Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Forsætisráðherra um stofnun alþjóðlegra viðskiptafélaga, sem er í undirbúningi hér á landi
Morgunblaðið/Kristinn
FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráðherra, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, kynna drðg að frumvarpi til
laga um stofnun alþjóðlegra viðskiptafélaga hérlendis á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær.
Geta orðið byltingar-
kenndar breytingar
STJÓRNVÖLD undirbúa nú laga-
setningu um stofnun alþjóðlegrar
viðskiptamiðstöðvar hér á landi. í
því felst að alþjóðleg viðskiptafélög
geti starfað hérlendis, notið skatt-
fríðinda og átt í viðskiptum við er-
lenda aðila eða önnur alþjóðleg við-
skiptafélög með vöi-ur sem eiga
uppruna sinn erlendis og falla utan
gildissviðs samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið, einkum
fisk.
Nefnd sem unnið hefur undir
forystu Vals Valssonar, banka-
stjóra, að gerð frumvarpsdraga um
málið, kynnti hugmyndir sínar á
blaðamannafundi í gær, með Davíð
Oddssyni, forsætisráðherra, og
Finni Ingólfssyni, viðskiptaráð-
herra.
Davíð Oddsson, sagði að í byrjun
hefði verið ákveðið að slík starf-
semi færi fram á því sviði þar sem
þekking íslendinga er mest, á sviði
sjávarútvegs. „En við væntum þess
að ef vel gengur megi útvíkka
þetta í ýmsar áttir eftir því sem við
á og möguleikar opnast til. Þetta
getur orðið byltingarkenndur at-
burður í íslensku efnahagsum-
hverfí ef þetta gengur allt fram,“
sagði Davíð.
Þegar notað
í ríkum mæli
Hann sagði að það kæmi á óvart
hve íslenskir aðilar hefðu í ríkum
mæli nú þegar notfært sér mögu-
leika af þessu tagi erlendis og sagði
að Islendingar horfðu til þess að
erlendir aðilar vildu gjarnan setja
upp starfsemi af þessu tagi í landi
sem býr við norræna hefð og stöð-
ugleika.
„Hér er annars vegar um að
ræða varnaraðgerð og hins vegar
sóknaraðgerð,“ sagði Finnur Ing-
ólfsson, viðskiptaráðherra. „Varn-
araðgerðin felst í því að sölufyrir-
tæki í sjávarútvegi hafa í auknum
mæli klofið sig frá framleiðendun-
um, þau eru að verða alþjóðlegri til
að standast alþjóðlega samkeppni.
Þessi fyrirtæki þurfa að hafa sam-
bærileg samkeppnisskilyrði við
fyrirtæki sem þau eru í samkeppni
við, annars er hætta á að þau stað-
setji sig að hluta á þeim svæðum
þar sem samkeppnisaðstæðurnar
eru bestar. Með því að bjóða upp á
slíka starfsemi hér á landi erum við
bæði að draga þessi fyrirtæki til
landsins, og koma í veg fyrir að
þau fari héðan. Sóknarfærin felast
í því að byggja upp enn frekari
starfsemi á þessu sviði hér.“
Vilhjálmur Egilsson, alþingis-
maður, var talsmaður nefndarinnar
á fundinum, að formanni hennar
fjarstöddum. í máli hans kom fram
að markmiðið með hugmyndinni
um alþjóðleg viðskiptafélög væri
að skjóta fleiri stoðum undir ís-
lenskt atvinnulíf, auka fjölbreytni
og þjóðartekjur „og kannski það
sem skiptir mestu máli, að skapa
fleiri hálaunastörf en ena til staðar
í okkar efnahagslífi í dag,“ sagði
hann.
„Alþjóðavæðing í atvinnulífinu
er sífellt að verða meiri og einnig
þeir möguleikar sem íslensk fyrir-
tæki hafa til að setja sig niður hvar
sem er í heiminum," sagði Vil-
hjálmur. „Flestar þjóðir eru með í
gangi einhvers konar aðgerðir til
að byggja upp slíka starfsemi eða
koma í veg fyrir að atvinnulíf flytj-
ist til með þessum hætti.“
Nýtt félagsform
Vilhjálmur sagði að Islendingar
væru 0,005% af íbúum jarðarinnar
en væru með 3-5% af alþjóðlegum
viðskiptum með sjávarútveg. Þar
búi Islendingar yfir alþjóðlegri sér-
fræðiþekkingu. „Það er miklu
beinni leið fyrir okkur að hasla
okkur völl þaraa en t.d. á sviði al-
þjóðlegrar fjármálastarfsemi,"
sagði hann.
Vilhjálmur sagði að alþjóðleg við-
skiptafélög krefðust alþjóðlega
samkeppnishæfs skattalegs um-
hverfis fyrir rekstur sinn. Tillögur
nefndarinnar gerðu ráð fyiir því að
búið yrði til nýtt félagsform, til hlið-
ar við hlutafélagaformið, sem kallað
væri alþjóðlegt viðskiptafélag.
Til þess að stofna alþjóðlegt við-
skiptafélag mun þurfa starfsleyfi,
sem fjármálaráðherra veitir að lok-
inni skoðun á umsókn og athugun á
ferli aðstandenda félagsins. „Við
þurfum að athuga að þama sé ekk-
ert á ferðinni sem geti verið
gruggugt eða óheiðarlegt. Það
skiptir miklu máli þegar þetta fer
af stað að þetta sé byggt á grund-
velli trausts og þetta styrki ímynd
okkar en veiki hana ekki,“ sagði
Vilhjálmur.
5% tekjuskatt og
engan eignarskatt
Stofnendur alþjóðlegs viðskipta-
félags geta verið erlendir eða inn-
lendir. Alþjóðleg viðskiptafélög fá
heimild til að færa bókhald og árs-
reikninga í erlendri mynt. Þau
greiða 5% tekjuskatt og erlendir
eigendur greiða 5% skatt af arð-
greiðslum en með arð innlendra
eigenda er farið á annan hátt. Al-
þjóðleg viðskiptafélög greiða engin
stimpilgjöld nema af fasteigna-
kaupum innanlands. Þau greiða
ekki eignarskatt.
Alþjóðleg viðskiptafélög mega,
samkvæmt frumvarpsdrögunum
sem nefndin hefur skilað af sér,
stunda viðskipti með þær afurðir
sem EES-samningurinn nær ekki
yfir, sjávarafurðir og landbúnaðar-
vörar.
Vilhjálmur sagði að ekki væri
um íslenskan útflutning að ræða
heldur viðskipti með vörar sem
ættu upprana sinn utan Islands.
Fyrirtækin mega kaupa rekstrar-
vörar til eigin nota innanlands en
ekki íslenskar vörar til endursölu.
Þau mega ekki selja vörar eða
þjónustu eða önnur verðmæti til
aðila hér á landi nema til annarra
alþjóðlegra viðskiptafélaga.
„Þannig að viðskiptavinir þeii'ra
verða alltaf að vera erlendir," sagði
Vilhjálmur.
Davíð Seheving Thorsteinsson,
einn nefndannanna, sagði að um
það bil 10% af veltu stóru íslensku
sölusamtakanna, um 10 milljarða
króna, ættu nú þegar rætur að
rekja til þriðju landa viðskipta af
þessu tagi. „Það má því búast við
að þau færa býsna fljótt að notfæra
sér þetta hér,“ sagði Davíð.
Tvöföldun veltu með sjávar-
afurðir á þremur árum?
Vilhjálmur Egilsson sagði að
vænta mætti örrar þróunar í upp-
byggingu alþjóðlegra viðskiptafé-
laga hér á landi og hann kvaðst
telja að fyi'sta markmjðið ætti að
vera að tvöfalda veltu Islendinga á
sviði sjávarafurða, en hún er núna
100 milljarðar ki’óna. „Ef við næð-
um því á þremur áram mundi ég
segja að við væram að gera mjög
góða hluti. Jafnvel þótt við næðum
ekki að tvöfalda hana, heldur auka
um marktæka tölu eins og 25-50%
þá næðum við samt töluverðum ár-
angri. Þegar okkar fyrirtæki væru
búin að ná upp 200 milljarða veltu í
sjávarafurðum værum við komnir á
góða braut,“ sagði Vilhjálmur
Egilsson, alþingismaður og fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs.
Auk viðskipta með sjávarafurðir
er gert ráð fyrir að réttur alþjóð-
legi’a viðskiptafélaga nái t.d. til
eignarhaldsfélaga sem eingöngu
eiga, fjárfesta í og njóta arðs af
eignarhlutum í erlendum fyrir-
tækjum eða öðrum eignarréttind-
um, svo sem arðs af höfundarrétti
og öðrum hugvei’kum. Forsætis-
ráðhen-a sagði að það ætti t.d. að
geta nýst listamönnum, t.a.m. ís-
lenskum, sem nú njóti arðs af hug-
verkum í skjóli ríkja á borð við
Mónakó.
Hvammstangi
Ekið á tvö
hross
AFLÍFA þurfti tvö hross sem
ekið var á á Hvammstangavegi
rétt vestan Hvammstanga um
sexleytið á sunnudagsmorgun.
Skemmdist bifreiðin nokkuð en
var ökufær á eftir.
Lögreglan á Blönduósi held-
ur uppi eftirliti með hraðakstri
i lögsagnarumdæmi sínu og
hefur stöðvað 160 ökumenn í
septembermánuði fyrir of hrað-
an akstur. Um helgina stöðvaði
lögreglan nokkra ökumenn á
Norðurlandsvegi fyrir of hrað-
an akstur, þar af einn sem ók á
129 km á klst.
Bifhjólaslys
í Hjallaseli
SEXTÁN ára piltur slasaðist á
hendi og í andliti í bifhjólaslysi
á fóstudagskvöld kl. 22.30 þeg-
ar hann ók torfæruhjóli á bif-
reið við Hjallasel í Breiðholti.
Pilturinn var án ökuréttinda
og reiddi farþega fyrir aftan sig
sem slasaðist lítillega á hendi.
Þeir voru báðir fluttir á slysa-
deild þar sem gert var að
meiðslum þeirra. Hjólið var
númerslaust og óskráð.
Morgunblaðið/Kristinn
Gestkvæmt á Keldum
GÓÐ aðsókn var að opnu húsi
sem haldið var í tilefni fimmtíu
ára afmælis Tilraunastöðvar Há-
skóla íslands í meinafræði að
Keldum á sunnudag.
Að sögn Guðmundar Georgs-
sonar, forstöðumanns stöðvar-
innar, notuðu allt að 2.000 manns
tækifærið til að kynna sér starf-
semina og hafði unga fólkið sér-
staklega gaman af að skoða smá-
dýrin. Sonja Vilhjálmsdóttir, sem
sér um tilraunadýrahald að Keld-
um, kynnti Siggu rottu fyrir ung-
um gestum Tilraunastöðvarinnar
og á minni myndinni má sjá að
bömin sýndu sníkjudýrunum sér-
stakan áhuga.
Framsóknarmenn
á Reykjanesi
Listi birtur
í byrjun
nóvember
FRAMSÓKNARFLOKKURINN á
Reykjanesi mun leitast eftir því að
vera fyrsta stjómmálaaflið í kjör-
dæminu til að að birta framboðslista
sinn. Kjördæmisþing flokksins
verður haldið 17. október nk. þar
sem 240 fulltrúar félaganna á
Reykjanesi ákveða hvort haldið
verði opið prófkjör eða hvort haldið
verði annað kjördæmisþing þar sem
raðað verður niður á listann.
Að sögn Elínar Jóhannsdóttur,
formanns Kjördæmasambands
framsóknarmanna á Reykjanesi,
hefur flokkurinn aðeins einu sinni
áður haldið opið prófkjör en í lögum
félagsins segir að ekki þurfi nema
1/3 félaganna til að samþykkja að
opið prófkjör verði haldið. Ef annað
kjördæmisþing verður haldið þarf
hins vegar 420 manns til að taka
ákvörðun um niðurröðun á fram-
boðslistann. „Við hefðum áhuga á
því að vera fyrst til að birta okkar
lista, og stefnum að því að gera það
7. nóvember hvort sem þann dag
verður haldið annað kjördæmaþing
eða opið prófkjör," sagði Elín Jó-
hannsdóttir í samtali við Morgun-
blaðið í gær.