Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ Úr dagbók lögreglu Tíðindalítið en næg verkefni 2. til 4. október HELGIN var að mestu tíðindalítil hjá lögreglu, þótt ekki sé hægt að segja að verkefni hafi skort. Lög- gæslan í miðbænum gekk ágæt- lega, að venju var fjölmennara í bænum á laugardagskvöldinu. Rétt er að koma á framfæri ábendingum til borgara um að nú þegar tekið er að rökkva er mikil- vægt að hafa endurskinsmerki. Sem betur fer hafa margir fata- framleiðendur tekið upp þá já- kvæðu þróun að sauma slík merki á flíkur sínar. Öll þekkjum við hversu mikilvæg notkun endur- skinsmerkja er fyrir umferðai'ör- yggí- Umferðarmálefni Tólf ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar við akstur. Öku- mennimir voru flestir fluttir á lög- reglustöð þar sem þeir voru sviptir ökuréttindum til lengri eða skemmri tíma, allt eftir ölvunar- stigi þeirra. I undantekningartil- vikum þarf að færa ökumenn á slysadeild til töku blóðsýna, þeir era síðan sviptir ökuleyfi þegar niðurstaða blóðtöku liggur fyrir. Númerslausu óskráðu mótor- hjóli var ekið á bifreið i Breiðholti að kvöldi fóstudags. Ökumaður og farþegi bifhjólsins sem báðir eru 16 ára voru fluttir á slysadeild. Öku- maður hafði slasast á hendi og and- liti en farþegi á hendi. Maður fannst liggjandi við Breiðholtsbraut í Víðidal að morgni laugardags. Samkvæmt frásögn mannsins var ekið utan í hann. Maðurinn, sem var ölvaður, var fluttur á slysadeild til aðhlynn- ingar. Meiðsli hans eru ekki alvar- leg. Umferðarslys varð á Bústaða- vegi við Litluhlið um miðnætti á sunnudag. Fjórir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Hraðakstur 38 ökumenn vona kærðir um helgina vegna hraðaksturs. Öku- maður var stöðvaður á Vestur- landsvegi við Höfðabakka eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 124 km hraða. Annar ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst aka bifreið á 140 km hraða á Vestur- landsvegi. Innbrot - þjófnaður Á föstudag voru fjónnenningar á bifreið stöðvaðir í Kollafirði þar sem ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 53 •* FRÉTTIR Morgunblaðið/Ingvar Allharður árekstur á Bústaðavegi ALLHARÐUR árekstur tveggja bifreiða varð á gatnamótum Litlu- hlíðar og Bústaðavegar skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnu- dags. Fjórir voru í bflunum, en þeh’ höfðu ekki greitt fyrir bensín sem þeir fengu afgi-eitt á Kjalar- nesi. Mennirnir voru fluttir á lög- reglustöðina í Mosfellsbæ til skýi-slutöku. Á föstudag var sautján ára piltur handtekinn eftir að hafa unnið skemmdir á vegg í Kringl- unni. Piltarnir voni tveh’ en annan skorti kjark til að vera ábyrgur verka sinna og hljóp á brott. Karlmaður var handtekinn á veitingahúsi í miðbænum að morgni laugardags er hann reyndi að nota illa fengið gi’eiðslukort. Hann var vistaður í fangahúsi lög- reglu. Kona var handtekin á veit- ingahúsi í miðbænum á laugar- meiðsl þeirra voru minniháttar, að sögn lögreglu. Báðar bifreiðamar skemmdust hins vegar töluvert svo að draga varð þær báðar á brott með krana. dagsmorgun eftir að hafa gengið berserksgang. Konan var flutt í fangahús lögreglu. Brotist var inn í vinnuskúr og gám við nýbyggingu í Árbæjarhverfi og stolið nokkru magni af verkfærum. Líkamsmeiðingar - hótanir Ráðist var að karlmanni og hann sleginn í andlitið í Bankastræti að morgni laugardags. Einn var hand- tekinn vegna málsins og fluttur á lögreglustöð. Karlmaður var hand- tekinn eftir að hafa ógnað mönnum með hnífi í miðbænum að morgni sunnudags. Hann var fluttur í fangahús lögreglu. Á annan tug ungmenna var ekið í athvarf lögreglu, ÍTR og Félags- málastofnunar eða til síns heima vegna brota á reglum um útivist. Annað Lögreglan fékk á fóstudag ábendingu um að afgreiðslumaður í verslun í miðbænum væri í annar- legu ástandi. Eftir viðræður við viðkomandi var ljóst að ekki var talið forsvaranlegt að hafa verslun- ina áfram opna vegna ástandsins. Lögreglu barst tilkynning um mikinn hávaða frá pari sem hafði samfarir í húsagarði á miðborgar- svæðinu að kvöldi laugardags. Höfðu íbúar hússins vaknað við til- færingarnar. Samförunum var að mestu lokið er lögreglan kom á staðinn stuttu síðar. Karlmaður slasaðist er hann féll í götuna við Hlemmtorg á laugar- dag. Maðurinn, sem var ölvaður, hafði misst af strætisvagni og tekið á það ráð að reyna að hlaupa vagn- inn uppi. Virðist sem hann hafi misreiknað ástand sitt og hlaupa- getu. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Karlmaður var fluttur á slysa- deild að morgni sunnudags. Hann hafði veitt sér áverka á hendi með brotinni bjói-flösku. Atburðurinn átti sér stað á veitingastað í mið- bænum. Lögreglu barst kvörtun vegna hávaða frá heimahúsi í Þingholt- unum að morgni sunnudags. Á staðnum kom í ljós að þar hafði átt sér stað neysla fíkniefna. Tveir aðilar voru kærðir vegna vörslu og neyslu efna. Lagt var hald á efni og tæki til neyslu. Þá fundust ætluð fíkniefni í bifreið sem lögreglan stöðvaði að morgni mánudags. gNHÍ :h*%” _ , Aldrifsbúnaöurinn í Volvo V70 Cross Country er afl í beygjum og þegar hraðinn er aukinn. Hafi hjólin einstakur. Vélaraflið dreifist sjálfkrafa á milli allra á annarri hlið bílsins betra grip, leitar aflið þangað hjólanna, í samræmi við breytilegar aðstæður, þannig og annað afturhjólið getur verið ráðandi þegar tekið að besta mögulegt veggrip er ávallt tryggt. Ef ekið er er af stað í erfiðri færð. Áhrifin eru einstakir á jöfnum hraða eftir beinum vegi, fer megnið af aflinu aksturseiginleikar við allar aðstæður, frá bakkanum til framhjólanna. Afturöxullinn fær hins vegar meira í Sundahöfn að Landmannalaugum. -s-.rv ' - • % aldrifinn o g albúinn VOLVO V70 XC AWD CROSS COUNTRY Upplifðu hann í reynsluakstri BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri Simi 462 2700 Bilasala Keflavlkur Hafnargötu 90 • Reykianesbæ Sfmi 421 4444 Bíley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bilasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sími 482 3100 Tvisturinn Faxasfig 36 • Vestmannaeyjum Sími 481 3141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.