Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ gaBaBBap1 Háþrýstidælur og fylgihlutir ©DæluwcuD Ármúla 34, 108 Reykjavík Sími: 533 4747 Fax: 533 4740 Græna línan. Laugavegi 46. Blaðgrænu musli hægðalosandi, megrandi og gerir fleira gott. RÓSTVERSLUN / N- Stangarhyl 5, pósthólf 10210, 130 Reykjavík, sfmi 567 3718 - Fax 567 3732 ÚTSALAN STENDUR ENN 30% afsláttur af undirfötum, náttfötum og sundfötum Opið virka daga frá kl. 10-18. Lokað á laugardögum í sumar. iza kynnir THE CRAFT COLLECTION Póstlisti með hannyrðavörur Tilboð! Stjömumerkin, kross- munstur á dökk blá java, 22 x 22 cm, var kr. 1.487. Tilboð aðeins kr. 990. Póstlistinn kostar kr. 400 sem endurgreiðist við fyrstu pöntun. Pöntunarsími og fax 564 4131. ’íTllilSÍM Pantanatími auglýsinga er fyrir kl. 16.00 á þriðjudögum. PnpnUati> AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: auglðmbl.is í DAG SKAK Umsjón IHargeir PétnrssoD STAÐAN kom upp á Lost Boys mótinu í Antwerpen í Beígiu þar sem Hannes Hlífar Stefánsson vann glæsilegan sigur. Boris Avrukh (2.525), ísrael, var með hvítt og átti leik gegn Hollendingnum M. Donk (2.345). 19. Bxh7+ - Kxh7 20. Rg5+ - Kg6 21. h4! - Hc4 22. h5+! - Kxh5? (Þótt ótrúlegt megi virð- ast hefur þessi staða komið upp áður, í viðureign Polugajevskys og Tals í Moskvu 1969. Tal lék 22. - Kh6 sem er betra, en eftir 23. Rxf7+ - Kh7 24. Df5+ - Kg8 25. E6 var hann í krappri vörn og tapaði í 37 leikjum) 23. g4+ - Kh6 24. Dh2+ og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát í öðrum leik. Þarna fór illa fyrir svarti vegna þess að hann lærði ekki heima. Byrjunin var þannig: 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - d5 4. Rc3 - c5 5. cxd5 - Rxd5 6. e4 - Rxc3 7. bxc3 - cxd4 8. cxd4 - Bb4+ 9. Bd2 - Bxd2+ 10. Dxd2 - 0-0 11. Bc4 - Rc6 12. 0-0 - b6 13. Hadl - Bb7 14. Hfel - Hc8 15. d5 - Ra5 16. Bd3 - exd5 17. e5 - Rc4 18. Df4 - Rb2 og nú höfum við stöð- una á stöðumyndinni. HVÍTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu HELDURÐU því ennþá fram að þú þurfir ekki lesgleraugu? ÞESSI aðgerð er mjög einföld og hverfandi lík- ur eru á mistökum. Samt sem áður væri betra ef þú gætir gengið frá greiðslu fyrirfram. EN sjáðu hvað ég fékk! Þessi er 16 merkur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fleiri vegglistamenn ÞAÐ eru rosalega margir krakkar hér í borg sem iðka það að krota á veggi svokölluð „tag“. Fullorðna fólkið hoppar náttúrulega á hæl og tá yfir þessu eins og skiljanlegt er. Af hverju ekki að gera eins og gert var á Unglist, að koma upp veggjum sem fólk getur tjáð sig á að vild og svo er málað reglulega yfir þannig að veggpláss þrjóti ekki svo auðveld- lega. Svo mætti fá hina raunverulega vegglista- menn (gi'affara) til að skreyta þessa borg of- anjarðar, því okkur finnst hún vera fremur litlaus og fábreytileg, þó að úr því hafi örlítið verið bætt í tengslum við Menning- amótt Reykjavíkurborgar þar sem þrír ungir vegg- listamenn era að skreyta vegg á húsi Máls og menn- ingar við Laugaveg 24-26. Einnig hafa krakkar í Vinnuskóla Reykjavíkur skreytt stóran vegg við Austurbæjarskóla. Þó er hægt að bæta um betur. Þreytt ungmenni Bréftil Velvakanda AÐ GEFNU tilefni vill Velvakandi benda á að ekki er hægt að birta bréf sem honum berast ef ekki fylgii- með nafn, heimilis- fang og sími. Tapað/fundið Gleraugu týndust á Laugaveginum GLERAUGU, svört/brún með plastumgjörð, týnd- ust laugardagskvöldið 15. ágúst á Laugaveginum. Skilvís fínnandi hafi sam- band í síma 552 2795 eða 561 6564. Dýrahald Skúli óskar eftir góðu heimili VEGNA flutnings eig- anda af landi brott óskar Skúli eftir góðu heimili. Hann er geltur, mjög gæfur og rúmlega árs gamall. Áhugasamir hafi samband sem allra fyrst í síma 551 9112. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu í Hjálparsjóð Rauða kross Islands kr. 2000. Þær heita Sara Hjördís Georgs- dóttir, Sandra Jónsdóttir, Tinna Jónsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir. Víkverji skrifar... FYRSTA dag septembermánað- ar árið 1939, fyrir bráðum 59 árum, hófst einn mesti hildarleikur mannkynssögunnar, heimsstyrjöld- in síðari. Þá réðst Hitlers-Þýzka- land inn í Pólland. Árásaraðilinn sagði ástæðu tvíþætta: Pólverjar hafi „slegið fyrst“. Sem og að innan Póllands væru „þýzk“ svæði. Þá mun m.a. hafa verið horft til hinnar gömlu Hansaborgar Danzig. Trú- lega hefur „foringinn", eins og fylgi- sveinar kölluðu hann, ekki haft í huga gamalt og gott orðtak: I upp- hafi skyldi endirinn skoða. Því fór sem fór. Víkverji hyggst ekki fara ofan í saumana á hörmungum heimsstyrj- aldarinnar. Sjálfsagt hefur mann- kynið dregið lærdóma af hryllingn- um fyrstu misserin og árin á nýju friðarskeiði. Sá lærdómur hefur á hinn bóginn elzt illa. Hvað á Vík- verji við? Svarið blasir við í fréttum dagsins í dag: Omagh, Nairobi og Dar es Salaam! XXX AÐ ER stutt bæjarleið um loft- in blá til „frænda" okkar íra. Skrifandi um þá kemur upp í huga dökkur bjór, hljómþýðir söngvar og sögur um papa, sem hér á landi stunduðu helgar tíðir áður en nor- rænir landnámsmenn komu að ströndum. Langþráður friður á Norður-ír- landi virðist enn ekki í höfn, því miður. Hatrið og heiftin, sem sett hafa svip sinn á samskipti fólks á eyjunni grænu, norðanverðri, segja enn til sín í grimmdarlegum hryðju- verkum. Nýjasta hörmungin var at- burðurinn í Omagh, hvar hryðju- verkamenn sprengdu böm og konur í loft upp á verzlunartorgi ósköp venjulegrar borgar, þar sem sak- laust fólk er að reyna að lifa eðlilegu lífi. Glæpamennirnir, sem stóðu að sprengingunum í Nairobi og Dar es Salaam í Afríku, hafi heldur ekki dregið rétta lærdóma af hörmung- um heimsstyrjaldarinnar síðari. Það sýnir illskan, sem réð ferð í verkum þeirra. Nauðsynlegt er að setja hryðjuverkahópa af þessu tagi und- ir alþjóðlega ögun. Öryggi fólks um heim allan krefst þess. Hvað sem menningu, tækniþróun og þekkingu 20. aldarinnar líður lif- um við enn í skugga tveggja heims- styrjalda og mýmargra staðbund- inna stríða. Því miður er ekki að sjá eða heyra af fréttum fjölmiðla að vopnaðar hörmungar heiftar og öfga hverfi úr mannheimi með þess- ari öld tveggja heimsstyrjalda, sem senn kveður. XXX VELFERÐ. Þetta orð er á hvers manns vörum. Drýpur úr öllum pennum. Skýtur upp kolli í öllum fréttaskýringum. Engu er líkara en við séum öll orðin einhvers konar velferðarfíklar. Lái okkur hver sem vill. Er eitthvað rangt við það að vilja búa í haginn fyrir sig - eða ná- ungann? Það er nefnilega engin furða þótt þetta orð, velferð, sé umvafið almannahylli. Það spannar bók- staflega allt, sem skiptir einstak- linginn máli, m.a. menntunar- möguleika, heilsugæzlu, félagslega þjónustu, almannatryggingar, o.s.frv. o.s.frv. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að velferð verður ekki til af sjálfu sér. Sérhver þáttur velferðar kostar fjármuni, sumir mikla fjármuni. Forsenda velferðar í bráð og lengd eru sum sé sú að það verði til verð- mæti í atvinnulífinu, þjóðarbú- skapnum, til að rísa kostnaðarlega undir velferðinni. Annars fellur hún um sjálfa sig. Reynslan sýnir ótvírætt, að mati Víkverja, að samkeppnisþjóðfélög, markaðssamfélög, skila margföld- um verðmætum á við marxísk hag- kerfi. Sósíalismi hefur hvergi leitt til velferðar. Marxistar tala að vísu öðrum meir um velferð. Kapítalist- ar gera hana á hinn bóginn mögu- lega - að áþreifanlegum veruleika. Og það skiptir meiru máli á þessum vettvangi að tala í verkum en orð- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.