Morgunblaðið - 25.08.1998, Side 25
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
URIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 25
YFIR 3000 manns sóttu Listasafn Reykjavíkur þar sem sýning á verkum Erró stendur yfir.
AFRÍKANSKUR trumbusláttur með Hailgrímskirkju í bakgrunni.
Morgunblaðið/Halldór
LINDA Vilhjálmsdóttir og Elísabet Jökulsdóttur lesa
ljóð í Tjarnarhólmnuin
Fjórði hlutinn, sem byrjaði klukk-
an ellefu, var athyglisverður en þá
kom fram Olína Þorvarðardóttir og
flutti 'rímnakve'ðskap við ýmsar ís-
lenskar stemmur sem hún tilgreindi,
s.s. Vatnsdælingastemmu og
Hólastemmu svo þeirra algengustu
sé getið. Þessa 500 ára gömlu hefð
sagði hún næstum gleymda en hún
gerði sitt til að blása í glæðurnar
þetta kvöldið. Þórarinn Eldjárn
flutti ljóð með fyndnar endalínur en
Bragi Olafsson var mótvægið í þess-
um hefðbundna og formfasta hluta
með sín óbundnu ljóð og prósa.
Fimmti og síðasti hlutinn byi’jaði
á kostulegu atriði með íslenskri
glímu þar sem Ingibergur Sigurðs-
son glímukóngur Islands og Sigurð-
ur Nikulásson áttust við en Sjón
flutti glímubrag undir. Það hvarflaði
að manni að þarna væri verið að
setja á svið táknræna glímu hefðar-
innar við nýljóðið. Og jafnvel að
írónía hafi verið skipuleggjendum
ljóðakvöldsins í huga við samningu
dagskrár. Hvað sem því líður þá var
þetta bráðskemmtilegt atriði.
Hér var komið fram yfh' miðnætti
og yngi’i ljóðskáldin áttu sviðið.
Hallgn'mur Helgason var með
„uppistand“, þar sem hann m.a.
svaraði nýlegri gagnrýni Þrastar
Helgasonar á ljóð eftir hann sjálfan
með því að snúa út úr ljóði Jónasar
Hallgrímssonar „Þröstur minn góð-
ur“.
Sá háttur var hafður á, til gamans
og til að magna stemningu, að mæla
klappstyrk eftir lestur hvers og eins
með þar til gerðum mæli. Klappið
jókst skiljanlega þegar á leið en sig-
urvegarinn í „desibelamælingu"
kvöldsins varð Haraldur Jónsson,
myndlistannaður og skáld. Ljóðin
hans vöktu kátínu gesta en stundum
veit maður varla hvort maður á að
hlæja eða gráta. Að því er virðist
vinnur hann með eins konar „ofur-
flatneskju“ í ljóðum sínum. Hann
endar mörg þeirra á því sem kallað
er á ensku „punch-line“, eins konar
rúsínu í pylsuendanum, líkt og Þór-
arinn Eldjárn, nema að hjá Haraldi
er um eins konar „and-rúsínur“ að
ræða.
Enn yngdist nóttin þegar Doktor
Gunni og Heiða komu fram og fluttu
ljóð eftir Dag Sigurðarson í rokkuð-
um og hæfandi búningi. „Jæja. Allir
menningarlegir í kvöld og svona,“
sagði Dr. Gunni áður en þau Heiða
keyrðu af stað. Síðast ljóðskálda var
svo Berlind Ágústsdóttir en hún
flutti ljóð sín með teknótakti og
músík.
Einhverju sinni var sagt að „ljóð-
ið ætti ekki að merkja heldur vera“
en upp á ensku er þá sagt „A poem
should not mean, but be.“ Þorgeir
Þorgeirsson sneri út úr þessu og
sagði „A poem should be mean“, eða
„ljóð ætti að vera grimmt“. Ekki fór
mikið fyrir grimmdinni á þessari
ljóðanótt. Hefðin var, eins og áður
segir, í fyrirrúmi. Gerður Kristný
var að vísu köld í sínum ljóðum (það
fennir meira að segja í „Sumarljóð-
inu“ hennar!), og Jóhamar hneyksl-
aði fólk af eldri kynslóðinni með
gömlum súrrealískum töktum en á
heildina litið virðist fátt vera að ger-
ast í ljóðinu hjá skáldum af yngstu
kynslóð, af kvöldinu að dæma. Varla
gerist mikið við að fylgja forskrift-
um Hallgríms og annarra neo-
Fjölnismanna um allsherjar aftur-
hvarf í rímaðan og þrælbundinn
kveðskap.
Heimsfrægir á
póstsvæði 101
MYIVPLIST
Fiskurinn
MARGMIÐLUN
Þorvaldur Þorsteinsson og Jónf Jóns-
dóttir. Opið daglega frá 14:00 til
18:00. Aðgangur ókeypis. Til 26.
ágúst.
„STJÖRNUGÖTUKORT 101“
er þriðja sýningin af fjórum í tíma-
bundnum sýningarsal á Skóla-
vörðustíg 22c, Fiskinum, en allar
eru þær samvinnuverkefni tveggja
eða fleiri listamanna. Aðstandend-
ur sýningarsalarins lýsa sýningun-
um sem kynningu á efni sem tekið
verður saman og birt á margmiðl-
unardiski að sýningunum loknum.
Verkin á sýningunum eru því gerð
með geisladisk og tölvuskjá í huga.
Tölva er til taks í sýningarsalnum,
þannig að sýningargestir geta
kynnt sér hvernig efnið kemur
væntanlega til með að líta út í sinni
endanlegu stafrænu mynd á tölvu-
skjánum. Bragi Halldórsson hefur
umsjón með gerð margmiðlunar-
efnis.
Að þessu sinni er samvinnan í
höndum Jóníar Jónsdóttur og Þor-
valdar Þorsteinssonar. Jóní er bet-
ur þekkt sem meðlimur í Gjörn-
ingaklúbbnum, sem einnig hefur
gengið undir nafninu The Icelandic
Love Corporation. Þorvald þarf
varla að kynna. Stjörnudýrkun
fjölmiðla og sífellt yfirvofandi
heimsfrægð íslenskra listamanna
er skotspónn þeirra á sýningunni.
Þau hafa látið útbúa kort af því
svæði í Reykjavík sem afmarkast
af póstsvæði hundrað og einum. Á
kortinu er merkt hvar helstu
„stjörnurnar" búa og hvar þær
halda sig helst, t.d. veitingastaðir
og fatabúðir. Hverju nafni fylgja
sérútbúnar merkingar til að gefa
til kynna á hvaða sviði stjarnan
Fylgstu með nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
www.mbl.is
hefur getið sér frægðar. Hægt er
að fá eintak af kortinu í sýningar-
salnum, ef menn vilja leita uppi
staðina. Við þurfum þó ekki að
ómaka okkur, því hugmyndin er sú
að á margmiðlunardiskinum verði
hægt að bregða upp kortinu á
skjánum, smella á tölusetta
punkta, þar sem heimilisfang
stjarnanna er merkt inn á, og kalla
fram mynd sem Þorvaldur og Jóní
hafa tekið í leyni fyrir utan heimil-
in. En flest af þessu hefur verið vel
tíundað í Morgunblaðinu undan-
farna daga, þar á meðal stjörnum
prýdd opnunarhátíðin, þar sem há-
punkturinn var þegar þeir félagar í
Tvíhöfða, Sigurjón Kjartansson og
Jón Gnarr, mættu og þrykktu
handafór sín í blauta steypu á
gangstéttinni, eins og kvikmynda-
stjarna er siður vestur í
Hollywood.
Allt er þetta hið mesta glens og
kannski liðm- í því að færa listina
nær „fólkinu“, eða a.m.k. því fólki
sem hefur aðallega áhuga á því
sem gerist á síðum Morgunblaðs-
ins „Fólk í fréttum" og í vikuritinu
„Séð og heyrt“. En grínið ristir nú
ósköp grunnt og ef þetta á að vera
kaldhæðni þá missir hún marks.
Kortið og margmiðlunarefnið er
fagmannlega unnið, en hvorki
betra né verra en búast má við af
þokkalegri auglýsingastofu. Marg-
miðlunarefnið býður ekki upp á
hugmyndaríkari úrlausn en víða er
að finna á Netinu og kemur ekki
lengur á óvart. Sýningin skilur
varla meira eftir sig en brosvipru í
öðru munnvikinu. En það er gott ef
menn geta glaðst yfir litlu.
Gunnar J. Árnason
Heitir
pottar
úr akrýli!
• Níðsterkir, auðveldir að þrífa
• Fást með loki eða örvggishlíf
• Nuddkerfl fáanlegt
• Margir litir, 8 gerðir, rúma 4-12
Komið og skoðið pottana uppsetta í
sýningarsal okkar, eða hringið og fáið
sendan Utprentaðan bækling og verðlista.
Verð frá aðeins kr. 94.860,-
Hjallalirauni 2,220 Hafnarfjörður.
Sími: 555 1027 Fax: 565 2227
JlbCompAÍr Holman
Loftpressur og verkfæri
^Compto
42
llanlegt beisli • Landhjól • CC Ijósabúnaður
bremsur og handbremsa
nljóðeinangrun ^
Einnig gott úrval lofthamra