Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ERLENT Eyjamenn heimsóttu útvegsbændur Vestmannaeyjum - Útvegsbændur í Eyjum buðu Vestmannaeyingum í heimsókn í skip og fyrirtæki físk- vinnslunnar á laugardaginn. Tilefnið var fræðsluátak sem Landssamband íslenskra útvegsmanna gengst nú fyrir til að kynna almenningi út- gerðina í landinu, en auk þess að sýna fyrirtæki og báta hyggst LÍÚ gefa úr kynningarbækling bráðlega með ýmsum upplýsingum um útgerð og fiskvinnslu til að kynna almenn- ingi atvinnugreinina. Útvegsbænda- félög víðsvegar um land munu standa fyrir kynningum í sínum heimabyggðum nú í október en út- vegsbændur í Eyjum riðu á vaðið og byrjuðu með kynningu í Eyjum. Fiskimjölsverksmiðja Vinnslu- stöðvarinnar, frystihús Isfélagsins og ísverksmiðjan Eyjaís voru opin almenningi en einnig voru sex skip og bátar af mismunandi gerðum til sýnis. Frystitogarinn Vestmannaey, togskipið Breki, nótaveiðiskipið Gígja, togbáturinn Gandí, netabátur- inn Gullborg og nýi hafnsögubátur- inn Lóðsinn voru opin almenningi þar sem þau lágu fánum prýdd við Binnabryggju í Friðarhöfn. Boðið var upp á veitingar, svala og súkku- laði, um borð í bátunum en í Isfélag- inu var hlaðborð með sjávarréttum. Lúðrasveit Vestmannaeyja var síðan á svæðinu og lék fyrir gesti. Mikill fjöldi Vestmannaeyinga heimsótti útvegsbændurna og kynnti sér starfsemi þeirra. Magnús Ri-istinsson, formaður Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri ákaflega ánægður með hvernig til hefði tekist. „Þetta lukkaðist ótrúlega vel og var bara í einu orði sagt stórkostlegt. I þá þrjá tíma sem kynningin stóð var nánast fullt á öll- um stöðum sem til sýnis voru og mér kæmi ekki á óvart þó ríflega þriðjungur Eyjamanna hafí heimsótt okkur á laugardaginn. Við erum því ákaflega ánægðir með viðbrögð fólks og hvernig til tókst á þessum fyrsta kynningardegi LIÚ,“ sagði Magnús. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónaason LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja lék á dekkinu f Vestmamiaey VE á laugardaginn og við landganginn tók Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, á móti gestum. á mbl.is á að vinna glæsilega Pentium MMX-tölvu, annan tveggja GSM-síma frá Elko eða Tveir Ericsson GH-688 GSM-símar Pentium MMX 233 MHz, 32 mb vinnsluminni, 4 mb skjáminni og með 6,4GB hörðum diski Leikurinn er einfaldur. Þú ferð í gegnum kynningarútgáfu af Heimabanka ísiandsbanka! Þá getur þú átt von verið meðal 50 heppinna sem vinna ársáskrift að Netinu frá Símanum-lnternet Taktu þátt í auðveldum og skemmtilegum leik á mbl.is og hver veit nema þú vinnir! nasional j Reuters Ahrifum hersins mótmælt INDÓNESÍSK óeirðalögregla stöðvaði í gær göngii náms- manna í höfuðborginni, Jakarta, en þeir komu saman til að mót- mæla því tvöfalda hlutverk hlut- verki, sem herinn hefur lengi haft á hendi. Annars vegar er hann varnar en hins vegar hefur mikil pólitísk áhrif. Var gangan farin sama dag og haldið var upp á rúmlega hálfrar aldar afmæli indónesiska heraflans. Hvöttu námsmennirnir til að pólitísk ítök herforingjanna yrðu bönnuð. Aðildarviðræður hefjast fyrir alvöru Lúxemborg. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsríkjanna fímmtán voru á fundi sínum í Lúxemborg í gær sammála um að viðræðurnar við þau sex rOd, sem aðildarviðræður voru formlega hafnar við í marz sl., séu nú að komast á það stig að hægt sé að byrja að taka á fleiri samningsatriðum með hnitmiðuðum hætti. Ráðherrarnir ákváðu að þess- ar „raunverulegu" aðildarviðræður hæfust hinn 10. nóvember nk. Wolfgang Schussel, utanríkis- ráðhen'a Austurríkis, forsætisríkis ESB, sagði á blaðamannafundi að viðræðumar myndu ná yfír þau sjö svið, sem umsóknarríkin sex hafa skilað inn samningsgrundvelli um. Þetta eru svið sem tiltölulega lítil hætta er á að bera muni á ágreiningi um, svo sem rannsóknir og tækni- þróun, iðnaðarstefna og utam-íkismál. „Þetta verða raunverulegar aðild- arviðræður, ekki bara skoðana- skipti,“ sagði Schussel. Fyrstu mánuðina eftir að aðildar- viðræður hófust með hátíðlegum hætti í London í lok marz sl. fór tím- inn í að fara grannt yfír löggjöf um- sóknarríkjanna í því skyni að sigta út þau svið sem líkur eru á að ágrein- ingur komi upp og taka verði á í raunverulegum aðildarviðræðum. Af þeim ellefu ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu, sem sótt hafa um aðild að ESB, eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvenía, Eistland og Kýpur í hópi þeirra sem fyrst fá að hefja aðildarviðræður fyrir alvöru. Lettland, Litháen, Slóvalda, Rú- menía og Búlgaría þurfa að taka sig betur á til að eiga þess kost að „ná“ ríkjunum í fyrsta hópnum. Malta boðin velkomin Utanríkisráðherramir ályktuðu líka á fundinum um endurnýjaða aðildarumsókn Möltu. Maltverjar voru boðnir velkomnir aftur í hóp þjóða sem sækjast eftir aðild að Evr- ópusambandinu, en fara verður fram endurmat á aðildarhæfni eyríkisins áður en hægt verður að taka upp aðildarviðræður. Brezk fyrirtæki hlynnt EMU-aðild London. Reutei-s. ÞRJÚ af hverjum íjórum brezk- um fyrirtækjum, sem tóku þátt í könnun á vegum skoðanakönnun- arfyrirtækisins Dunn & Brad- street, eru hlynnt aðild Bretlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Hins vegar gerir fjórðungur brezku fyrirtækjanna ráð fyrir að hagnaður þeirra muni minnka vegna tilkomu myntbandalagsins. Könnun fyrirtækisins náði til 1.800 fyrirtækja í ríkjurn Evr- ópusambandsins. f niðurstöðun- um kemur fram að aðeins 18% brezkra fyrirtækja hafi búizt við auknum gróða vegna EMU, en það geri 48% fyrirtækja í öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Philip Mellor, sérfræðingur hjá Dunn & Bradstreet, segir að 43% brezku fyrirtækjanna hafi talið að alþjóðleg samkeppni ætti eftir að fara vaxandi vegna til- komu evrósins. „Menn virðast telja að brezk fyrirtæki væru betur í stakk búin að bregðast við þessari samkeppni innau EMU en utan þess,“ segir Mellor. Yfir 60% fyrirtækja í Evrópu- sambandinu öllu sögðust gera ráð fyrir að verð á vörum þeirra og þjónustu yrði svipað og verið hefði eftir innleiðingu evrósins, en 35% gerðu ráð fyrir að verð lækkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.