Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 16
16 PRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/KVM
MARGIR komu til messu þegar ljósakróna sem gefin var Grundarfjarðarkirkju var helguð.
Ljósamessa í Grundar-
fjarðarkirkju
Grundarfirði - Margir komu til
messu þegar hr. Sigurður Sig-
urðarson, vígslubiskup í Skál-
holti, helgaði ljósakrónuna, sem
Grundarljarðarkirkju var gefin.
Þarna var gripurinn formlega af-
hentur söfnuðinum og tók sókn-
arpresturinn, sr. Karl V. Matthí-
asson, við gjöfinni fyrir hönd
safnaðarins.
Að messu lokinni var boðið
upp á kirkjukaffí, sem kvenfélag-
ið Gleym mér ei og félagar úr
kirkjukórnum stóðu að. Hægt er
að hafa mismunandi birtustig á
Ijósakrónunni og öðrum ljósum í
kirkjunni allt eftir tilefni og
dagsbirtu.
Með gjöfinni fyldi eftirfarandi
gjafabréf: „Eg undirritaður gef
hér með Grundarfjarðarkirkju
ljósakrónu þessa í þakkar- og
minningargjöf um eiginkonu
mína Kristínu Guðríði Kristjáns-
dóttur, ljósmóður, f. 11. október
1908, d. 5. desember 1993, og
foreldra mína Sigurð Eggertsson
skipsljóra, f. 21. september 1876,
d. 6. júní 1922, og Ingibjörgu
Pétursdóttur húsfrú, f. 6. janúar
1887, d. 8. ágúst 1959.
Einnig minnist ég í þakklæti
með gjöf þessari föðurömmu
minnar, Jóhönnu Guðmundsdótt-
ur, f. 6. júní 1842, d. 10. ágúst
1921, svo og fjögurra látinna
systkina minna, Guðmundar Sig-
urðssonar vélsljóra, f. 20. ágúst
1899, d. 23. desember 1957, Guð-
ríðar Stefaníu Sigurðardóttur,
símstöðvarstjóra, f. 17. júlí 1910,
d. 26. apríl 1991, Halldóru Ólafar
Sigurðardóttur, f. 27. nóvember
1911, d. 10. febrúar 1914, og Þór-
arins Stefáns Sigurðssonar, sveit-
arstjóra, f. 31. janúar 1922, d. 8.
apríl 1994.
Jesús sagði: „Eg er upprisan
og lífíð. Sá sem trúir á mig mun
lifa þótt hann deyi. Og hver sem
lifír og trúir á mig mun aldrei að
eilífu deyja.“ (Jóh 11:25 - 26.)
Guð blessi sóknarprest og
sóknarbörn Setbergsprestakalls.
Þorkell J. Sigurðsson."
Grundfírðingar eru Þorkeli
afar þakklátir fyrir þá ræktar-
semi og hlýhug sem hann sýnir
gömlu byggðinni sinni með þess-
ari gjöf.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
ÁRNI Benediktsson
verslunarstjóri Hornsins
Hornið
stækkar um
helming
Selfossi - Verslunin Hornið á Sel-
fossi sem rekin hefur verið af Gunn-
arí B. Guðmundssyni og fjölskyldu í
13 ár mun taka miklum breytingum
í dag þegar verslunin verður form-
lega opnuð eftir stækkun. Verslunin
var áður 250m2 en verður eftir
stækkun 500m2.
Að sögn Árna Benediktssonar,
verslunarstjóra, þá eru breyting-
arnar liður í því að svara kröfum
samtímans um aukin hraða og þjón-
ustu í matvöruverslunum ásamt því
að styrkja samkeppnisaðstöðu
verslunarinnar á Selfossi. „Við
munum í kjölfarið stórauka vöruúr-
val og þjónustu í ferskvöru, ásamt
því að kappkosta við að auka af-
kastagetu verslunarinnar á anna-
tíma,“ segir Árni. Hann segir Hom-
ið verða að hraðbúð þar sem hægt
er að versla alla helstu nauðsynja-
vörur og gott betur.
Lögfræðingar
sameinast
Egilsstaðir - Stofnuð hefur verið ný
lögfræðiskrifstofa á Egilsstöðum,
Lögmenn Egilsstöðum ehf. Það eru
fjórir lögfræðingar af Austurlandi
sem hafa sameinast um rekstur
stofunnar, sem áður var rekin af
Jónasi A.Þ. Jónssyni. Auk hans eru
það Adolf Guðmundsson, Helgi
Jensson og Hilmar Gunnlaugsson
sem sameinast sem Lögmenn Egils-
stöðum ehf.
Fyrirtækið er með aðalskrifstofm-
á Egilsstöðum en hefur að auki að-
setur á Seyðisfirði og Eskifirði. Stof-
an veitir fyrirtækjum, stofnunum og
einstaklingum lögfræðiaðstoð. Enn-
fremur rekur stofan fasteigna- og
skipasölu fyrir allt Austurland.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdófctir
EIGENDUR Lögmanna Egilsstöðum ehf. eru Adolf Guðmundssón,
Helgi Jensson, Jónas A.Þ. Jónsson og Hilmar Gunnlaugsson, allir
lögfræðingar.
Prestar settir í
embætti í Eyjum
Vestmannaeyjum - Nýir prestar
í Landakirkju í Vestmannaeyj-
um voru settir inn í embætti fyr-
ir skömmu. Dr. Gunnar Krist-
jánsson, prófastur Kjalarnespró-
fastsdæmis, setti séra Kristján
Björnsson í embætti sóknar-
prests og séra Báru Friðriks-
dóttur í embætti safnaðarprests.
Hjónin séra Bjarni Karlsson og
séra Jóna Hrönn BoIIadóttir, sem
þjónað hafa í Eyjum undanfarin
ár, hurfu til starfa á höfuðborg-
arsvæðinu í sumar og taka þau
Kristján og Bára við þjónustu
safnaðar Landakirkju af þeim.
0 A
Isiandspóstur og Landsbanki Islands
Rekstur sameinað-
ur á Bfldudal og
Króksfjarðarnesi
SAMNINGUR um samstarf íslands-
pósts hf. og Landsbanka Islands hf.
var undirritaður í húsakynnum bank-
ans á Akureyri á fimmtudag, en í
samningnum er kveðið á um að fyrir-
tækin muni sameina rekstur á Bfldu-
dal og Króksfjarðamesi. Samningur-
inn um samstarfið á Bfldudal tók gildi
í gær, 1. október, en rekstur fyrir-
tækjanna í Króksfjarðamesi verður
sameinaður um næstu áramót.
Starfsemin verður flutt í sameigin-
legt húsnæði og samrekstur fyrir-
tækjanna tveggja verður að svo miklu
leyti sem lög heimila. Samhliða þessu
mun Islandspóstur efla þjónustu sína
við íbúa Reykhólasveitar sem auð-
veldar þeim að notfæra sér banka-
þjónustu Landsbankans í héraðinu.
Aukin þjónusta í
Vestmannaeyjum
Þá hefur Landsbankinn sett upp
hraðbanka í húsnæði íslandspósts í
Vestmannaeyjum sem verður að-
gengilegur allan sólarhringinn. Á
næstu mánuðum mun Landsbankinn
bjóða einstaklingum og fjölskyldum í
Vestmannaeyjum aukna fjáiTnála-
þjónustu á grundvelli samstarfs
bankans og Islandspósts.
Auk þessa munu fyrirtækin kanna
sameiginlega hvernig þau geti með
samstarfi sín á milli um allt land
veitt viðskiptavinum betri og um-
fangsmeiri þjónustu en um leið
stuðlað að hagkvæmari rekstri.
Ánægja með samstarfíð
„Þetta er mjög mikilvægur samn-
ingur frá sjónarhóli Landsbanka ís-
lands,“ sagði Halldór J. Kristjánsson
bankastjóri. „Við erum afar ánægð
með að samstarf hefur tekist á þess-
um stöðum og vonandi verður fram-
hald á, við höfum augastað á
nokkrum stöðum á landinu til viðbót-
ar þar sem við gætum komið á sam-
staifí af svipuðum toga.“
Einar Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri íslandspósts, sagði fyiirtækið
með þessum samningi halda áfram á
þeirri braut sem hófst með álíka sam-
komulagi við sparisjóðina sem gert
var fyiT á árinu. Hann sagði fyrirtæk-
ið sífellt leita leiða tfl að gera rekstur-
inn hagkvæmari. Samningar af þessu
tagi væru heppilegir fyrir íbúa á
smærri stöðum á landsbyggðinni, sem
nytu þá betri þjónustu en ella og hefði
Islandspóstur því fullan hug á að
skoða fleiri valkosti í þessu sambandi.
Morgunblaðið/Kristján
HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands, og Einar
Þorsteinsson, forstjóri íslandspósts, undirrita samninginn.
Gísli J. Johnsen
á minjasafn í Garðinum
Garði - Einn elzti björgunarbát-
ur landsins, Gisli J. Johnsen, hefir
nú endanlega verið tekinn á þurrt
en hann mun í framtíðinni standa
við Þorsteinsbúð gestum og gang-
andi til sýnis.
Að sögn Ásgeirs Hjálmarsson-
ar, formanns Sögu- og minja-
safnsnefndar, eignaðist SVFÍ bát-
inn 1956 að gjöf frá stórkaup-
manninum Gísla J. Johnsen og
eiginkonu hans og fékk báturinn
nafn Gísla.
Báturinn var lengst af í
Reykjavík við hús SVFI þar sem
hann var ætíð hífður upp með sér-
stökum gálgum. Þá var báturinn í
Hafnarfirði, á Homafirði og síð-
ast á Rifi á Snæfellsnesi. Hann
lauk síðan ferli sínum á æfingunni
við Viðey á dögunum þar sem Ás-
geir tók við bátnum og sigldi hon-
um til Keflavíkur. Hann kom svo í
Garðinn sl. miðvikudag og var
settur niður við Þorsteinsbúð á
fimmtudaginn.
Morgunblaðið/Arnór
ÞAÐ þurfti stórvirk tæki til
að flytja bátinn upp í Þor-
steinsbúð þótt ekki væri um
langan veg að fara.
Sögusafn SVFI hefir verið opið
í allt sumai' en það var opnað 29.
maí sl. með viðhöfn. Framvegis
mun safnið aðeins verða opið um
helgar en opnað á öðmm tímum
fyrir hópa sem áhuga hafa.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
NÝIR prestar við Landakirkju í Eyjum, séra Kristján Björnsson og
séra Bára Friðriksdóttir, ásamt dr. Gunnari Kristjánssyni, prófasti
Kjalarnesprófastsdæmis.