Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 33
MENNTUN
>•
Erlent samstarff Þótt langt sé milli Japans og Islands kemur það ekki í veg fyrir auðug samskipti þjóðanna í
milli. Alftamýrarskóli hefur einmitt átt slík samskipti við grunnskólabörn í japönsku borfflnni Mitsukaido.
Steinunn Armannsdóttir, skólastjóri, sagði Maríu Hrönn Gunnarsdóttur frá samstarfínu.
Japönsk og
íslensk börn
skiptast á
myndverkum
• Klippimyndir með eldgos,
hveri og hafíð að þema
• Mikil regla á öllu, góður agi
en ekki þvingaður
VIÐ opnun sýningarinnar á myndverkum íslensku barnanna.
Nemendur og starfsfólk Álftamýrarskóla hafa ærna ástæðu til að
vera stolt af verkunum.
Nýjar bækur
Fallegar myndir, teiknað-
ar á hörð spjöld með
gylltum köntum, prýða
veggina á skrifstofu
Steinunnar Armannsdóttur, skóla-
stjóra Alftamýrarskóla í Reykja-
vík. Myndirnar eru teiknaðar af
japönskum grunnskólabörnum en
síðastliðinn vetur tóku börn í Álfta-
mýrarskóla þátt í athyglisverðu
samstarfi við böm frá japönsku
borginni Mitsukaido, sem er um
100 km norðan við Tókýó. Fólst
verkefnið í því að íslensk og
japönsk böm skiptust á listaverk-
um sem þau gerðu sjálf undir
handleiðslu myndmenntakennara
sinna.
Steinunn segir að sér hafí verið
afar ljúft að taka þátt í þessu verk-
efni. Hún er heldur ekki ókunnug
Japan og japanskri menningu þar
sem hún fékk, ásamt öðrum kenn-
ara, styrk árið 1997 til Japansfarar
þar sem þær kynntu sér einelti og
skólafælni í japönskum skólum.
Blómstrandi hæfileikar
„Myndmenntakennarinn hér við
skólann, Margrét Arnadóttir Auð-
uns, og ég ákváðum að börnin sem
þá voru í 6. bekk en eru nú í þeim
7. myndu sjá um samstarfið," seg-
ir Steinunn. Börnin gerðu klippi-
myndir með eldgos, hveri og hafið
að þema og voru þær sóttar af jap-
anskri sendinefnd í febrúar síðast-
liðnum. Um leið komu Japanirnir
með myndir japönsku barnanna til
Islands. I förinni voru borgar-
stjóri Mitsukaido, forseti borgar-
stjórnarinnar og fleiri borgar-
stjórnarmenn ásamt japönsku
listakonunni Rieko Yamazaki og
konu sem sýndi japanska te-
drykkjusiði. „Nemendum okkar
fannst þetta mjög spennandi og
þeir fylgdust vel með. Þrjú börn af
japönskum ættum eru hér í skól-
anum og þau voru einnig viðstödd
og gátu spjallað svolítið við gest-
ina,“ segir Steinunn. Japanirnir
komu færandi hendi, eins og
þeirra er siður, og gáfu þeir gest-
gjöfum sínum ýmsa japanska
myndagripi.
Steinunn var forsjál og bað
myndlistarkennarann um að fá
svipuð verk eftir nemendur sína og
voru send til Japans til að hafa á
skrifstofu sinni. Þau ætlar hún að
setja í ramma og hengja upp á
vegg, myndum japönsku barnanna
til samlætis. Myndirnar eru lista-
vel gerðar og frágangur vandaður,
enda segir Steinunn að Margrét
myndmenntakennari sé afar fær
og hafi gott lag á að fá hæfileika
barnanna til að blómstra.
í góðu yfirlæti
Sýningin í Mitsukaido var síðan
opnuð í apríl, af japönskum mynd-
STEINUNN og Guðrún Bryndís voru boðnar velkomnar upp á íslensku eins og sjá má á krítartöflunni. Hér
spreytir Steinunn sig á japönsku myndletri með aðstoð barnanna og hr. Endo borgarstjóra.
Guðrún Bryndís er til vinstri á myndinni.
FORSETI borgarstjórnarinnar, hr. Horikosi, og fjölskylda hans reka
myndarlegt gróðurhús. Hr. Horikosi er hér í miðjum hópnum. Honum
á hægri hönd er faðir hans, síðan eiginkona og loks vinkona fjölskyld-
unnar. Honum á vinstri hönd er dóttir hans sem túlkaði fyrir þær Guð-
rúnu Bryndísi og Steinunni meðan þær dvöldu í Japan.
arskap, að Steinunni viðstaddri,
sem og Guðrúnu Bryndísi Karls-
dóttur, samferðakonu hennar.
„Mér var boðið til Japans til að
vera við opnunina," segir Steinunn
og bætir við að tímasetningin hafi
ekki getað hentað betur. Hún var
nefnilega í hópi íslenskra skóla-
manna sem fór til Singapúr í vor til
að kynna sér stærðfræði- og raun-
greinakennslu í þarlendum skólum.
Leið hennar lá því til Japans strax
að þeiiTÍ heimsókn lokinni.
Japansferðin var sérstaklega
ánægjuleg, segir Steinunn, ekki
síst þar sem hún og Guðrún Bryn-
dís dvöldu á heimili forseta borgar-
stjómar Mitsukaido í afar góðu yf-
irlæti. „Það var farið með okkur
eins og þjóðhöfðingja," segir Stein-
unn. „Við fórum að heimsækja
ýmsar stofnanir en hápunktur far-
arinnar var þegar við fórum í skól-
ana. Þar er mikil regla á öllu, góð-
ur agi en ekki þvingaður." Hún
segir að þær hafi verið fyrstu vest-
rænu konurnar sem mörg börnin
hafi séð á ævinni og að þau hafi
undrað sig mjög á að kona skyldi
geta verið skólastjóri. Sum hefðu
þurft að fá að snerta hana tU að sjá
hvort hún væri raunveruleg. Þá
vakti það athygli Steinunnar
hversu hreinir og snyrtilegir skól-
arnir eru en börnin sjálf þrífa
skólastofurnar sínar.
„Japönsku börnin eru frjálsleg
og forvitin og spyrja margs. Mér
fannst sérstaklega ánægjulegt að
sjá hversu fyrirhafnarlaus aginn er
í þessum skólum sem við heimsótt-
um,“ segir Steinunn og bætir við
að það sem hafi þó snortið hana
mest hafi verið hversu gestrisnir
Japanirnir eru og hversu eðlileg og
látlaus framkoma bamanna er.
• VERKEFNAHEFTI við Dernede
I Danmnrk er kennsluefni í dönsku.
Heftið er nýtt verkefnasafn við
myndbandið Dernede I Danmark
sem gert var í norrænu samstarfi
fyrir nokkrum árum. Á myndband-
inu eru þrettán þættir og í verk-
efnaheftinu eru æfingar við hvem
þátt sem miða að því að styrkja
danska tungu í sessi. Höfundar
verkefnaheftisins eru þeir sömu og
gerðu upphaflega efnið; dönsku-
kennaramir Bertha Sigurðardóttir,
Brynhildur Ragnarsdóttir, Kirsten
Friðriksdóttir, Lovísa Kristjáns-
dóttir, Málfríður Þórarinsdóttir,
Ósa Knútsdóttir, Þórhildur Odds-
dóttir og Þyri Árnadóttir.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði
bókina sem er 56 bls. Anna Cynthia
Leplar kápu og útlit. Verð 799 kr.
• Stjörnurnar í Konstantínópel
sýnisbók íslenskra smásagna 1848-
1997, er smásagnasafn fyrir fram-
haldsskóla.
Safninu er ætlað að sýna helstu
hræringar í bókmenntasögu þessa
tímabils. Halla Kjartansdóttir,
kennari við MS, valdi sögumar,
skrifaði formála fyrir safninu og um
hvern höfund.
Bðkin er prentuð í prentsmiðj-
unni Odda hf. og er 255 bls. Kápu
og myndir af höfundum gerði Guð-
jón Ketilsson. Verð 2.499 kr.
• Inngangur að lögfræði er
kennslubók í lögfræði og viðskipta-
rétti. Höfundarnir eru lögfræðing-
arnir Sigríður Logadóttir og Ásta
Magnúsdóttir. Bókin nýtist einnig
þeim sem ekki sitja á skólabekk en
vilja leita upplýsinga um lög og
reglugerðir sem lúta að stofnun fyr-
irtækja, íbúðakaup
og erfðamál svo
eitthvað sé nefnt.
Bókin skiptist í
eftirtalda kafla:
Lög og réttur, ís-
lensk stjórnskipun
og stjórnarfar,
Dómstólar og rétt-
arfar, Samnings-
gerð, Lausafjár-
mm j
Sigríður
Logadóttir
kaup, Kröfur og skuldbindingar,
Fasteignir, Fyrir-
tæki og atvinnu-
rekstur, Viðskipta-
lífið, Fjármagns-
markaður, Vinnu-
markaðurinn,
Skaðabætur og vá-
tryggingar, Sifjar
og erfðir, Island
og umheimurinn.
Flestum köflum
fylgja verkefni og spurningar. I
bókarlok eiu heimildalisti og atrið-
isorðaskrá.
Bókin er prentuð í prentsmiðj-
unni Odda hf. og er 344 bls. Guðjón
Ketilsson gerði kápuna. Verð: 3.999
kr.
Mál og menning gefur bækurnar
út.
Ásta
Magnúsdóttir