Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK f FRÉTTUM Stutt Crosby frest- ar tónleikum ► Læknar hafa uppálagt rokkaranum David Crosby, sem fékk lifrarígræðslu ári 1994, að fresta tón- leikum næstu tvær helgar vegna þess að hann er með hita og sýkingu. Crosby er þekktastur fyrir að leika með tríóinu Crosby, StiIIs og Nash á sjö- unda áratgnum. Hann hefur ekki verið lagður inn á spít- ala en „fylgst er náið með honum“. Clinton á vini í Hollywood ► Clinton Bandaríkjaforseti á góða að í Hollywood sem hafa hjálpað honum að greiða niður skuldir vegna óheyrilegs málskostn- aðar. A með- al þeirra sem lögðu til hámarks- styrk eða 700 þúsund krónur eru leikarinn Tom Hanks, framleiðendinn Norman Lear og parið Kate Capshaw og Steven Spiel- berg. Talsmaður styrktar- sjóðsins segir að Clinton skuidi um 450 milljónir króna vegna lagaaðstoðar í málum, sem eru allt frá Whitewater til Paulu Jones og Monicu Lewinsky. Stone gefur út geisladisk ► LEIKSTJÓRINN Oliver Stone sem er helsti uppfinn- ingamaður á samsæri í Hollywood ætlar að gefa út tvö- faldan geisladisk 28. ágúst næstkom- andi með tónlist úr kvikmyndum sínum. ► Hip-O Records gefur safnið út, en í fyrra gaf það út „Tarantino Connection" með safni úr nokkrum myndum Quentins Tarantin- os. __ ► Á safndiski Stones verða lög úr „Salvador“, „The Doors", „Platoon“, „Wall Street“, „Natural Born Kill- ers“ og „U-Turn“. Þar verða einnig viðtalsbútar þar sem Stone ræðir um tengsl tónlistar og kvikmynda. Lag til minning- ar um Dodi ► Mohammed Al-Fayed hefur fengið djassgítaristann George Beonson til að semja lag til minningar um son sinn Dodi, sem lést í bflslysi með Díönu prinsessu í fyi'ra, að því er New York Daily News greinir frá. Ben- „ son hefur sjálfur Benson misst þrjá syni. '----------------------------m Oliver Stone Bill Clinton David Crosby JAMES Fox á í höggi við vafasama menn í myndinni „Performance" frá árinu 1970. DONALD Sutherland bugaður af sorg í DAVID Bowie og Cindy Clark í myndinni myndinni „Don’t Look Now“ frá árinu 1973. „The Man Who Fell to Earth“ frá árinu 1976. UM MIÐJAN áttunda áratuginn var nafn leikstjórans Nicolas Roegs á allra vörum. Þessi sér- stæði og persónulegi listamaður, sem var snemma kunnur fyrir að fara eigin leiðir, víðs fjarri meðal- veginum, var orðinn virtasti leik- stjóri Breta. Orðsporið skóp hann strax með fyrstu myndunum sín- um ljórum. Þær voru ferskar og sérstakar og báru öll helstu sér- kenni leikstjórans, sem hefur jafnan lagt mikla áherslu á eró- tíska hlið persónanna og sjónræn- ar brellur sem oft á tíðum um- turna venjubundinni, sjónrænni framvindu. Tamið sér óbeinan frásagnarmáta, gjarnan duirænan og torráðinn og notað ábúðar- miklar persónur í flestar mynda sinna. Nicolas Jack Roeg stendur á sjötugu þegar þessar línur eru skrifaðar, og er búinn að vera við- riðinn kvikmyndagerð í röska hálfa öld. Byrjaði hjá litlu kvik- myndafyrirtæki 1947, við að texta franskar myndir og hella uppá könnuna. MGM réð hann í sínar raðir 1950, sem aðstoðartöku- mann við The Miniver Story. Hóf störf sem tökumaður átta árum seinna og árið 1964 var röðin komin að hans fyrsta kvikmynda- tökustjóraverkefni við AIP hroll- vekjuna Table Bay. Vann sig síð- an hægt og bítandi upp metorða- stigann, fyrir leikstjóra einsog Truffaut, Schlesinger og Huston. Leið margra góðra leiksljóra liggur í gegnum kvikmyndatöku- stjórnina, sú varð raunin með Roeg. 1970 stýrði hann frumraun- inni, Performance (í samvinnu við Donald Cammel). Myndin var sál- fræðilegt drama um glæpamann (James Fox) sem leitar hælis hjá DON’T LOOK NOW (1973) Spennumynd með hrollvekjandi yfirbragði um hjón (Donald Suther- land og Julie Christie), sem missa dóttur sína í slysi og flytja til Fen- eyja. Konan reynir að ná sambandi við barnið sitt með aðstoð miðla, en á sama tíma gengur morðingi laus í borginni. Ohugnaðurinn læðist að manni með hverri mínútunni í meist- aralegri uppbyggingu Roegs, myndatöku og notkun á drungaleg- um tökustöðum. Kraftmikilli per- sónusköpun (tvíburarnir eru einstak- ir) og frábærri beitingu á skyggni- gáfu annarrar aðalpersónunnar. Ást- arsenan með Sutherland og Christie NICOLAS ROEG rokkstjörnu á niðurleið (Mick Jag- ger). Hún hafði talsverð áhrif á samtíðina í Bretlandi. Fox, Anita Pallenberg og ekki síst Jagger fengu góða dóma einsog myndin í heild, enda skipaði hún sér fljót- lega í flokk kultmynda. Almennt brautargengi hennar var ekki umtalsvert. Performance er ágætur sam- nefnari fyrir myndir leiksljórans, þær sem á eftir fylgja draga af henni talsverðan dám og viðbrögð fólks eru oftast á sama veg. Roeg gerir myndir sem falla fáum í geð, en hann á því traustari hóp ódrepandi aðdáenda. Við buðum honum að vera gestur á kvik- myndahátíð Listahátíðar undir lok níunda áratugarins. Sem hann gat ekki þegið sökum anna við tökur myndarinnar Track 29. Á sömu hátíð voru sérstakir Roeg- dagar, honum til heiðurs, þar sem sýnd voru öll helstu verkin hans. Þá kynntust ófáir mögnuðu hand- bragði og sérstæðum stíl þessa einstaka listamanns. Það þarf að gefa myndum hans tíma og þolin- mæði og athyglin þarf að vera vakandi, þá er áhorfandanum umbunað. Önnur mynd Roegs var hin seið- andi og dulmagnaða Walkabout (‘71), í kjölfar hennar fylgdu aðrar bestu myndir leikstjórans; Don’t Look Now (‘73), The Man Who Fell LEIKSTJÓRINN Nicolas Roeg ásamt leikaranum Buck Henry við tökur á myndinni „The Man Who Fell to Earth“. to Earth (‘76), Bad Timing (‘80), Eureka (‘82) og Insignificance (‘85). Margir eru hrifnir af Mann- inum sem féll til Jarðar, sem fjall- ar, einsog nafnið bendir til, um geimveru (David Bowie) sem íklæðist mannlegu dulargervi til að villa á sér heimildir meðal Jarð- arbúa. Þeir eru þó fleiri sem finnst sögufléttan svo snúin að hún krefj- ist vegakorts. Með Rip Torn. Bad Timing gerist í Vínarborg og ijall- ar um stirt en ástríðufullt sam- band sálfræðings (Art Garfunkel) við fráskilda konu. Hún er leikin af eiginkonu Roegs, hinni glæsi- legu Theresu Russell, sem hann Sígild myndbönd er ein sú besta sinnai’ tegundar. Gerð eftir spennusögu Daphne du Maurier. Klassík. EUREKA (1982) irtrkV.2 Gullleitarmaðurinn Hackman finnur auðugustu gullnámur verald- ar eftir ærna leit á norðurslóðum, en það færir honum litla hamingju. Myndin gerist að mestu 20 árum síð- ar, nú eru gullleitarmenn af öðrum toga á hælum Hackmans, þar sem hann hefur hreiðrað um sig á para- dísareyju í Karíbahafinu. Glaumgos- inn Rutger Hauer á eftir augastein- inum, dóttur hans (Russell), og Mafí- an vill koma upp spilavíti á Edens- eyjunni. Kynngimögnuð skoðun á tálsýn auðs og valda, drifm áfram af kraftmiklum leik Hackmans og hug- myndaríkri leikstjórn Roegs. For- vitnilegur hópur sterkra aukaleikara (Joe Pesci, Corin Redgrave, Mickey Rourke, og ekki síst B-myndaleikar- inn Ed Lauter, sem hér fær að spreyta sig í alvöru), og eiginkonan fagra, Theresa Russell, gæðir þessa fáguðu, framsæknu mynd kynferðis- legu seiðmagni. Myndir á borð við Eureka víkka sjóndeildarhring myndbandaneytenda og gera valið fágaðra og forvitnilegra. WALKABOUT (1971) irtck'k Eftir aldarfjórðung sækir þessi áleitna mynd enn á, og heilu atriðin hefur notað uppfrá því í mismun- andi kynferðislega ögrandi hlut- verkum, sem hentar nautnalegri konunni vel. Þunglamaleg mynd og sársaukafull. Með Harvey Keitel og Denholm Elliott. Insigni- ficance fjallar um frægðina og hvað hún hefur að segja fyrir þá sem verða hennar aðnjótandi. Per- sónurnar minna meira en lítið á Marilyn Monroe, Joe Di Maggio, Einstein o.fl. Sterk mynd og slá- andi og vel leikin af Russell, Tony Curtis, Gary Busey o.fl. Castaway (‘87) segir af manni (Oliver Reed) sem auglýsir eftir konu (Amanda Donohoe) til að búa með sér heilt ár á eyðieyju. Frumleg og óvenju- leg, einsog vænta má af Roeg, og býður uppá myndrænan glæsileik. Verður þó aldrei nógu spennandi né forvitnileg. Nornaþing - The Witches (‘90) er síðasta áhugaverða mynd leik- stjórans. Gerist a afskekktu strandhóteli á Englandi, þar sem nornir þinga. Ungur gestur sér í gegnum mannlegan felubúning þeirra og kemst að því, sér til skelfingar, að nornasamtök ver- aldar ætla að breyta ollum krökk- um í mýs! Skemmtilega óhugnan- leg, Anjelica Huston sem aðal- nornin og Mai Zetterling sem amma drengsins, báðar í góðu formi, einsog gervin hans Jims Hensons. Track 29 (‘88), Cold Heaven (‘92), Two Deaths (‘95) og Hotel Paradise (‘95) voru allar bíómyndir, en gengu illa og hafa ekki verið sýndar hérlendis. Önn- ur verk Roegs á seinni árum, Sweet Bird of Youth (‘89), Heart of Darkness (94), Full Body Massage (‘95) og Samson og Delilah (‘96) eru öll gerð fyrir sjónvarp. standa manni fyrir hugskotssjónum. Roeg tekur myndina í óbyggðum Ástralíu og segir af draumkenndu sambandi hvítra og frumbyggja. Tvö borgarbörn (Jenny Agutter og Lucien John) eru skilin eftir af föð- urnum úti í auðninni, er hann skýtur sig til bana. Ungur frumbyggi (Da- vid Gulpilil) kemur þeim til bjai'gar. Dulúðug mynd með áhrifaríkum, sjónrænum klippingum á milli hinna ólíku menningai'heima, sem eru ætíð að skarast, ekki aðeins i bjargarleysi hinna hvítu gagnvart þekkingu og kunnáttu frumbyggjans, heldur kemur ástin til sögunnar og kynferð- islegi undirtónninn sterkur og raunalegur. Sæbjörn Valdimarsson ► „Meðan á lagasmíðunum stóð bað ég konuna mína að hlusta á það sem ég hafði skrifað,“ $egir hann. „En ákveðnir kaflár í lag- mu voru of erfiðir. Varirnar á mér titruðu. Ég var með hugann bundinn við minn eigin missi, gat ekki horft framhjá því og varð að hætta flutningnum." ► Um hálft hundrað kvik- mynda og 27 stuttmyndir verða sýndar á Kvikmyndahátíð- inni í Boston sem stendur frá 10. til 20. september. ► Á opnunar- kvöldinu verður sýnd myndin „Rounders" með heimamanuinum Matt Damon, „Monument Avenue" með Denis Leary undir leikstjórn Ted Derame, „With Friends Like This“ með Alan Arkin og „Digg- ing to China“ með Kevin Bacon undir leikstjórn Timothy Hutton. Lést af of stórum skammti af lögreglu ► Dustin Hoffman lék hann í myndinni en nú fær Robert De Niro einnig að úttala sig um manninn. De Niro er leiðsögu- maður um hugarheima og ævi- starf sviðsspaugarans Lennys Bruce í nýrri lieimildarmynd sem nefnist „Lenny Bruce: Swear to Tell the Truth“ og verður frumsýnd í New York 21. október næstkomandi. ► Kvikmynda- gerðarmaðurinn Robert B. Weide hefur varið 12 ár- um í að gera myndina, en þar eru viðtöl við umboðsmann Bruce, fyrrverandi konu hans, dóttur, móðurina Sally Marr og fleiri. Þá verða sýndar fjölmargar myndir frá ferli Bruce. ► Bruce lést af of stórum skammti af heróíni. Hann var ósjaldan handtekinn vegna ósið- samlegrar og grófrar fram- komu. Málefnin sem hann tók fyrir voru meðal annars kjarn- orkutilraunir, kynþáttafordóm- ar, trúarbrögð, ólöglegar fóstur- eyðingar, eiturlyf og dauðarefs- ingar. ► Bruce hélt því eitt sinn fram að hann hefði verið handtekinn „ekki vegna ósiðsemi heldur fyr- ir skoðanir mínar“. Eftir að hann lést sagði framleiðandinn Phil Spector, sem einnig var vin- ur hans, að hann hefði látist úr „of stórum skammti af lög- reglu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.