Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
vinnsla umfram náttúrulegt að-
streymi dregur smátt og smátt nið-
ur þrýsting og hita í kerfinu. Þetta
hefur einnig komið fram í svæðinu
síðan vinnsla hófst. Hermireikning-
arnir hafa verið notaðir til að spá
um þessar breytingar í hita og
þrýstingi til næstu 30 ára fyrir mis-
munandi mikla vinnslu úr svæðinu.
I júlí síðastliðnum skipaði stjórn
Veitustofnana fjögurra manna
starfshóp til að yfirfara vinnslugögn
og hermireikna fyrir Nesjavalla-
svæðið og meta hvort svæðið standi
undir meiri vinnslu en þegar hefur
verið ákveðin, þ.e. vinnslu fyrir 200
MW varmaorkuver og 60 MW raf-
orkuver.
Meginniðurstöður starfshópsins
era þær að endurskoðun hermi-
reikninganna staðfesti að Nesja-
vallasvæðið standi auðveldlega undir
þeii’ri vinnslu sem þegar hefur verið
ákveðin. Starfshópm-inn telur að
frekari stækkun Nesjavallavirkjunar
um 30 MW í rafafli, sem nýtt væri
yfn- vetrarmánuði geti verið álitlegur
kostur. Þannig fæst mjög skynsam-
lega nýting á orkuverinu án þess að
auka til muna vinnslu úr jarðhita-
svæðinu umfram það sem núverandi
virkjun gerir. Mælt er með því að of-
angreindur kostur verði kannaður
nánar með borunum, vinnslueftii’liti,
prófunum og frekaif hermireikning-
um ásamt öðru er varðar stækkun
virkjunarinnar. Þessum undirbún-
ingi má ljúka innan 1-2 ára. Að þvi
loknu er hægt að taka ákvörðun um
stækkun virkjunarinnar.
Benedikt Steingrímsson, deildar-
stjóri, Orkustofnun, Einar Gunn-
laugsson, deildarstjóri, Hitaveitu
Reykjavíkur, Hreinn Frímannsson,
yfirverkfræóingur, Hitaveitu
Reykjavfkur, Valdimar K. Jónsson,
prófessor, Háskóla íslands.
Tonys Blairs og Gordons Browns.
Svo sannarlega hefðu samfylkingar-
mennirnir íslensku fremur kosið
Oscar Lafontaine sem leiðtoga en
Gerhard Schröder. Orð eins og
þjóðareign og skattlagning eru
tungum íslenskra vinstrimanna
tamai-i en hugtök eins og frjáls
markaður eða lægri skattar.
Harmsaga íslenskra vinstri-
manna er sú að í dag liggur þeirra
Einkunnarorð miðju-
mannanna nýju segir
Finnur Þór Birgisson
vera hófsemi og
ábyrgð.
eigin fortíðin þeim nær hjarta en
framtíð íslensku þjóðarinnar. „í
draumi sérhvers manns er fall hans
falið“ orti skáldið. Draumurinn um
sameiningu vinstrimanna virðist
ætla að vera koma í veg fyrir að
vonir manna um félagshyggjustjórn
að loknum næstu kosningum rætist.
En íslenskir kjósendur eiga aðra
valkosti. Þeir sem vilja ganga veg
hinnar nýju miðju geta kosið hinn
gamla íslenska miðjuflokk, Fram-
sóknarflokkinn. Það er ekkert nýtt
við stefnumál hinnar nýju miðju
evrópski-a stjórnmála. Það má lesa
þau öll í stefnuskrá Framsóknar-
flokksins.
Höfundur er háskólanemi.
Jarðhitakerfíð á Nesjavöllum -
náma eða endurnýjanleg auðlind?
NOKKRAR umræð-
ur hafa verið á síðum
Morgunblaðsins og í
ft'éttum ljósvakamiðla á
síðustu vikum um nýt-
ingu jarðvarmans á
Nesjavöllum og hug-
myndir um aukna raf-
magnsframleiðslu þar.
Má þar nefna leiðara
Morgunblaðsins nýlega.
Af þessu tilefni vilja
undirritaðir gera
nokkrar athugasemdir
og koma á framfæri
skýringum á eðli jarð-
hitans á Nesjavöllum.
Hitaveita Reykjavík-
ur eignaðist Nesjavelli
fyrir um 35 árum og
hefur stundað rannsóknir á svæðinu
æ síðan. Mikill kraftur var í borun-
um á níunda áratugnum og kapp-
kostað að afla nákvæmra upplýs-
inga um stærð svæðisins og vinnslu-
Vegna umræðna í fjöl-
miðlum um nýtingu
jarðvarmans á Nesja-
völlum vilja Benedikt
Steingrímsson, Einar
Gunnlaugsson, Hreinn
Frímannsson og Valdi-
mar K. Jónsson gera
nokkrar athugasemdir
og koma á framfæri
skýringum á eðli jarð-
Benedikt
Steingrímsson
Einar
Gunnlaugsson
hitans þar.
getu þess áður en að ákvörðun um
virkjun kæmi. Þessar rannsóknir
voru umfangsmeiri en áður hafði
gerst í undirbúningi jarðhitavirkj-
ana í heiminum. M.a. var beitt
svokölluðum líkanreikningum til að
herma eftir hegðun svæðisins í
vinnslu og fá þannig mat á vinnslu-
getu Nesjavalla. Niðurstöður reikn-
inganna voru að Nesjavellir stæðu
undir stöðugri 300 MW varma-
vinnslu og 75 MW raforkuvinnslu
næstu 30 árin. Vinnslutíminn 30 ár
var valinn með tilliti til afskriftar-
tíma virkjunarinnar og fer fjarri að
túlka niðurstöður reikninganna á
þann veg að orka svæðisins verði
uppurin að þessum tíma liðnum.
Akvörðun um byggingu varma-
orkuvers á Nesjavöllum var tekin í
borgarráði haustið 1986 og var
fyrsti 100 MW áfanginn tekinn í
notkun fjórum árum síðar. Engin
raforkuframleiðsla var í þessum
fyrsta áfanga, enda ekki þörf fyrir
raforku inn á landsnetið á þessum
árum. Á árinu 1996 var ákveðið að
stækka Nesjavallavirkjun og hefja
þar raforkuframleiðslu. Þessi virkj-
un tekur til starfa á næstu dögum
og er uppsett rafafl hennar 60 MW
en varmaafl er um 200 MW.
Jarðhitarannsóknir lögðust ekki
af á Nesjavöllum, þótt virkjun
svæðisins hæfist 1986. Fylgst hefur
verið nákvæmlega með vinnslu úr
svæðinu og með ýmsum mælingum
kortlagt hvernig svæðið bregst við
vinnslunni. Þrýstingur í svæðinu
hefur heldur lækkað með tímanum
og eins hefur gufa úr holum minnk-
að lítillega, en vatn aukist. Henni-
líkanið frá 1987 spáði fyrir um slík-
ar breytingar, en spáði í raun mun
hraðari breytingum en komu fram í
svæðinu. Á árinu 1992 var líkanið
Hreinn
Frímannsson
því endurskoðað í ljósi fenginnar
reynslu af vinnslu úr svæðinu og
það stillt af í samræmi við mældar
svæðisbreytingar. Niðurstöður
reikninganna 1992 voru þær að
vinnslugeta Nesjavalla er meiri en
áður var talið. Stendur svæðið undir
varmavinnslu fyi'ir allt að 400 MW
varmaorkuver og tilsvarandi raf-
orkuvinnslu í að minnsta kosti 30 ár.
Líkanið frá 1992 var notað til að
gera spár um breytingar í svæðinu
næstu árin. Áfram hefur verið
fylgst með svæðinu og hafa flestar
svæðisbreytingar verið í góðu sam-
ræmi við líkanspárnar. Hermilíkan-
ið var engu að síður endurskoðuð á
þessu ári, en einungis þurfti að gera
á því smávægilegar
breytingar. Niðurstöð-
ur nú eru því í meginat-
riðum þær sömu og
1992.
. Rannsóknir síðustu
áratuga hafa sýnt fram
á að jarðhitinn er end-
urnýjanleg orkulind þar
sem vökvi og varmi
streyma stöðugt inn í
kerfið og viðhalda því.
Þetta þýðir að orku- og
vatnsforði jarðhita-
svæðanna tæmist ekki
þó af sé tekið. Sé
vinnslan hins vegar
meiri en innstreymi
orku, er gengið á orku-
forða svæðisins. Ef
vinnsla er minnkuð á ný eða hún
stöðvuð, endurnýjast orkuforðinn
með tímanum. Það er því mikil ein-
földun að líkja jarðhitakerfi við
námu. Námur era tæmanlegar auð-
lindir en jarðhitinn ekki.
Hermireikningar fyrir Nesja-
vallakerfið benda til þess að orku-
straumur að kerfinu samsvari um
130 MW í varmaafli, þetta er tiltölu-
lega mikið aðstreymi miðað við
mörg önnur jarðhitakerfi. Auk þess
sýna mælingar að Nesjavellir eru í
greiðu sambandi við aðliggjandi
grunnvatnskerfi og streymir vatn
inn í jarðhitakerfið í stað þess sem
tekið er úr borholunum. Niðurstöð-
ur hermireikninga eru þær að
Valdimar K.
Jónsson
Síminn okkar: 56 20 400 - 4. hæð
Sérfræðingar í
sérferðum með öryggi
og stíl hjá
f „Nýju Eddu44
Félagsdeildin okkar, sem býður þér þjónustu
fagfólks til bestu lausnar á ferð þinni á bestu kjörum,
byggðum á sérsamningum okkar við flugfélög og
hótel um allan heim, fyrir hópa og einstaklinga -
hvert sem tilefnið er:
Brúðkaup, afmæli, fundir, ráðstefnur,
hvataferðir, árshátíðir, söng- og tónlistarferðir,
fagferðir starfshópa.
Nú þegar höfum við skipulagt ferðir fjölda slíkra
hópa á næsta ári til Evrópulanda, Ameríku,
Austurlanda, Ástralíu og allt í kringum hnöttinn.
Allur heimurinn er vettvangur Heimsklúbbsins.
• Getum við aðstoðað klúbbinn þinn, skólann, vinahópinn við
að gera ferð ykkar í senn betri og ódýrari?
• Reynsla þeirra, sem þekkja, er okkar besta auglýsing.
«» „Kaupið ekki köttinn í sekknum" ef þið viljið pottþétta
(ójónustu á bestu kjörum - og munið að panta snemma, því
að í dag eru margir aðrir á ferð um heiminn.
• Fagþegafjöldi okkar hefur
meira en tvöfaldast á þessu
ári, gettu hvers vegna?
NÝJA EDDA
- og ferð þinni
er borgið.
FERÐASKRIFSTOFAN
PRIMA"
HEIMSKLUBBUR
INCOLFS
Austurstræti 17, 4. hæð 101 Fteykjavík,
sími 56 20 400, tax 562 6564
Netfang: prima@heimsklubbur.is Heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is
MORE
yfirstæðir
st. 42-58
Ný sending - Full búð
Jakkar frá kr. 5.900
Buxur frá kr. 2.900
Pils frá kr. 2.900
Blússur frá kr. 2.800
Kjólar og vesti
Mikió úrval af fallegum
velúrgöllum frá kr. 4.900.
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433.
Brandtex
Shop in Shop
fyrir alla
St. 34-52
Miðjan nýja
A SIÐUSTU misser-
um hafa orðið vatnaskil
í evrópskum stjómmál-
um. Hver stórþjóðin í
Evrópu á fætur annarri
hefur hafnað boðberam
fortíðarinnar og kosið
sér nýjan valkost. Þessi
valkostur hefur gengið
undir ýmsum heitum en
yfirleitt hefur hann ver-
ið kenndur við miðjuna;
nýja eða róttæka. I
Bretlandi hefur Tony
Blair leitt þessi viðhorf
til sigurs undir merkj-
um Verkamannaflokks-
ins, í Þýskalandi hafa
jafnaðarmenn nýlega
sigrað kosningar til sambands-
þingsins undir slagorðinu „Hin nýja
miðja.“ Miðjumennirnir nýju eiga
það sammerkt að þeir leggja
áherslu á frjáls markaðsviðskipti,
ábyrga fjárlagastefnu og litla verð-
bólgu. I velferðannálum vilja þeir
standa vörð um velferðarkerfið en
um leið gera það betur í stakk búið
til þess að mæta kröfum nútíma-
þjóðfélags. Hornsteinn hinnar nýju
miðju er öflugt menntakerfi.
Ef grannt er skoðað má sjá að
fylgismenn hinnar nýju miðju eiga
sér það sammerkt að hafa gert upp
við sósíalíska fortíð flokka sinna.
Finnur'Þór
Birgisson
Þeir hafna úreltum
þjóðnýtingaráformum
og vilja treysta vest-
ræna samvinnu. Meðal
hinna nýju miðjumanna
er einstaklingurinn sett-
ur í öndvegi. Ekki hinn
sjálfselski einstaklingur
kapítalismans heldur
hinn ábyrgi einstakling-
ur sem er reiðubúinn til
þess að axla ábyrgð á
samborgurum sínum.
Þannig hafa boðberar
hinnar nýju miðjustefnu
í senn hafnað sérhyggju
kapítalismans og heild-
arhyggju hinnar klass-
ísku jaíhaðarstefnu.
Einkunnarorð miðjumannanna nýju
eru hófsemi og ábyrgð.
Er eitthvað nýtt við þessa nýju
miðju? I raun ekki enda harla fátt
nýtt undir sólinni. Hins vegar virð-
ist boðskapur miðjumannanna nýju
hafa farið fram hjá íslenskum
vinstrimönnum. íslenskir vinstri-
menn hafa á síðustu misserum verið
önnum kafnir við að leiðrétta fortíð
sína og ekki getað gefið samtíðinni
gaum. í samfylkingu Aiþýðuflokks-
ins og Alþýðubandalagsins er meira
af hinum gamla verkamannaflokki
Michaels Foots og Tonys Benns en
hinum nýja verkamannaflokki