Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 68
Atvinnutryggingar MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vilhjálmur Egilsson um alþjóðlegt viðskiptasvæði Viljum tvöfalda veltu vegna sjávarafurða STJÓRNVÖLD undirbúa nú laga- setningu um að leyft verði að stofna hérlendis alþjóðleg viðskiptafélög sem njóti skattafríðinda og stundi viðskipti við erlenda aðila með vörur sem eiga uppruna sinn erlendis og falla utan gildissviðs samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eink- um fisk. „Petta getur orðið byltingar- kenndur atburður í íslensku efna- hagsumhverfí ef allt gengur eftir,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra á blaðamannafundi þar sem frumvarpsdrög um alþjóðleg viðskiptafélög voru kynnt í gær. Davíð Scheving Thorsteinsson, einn nefndarmanna, sagði að um það bil 10% af veltu stóru íslensku sölu- samtakanna, um 10 milljarðar króna, ættu nú þegar rætur að rekja til við- skipta milli tveggja landa sem færu um þriðja landið. „Það má því búast við að þeir færu býsna fljótt að not- færa sér þetta hér,“ sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson, alþingismað- ur, segir að markmiðið með hug- myndinni um alþjóðleg við- skiptafélög sé að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf, auka fjöl- breytni og þjóðartekjur „og kannski það sem skiptir mestu máli, að skapa fleiri hálaunastörf en eru til staðar í okkar efnahagslífí í dag,“ sagði hann. Stofnendur alþjóðlegs við- skiptafélags geta verið erlendir eða innlendir. Alþjóðleg viðskiptafélög fá heimild tO að færa bókhald og ársreikninga í erlendri mynt. Þau greiða 5% tekjuskatt og erlendir eigendur greiða 5% skatt af arðgreiðslum en með arð innlendra eigenda er farið á annan hátt. Aiþjóðleg viðskiptafélög greiða eng- in stimpilgjöld nema af fasteigna- kaupum innanlands. Þau greiða ekki eignarskatt. Vilhjálmur kvaðst telja að fyrsta markmið Islendinga ætti að vera að tvöfalda veltu vegna viðskipta með sjávarafurðir á þremur árum. Velt- an er núna 100 milljarðar króna. „Þegar okkar fyrirtæki væru búin að ná upp 200 milljarða veltu í sjávarafurðum værum við komnir á góða braut,“ sagði Vilhjálmur Egils- son, alþingismaður og framkvæmda- stjóri Verslunarráðsins. ■ Geta orðið byltingarkenndar/6 Forsætisráðherra um kjör öryrkja Öryrkjar ekki orðið útundan í gooærinu FRAMLÖG til velferðarmála eru lægst á íslandi af öllum Norðurlönd- unum og munar mest 21,5 prósentu- stigum af vergi-i landsframleiðslu milli Islands og Svíþjóðar árið 1995. Þetta segir Harpa Njáls, félags- fræðings hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar, en stofnunin hefur hvatt ráðamenn til að bæta net almanna- trygginga. 50% skjólstæðinga Hjálparstofnunar eru öryrkjar. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að öryrkjar hafi ekki orðið útundan í góðærinu; þeir hafi notið góðs af auknum kaupmætti vegna hærri bóta og lágrar verðbólgu þótt þeir hafi ekki hlotið sömu hækkanir og þeir hópar sem mest hafa borið úr býtum vegna launaskriðs. Forsætisráðherra sagði að heil- brigðisráðherra hefði lýst því yfir að það væri tU skoðunar að draga úr eða afnema skerðingu á bótum til öryrkja vegna tekna maka. Ef af yrði mundi það kosta um 200 millj- ónir króna. Garðar Sverrisson, hjá Öryrkja- bandalagi Islands, segir að sam- kvæmt norrænni skýrslu fyrir árið 1995 hafi verið greiddar að meðaltali rúmar 38.000 kr. til hvers öryrkja á Islandi á mánuði. Bætur í Danmörku og Finnlandi hefðu verið um tvöfalt hæri-i á hvem einstak- ling og um 50% hærri í Noregi og Svíþjóð. ■ Aðskilnaðarstefnu/12 Rigning - í Reykjavík ÞAÐ rigndi mikið á landinu í gær; raunar svo mikið að þessir kátu krakkar töldu vissara að koma sér fyrir í bát niðri við hafnar- bakka. Þau höfðu á orði að það hefði Nói gamli gert og þannig hefði hann bjargast í flóðinu mikla fyrir mörgum árum. Horfur eru á rigningu áfram í dag, en síðan fer að stytta upp. Það eru því litlar líkur á öðru Nóaflóði, en allur er varinn góður. Víðtæk ■J símabilun á höfuðborg- arsvæðinu SÍMASAMBANDSLAUST varð í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Álftanesi í um tvær klukkustundir í gærkvöldi. Ástæðan var rafmagnstruflun í Kópavogi. Mestallur Kópavogur og hluti Garðabæjar voru rafmagnslausir í 18 mínútur í gær. Vel gekk að koma rafmagni á aftur, en lengri tíma tók að koma símanum í lag. Að sögn Þorgeirs Einarssonar, '—‘ verkfræðings hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, datt háspennustrengur milli aðveitustöðva í Kópavogi og Garðabæ út um kl. 18:30. Hann segir ekki fullkannað hver ástæðan er, en mestar líkur séu taldar á að myndast hafi yfirálag. Tengt hafi verið fram- hjá strengnum og rafmagn hafi verið komið á eftir um 18 mínútur. Við könnun á strengnum hafi síðan kom- ið í ljós að hann var í lagi. Stuttu eftir að rafmagn fór af Kópavogi datt síminn út í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Álftanesi. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Landssímans, þurfa símstöðvarnar að hlaða sig að nýju þegar rafmagn- ið dettur út. Slíkt tekur 2-3 mínútur, en að þessu sinni kom aðeins hluti númeranna sjálfvirkt inn. Setja þurfti stærstan hluta númeranna inn handvirkt. Það tók á annan ^—klukkutíma að gera öll númerin virk '^að nýju. ■m ■1 L Morgunblaðið/RAX Reglur um hættulegan farm í ólagi að mati ESA EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) í Brussel hefur sent íslenzk- um stjómvöldum tvö rökstudd álit vegna meints brots á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði. Stofn- unin segir Island ekki hafa leitt í lög með fullnægjandi hætti tvær breyt- ingar á tilskipun Evrópusambands- ins um skip, sem flytja hættulegan farm, en það hefði átt að gerast í síðasta lagi 19. júní síðastliðinn. Samgönguráðuneytið hyggst gera bragarbót á þessu strax í vikunni. Hákan Berglin, yfirmaður laga- deildar ESA, sagði í samtali við Morgunblaðið að stofnunin hefði áð- ur sent íslandi formlegt erindi vegna þessa máls, en ekki fengið viðbrögð við því. Rökstutt álit er efsta stig athugasemda stofnunar- innar áður en máli er vísað til E FTA-dómstóIsins. Málið leyst í vikunni Ragnhildur Hjaltadóttir, deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu, segir að málið hafi verið „of lengi“ í undir- búningi í ráðuneytinu, en ekkert sé nú að vanbúnaði að leiða brejding- una í lög. „Eg á von á að við náum að leysa málið í vikunni með birtingu reglugerðar,“ segir hún. Tilskipun ESB um skip, sem flytja hættulegan farm, er til þess ætluð að draga úr hættu á slysum vegna flutnings hættulegs eða mengandi farms og takmarka af- leiðingar slíkra slysa, eigi þau sér stað. Breytingamar tvær, sem ís- land á eftir að leiða í lög, voru gerð- ar til að taka mið af nýjum reglum alþjóðastofnana á sviði siglingamála. Noregi hafa einnig verið send tvö rökstudd álit vegna misbrests á lög- leiðingu sömu reglna. Slys í að- veitustöð STARFSMAÐUR Rafmagns- veitu ríkisins frá Egilsstöðum slasaðist í vinnuslysi á Fáskrúðsfirði er hann féll fjóra metra þegar hann var að vinna að tengingu á straumspenni í húsi aðveitustöðvar Fáskrúðs- fjarðar kl. 10.30 í gærmorgun. Enginn straumur var á spenninum, en maðurinn mun hafa rekið sig í með þeim af- leiðingum að hann datt. Hann var fluttur á heilsugæsluna í Neskaupstað og er, að sögn læknis, með brjóstholsáverka, en ekki í lífshættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.