Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 íslensk ættfræöi er ekki aðeins tómstundagaman. Hún er notuð til að leysa flóknar læknisfræðilegar gátur. Söfnun ættfræðiupplýsinga er öllum leyfileg og skráning þeirra í þágu rannsókna fellur utan marka laga um persónuupplýsingar. Hér er grennslast fyrir um gagnabanka með ættfræðigögnum og veitt innsýn í rannsóknir sem styðjast við þau. Óviðkom- andi leyfður aðgangur ÆTTFRÆÐI flokkast með aðal- áhugamálum þjóðarinnar. Ahuginn á ættfræði virðist vaxa með aldri manna þótt hann grípi ekki alla menn. Menn hafa ýmist brennandi áhuga á fræðunum eða engan. I Reykjavík hefur spurningin um ættir sérhvers manns og uppruna dofnað sökum fjölda íbúa en á landsbyggðinni er enn iðulega spurt hvaðan menn eru og hverra, bæði til gamans og líka til að skilja ákveðn- ar tilhneigingar eða skapgerðar- þætti. I hugum fólks virðast t.a.m. upplýsingar um hvort einstaklingur sé runninn upp úr Jökuldal eða Skriðdal fyrir austan varpa ljósi á þá. Spumingar ættfræðinnar eru m.a.: Hver erum við? Hvaðan kom- um við? Hvaðan er útlit okkar? Hvaðan er skapið? Hverjir eru for- feður okkar og hver voru lífkjör þehra? Islensk ættfræði hefur m.a. þótt áhugaverð sökum þess að hún er viðráðanleg. Hér hefur sennilega ekki fæðst nema hálf önnur milljón manna og með leit í kirkjubókum, manntölum og öðrum frumheimild- um er hægt að rekja ættir með við- unandi árangri til ársins 1650 en þá verða heimildimar tvíræðari þótt þær séu til. Liðna tvo áratugi hafa svokölluð niðjamót verið vinsæl meðal lands- manna og hafa oft verið haldin fjöl- menn mót, og skyldmenni fræðst þar um og íhugað uppmna sinn. Ættartöl hafa verið tekin saman af þessum tilefnum og hafa þau oft leitt til útgáfu bóka með upplýsing- um um áa og niðja. Þar em oftlega birtar viðbótarapplýsingar um menntun og störf og foreldra maka og jafnvel um helstu áhugamál. Þegar niðjatöl em tekin saman í bók er vinnuiag oft eftirfarandi: Ritstjóm óskar liðsinnis fulltrúa allra leggja til að safna saman upp- lýsingum um fjölskyldumeðlimi og myndum af þeim. Fróðustu menn ættarinnar skrifa kafla um framættir og stundum eru birt ævi- ágrip látinna niðja. Bókin er svo fyrst og fremst seld meðal skyld- menna og eintök send á Landsbóka- safn og Háskóiabókasafn eins og lögbundið er. Aðrar skrár sem nýtast vel til að afla upplýsinga um ættir em til að mynda starfsstéttatöl og bækur um samtíðarmenn. Yfir 1.600 rit um íslenska ættfræði íslendingar hafa skráð ættir manna á bækur allt frá landnáms- tíð, en frumherjar nútíma ættfræði em Ólafur Snóksdalín (1769-1836), Steingrímur Jónsson (1769-1845) og Jón Espólín (1769-1836). „Þeir hófu allir án samráðs hver við annan að safna öllum ættartölum sem þeir náðu til og setja þær í sérstakt skráningarkerfi. Auk þess að skrá ættir eftir munnlegum heimildum fengu þeir ýmsa til að skrá ættar- tölur og niðjatöl. Á þessum bókum em ættfræðirannsóknir nútímans byggðar," hefur Þorsteinn Jónsson ættfræðingur skrifað um þá. Yfir þær rannsóknir og rit hefur Kristín H. Pétursdóttir hinsvegar gert ítarlegt yfirlit og birt í verkinu Islensk ættfræði í útgáfu Þjóðsögu hf. árið 1994 og em upplýsingar þar um að rit í ættfræði og skyldum greinum era samtals yfir 1.500. Helstu bókaforlög undanfarin ár hafa verið t.a.m. Mál og myndir, Sögusteinn og Þjóðsaga. Hjá Þjóð- sögu hafa t.d. komið út milli 5-15 bindi árlega með niðjatölum eða starfsstéttartölum, svo að heildar- fjöldinn er e.t.v. kominn yfir 1.600 rit. Iðulega em einhverjir einstak- lingar sem vilja ekki vera nefndir í niðjatölum, en þeir geta ekki bann- að að opinberar upplýsingar birtist um þá í bókum. Þeir hafa bæði kvartað við útgefendur og til Tölvu- nefndar, en lögin eru ekki með þeim. Fortíðin er ekki einkamál Fæstir sem ákveða að vera með í ættarbókum reikna aftur á móti með því að upplýsingarnar fari í svokallaða ættfræðigmnna hjá stofnunum eða fyrirtækjum. Ein- staklingur sem veitir upplýsingar um sig í bók getur mögulega verið á móti því að þær séu notaðar í öðmm tilgangi en til fróðleiks fyrir ætt- ingja. Hann vill e.t.v. ekki vera með í vísindalegum tilraunum, sem fel- ast t.d. í því að uppgötva ættlæga galla, nema vera upplýstur um það fyrst og e.t.v. spurður hvort flytja megi upplýsingarnar um hann í gagnabanka um ættfræði til vís- indalegra nota. Hann er á hinn bóginn illa brynj- aður, því skráning í þágu ættfræði- rannsókna og æviskrárrita fellur ut- an laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og utan verk- sviðs Tölvunefndar. Það telst líka fremur vonlítið að höfða mál gegn safnara ættfræðiupplýsinga sem e.t.v. hefur ritað upplýsingar úr ættartölubókum í tölvugagnagmnn án þess að biðja um leyfi höfunda eða útgefenda. Bókarhöfundar áður höfðu fengið sínar grannheimildir úr kirkjubókum og manntölum. Réttarstaða þess manns sem vill ekki að upplýsingar séu í ættfræði- gagnagrunni þjóðarinnar er því höll. Ástæða þess að einstaklingur vill ekki vera í gagnabanka með ætt- fræðiupplýsingum getur verið sú að hann óttist að ættin verði stimpluð vegna erfðagallans. Astæða þess að einstaklingur vill ekki vera í prentuðu niðjatali getur t.d. verið fjöldi skilnaða við maka eða eitthvað annað í fortíðinni. For- tíðin er að hans mati einkamál. Hugmyndin að tengja ætt- fræðigögn við erfðamerki Erfðafræðinefnd Háskóla íslands hefur safnað upplýsingum í tölvu- tæka ættarskrá, en hún var stofnuð árið 1965. Hún var fmmkvöðull að gerð viðamikils gagnagranns á sviði ættfræði og með honum var sannað hér á landi að þessar upplýsingar nýtast á sviði lýðheilsu, faraldsfræði og erfðafræði. Þar hefur einnig ver- ið sýnt fram á að leita má svara við spurningum og setja svo fram til- gátur sem staðfestar hafa verið með rannsóknum á einstaklingum. í umsögn Erfðafræðinefndar Há- skóla íslands um drög að frumvarpi til laga um gagnagrann á heilbrigð- issviði, em upplýsingar um fjöl- skyldu- og ættartengsl flokkaðar sem viðkvæmar og bent á að „upp- lýsingarnar verði því viðkvæmari sem meira er saman komið á einn stað eða á vegum sama stjórnanda“. Ættfræðibanki þjóðarinnar öðlast eftir þessu nýja vídd þegar hann er FJÖLSKYLDAN á Steinsstöðum í Tungusveit í Skagafirði árið 1898. Höfundur myndar ókunnur. Eigandi Örn og Öriygur. sameinaður upplýsingabanka um erfðamerki og heilsufar. Snemma á dögum Erfðafræði- nefndar, eða um 1970, var það hug- myndin að tengja upplýsingar um erfðamörk (blóðflokkar, ensím og annað slíkt sem sýnir breytileika milli einstaklinga) við ættir fólks, en að sögn Alfreðs Árnasonar erfða- fræðings var fallið frá því. Rann- sóknir á erfðamörkum vom gerðar af Rannsóknarstofu Háskólans og Blóðbankanum. Siðferðilegar spumingar sem vakna um banka með upplýsingum um ættir og erfðamörk urðu því ekki knýjandi á þessum tíma. Þær em það hinsveg- ar núna. Önnur skilgreining í rannsóknum á ættartrjám Upplýsingar um 490 þúsund ís- lendinga em í ættargrunni Erfða- fræðinefndar, en keppt er að því að skapa banka 600 þúsund íslendinga hjá Friðriki Skúlasyni ehf. íslensk erfðagreining ehf. fær þennan banka á gagnagrunnsformi og notar í vísindalegum tilgangi. Hjá ÍE er núna unnið með sjúk- lingahópa samstarfslækna og þar eru ekki búin til hefðbundin ættar- tré með hjálp gagnagmnnsins yfir ættartengsl. Onnur skilgreining er Ættrakning til að skilja sjúkdóma ÓTTI manna við áhrif kjarnorkusprenginga í Hirosima á erfðir manna olli því að Banda- ríkjamenn stofnuðu atómorkunefnd sem m.a veitti fé til rannsókna á arfgengi ýmissa at- riða hjá mönnum og tíðni stökkbreytinga hjá afmörkuðum hópum. Dr. Sturla Friðriksson og Níels Dungal prófessor sóttu um styrk til þessarar nefndar ásamt J.H. Edwards, prófessor frá Bretlandi, sem ráðgjafa og að þeirra framkvæði var Erfða- fræðinefnd stofnuð árið 1965. Erfðafræðinefnd var síðan falið með reglu- gerð frá árinu 1966 að skipuleggja erfða- fræðilegar rannsóknir við Háskóla Islands og var starfsemin fjármögnuð með erlendu styrktarfé til ársins 1984. Frá þeim tíma hef- ur Landspítalinn lagt til húsnæði undir starf- semi nefndarinnar og greitt laun starfs- manna. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að safna og skrá opinber íslensk lýðskrárgögn, að gera þau tölvutæk og nothæf til ættfræði- og erfðafræðilegrar úrvinnslu. Oddný Vilhjálms- dóttir skrifstofustjóri nefndarinnar segir að þetta hafi reynst flóknara og seinlegra en upphaflega var gert ráð fyrir enda tímafrekt að leiðrétta gamlar skrár með ófullnægjandi upplýs- ingum. Tveir starfsmenn nefndarinnar unnu t.a.m. á Landsbókasafninu við að handskrifa upp úr gögnum en í ljós kom að gögnin voru ekki eins öragg og talið hafði verið. Skráning eldri gagna er oft óná- kvæm og mikið af villum í þeim. Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem gagnabanki erfðafræðinefndar er orðinn all- sæmilega tölvutækur fyrir ættartengsl og ættarrakningu. 490 þúsund nöfn í gagnabankanum Manntalið 1910 var notað sem gmnnur að gögnum Erfðafræðinefndar, en það var fyrsta manntalið með upplýsingum um fæðingardag, fæðingarár og fæðingarstað þeirra einstak- linga sem skráðir voru. I gagnabankanum em nú nöfn 490 þúsund íslendinga sem vora í manntalinu 1910, afkomendur þeirra, foreldra og forfeður þar sem þeir hafa fundist. Mikil vinna liggur á bak við öflun þessara upplýsinga og eru m.a. notaðar fæðingar- skrár, sem Erfðafræðinefnd lét skrá úr kirkjubókum aftur til ársins 1840. E.t.v. hefur mestur tími farið í að leiðrétta villur í mann- tölum, kirkjubókum og í öðrum upplýsingum, og að tengja rétt á milli einstaklinga. Til dæmis þarf að finna börn sem ekki voru hjá foreldram árið 1910 og tengja þau við for- eldra sína. I gagnabankanum er svo dánar- dagur einnig skráður. Gagnagmnnur nefndarinnar hefur verið notaður, að fengnu leyfi Tölvunefndar, við fjölda rannsókna á ættgengi og erfðum sjúk- dóma. Meðal þeirra sem Erfðafræðinefnd hefur aðstoðað era ýmsar stofnanir og deildir Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, einnig Krabbameinsfélag Islands, Hagstofa Islands, Hjartavernd og íslensk erfðagrein- ing vegna rannsóknar á ættlægum skjálfta. Erindi vísindamanna til Erfðafræðinefndar felast t.a.m. í beiðni um að tengja saman sjúk- linga til að safna upplýsingum um hvort sjúk- dómurinn gæti verið ættgengur. Unnið er að erindinu og oft þarf að fletta upp í handskrif- uðum blöðum og í gataspjöldum. Upplýsingar eru afhentar hafi rannsóknaraðili löggilda heimild fyrir rannsóknum sínum. Niðurstöð- urnar sýna aðeins kennitölur þeirra sem fyr- irspurn varðar en aðrar dulkóðaðar. Einungis eru opinberar upplýsingar um einstaklinga í ættarskrá Erfðafræðinefndar: Nafn, kyn, fæðingardagur og ár og dánardag- ur. Þessi gagnagmnnur hefur verið þeim sem vinna við rannsóknir á ættgengi og erfðum sjúkdóma ómetanlegur og hafa niðurstöður fjölda rannsókna sem hvfldu á þessum upp- lýsingum birst í vísindaritum. ERFÐAFRÆÐINEFND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.