Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrsta umræða um fjárlög árið 1999 á Alþingi
Markmið frumvarpsins er
að lækka skuldir ríkissjóðs
Geir H. Haarde mælti í fyrsta sinn sem
fjármálaráðherra fyrir frumvarpi til fjár-
laga árið 1999 á Alþingi í gærmorgun.
Lagði hann m.a. áherslu á að lækkun
skulda ríkisins væri forgangsatriði í ríkis-
fjármálum og eitt brýnasta verkefnið í
efnahagsmálum. Með því móti væri í senn
búið í haginn fyrir framtíðina og rennt
styrkum stoðum undir áframhaldandi góð-
æri í efnahagsmálum. Stefnt er að því að
lækka skuldir um 15 milljarða á árinu.
GEIR H. Haarde
fjármálaráðherra
byrjaði á því í
ræðu sinni á Al-
þingi í gær er
hann mælti fyrir
frumvarpi til
fjárlaga fyrir árið
1999 að vitna í
forvera sinn í
embætti, Jón
Þorláksson, sem
lýsti aðkomu
sinni að fjáiTnálaráðuneytinu vorið
1924 með þeim orðum að fjárhagur-
inn væri afskaplegur, tómur sjóður
og vanskilaskuldir í öilum áttum.
„Þetta hafa því miður ýmsir af fyr-
irrennurum mínum upplifað og
háttvirtum þingmanni Friðriki
Sophussyni hefur sjálfsagt verið líkt
innanbrjósts þegar hann tók við
embætti. Nú er öldin önnur og því
ber að fagna,“ sagði fjármálaráð-
heiTa og nýtti ennfremur tækifærið
til að færa Friðriki þakkir fyrir
hans miklu og góðu störf sem fjár-
málaráðherra í sjö ár.
Ráðherra fór því næst yfir stöð-
una í efnahagsmálum og sagði að
hún hefði gjörbreyst á undanförn-
um árum. „I stað óðaverðbólgu og
jafnvægisleysis ríkir nú stöðugleiki
á flestum sviðum efnahagslífsins.
Þetta birtist meðal annars í því að
verðbólga hefur verið með minnsta
móti eða á bilinu ll/z% til 2V2% síð-
ustu fímm ár og jafnvel enn minni á
þessu ári. Þá hafa vextir farið lækk-
andi undanfarin ár og gengi ís-
lensku krónunnar hefur verið
stöðugt og jafnvel farið hækkandi
undanfarin misseri," sagði hann og
bætti því m.a. við
að með þessu og
sérstökum að-
gerðum stjórn-
valda, svo sem
skattalækkunum
hefði rekstrar-
grundvöllur at-
vinnulífsins verið
treystur.
Eftir að hafa
skýrt frá afkomu
ríkissjóðs á und-
anförnum árum og greint frá því að
flestii' hagfræðilegir mælikvarðar
renndu stoðum undir þá kenningu
að sannkallað góðæri ríkti í efna-
hagsmálum fór ráðherra yfír helstu
markmið fjárlagafrumvarpsins.
Skuldir ríkissjóðs
greiddar niður
Sagði hann m.a. að ríkisstjórnin
hefði sett sér það markmið að nýta
hagstætt árferði til þess að greiða
niður skuldir ríkissjóðs, lækka þar
með vaxtakostnað og búa á þann
veg í haginn fyrir komandi kynslóð-
ir. Það sagði hann að væri eitt
helsta einkenni fjárlagafrumvarps-
ins. Þá sagði ráðherra m.a. að und-
anfarið hefði verið lögð sérstök
áhersla á að greiða niður erlendar
skuldir ríkissjóðs og engin ný löng
erlend lán hefðu verið tekin á yfír-
standandi ári. „En tvö erlend lán, er
námu tæplega 10 milljörðum króna,
voru gr-eidd upp á árinu,“ sagði
hann.
Þá fjallaði ráðherra m.a. um
nauðsyn áframhaldandi aðhalds í
ríkisfjármálum til að auka þjóð-
hagslegan sparnað og sagði m.a. í
ALÞINGI
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mælti í fyrsta sinn fyrir frum-
varpi til fjárlaga á Alþingi í gær. Hann tók við embættinu síðasta
vetur af Friðrik Sophussyni, sem stendur lengst til hægri á mynd-
inni. Er hann þar að tala við Guðmund Árna Stefánsson 4. varafor-
seta Alþingis.
því sambandi að við ríkjandi að-
stæður í efnahagslífinu væri brýnt
að stjórnvöld freistuðu þess að
hamla gegn aukningu þjóðarút-
gjalda og koma þannig í veg fyrir að
stöðugleikinn i verðlagsmálum
raskaðist. „Þá vil ég sérstaklega
nefna mikilvægi þess að rekstur
sveitarfélaga sé með viðunandi
hætti sem við ríkjandi aðstæður
þýðir að þau skili afgangi í rekstri
og leggi þannig sitt af mörkum til
þess að treysta stöðugleikann í
sessi,“ sagði hann.
Draga þarf úr viðskiptahalla
Fjármálaráðherra sagði einnig að
flest benti til þess að meginverkefni
hagstjórnar hér á landi á næstu ár-
um verði að leita leiða til að auka
þjóðhagslegan sparnað og draga úr
viðskiptahalla gagnvart útlöndum.
„Eins og nú horfir stefnir í umtals-
verðan viðskiptahalla á árunum
1998 og 1999. Um þriðjung hallans
má rekja til tímabundinnar fjárfest-
ingar í stóriðju, sem mun skila sér í
auknum útflutningstekjum þegar
fram í sækir. Einnig hefur almenn
fjárfesting atvinnufyrirtækja aukist
verulega og má ætla að hún skili sér
einnig í aukinni framleiðslu til
lengri tíma litið. Hins vegar verður
ekki fram hjá því litið að mikill vöxt-
ur einkaneyslu á einnig nokkurn
þátt í auknum viðskiptahalla og er
þannig merki um að þjóðhagslegur
sparnaður er of lítíU. Þetta er
óæskileg þróun sem brýnt er að
bregðast við.“
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða
á dagskrá:
1. Fjárlög 1999. Frh. 1. umræðu. (Atkv.gr.)
2. Réttarfarsdómstóll. 1. umr.
3. Islenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra. Fyrri umr.
4. Ráðuneyti lífeyris, almannatrygginga og vinnumarkaðsmála.
Fyrri umr.
5. Réttur til launa í veikindaforfollum. 1. umr.
6. Almannatryggingar. 1. umr.
7. Þjónustugjöld í heilsugæslu. 1. umr.
8. Slit Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Islands. 1. umr.
9. Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn. Fyrri umr.
10. Undirritun Kyoto-bókunarinnar. Fyrri umr.
Síðar í ræðu sinni skýrði ráð-
herra frá því að hann hefði skipað
starfshóp fyrr í haust til að gera til-
lögur um hvernig efla mætti sparn-
að í þjóðfélaginu. „Þetta starf er nú
á lokastigi og verða tillögur vinnu-
hópsins væntanlega kynntar í ríkis-
stjórn innan skamms,“ sagði hann.
Skuldir heimilanna
yfir 400 milljarða
Umræður um fjárlagafrumvarp-
ið stóðu yfir í allan gærdag og
sögðu stjórnarandstæðingar að
finna mætti marga veikleika á hinu
svokallaða sólskinsfrumvarpi.
„Nær væri að segja að frumvarpið
væri skýjað með köflum," sagði
Ki'istín Halldórsdóttir þingmaður
Kvennalista. Stj órnarandstæðing-
ar gagnrýndu það m.a. að upp-
sveiflan í efnahagslífinu væri fyrst
og fremst vegna aukinnar einka-
neyslu sem væri fjármögnuð með
lánum og sögðu að skuldir heimil-
anna væru yfir 400 milljarðar. Þær
skuldir hefðu aldrei verið hærri. Þá
fullyrtu þeir að erlendar skuldir
landsmanna myndu hækka um
meira en 20 milljarða á næstu ár-
um og að þær hefðu heldur aldrei
verið hærri.
Þingmenn stjórnarandstöðu
gagnrýndu einnig það að góðærið
næði ekki til öryrkja, aldraðra og
fatlaðra og fullyrti Gísli S. Einars-
son, þingflokki jafnaðarmanna, að í
þeim hópi væri um 15.000 til 20.000
manns. Ógmundur Jónasson, þing-
flokki óháðra, Agúst Einarsson,
þingflokki jafnaðarmanna, og fleiri
þingmenn stjórnarandstöðu gagn-
lýndu það einnig harðlega að við-
skipahallinn stefndi í tæplega 40
milljarða á þessu ári, sem væri sá
mesti sem Islendingar hefðu búið
við síðan 1982. Fjárlög þessa árs
hefðu hins vegar gert ráð fyrir 19
milljarða viðskipahalla. Þá velti Ög-
mundur því fyrir sér hvort góður
hagur ríkissjóðs væri á kostnað
sveitarfélaganna. Því það væri stað-
reynd að ríkið hefði verið að færa
verkefni af sínum herðum yfii' til
sveitarfélaganna. Benti hann m.a. á
að samkvæmt nýjustu tölum væri
gert ráð fyrir að peningaleg staða
sveitarfélaganna yrði um 24,3 millj-
arða í mínus á þessu ári.
Þá gagnrýndu stjórnarandstæð-
ingar ástandið í heilbrigðismálum
og sagði Ágúst Einarsson m.a. að
sjá mætti vanda heilbrigðiskerfísins
áfram í fjárlagafrumvarpinu. „Það
verður áfram stórkostleg fjárvönt-
un á Ríkisspítölunum og Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, því að aukin fjárfram-
lög í frumvarpinu rétt duga til að
greiða halla yfirstandandi árs,“
sagði hann.
Þeir stjórnarliðar sem í pontu
komu nefndu m.a. mikilvægi þess að
stefnt væri að því að lækka skuldir
ríkisins og Jón Kristjánsson for-
maður fjárlaganefndar nefndi
einnig m.a., vegna gagnrýni stjórn-
arandstöðunnar, að framlög til ör-
yrkja og aldraðra hefðu hækkað um
17,7% frá ríkisreikningi 1997.
Davíð Oddsson forsætisráðherra um
sameiginlegt vinstraframboð
Málefnaskrá
„bræðingsins“ er
„uppskrift að óförum“
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra í ræðustól á málefnaþingi
Sambands ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ um helgina.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
vék að sameiginlegu framboði
vinstrimanna í ræðu sem hann hélt
á málefnaþingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna í Garðabæ um
helgina og sagði málefnaskrá
„bræðingsins“ vera „uppskrift að
óförum", auk þess sem þar hafi ver-
ið birt uppskriftin að því hvernig
tapa megi háum kaupmætti og
hverfa aftur um nokkra áratugi.
Hafa sýnt á spilin sín
Davíð sagði að augljóst væri að
aðilar að málefnasamningnum
skömmuðust sín fyrir hann. „Mál-
efnasamningur „bræðingsins“ var
kynntur fyrir um viku eða svo, það
er ekki langur tími, en samt vilja
þessir aðilar sem kynntu hann [...]
ekkert við þennan samning sinn
kannast. Þótt þeir reyni að gleyma
honum og breyta honum þá hafa
þeir sýnt á spiiin sín, því þeir sögðu
að þetta væri þeirra framtíðarsýn,
sú sýn sem vinstrimenn hefðu af
framtíðinni," sagði Davíð Oddsson í
ræðu sinni á málefnaþinginu.
Davíð sagðist vita af hverju
stefna framboðsins væri „svona
ómöguleg": „Þegar þau settust nið-
ur til að ræða sameiginlega fleti sáu
þau að þau voru ekki sammála um
neitt.“ Þau hafi ekki verið sammála
um Evrópumál, ekki um varnar- og
öryggismál, ekki um veiðileyfagjald
og ekki um almenna efnahags-
stjórnun. „I mínum huga eru þau að
segja með stefnu sinni: Við ætlum
ekki að leita eftir því að fá að leiða
þessa þjóð á næstunni. Þetta er yf-
irlýsing um það, því enginn sem
tekur sjálfan sig alvarlega í stjórn-
málum myndi nokkru sinni óska eft-
ir því að veita þjóð sinni forystu
með slíku veganesti," sagði Davíð.
Rætt um sjávarútvegsmál í
næstu kosningum
Davíð sagði að sá árangur sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefði náð við
stjórnvölinn undanfarin ár leyndi
sér ekki í góðu efnahagsástandi. Því
bæri flokknum að vísa til verka
sinna í komandi kosningum og sýna
að hann gæti náð enn hærra.
Hann kom aðeins inn á sjávarút-
vegsmál í ræðu sinni. „Það verður
rætt um sjávarútvegsmál í næstu
kosningum. Og það verður rætt
einkum og sér í lagi um efnahags-
bata og hvernig við getum tryggt að
sá bati haldi áfram. Varðandi sjáv-
arútvegsmálin þá erum við í góðri
stöðu. Lítum bara á þá stefnu sem
við höfum fylgt fram af einurð, hún
hefur leitt til þess að sjávarútvegs-
fyi'irtækjum hefur tekist að sér-
hæfa sig, þeim hefur tekist að búa
þannig um hnútana að minni líkur
eru á að afturkippur í einni grein í
sjávarútvegi hafi varanleg áhrif á
sjávarútveginn í heild.“