Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 56
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 569 USl PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samherji með mestar heimildir á næsta ári SAMHERJI hf. hefur yflr að ráða mestum aflaheimildum á komandi fiskveiðiári, sem hefst þann fyrsta september næstkomandi, um 25.500 tonnum eða 5,6% heildarinnar. Har- aldur Böðvarsson hf. er kominn í annað sætið, eftir að Miðnes hf. sam- einaðist fyrirtækinu, með 21.200 tonn eða 4,61% og næst koma Ut- gerðarfélag Akureyringa og Por- móður rammi - Sæberg með lang- leiðina í 18.000 tonn eða 3,9% heild- arinnar. I öllum tilfellum er miðað við þorskígildi, þannig að raunveru- legar aflaheimildir, taldar í tonnum, geta verið mun meiri. Þarna er um fremur litlar breyt- ingar frá síðasta ári að ræða að und- anskildum Haraldi Böðvarssyni, sem var með 2,9% heildarinnar í fyrra, en sameining Miðness við fyrirtækið jók hlutdeildina í 3,9%. Hlutdeild Sam- herja er nánast óbreytt, en UA eykur á hinn bóginn hlutdeild sína um 0,5%. Haraldur Böðvars- son í öðru sæti eftir sameiningu við Miðnes Arnar HU er nú það skip sem mestar aflaheimildir hefur mældar í þorskígildum, eða 6.321 tonn, sem er um 1,4% heildarinnar. Arnar var í sjöunda sæti í fyrra, en vegna hag- ræðingar í útgerð Skagstrendings hafa auknar aflaheimildir verið færðar á skipið. Næst koma UA- togararnir Kaldbakur og Sléttbakur með 5.326 tonn eða 1,5% og 4.935 tonn eða 1,1% heildarinnar og loks þrír togarar Samherja, Baldvin Þorsteinsson, Víðir og Akureyrin hver með rúmlega 4.000 tonn eða um 0,9%. Fiskistofa gefur að þessu sinni út 887 aflamarksveiðileyfi. Af þeim 887 aflamarksskipum, sem veiðileyfi fengu, var úthlutað aflamarki til 758 skipa. Aflamarksskip, sem fá leyfi en eru án aflahlutdeildar og fá því ekki úthlutað neinu aflamarki, eru 129. Aflamarksskipum hefur fækk- að um 33 á yfirstandandi fiskveiði- ári. Nú eru gefin út 808 krókaveiði- leyfi. Þorskaflaheimildir ki’ókabáta á fiskveiðiárinu 1998/1999 miðast við 34.375 lestir af óslægðum fiski. Þorskaflahámai-ksbátum hefur verið úthlutað 31.604 lesta þorskaflahá- marki. Aætlaður þorskafli króka- báta, sem stunda veiðar á sóknar- dögum með handfærum og línu, er 445 lestir og áætlaður þorskafli krókabáta, sem stunda veiðar á sóknardögum með handfærum ein- göngu, er 2.326 lestir á fiskveiðiárinu 1998/1999. i Ljósmynd/Tómas Tómasson Grunaður um þátt í smygli á tæpum 2 tonnum af hassi ÍSLENSKUR maður á fimmtugs- aldri hefur verið í haldi lögreglu í Þýskalandi í einn mánuð, grunaður um þátttöku í innflutningi á tæp- lega tveimur tonnum af hassi. Interpol, alþjóðalögreglan, gaf út alþjóðlega handtökuskipun á manninn. Hann er grunaður um að tilheyra glæpamannahópi í Evrópu. Maðurinn var handtekinn í Þýskalandi seint í júlí á grund- velli alþjóðlegrar handtökuskip- unar sem deild Interpol í Túnis gaf út. Ekki liggur fyrir hvort verið var að reyna að smygla hassinu inn í Túnis, en yfirvöld þar hafa krafist framsals hans. Maðurinn hefur, samkvæmt heimildum blaðsins, leitað til ís- lenskra stjómvalda með beiðni um að þau hlutist til um að hann verði ekki framseldur til Túnis. Þýskaland er með framsals- samning við Túnis en löggjöfinni svipar til þeirrar íslensku þar sem gert er ráð fyrir að hægt sé að hafna framsali af mannúðar- ástæðum. Fiðrildalirfur éta upp lauf af trjám TRJÁMAÐKUR hefur lagst á tré og runna víða um land í sumar, maðkurinn étur upp Iauf og eru tré t.d. mjög illa farin í Vagla- skógi að sögn Þrastar Eysteins- sonar, fagmálastjóra hjá Skóg- rækt ríkisins. „Fiðrildalirfustofninn hefur verið í hámarki í sumar og er mest af haustfeta- og tígulvef- aralirfum. Það hefur borið á þessu um allt land en á Suður- og Vesturlandi hafa trén getað vaxið upp úr þessu þar sem veðrið hef- ur verið mun betra. En vegna kuldans á Norður- og Austurlandi hafa trén lítið vaxið og trjámaðk- urinn náð að aflaufga heilu trén og bletti í skóginum. Birkislcógurinn á Hallormsstað er heldur Iauflitill og Vaglaskóg- ur er mjög illa farinn eins og fleiri svæði í Þingeyjarsýslum. í Mývatnssveit hefur t.d. gulvíðir- inn gjörsamlega verið aflaufgað- ur,“ segir Þröstur. Þröstur segir Guðmund Hall- dórsson, skordýrafræðing skóg- ræktarinnar, vera að skoða myndir af svæðunum sem teknar Morgunblaðið/Björn Gíslason í VAGLASKÓGI eru um þrír fjórðu hlutar trjánna illa farn- ir eftir trjámaðkinn og segir Sigurður Skúlason, skógar- vörður á Norðurlandi, að gömlu trén verði mest fyrir barðinu á maðkinum. voru úr lofti til að kanna út- breiðslu skemmdanna. Hann seg- ir annars litið við þessu að gera, óreglulegar sveiflur verði alltaf í stofnstærðum og nú sé upp- sveifla. Viðgerðir á Bessa- staðakirkju 14% hækkun launavísi- tölu á átján mánuðum UMFANGSMIKLAR viðgerðir standa nú yfir á Bessastaða- kirkju utanverðri og er áætlað að þeim ljúki í október næstkom- andi. Bessastaðakirkja er með elstu steinhúsum á Islandi. Hún var byggð á árunum 1771 til 1795 en lokið var við turninn 1822-1823. Istak sér um viðgerðirnar fyr- ir Bessastaðanefnd og að sögn Tóinasar Tómassonar, verk- fræðings hjá ístaki, var ekki vanþörf á að hefjast handa. Framkvæmdir hófust í júnflok og þeim Iýkur í október. Búið er að hreinsa utan af kirkjunni skemmda múrhúðun og til stendur að kústa hana þannig að hleðslan sjáist. Þá verður skipt um þakstein og gert við þakið á turni kirkjunnar, skemmda burðarviði og milligólf í turnin- um, að sögn Tómasar, en mynd- in var tekin er verið var hífa turnþakið af Bessastaðakirkju. LAUNAVÍSITALA hefur hækkað um 14% undanfarið tæpt hálft ann- að ár eða frá því hafist var handa um gerð heildarkjarasamninga á vinnumarkaði í fyrravor. A sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% og þegar litið er auk þess til skattalækkana ríkis- stjórnarinnar um síðustu áramót um 1,9 prósentustig lætur nærri að kaupmáttur launa hafi aukist al- mennt um 12-13% á þessu tímabili samkvæmt þessum mælingum. Launahækkanimar eru nokkuð mismunandi eftir einstaka stéttum, eins og gengur, og nokkru munar á launaþróun á almennum markaði annars vegar og hjá opinberum að- ilum hins vegar. Þannig mælir launavísitala Hagstofunnar 12% hækkun frá fyrsta ársfjórðungi 1997 til annars ársfjórðungs í ár á almennum markaði, en 16% hækk- un hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum á sama tímabili. Munurinn er 4 prósentustig og eru þó ekki komin inn áhrif vegna samninga við hjúkrunarfræðinga um mitt þetta ár í kjölfar uppsagna þeirra eða áhrif vegna ákvarðana kjaranefndar að undanfórnu, svo dæmi séu tekin. Einstakt Þessi launaþróun og kaupmátt- araukning eru verulega umfram það sem reiknað var með við gerð kjarasamninga í fyrravor, en þá töldu margir að farið væri fram á ystu nöf í launahækkunum og lengra en samræmdist stöðugleika í efnahagslífinu til lengri tíma. „Það er nánast einstakt, að það sé í einhverju þjóðfélagi hægt að hækka laun og launakostnað um á annan tug prósenta og fá nánast verðhjöðnun á sama tíma,“ sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, aðspurður um þessi efni. Hann sagði að því kæmi það honum ekki á óvart þótt einhverj- ar hækkanir ættu eftir að koma fram þó síðar yrði. Hins vegar valdi aukin samkeppni og opnun markaða hér því að verðmyndunin lúti öðrum lögmálum en áður. Kostnaðarverðbólga stjórni ekki lengur verðlagsþróuninni heldur verði verðmyndunin meira á grundvelli markaðsaðstæðna hverju sinni. Friðrik M. Baldursson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði að ekki væri einfalt að skýra verð- stöðugleika undanfarinna mánaða í ljósi þeirra kostnaðartilefna sem atvinnulífið hefði tekið á sig í kjarasamningum. Fram til síðasta vors hefði hækkað gengi krónunn- ar stuðlað að því að halda verð- lagshækkunum í skefjum. Inn- flutningsverðlag hefði verið að þróast með hagstæðum hætti, auk þess sem álagning, sérstaklega á innfluttan varning, hlyti að hafa lækkað. ■ 4 prósentustiga/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.