Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Panmörk Skólastjóri og kennarar Kópavogsskóla voru á ferðinni í Kaupmannahöfn til að kynna sér sið- ferðileg reikningsskil í skólastarfínu. Sigriln Davíðsdóttir slóst í hópinn þegar kennararnir heimsóttu Lindevangskólann, sem fylgir þessu kerfi. Rækt er lögð við samtöl og samskipti en ekki við pappírsvinnu. Siðferðileg reikningsskil í skólum • Kennararnir taka ófeimnir í krakkana enda eru þeir ekki alltaf stilltir • Nýtt og betra samband myndast milli foreldra, kennara og nemenda STEFFEN sýnir Gunnlaugu Thorarensen og Ólafi Guðmundssyni hvernig hann glímir við dönskuverkefnin á tölvunni. SAMTÖL efla skilninginn". Þessi slagorð símafyrirtæk- is hanga úti um alla Kaup- mannahöfn og það eru líka orðin, sem Jóna Möller aðstoðar- skólastjóri Kópavogsskóla notar til að lýsa áhrifum siðferðilegra reikn- ingsskila í skólastarfinu. Jóna var ásamt Ólafi Guðmundssyni skóla- stjóra sama skóla og tæplega tutt- ugu samkennurum á ferð í Kaup- mannahöfn í síðustu viku til að kynna sér hvernig siðferðileg reikn- ingsskil eru nýtt í skólastarfí. Ólaf- ur segir reikningsskilin miða að sama marki og gaeðastjómun, en leiðin sé önnur. Lögð sé rækt við samtöl og samskipti, en síður við pappírsvinnu. Samkvæmt grunn- skólalögunum eiga allir íslenskir grunnskólar að hafa tekið upp sjálfsmatskerfí að eigin vali fyrir 2002. Kópavogsskóli hefur þegar byrjað á sínu ferli, þar sem siðferði- leg reikningsskil eru takmarkið. Hugmyndin ættuð úr atvinnulífinu Siðferðileg reikningsskil eru þró- uð í viðskiptaháskólum sem stýri- tæki fyrir fyrirtæki, en hafa einnig verið aðlöguð opinberum rekstri, framhaldsskólum og nú nýlega einnig grunnskólum. Að sögn Ólafs Guðmundssonar felast reiknings- skilin í því að skólasamfélagið, skól- inn og þeir sem tengjast honum, komi sér saman um væntingar og gildi. í umræðuhópum foreldra, nemenda og kennara em ræddar grundvallarspumingar eins og hvað góður skóli sé og hvers vænst sé af skólanum. Hóparnir koma sér sam- an um spurningalista, sem síðan em notaðir til að fá fram hver hin sam- eiginlegu gildi þessara aðila séu og hvað skólasamfélagið í hverjum skóla geti sameinast um. Andstætt gæðastjórnun er ekki leitast við að koma upp skýrt afmörkuðum vinnu- ferlum skráðum á pappír, heldur fremur að fá sem flesta til að hug- leiða skólastarfíð og tala saman. Siðferðileg reikningsskil eru engu að síður vottunarhæf samkvæmt gæðastaðli gæðastjórnunar. Skólayfírvöld á Friðriksbergi við miðborg Kaupmannahafnar hafa ákveðið að stefnt skuli að því að taka upp siðferðileg reikningsskil í öllum grunnskólum bæjarfélagsins og sá fyrsti til þess er Lindevang- skólinn, svo eðlilegt var að íslenski hópurinn heimsótti skólann og skólastjóra hans Ingelise Thyssen. Skólinn er til húsa á Friðriks- bergi í stórri múrsteinsbyggingu frá 1929 og Ingelise Thyssen er ekki í vafa um að skólinn sé sá fal- legasti í allri Danmörku. Kjaminn í byggingunni er samkomusalur, sem rúmar alla nemendur og er mikið notaður. Reikningsskilin leiddu í ljós að nemendur óskuðu eftir fleiri samkomum og því hefur þeim fjölg- að. í stuttu máli segir Ingelise Thys- sen að með siðferðilegum reiknings- skilum í skólanum hafi sameiginleg- um verkefnum af öllu tagi fjölgað og sameiginleg markmið starfsmanna, nemenda og foreldra skýrst. Nem- endurnir hafí fengið fleiri samkom- ur og ferðir, foreldrarnir fengið tækifæri til að hafa samband við skólann á annan hátt en áður og samstarfið milli kennara hafi aukist. Afrakstur þess sé til dæmis að nú hafi verið komið upp sameiginlegu lestrartakmarki á hverju aldursstigi og yfirleitt sé lögð mun meiri áhersla á tungumálið en áður. Þegar kennarar skólans eru spurðir hverju siðferðilegu reikn- ingsskilin hafi breytt, eru þeim fé- lagslegar breytingar efst í huga. Bo Weidemann kennari í 5. bekk nefnir fleiri nemendasamkomur í sam- ræmi við óskir nemenda, en einnig að foreldramir fái nú reglulega fréttabréf heim sem auðveldi þeim að fylgjast með skólastarfinu. Hann segir marga foreldra íylgjast vel með skólastarfinu, mjög margir svömðu spumingalistum, en það hafi þó valdið vonbrigðum að fleiri skuli ekki halda áfram að fylgjast með umræðunni. Jorgen Bokelund kennir 6. bekk og sér um tölvuverið. Helsti ávinn- ingur siðferðilegu reikningsskilanna er að hans mati að meiri tími hefur verið tekinn í að ræða kennslu- fræðilega þætti, sem annars gefist lítill tími til. Líkt og Weidemann nefnir hann til fleiri nemendasam- komur, en einnig fleiri ferðalög. Fastir ferðadagar hafi verið felldir inn í skólastarfið og þá farið í heim- sóknir utan skólans. Og ávinningur- inn er ekki síst að hans mati að kennararnir hafi kynnst betur með því að starfa saman á þennan hátt. „Ég hef kennt í 19 ár og tamið mér ákveðin vinnubrögð, en samtöl við samkennara hafa aukið mér löngun til að prófa nýjar leiðir.“ Kerfi til að efla skilning Þau Ólafur og Jóna segja kenn- ara Kópavogsskóla hafa rætt sið- ferðileg reikningsskil í 1Á ár og nú sé kominn tími til að skila hug- myndinni lengra áfram. I haust mun ráðgjafi frá Kennaraháskólan- um starfa með undirbúningshópi Kópavogsskóla og þá kemur að næsta stigi, sem er að skipta skóla- samfélaginu upp í umræðuhópa starfsmanna, foreldra og nemenda. Eins og Jóna hnykkir á með síma- auglýsingarnar í huga, þá efla sam- töl skilninginn. Upp úr samtölum hópanna og niðurstöðum þeirra verða búnir til spurningalistar, einn fyrir starfsmenn, annar fyrir foreldra og sá þriðji fyrir nemend- ur. Listarnir og svörin sem við þeim fást verða nokkurs konar mælitæki, er gefa hugmynd um hvað þessir þrír hópar leggi mesta áherslu á. „Með siðferðilegum reikningsskil- um vonumst við til að geta tekið á og fjallað um mismunandi kröfur í skólastarfinu, að takmark þess verði skýrara og að það skili betri árangri en áður,“ segir Ólafur. Sp- urningalistamir verða stöðugt í veltunni og Ólafur hnykkir á að kerfinu sé ekki komið á í eitt skipti fyrir öll, heldur feli það í sér stöðuga endurskoðun. „Svo er það undir okkur komið hvemig til tekst og hvort við kunnum að nota kerf- ið.“ „Við höfum trú á þessu kerfi,“ segir Jóna, „en auðvitað getur það dagað uppi. Vonin er þó að vinnu- brögðin í skólanum verði skipulagð- ari og markvissari eftir en áður.“ Jóna bendir á að þótt samskiptin við foreldrana séu góð, mætti vera rík- ari sameiginlegur skilningur þeirra og kennaranna á hvað séu forgangs- mál og hvað ekki. Ólafur bætir við að reikningsskilin auðveldi foreldr- um að setja sig í spor kennara og öf- ugt. Jóna er ánægð með að í heim- sókninni í Lindevangskólann hafi komist á samband milli skólanna tveggja. Kópavogsskóla sé mikill stuðningur að því nú þegar hann ætli sér að taka upp þetta nýja kerfi. „Hver skóli sníður siðferðileg reikningsskil að eigin þörfum, en það er gott að hafa fyrirmyndir. Og burtséð frá orðskrúðinu þá er þetta einfalt kerfi,“ bætir Jóna við sposk á svip. Hávaðamörk danskra kennara Hópurinn úr Kópavogsskóla skipti sér upp og tveir - þrír saman settust eina morgunstund á dansk- an skólabekk. Nemendur í 5. bekk hjá Bo Weidemann hafa strax spumingar á reiðum höndum handa gestunum. Þau vilja vita hve margir búi á Islandi, hve margir krakkar séu í hverjum bekk og hve mörg eldfjöll séu á íslandi. Þar sem þau eru að byrja skólastarfið hafa þau nafnspjöld á borðunum til að auð- velda þeim, sem em nýir í bekknum að læra nöfnin. Og þau era stolt og glöð yfir fínu húsgögnunum sínum. Betri húsgögn vora ofarlega á væntinga- og óskalista nemenda, sem gerður var í sambandi við sið- ferðileg reikningsskil, svo húsgögn- in vora sett á forgangslista skólans. Stillanlegir stólar og borð vekja hrifningu íslensku gestanna og eins að það era aðeins 17 krakkar í bekknum, sem er ekki óalgeng bekkjarstærð. Fleiri en 23 krakkar í bekk þekkist vart. Þær Gunnlaug Thorarenssen og Mundu iníq, éíj man þig! Sigríður Konráðsdóttir rýna í stundatöflu bekkjarins, sem hangir uppi á vegg og reka augun í að bekkurinn hefur færri tíma í stærð- fræði en þær eiga að venjast og þau eru þegar komin með ensku. Það fer heldur ekki framhjá þeim að það era tvær tölvur í skólastofunni. Og þegar þær heyi'a að Weidemann með fulla kennslu kennir aðeins 21 tíma á viku þá finnst þeim það mik- ill munur miðað við 28-29 tíma kennsluskyldu á íslandi. Auk þessa sinnir Weidemann nemendaráði og situr í nefnd tengdri siðferðilegum reikningsskilum. I Danmörku er skólaárið 200 dagar en 175 á ís- landi. Frjálslegir krakkar í 6. bekk Jorgen Bokelund fylgj- ast þær Elín Jóhannesdóttir og Gerður Helgadóttir með. Þær taka strax eftir að krakkarnir era á skónum í skólastofunni. Hér þekkist ekki að fara úr skónum og skilja þá eftir frammi á gangi. Þær era sam- mála um að hávaðamörkin liggi langt yfir því sem þær eigi að venj- ast að heiman. „Við værum farnar á taugum," segir Gerður hlæjandi og Elín tekur undir það. Þeim kemur saman um að hávaðaþröskuldur danskra kennara hljóti að vera býsna hár. Á hinn bóginn segjast þær ekki sjá annað en að krakkarn- ir haldi sér vel að verki, þrátt fyrir skvaldrið. Þær era hrifnar af því hvað krakkamir hafa frjálslega og óþvingaða framkomu og spyrja gestina ófeimnir, þegar þeir hafa tækifæri til þess. Þær taka einnig eftir að samband nemenda og kenn- ara virðist nánara en þær eigi að venjast. Kennamir taka ófeimnir í krakkana, sem leggjast utan í kenn- arana á kumpánlegan hátt. Bokelund tekur undir að hann sé í ágætu sambandi við krakkana, „en þau era ekki alltaf stillt,“ bætir hann hlæjandi við. Skyndilega finnur kennarinn bog- inn vír, skot úr teygjubyssu á gólf- inu og er þá ekki lengur hlátur í hug. Alvarlegur í bragði spyr hann hver eigi skotið. Eigandinn gefur sig hikandi í ljós. Hvar hann hafi fengið það? Hjá Kadir, sem er frammi á klósetti. Kadir birtist, kennarinn snýr sér þungur í brún að honum. Hvort hann eigi fleiri, hvar hann hafi fundið þau, hvort hann ætli sér að skjóta augað úr öðrum? Neeei... Hvað gerist ef ein- hver fær svona í augað? Hann verð- ur blindur. Og er hægt að fá nýtt auga? Neeei ... Kadir og félagar hans verða æ aumlegri og hafa vart í huga að skjóta með teygjubyssu á næstunni. Svona er tekið á málun- um hér: Engin óp og háværar skammir og hótanir, heldur þungar, alvöragefnar umræður. Við sem hlustuðum erum hugsi á eftir. Windows á dönsku Elín kennir á tölvur og þegar hún sest við eina tölvuna í tölvuverinu tekur hún strax eftir að hér koma krakkarnir að Windows á sínu eigin móðurmáli ólíkt því sem er með ís- lenska krakka. Tölvumar eru ekki tengdar alnetinu, en það stendur til frá áramótum. Það er nóg af kennsluforritum fyrir ýmsar grein- ar í tölvunum og tölvumar era bún- ar hljóðkortum, en hverri þeirra fylgja líka heymartól svo hávaðinn verði ekki ærandi. I þessum rúm- lega 350 manna skóla era um 40 tölvur en í Kópavogsskóla með 420 nemendur eru 15 tölvur. Þær Elín og Gerður vænta sér góðs af því að taka upp siðræn reikningsskil, en segja að það veki auðvitað einnig spumingar. Báðar hafa áhyggjur af að kerfið reynist tímafrekt, því með mikilli kennslu- skyldu geti verið erfitt að bæta meira á sig. Hins vegar era þær ánægðar með að reynslan í Lindevangskólanum bendir til þess að samskiptin batni og aukist. Það hljóti alltaf að vera af hinu góða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.