Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
ERLENT
Eyjamenn heimsóttu útvegsbændur
Vestmannaeyjum - Útvegsbændur í
Eyjum buðu Vestmannaeyingum í
heimsókn í skip og fyrirtæki físk-
vinnslunnar á laugardaginn. Tilefnið
var fræðsluátak sem Landssamband
íslenskra útvegsmanna gengst nú
fyrir til að kynna almenningi út-
gerðina í landinu, en auk þess að
sýna fyrirtæki og báta hyggst LÍÚ
gefa úr kynningarbækling bráðlega
með ýmsum upplýsingum um útgerð
og fiskvinnslu til að kynna almenn-
ingi atvinnugreinina. Útvegsbænda-
félög víðsvegar um land munu
standa fyrir kynningum í sínum
heimabyggðum nú í október en út-
vegsbændur í Eyjum riðu á vaðið og
byrjuðu með kynningu í Eyjum.
Fiskimjölsverksmiðja Vinnslu-
stöðvarinnar, frystihús Isfélagsins
og ísverksmiðjan Eyjaís voru opin
almenningi en einnig voru sex skip
og bátar af mismunandi gerðum til
sýnis. Frystitogarinn Vestmannaey,
togskipið Breki, nótaveiðiskipið
Gígja, togbáturinn Gandí, netabátur-
inn Gullborg og nýi hafnsögubátur-
inn Lóðsinn voru opin almenningi
þar sem þau lágu fánum prýdd við
Binnabryggju í Friðarhöfn. Boðið
var upp á veitingar, svala og súkku-
laði, um borð í bátunum en í Isfélag-
inu var hlaðborð með sjávarréttum.
Lúðrasveit Vestmannaeyja var síðan
á svæðinu og lék fyrir gesti.
Mikill fjöldi Vestmannaeyinga
heimsótti útvegsbændurna og
kynnti sér starfsemi þeirra. Magnús
Ri-istinsson, formaður Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja, sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
væri ákaflega ánægður með hvernig
til hefði tekist. „Þetta lukkaðist
ótrúlega vel og var bara í einu orði
sagt stórkostlegt. I þá þrjá tíma sem
kynningin stóð var nánast fullt á öll-
um stöðum sem til sýnis voru og
mér kæmi ekki á óvart þó ríflega
þriðjungur Eyjamanna hafí
heimsótt okkur á laugardaginn. Við
erum því ákaflega ánægðir með
viðbrögð fólks og hvernig til tókst á
þessum fyrsta kynningardegi LIÚ,“
sagði Magnús.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónaason
LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja lék á dekkinu f Vestmamiaey VE á laugardaginn og við landganginn tók
Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, á móti gestum.
á mbl.is
á að vinna glæsilega Pentium MMX-tölvu,
annan tveggja GSM-síma frá Elko eða
Tveir Ericsson
GH-688 GSM-símar
Pentium MMX 233 MHz,
32 mb vinnsluminni,
4 mb skjáminni og
með 6,4GB hörðum diski
Leikurinn er einfaldur.
Þú ferð í gegnum kynningarútgáfu af
Heimabanka ísiandsbanka! Þá getur þú átt von
verið meðal 50 heppinna sem vinna
ársáskrift að Netinu frá Símanum-lnternet
Taktu þátt í auðveldum og skemmtilegum leik á mbl.is
og hver veit nema þú vinnir!
nasional
j Reuters
Ahrifum hersins mótmælt
INDÓNESÍSK óeirðalögregla
stöðvaði í gær göngii náms-
manna í höfuðborginni, Jakarta,
en þeir komu saman til að mót-
mæla því tvöfalda hlutverk hlut-
verki, sem herinn hefur lengi
haft á hendi. Annars vegar er
hann varnar en hins vegar hefur
mikil pólitísk áhrif. Var gangan
farin sama dag og haldið var upp
á rúmlega hálfrar aldar afmæli
indónesiska heraflans. Hvöttu
námsmennirnir til að pólitísk
ítök herforingjanna yrðu bönnuð.
Aðildarviðræður
hefjast fyrir alvöru
Lúxemborg. Reuters.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr-
ópusambandsríkjanna fímmtán voru
á fundi sínum í Lúxemborg í gær
sammála um að
viðræðurnar við
þau sex rOd, sem
aðildarviðræður
voru formlega
hafnar við í marz
sl., séu nú að
komast á það stig
að hægt sé að byrja að taka á fleiri
samningsatriðum með hnitmiðuðum
hætti. Ráðherrarnir ákváðu að þess-
ar „raunverulegu" aðildarviðræður
hæfust hinn 10. nóvember nk.
Wolfgang Schussel, utanríkis-
ráðhen'a Austurríkis, forsætisríkis
ESB, sagði á blaðamannafundi að
viðræðumar myndu ná yfír þau sjö
svið, sem umsóknarríkin sex hafa
skilað inn samningsgrundvelli um.
Þetta eru svið sem tiltölulega lítil
hætta er á að bera muni á ágreiningi
um, svo sem rannsóknir og tækni-
þróun, iðnaðarstefna og utam-íkismál.
„Þetta verða raunverulegar aðild-
arviðræður, ekki bara skoðana-
skipti,“ sagði Schussel.
Fyrstu mánuðina eftir að aðildar-
viðræður hófust með hátíðlegum
hætti í London í lok marz sl. fór tím-
inn í að fara grannt yfír löggjöf um-
sóknarríkjanna í því skyni að sigta út
þau svið sem líkur
eru á að ágrein-
ingur komi upp
og taka verði á
í raunverulegum
aðildarviðræðum.
Af þeim ellefu
ríkjum í Mið- og
Austur-Evrópu, sem sótt hafa um
aðild að ESB, eru Pólland, Tékkland,
Ungverjaland, Slóvenía, Eistland og
Kýpur í hópi þeirra sem fyrst fá að
hefja aðildarviðræður fyrir alvöru.
Lettland, Litháen, Slóvalda, Rú-
menía og Búlgaría þurfa að taka sig
betur á til að eiga þess kost að „ná“
ríkjunum í fyrsta hópnum.
Malta boðin velkomin
Utanríkisráðherramir ályktuðu
líka á fundinum um endurnýjaða
aðildarumsókn Möltu. Maltverjar
voru boðnir velkomnir aftur í hóp
þjóða sem sækjast eftir aðild að Evr-
ópusambandinu, en fara verður fram
endurmat á aðildarhæfni eyríkisins
áður en hægt verður að taka upp
aðildarviðræður.
Brezk fyrirtæki
hlynnt EMU-aðild
London. Reutei-s.
ÞRJÚ af hverjum íjórum brezk-
um fyrirtækjum, sem tóku þátt í
könnun á vegum skoðanakönnun-
arfyrirtækisins Dunn & Brad-
street, eru hlynnt aðild Bretlands
að Efnahags- og myntbandalagi
Evrópu (EMU). Hins vegar gerir
fjórðungur brezku fyrirtækjanna
ráð fyrir að hagnaður þeirra
muni minnka vegna tilkomu
myntbandalagsins.
Könnun fyrirtækisins náði til
1.800 fyrirtækja í ríkjurn Evr-
ópusambandsins. f niðurstöðun-
um kemur fram að aðeins 18%
brezkra fyrirtækja hafi búizt við
auknum gróða vegna EMU, en
það geri 48% fyrirtækja í öðrum
ríkjum Evrópusambandsins.
Philip Mellor, sérfræðingur
hjá Dunn & Bradstreet, segir að
43% brezku fyrirtækjanna hafi
talið að alþjóðleg samkeppni ætti
eftir að fara vaxandi vegna til-
komu evrósins. „Menn virðast
telja að brezk fyrirtæki væru
betur í stakk búin að bregðast
við þessari samkeppni innau
EMU en utan þess,“ segir Mellor.
Yfir 60% fyrirtækja í Evrópu-
sambandinu öllu sögðust gera
ráð fyrir að verð á vörum þeirra
og þjónustu yrði svipað og verið
hefði eftir innleiðingu evrósins,
en 35% gerðu ráð fyrir að verð
lækkaði.