hafi eig-
inlega hugsað um allt lífið. Áður
en karfan skall til jarðar hugsaði
ég með sjálfum mér að það væri
útilokað að maður lifði þetta af.
En svo lentum við á þeim eina
stað þar sem var mjúkt undir.
Það bjargaði örugglega lífí okk-
ar að grasflötin gaf svo vel eft-
ir.“
Átti ekki
að geta gerst
Vinnufélagi Páls, Einar Stefán
Einarsson, múrari úr Reykjavík
sem vinnur við viðgerðir á hús-
eignum Landsbanka fslands, rif-
beinsbrotnaði og tognaði í hné og
kom vökvi inn á liðinn. Þeir fé-
lagar voru í körfunni í um átta
metra hæð og voru að undirbúa
viðgerð á steyptum þakrennum á
húsinu.
„Ég var svo viðkvæmur í
iljunum daginn eftir, af því að
höggið var svo mikið þegar við
lentum, að ég gat ekki gengið,"
sagði Páll. „Þetta átti ekki að
geta gerst, en Vinnueftirlitið er
með málið til rannsóknar. Það
verður tekið til við þetta verk á
ný strax og heilsan leyfir og
haldið áfram við það.“
Páll Kristjánsson hefur um
árabil rekið körfubfl á fsafirði og
var búinn að vera með þennan bfl
í tvö til þijú ár, en áður var
hann með minni bfl.
Beið bana í
Gnúpverja-
hreppi
BANASLYS varð á bænum Steins-
holti í Gnúpverjahreppi síðastliðinn
sunnudagsmorgun. Hinn látni hét
Sveinn Eiríksson, 84 ára að aldri.
Hann bjó með systkinum sínum í
Steinsholti og var ókvæntur og
barnlaus. Slysið er talið hafa orðið
með þeim hætti að nýborin kýr,
sem Sveinn hugðist vitja, stangaði
hann og lést hann skömmu síðar.
Engin vitni voru að slysinu.
Sveinn starfaði ötullega að fé-
lagsmálum í sinni sveit um áratuga
skeið og gegndi meðal annars for-
mennsku í Sauðfjárræktarfélagi
Gnúpverjahrepps frá 1946 til 1988
og sat í hreppsnefnd frá 1946 til
1982. Hann var í stjóm Ung-
mennafélags Gnúpverja frá 1942 til
1948 og starfaði með ungmennafé-
laginu um áratuga skeið. Þá var
Sveinn fjallkóngur Gnúpverja árin
1976-1985.
♦♦♦
Lést í bflslysi
í Namibíu
GUNNLAUGUR Karl Nielsen, yfír-
vélstjóri á frystitogaranum Sea-
flower, lést í bílslysi í Liideritz í Nam-
ibíu sl. laugardag.
Gunnlaugur, sem bjó í Namibíu
ásamt eiginkonu sinni og þremur
börnum, lést, samkvæmt upplýsing-
um íslenskra sjávarafurða, eftir að
hann missti stjóm á bíl sínum í ná-
grenni Luderitz. Hann lætur einnig
eftir sig fósturson.
Frystitogarinn Seaflower, sem
Gunnlaugur starfaði á, er í eigu
samnefnds fyrirtækis í eigu Namib-
íumanna og íslenskra sjávarafurða.
Hann er gerður út frá Lúderitz.
Stgörnuspá á mbl.is
í DAG verður opnaður vefur á
mbl.is tileinkaður stjörnuspám
og efni sem þeim tengist. Á
vefnum mun á degi hverjum
birtast stjörnuspá dagsins
ásamt umsögn um þá sem eru
fæddir þennan dag. Hægt er að
senda afmæliskveðjur beint inn
á vefínn sem birtast þá innan
tíðar. Þá géta afmælisbörn
dagsins heimsótt vefinn til að at-
huga hvort þeim hafi borist
kveðjur.
Hægt er að athuga hvernig
stjömumerkin eiga saman, skoða
má spána fyrir árið 1998 fyrir öll
merkin ásamt því að lesa frekari
lýsingu um hvert merki fyrir sig.
Stjörnuspárvefinn má nálgast
á forsíðu Fréttavefjarins með því
að smella á hnappinn Spáðu í
stjömumar.
Með Morgun- *
blaðinu í dag •
fylgir fjög- I
urra síðna •
auglýsinga- •
blað frá *
Heimsferð- •
um. Það heit- *
ir „Skíðaferð- •
ir veturinn 1
98-99“ og J
eru þar •
kynntar *
skíðaferðir til •
Austurríkis. !
Þrír Norðurlandameistarar
unglinga í frjálsíþróttum/B2
Nottingham Forest með Auðun
Helgason undir smásjánni/B1
Á ÞRIÐJUDÖGUM
R