Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 47
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 47 V
I
I
!
fyrir mjög alvarlegu slysi fyrir
tuttugu árum. Vegna þessa gekkst
hann, fyrir nokkrum árum, undir
mjög mikla bæklunaraðgerð, sem
skilaði árangri, en þó leyndi fötlun
hans sér ekki, hann gekk ávallt
haltur, en hann var harður við
sjálfan sig, hann reri einn á bát til
grásleppuveiða og þorskveiða. Allir
vissu að þetta var honum mjög
erfitt en hann lét ekki deigan síga
og sjaldan minntist hann á þessa
hluti. Hann átti jafnan fáeinai'
kindm’, af þeim hafði hann gaman
og fór ávallt vel með þær.
Eg minntist áður á fjölskyldu
Adolfs, hann á eina alsystur, Jó-
hönnu Sigrúnu, sem lifir bróður
sinn. Saman ólust þau upp á Gjögri
hjá foreldrum sínum, en þegar þau
systkinin voru uppkomin slitu
Hildur og Valdemar samvistum, og
fór Hildur þá frá Gjögri og lést
skömmu síðar, og tók Jóhanna þá
við heimilishaldi fyrir þá feðga.
Þótt ekki væri auður í búi hjá
Valdemar var gott að koma þar.
Heimilið bar allt vott um þrifnað
og snyrtimennsku, og gestrisni var
þarna í fyrirrúmi. Þetta átti jafnt
við um þær mæðgur báðar. Einnig
var mikið af bömum og unglingum
í sumardvöl á heimilinu og áttu þar
góða vist, sem kom fram í því að
þessir krakkar hafa haldið tryggð
við þau á fullorðinsárum.
Vorið 1990 féll Valdemar faðir
þeirra frá, þá tók Jóhanna þá
ákvörðun að hleyypa heimdragan-
um, og Adolf varð þá einn eftir.
Þótt þetta væri erfiður skilnaður
var Adolf ákveðinn í að eiga fram-
tíð sína á Gjögri, sem við nágrann-
ar hans fógnuðum mjög, þar sem
hann hafði með höndum mikilvæg
þjónustustörf fyrir okkur við um-
sjón flugsamgangnanna við Gjögur
auk þess að vera góður jrranni.
Við sem enn búum í Ameshreppi
þekkjum hvílík raun það er að sjá á
eftir góðum nágrönnum. Þetta
mátti Adolf öðrum fremur þola.
Hann, sem ólst upp í því marg-
menni, sem áður er vikið að var
orðinn síðasti ábúandinn á Gjögri
og eini maðurinn með fasta búsetu.
Fátt held ég reyni meira á andlegt
þrek manna. Ekki er hægt að
skilja svo við þetta án þess að
minnast á hann Guðbjörn Lýðsson
á Víganesi, sem var næsti nágrenni
hans. Hann hafði mikinn stuðning
af nærvera nágranna síns og þeir
hvor af öðram, eins og títt er í sam-
félagi manna. í elli sinni horfir
hann nú á Gjögur mannlaust og
syrgir vin sinn.
Þrátt fyrir þetta réðst Adolf í
það fyrir þremur áram að byggja
íbúðarhús á fallegum stað í landi
sínu á Gjögri. Byggingin gekk vel
enda naut hann mikils stuðnings
nágranna sinna, og komu þá glöggt
í ljós vinsældir hans. Þótt hann
væri ekki margmáll um sína hagi
minntist hann oft á hversu ánægð-
ur hann væri að hafa ráðist í þessa
framkvæmd.
Undarlega grimm geta örlögin
verið. Adolf lést 26. september sl.
daginn eftir hefði hann orðið fimm-
tugur. Fyrir nokkra var hann far-
inn að undirbúa að halda upp á af-
mælið sitt, þar hugðust sveitungar
og aðrir vinir koma og gleðjast
með honum í tilefni tímamótanna.
Tímamótin urðu með öðram hætti
og ekki þýðir um að fást. Gjögur er
nú mannlaust og mörgum á eftir að
þykja aðkoma þar tómlegri en áð-
ur.
Að leiðarlokum þakka ég Adolf
persónulega fyrir samveru og sam-
vinnu liðinna ára og veit ég að ég
mæli einnig svo fyrir hönd félaga
minna í hreppsnefnd Ameshrepps.
Eg veit að sveitungum hans er
þakklæti í huga við þessa kveðju-
stund. Við hugsum hlýtt til Jó-
hönnu, systur hans, við þessi leið-
arlok, hún gengur nú þung spor, að
sjá á eftir bróður sínum sem var
henni svo kær.
Við hjónin og fjölskyldur okkar
sendum þér, Jóhanna mín, og öðr-
um ástvinum hans innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gunnsteinn Gíslason,
Norðurfirði.
KARITAS RÓSA
JÓHANNSDÓTTIR
+ Karitas Rósa Jó-
hannsdóttir
fæddist á Hauga-
nesi hinn 17. júlí,
1930. Hún andaðist
á heimili systur
sinnar í Vestmanna-
eyjum hinn 9. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
þau Málfríður Bald-
vinsdóttir og Jó-
hann Friðrik Jóns-
son til heimilis í
Sandvík á Hauga-
nesi.
Eftirlifandi eigin-
maður Rósu er Om Sigurðsson
sjómaður og áttu þau tvo syni,
Omar Eyfjörð, sem búsettur er í
Kópavogi, og Om Viðar, sem
búsettur er á Akureyri.
Útför _ Rósu fór fram frá
Stærra-Árskógskirkju.
Kveðja frá söngfélögum í kór
Stærra-Árskógskirkju
Enginn veit ævina fyrr en öll er.
Þessi spakmæli koma upp í hugann
þegar sest er niður og hripað á blað
minningargrein um gengna sam-
ferðakonu og söngfélaga, Rósu Jó-
hannsdóttur frá Hauganesi. Þegar
Rósa kvaddi þennan heim var hún á
söngferðalagi í Vestmannaeyjum,
ásamt söngfélögum úr kóram
kirknanna í Stærra-
Arskógi og Hrísey.
Kvöldið sem við kom-
um sungum við fyrir
eldri borgara og Rósa
lék á als oddi eins og
hún var vön. Hennar
gleði þegar söngur var
annars vegar var
fölskvalaus, svo var
einnig nú og ekki spillti
fyrii- að hún gat í leið-
inni heimsótt Erlu
systur sína sem býr í
Vestmannaeyjum. Þar
sofnaði Rósa sinn
hinsta blund. Eins og
nærri má geta kom þetta eins og
reiðarslag. Rósa og Billi, sem höfðu
kvatt okkur um kvöldið kát og hress
að vanda, ætluðu með okkur í út-
sýnisferð um hádegið. En svona er
lífið, það ræður enginn sínum næt-
urstað. Þennan dimma laugardag í
sálum okkar vora veðurguðirnir í
sínu allra besta skapi og hreint
himnesk umgjörð, logn og heiðskír
himinn. Á göngu í kvöldkyrrðinni
þennan eftirminnilega dag komu
upp í hugann ljóðlínurnar fallegu
hans Ása í Bæ, sem við sungum í
ferðinni. „Hún rís úr sumar sænum
í silkimjúkum blænurn" og „Ég
heyri vorið vængjum blaka og vonir
mínar undir taka“. Þessar ljóðlínur
og fleiri slíkar sem tengjast eyjun-
um fá aðra og víðari merkingu þeg-
HÓLMFRÍÐUR
STEFÁNSDÓTTIR
+ Hólmfríður
Stefánsdóttir
fæddist á Kambfelli
í Djúpadal í Saur-
bæjarhreppi, nú
Eyjafjarðarsveit,
hinn 18. september
1903. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Dalbæ á Dalvík 21.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Jó-
hanna Magnúsdótt-
ir, f. 1864, og Stefán
Sigurðsson bóndi, f.
1867. Þau hjón
eignuðust átta börn sem nú er
öll látin nema Magnús, f. 1907.
títför Hólmfríðar fór fram
frá Höfðakapellu á Akureyri 1.
október.
frænku mína, varð Liv
hennar stoð og stytta
og veitti henni alla
bestu umönnun og
skjól.
í tilefni 65 ára af-
mælis frænku minnar
sendi ég henni ham-
ingju- og heillakveðju:
Fréttin sú barst hingað frænka
mín góð,
að fimmtán ár bæst hafi á
fimmtuga slóð,
svo heillaósk færð skal í letur.
M glöggt hefur fetað þá gæf-
unnar braut,
sem gullinu skilar í gleði sem þraut
því gulli, sem eilífðin metur.
Heill þmu húsi og heill þinni trú,
heill þinni vegferð, og áfram halt þú,
uns tímann þér Alvaldur setur.
Fríða, föðursystir mín, ólst upp í
Kambfelli í Djúpadal í hópi átta
systkina og sinnti störfum heimils-
ins eins og þá tíðkaðist. Sumrin
1925 og 1926 var ég, þá níu og tíu
ára, í sveit í Stóradal í Djúpadal.
Frænka mín var þar kaupakona og
þar kynntist ég hennar hlýja við-
móti og högu hönd er hún sá um
fatnað minn og fleira mér viðkom-
andi. Síðar fluttist hún til Akureyr-
ar og bjó lengi með systur sinni Sig-
rúnu og Jóhönnu móður þeirra. Var
ég tíður gestur á heimili þeirra og
naut þar margra ánægjustunda, þar
sem stutt var í glaðværð og dillandi
hlátur.
Á Akin-eyri gekk Fríða til liðs við
Hjálpræðisherinn og þar kynntist
hún norskri hjúkranarkonu, Liv-
Astrid Kröbö. Eftir að móðir
frænku minnar lést og systir henn-
ar var komin á Dvalarheimili, flutt-
ist Fríða suður og starfaði þar með
Liv, sem þá sá um Hjúkrunarheim-
ilið Bjarg, sem var á vegum Hjálp-
ræðishersins. Eftir það héldu þær
saman, keyptu sér íbúð og áttu
saman mörg góð ár. Þegar svo halla
fór undan fæti og ellin sótti á
Sá tími reyndist 30 ár. Síðustu
vikumar dvaldi frænka mfn á Dval-
arheimilinu Dalbæ á Dalvík þar sem
Liv þurfti að sinna veikri móður
sinni úti í Noregi.
Nítugasti og fimmti afmælisdag-
ur frænku minnar rann upp 18.
september sl. Frændur og vinir
fögnuðu með afmælisbaminu. Stór
og mikil afmælisterta stóð til boða
öllum á heimilinu með síðdegiskaff-
inu. Þá var hátíð á Dalbæ, en lfka
kveðjustund, því þrem dögum síðar
hvarf andi hennar á eilífðarbraut.
Við kistulagningu í Höfðakapellu
á Akureyri hitti ég konu sem þar
vinnur, og hún sagðist muna vel eft-
ir Fríðu þegar hún ung sótti sunnu-
dagaskóla Hjálpræðishersins, þá
stóð Fríða jafnan við dyrnar og setti
stjömu í sunnudagabókina hennar.
Ég vona að þegar þar að kemur
standi frænka mín við dymar og
setji gyllta stjörnu í lífsbók mína.
Nú hef ég kvatt þessa góðu
frænku mína um stund, en hlý
minningin lifir.
Kæra frænka, hugurinn fylgir
þér á ljóssins braut.
Þinn frændi,
Jón.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ar þær era sungnar þar. Við eram
ekki í nokkrum vafa um að Rósu
hefur verið svipað innanbrjósts síð-
asta kvöldið sem hún lifði. Hún fór
með systur sinni og mági, ásamt
Billa sínum, í skoðunarferð um
Heimaey og við vitum að hún naut
kvöldfegurðarinnar sem eyjamar
buðu upp á og hefur eflaust raulað
einn og einn lagstúfinn, eins og
henni var svo tamt. Það má mikið
vera ef hún hefur ekki raulað eitt-
hvað af uppáhaldslögunum „Gömlu
sporin“, „Brimströndina", „Undir
bláhimni", „Við gengum tvö“, „Rós-
ina“ og fleiri og fieiri sem við voram
búin að syngja saman.
Rósa og Billi hafa búið allan sinn
búskap á Hauganesi. Billi stundaði
sjóinn og Rósa vann ýmis störf í
landi, síðustu árin mest við fisk-
vinnslu. Rósa var mjög félagslynd
og léði félagsstarfi í sveitinni krafta
sína alla tíð. Hún var boðin og búin
að rétta hjálparhönd, hvort sem um
var að ræða málefni Slysavamafé-
lagsins, kvenfélagsins eða kirkjunn-
ar.
Rósa hafði mikla og fallega
sópranrödd og söngur var hennar
líf og yndi. Það kom ekki oft fyrir að
Rósu vantaði á kirkjuloftið í
Stærra-Árskógi, hvort heldur þegar
athafnir voru eða æfingar. Það er
lífsins gangur að heilsast og kveðj-
ast og nú þegar við kveðjum Rósu
viljum við söngfélagar hennar
þakka henni allar liðnu samvera-
stundimar. Elsku Rósa, hafðu þökk
fyrir alla gleðina og kátínuna sem
þú barst með þér og þína fallegu
söngrödd sem svo oft fyllti kirkjuna
<v
'4?
£
%
&
'{/iÍG\VS^
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
okkar í Stærra-Árskógi.
Við sendum eftirlifandi eigin-
manni, sonum og öðrum afkomend-
um hennar okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi góðar minningar
um Karitas Rósu Jóhannsdóttur,
sem svo brátt var kölluð úr þessum
heimi, hjálpa okkm' að yfirstíga
söknuðinn.
Sjáið hvar sólin nú hnígur
svífnr að kvöldhúmið rótt,
brosir hún bh'tt, er hún sígur,
blundar senn foldarheimsdrótt.
Heyrið þér klukku, hún klingir við lágt,
kaliar í húsin til aftansöngs brátt,
klukka! ó, fær oss nú fró,
friðinn og heilaga ró.
Drottinn! Er dags fagur ljómi
deyr burt og hylst vorri sýn,
lyftist með aftansöngsómi
öndvoroghrópartilþín.
Ljósanna faðir! í jjósi sem býr,
ljóð vorrar bænar í hæð til þín snýr,
skugginn er skyggir ÖD ból,
skjöldur oss vert þú og sól.
(St Thorst)
Söngfélagar.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
4»
fyRp Sraníl'
1 1 ' HELLUHRAUN 14
! 220 HAFNARFJÖRÐUR
HEIMASÍÐA: www.granit.is SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
Gudm undtiY Jónssou
E 16.5 IS07
D. 12.4 ISS5
Minningin lifir