Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
gaBaBBap1
Háþrýstidælur og fylgihlutir
©DæluwcuD
Ármúla 34, 108 Reykjavík
Sími: 533 4747 Fax: 533 4740
Græna línan. Laugavegi 46.
Blaðgrænu musli
hægðalosandi,
megrandi og gerir
fleira gott.
RÓSTVERSLUN / N-
Stangarhyl 5,
pósthólf 10210, 130 Reykjavík,
sfmi 567 3718 - Fax 567 3732
ÚTSALAN STENDUR ENN
30% afsláttur
af undirfötum,
náttfötum og sundfötum
Opið virka daga frá kl. 10-18. Lokað á laugardögum í sumar.
iza kynnir THE CRAFT COLLECTION
Póstlisti með hannyrðavörur
Tilboð! Stjömumerkin, kross-
munstur á dökk blá java, 22 x 22
cm, var kr. 1.487. Tilboð aðeins
kr. 990.
Póstlistinn kostar kr. 400 sem
endurgreiðist við fyrstu pöntun.
Pöntunarsími og fax 564 4131.
’íTllilSÍM
Pantanatími auglýsinga er fyrir
kl. 16.00 á þriðjudögum.
PnpnUati>
AUGLYSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: auglðmbl.is
í DAG
SKAK
Umsjón IHargeir
PétnrssoD
STAÐAN kom upp á Lost
Boys mótinu í Antwerpen í
Beígiu þar sem Hannes
Hlífar Stefánsson vann
glæsilegan sigur. Boris
Avrukh (2.525), ísrael, var
með hvítt og átti leik gegn
Hollendingnum M. Donk
(2.345). 19. Bxh7+ - Kxh7
20. Rg5+ - Kg6
21. h4! - Hc4 22.
h5+! - Kxh5? (Þótt
ótrúlegt megi virð-
ast hefur þessi
staða komið upp
áður, í viðureign
Polugajevskys og
Tals í Moskvu
1969. Tal lék 22. -
Kh6 sem er betra,
en eftir 23. Rxf7+
- Kh7 24. Df5+ -
Kg8 25. E6 var
hann í krappri
vörn og tapaði í 37
leikjum) 23. g4+ -
Kh6 24. Dh2+ og svartur
gafst upp, því hann er
óverjandi mát í öðrum leik.
Þarna fór illa fyrir svarti
vegna þess að hann lærði
ekki heima. Byrjunin var
þannig: 1. d4 - Rf6 2. c4 -
e6 3. Rf3 - d5 4. Rc3 - c5 5.
cxd5 - Rxd5 6. e4 - Rxc3 7.
bxc3 - cxd4 8. cxd4 - Bb4+
9. Bd2 - Bxd2+ 10. Dxd2 -
0-0 11. Bc4 - Rc6 12. 0-0 -
b6 13. Hadl - Bb7 14. Hfel
- Hc8 15. d5 - Ra5 16. Bd3
- exd5 17. e5 - Rc4 18. Df4
- Rb2 og nú höfum við stöð-
una á stöðumyndinni.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Með morgunkaffinu
HELDURÐU því ennþá
fram að þú þurfir ekki
lesgleraugu?
ÞESSI aðgerð er mjög
einföld og hverfandi lík-
ur eru á mistökum.
Samt sem áður væri
betra ef þú gætir gengið
frá greiðslu fyrirfram.
EN sjáðu hvað ég fékk!
Þessi er 16 merkur.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Fleiri vegglistamenn
ÞAÐ eru rosalega margir
krakkar hér í borg sem
iðka það að krota á veggi
svokölluð „tag“. Fullorðna
fólkið hoppar náttúrulega
á hæl og tá yfir þessu eins
og skiljanlegt er. Af
hverju ekki að gera eins
og gert var á Unglist, að
koma upp veggjum sem
fólk getur tjáð sig á að vild
og svo er málað reglulega
yfir þannig að veggpláss
þrjóti ekki svo auðveld-
lega. Svo mætti fá hina
raunverulega vegglista-
menn (gi'affara) til að
skreyta þessa borg of-
anjarðar, því okkur finnst
hún vera fremur litlaus og
fábreytileg, þó að úr því
hafi örlítið verið bætt í
tengslum við Menning-
amótt Reykjavíkurborgar
þar sem þrír ungir vegg-
listamenn era að skreyta
vegg á húsi Máls og menn-
ingar við Laugaveg 24-26.
Einnig hafa krakkar í
Vinnuskóla Reykjavíkur
skreytt stóran vegg við
Austurbæjarskóla. Þó er
hægt að bæta um betur.
Þreytt ungmenni
Bréftil
Velvakanda
AÐ GEFNU tilefni vill
Velvakandi benda á að
ekki er hægt að birta bréf
sem honum berast ef ekki
fylgii- með nafn, heimilis-
fang og sími.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust á
Laugaveginum
GLERAUGU, svört/brún
með plastumgjörð, týnd-
ust laugardagskvöldið 15.
ágúst á Laugaveginum.
Skilvís fínnandi hafi sam-
band í síma 552 2795 eða
561 6564.
Dýrahald
Skúli óskar eftir
góðu heimili
VEGNA flutnings eig-
anda af landi brott óskar
Skúli eftir góðu heimili.
Hann er geltur, mjög
gæfur og rúmlega árs
gamall. Áhugasamir hafi
samband sem allra fyrst
í síma 551 9112.
Hlutavelta
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu í Hjálparsjóð Rauða
kross Islands kr. 2000. Þær heita Sara Hjördís Georgs-
dóttir, Sandra Jónsdóttir, Tinna Jónsdóttir og Hrefna
Sigurðardóttir.
Víkverji skrifar...
FYRSTA dag septembermánað-
ar árið 1939, fyrir bráðum 59
árum, hófst einn mesti hildarleikur
mannkynssögunnar, heimsstyrjöld-
in síðari. Þá réðst Hitlers-Þýzka-
land inn í Pólland. Árásaraðilinn
sagði ástæðu tvíþætta: Pólverjar
hafi „slegið fyrst“. Sem og að innan
Póllands væru „þýzk“ svæði. Þá
mun m.a. hafa verið horft til hinnar
gömlu Hansaborgar Danzig. Trú-
lega hefur „foringinn", eins og fylgi-
sveinar kölluðu hann, ekki haft í
huga gamalt og gott orðtak: I upp-
hafi skyldi endirinn skoða. Því fór
sem fór.
Víkverji hyggst ekki fara ofan í
saumana á hörmungum heimsstyrj-
aldarinnar. Sjálfsagt hefur mann-
kynið dregið lærdóma af hryllingn-
um fyrstu misserin og árin á nýju
friðarskeiði. Sá lærdómur hefur á
hinn bóginn elzt illa. Hvað á Vík-
verji við? Svarið blasir við í fréttum
dagsins í dag: Omagh, Nairobi og
Dar es Salaam!
XXX
AÐ ER stutt bæjarleið um loft-
in blá til „frænda" okkar íra.
Skrifandi um þá kemur upp í huga
dökkur bjór, hljómþýðir söngvar og
sögur um papa, sem hér á landi
stunduðu helgar tíðir áður en nor-
rænir landnámsmenn komu að
ströndum.
Langþráður friður á Norður-ír-
landi virðist enn ekki í höfn, því
miður. Hatrið og heiftin, sem sett
hafa svip sinn á samskipti fólks á
eyjunni grænu, norðanverðri, segja
enn til sín í grimmdarlegum hryðju-
verkum. Nýjasta hörmungin var at-
burðurinn í Omagh, hvar hryðju-
verkamenn sprengdu böm og konur
í loft upp á verzlunartorgi ósköp
venjulegrar borgar, þar sem sak-
laust fólk er að reyna að lifa eðlilegu
lífi.
Glæpamennirnir, sem stóðu að
sprengingunum í Nairobi og Dar es
Salaam í Afríku, hafi heldur ekki
dregið rétta lærdóma af hörmung-
um heimsstyrjaldarinnar síðari. Það
sýnir illskan, sem réð ferð í verkum
þeirra. Nauðsynlegt er að setja
hryðjuverkahópa af þessu tagi und-
ir alþjóðlega ögun. Öryggi fólks um
heim allan krefst þess.
Hvað sem menningu, tækniþróun
og þekkingu 20. aldarinnar líður lif-
um við enn í skugga tveggja heims-
styrjalda og mýmargra staðbund-
inna stríða. Því miður er ekki að sjá
eða heyra af fréttum fjölmiðla að
vopnaðar hörmungar heiftar og
öfga hverfi úr mannheimi með þess-
ari öld tveggja heimsstyrjalda, sem
senn kveður.
XXX
VELFERÐ. Þetta orð er á hvers
manns vörum. Drýpur úr öllum
pennum. Skýtur upp kolli í öllum
fréttaskýringum. Engu er líkara en
við séum öll orðin einhvers konar
velferðarfíklar. Lái okkur hver sem
vill. Er eitthvað rangt við það að
vilja búa í haginn fyrir sig - eða ná-
ungann?
Það er nefnilega engin furða
þótt þetta orð, velferð, sé umvafið
almannahylli. Það spannar bók-
staflega allt, sem skiptir einstak-
linginn máli, m.a. menntunar-
möguleika, heilsugæzlu, félagslega
þjónustu, almannatryggingar,
o.s.frv. o.s.frv.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar að
velferð verður ekki til af sjálfu sér.
Sérhver þáttur velferðar kostar
fjármuni, sumir mikla fjármuni.
Forsenda velferðar í bráð og lengd
eru sum sé sú að það verði til verð-
mæti í atvinnulífinu, þjóðarbú-
skapnum, til að rísa kostnaðarlega
undir velferðinni. Annars fellur hún
um sjálfa sig.
Reynslan sýnir ótvírætt, að mati
Víkverja, að samkeppnisþjóðfélög,
markaðssamfélög, skila margföld-
um verðmætum á við marxísk hag-
kerfi. Sósíalismi hefur hvergi leitt
til velferðar. Marxistar tala að vísu
öðrum meir um velferð. Kapítalist-
ar gera hana á hinn bóginn mögu-
lega - að áþreifanlegum veruleika.
Og það skiptir meiru máli á þessum
vettvangi að tala í verkum en orð-
um.