Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 33 MENNTUN >• Erlent samstarff Þótt langt sé milli Japans og Islands kemur það ekki í veg fyrir auðug samskipti þjóðanna í milli. Alftamýrarskóli hefur einmitt átt slík samskipti við grunnskólabörn í japönsku borfflnni Mitsukaido. Steinunn Armannsdóttir, skólastjóri, sagði Maríu Hrönn Gunnarsdóttur frá samstarfínu. Japönsk og íslensk börn skiptast á myndverkum • Klippimyndir með eldgos, hveri og hafíð að þema • Mikil regla á öllu, góður agi en ekki þvingaður VIÐ opnun sýningarinnar á myndverkum íslensku barnanna. Nemendur og starfsfólk Álftamýrarskóla hafa ærna ástæðu til að vera stolt af verkunum. Nýjar bækur Fallegar myndir, teiknað- ar á hörð spjöld með gylltum köntum, prýða veggina á skrifstofu Steinunnar Armannsdóttur, skóla- stjóra Alftamýrarskóla í Reykja- vík. Myndirnar eru teiknaðar af japönskum grunnskólabörnum en síðastliðinn vetur tóku börn í Álfta- mýrarskóla þátt í athyglisverðu samstarfi við böm frá japönsku borginni Mitsukaido, sem er um 100 km norðan við Tókýó. Fólst verkefnið í því að íslensk og japönsk böm skiptust á listaverk- um sem þau gerðu sjálf undir handleiðslu myndmenntakennara sinna. Steinunn segir að sér hafí verið afar ljúft að taka þátt í þessu verk- efni. Hún er heldur ekki ókunnug Japan og japanskri menningu þar sem hún fékk, ásamt öðrum kenn- ara, styrk árið 1997 til Japansfarar þar sem þær kynntu sér einelti og skólafælni í japönskum skólum. Blómstrandi hæfileikar „Myndmenntakennarinn hér við skólann, Margrét Arnadóttir Auð- uns, og ég ákváðum að börnin sem þá voru í 6. bekk en eru nú í þeim 7. myndu sjá um samstarfið," seg- ir Steinunn. Börnin gerðu klippi- myndir með eldgos, hveri og hafið að þema og voru þær sóttar af jap- anskri sendinefnd í febrúar síðast- liðnum. Um leið komu Japanirnir með myndir japönsku barnanna til Islands. I förinni voru borgar- stjóri Mitsukaido, forseti borgar- stjórnarinnar og fleiri borgar- stjórnarmenn ásamt japönsku listakonunni Rieko Yamazaki og konu sem sýndi japanska te- drykkjusiði. „Nemendum okkar fannst þetta mjög spennandi og þeir fylgdust vel með. Þrjú börn af japönskum ættum eru hér í skól- anum og þau voru einnig viðstödd og gátu spjallað svolítið við gest- ina,“ segir Steinunn. Japanirnir komu færandi hendi, eins og þeirra er siður, og gáfu þeir gest- gjöfum sínum ýmsa japanska myndagripi. Steinunn var forsjál og bað myndlistarkennarann um að fá svipuð verk eftir nemendur sína og voru send til Japans til að hafa á skrifstofu sinni. Þau ætlar hún að setja í ramma og hengja upp á vegg, myndum japönsku barnanna til samlætis. Myndirnar eru lista- vel gerðar og frágangur vandaður, enda segir Steinunn að Margrét myndmenntakennari sé afar fær og hafi gott lag á að fá hæfileika barnanna til að blómstra. í góðu yfirlæti Sýningin í Mitsukaido var síðan opnuð í apríl, af japönskum mynd- STEINUNN og Guðrún Bryndís voru boðnar velkomnar upp á íslensku eins og sjá má á krítartöflunni. Hér spreytir Steinunn sig á japönsku myndletri með aðstoð barnanna og hr. Endo borgarstjóra. Guðrún Bryndís er til vinstri á myndinni. FORSETI borgarstjórnarinnar, hr. Horikosi, og fjölskylda hans reka myndarlegt gróðurhús. Hr. Horikosi er hér í miðjum hópnum. Honum á hægri hönd er faðir hans, síðan eiginkona og loks vinkona fjölskyld- unnar. Honum á vinstri hönd er dóttir hans sem túlkaði fyrir þær Guð- rúnu Bryndísi og Steinunni meðan þær dvöldu í Japan. arskap, að Steinunni viðstaddri, sem og Guðrúnu Bryndísi Karls- dóttur, samferðakonu hennar. „Mér var boðið til Japans til að vera við opnunina," segir Steinunn og bætir við að tímasetningin hafi ekki getað hentað betur. Hún var nefnilega í hópi íslenskra skóla- manna sem fór til Singapúr í vor til að kynna sér stærðfræði- og raun- greinakennslu í þarlendum skólum. Leið hennar lá því til Japans strax að þeiiTÍ heimsókn lokinni. Japansferðin var sérstaklega ánægjuleg, segir Steinunn, ekki síst þar sem hún og Guðrún Bryn- dís dvöldu á heimili forseta borgar- stjómar Mitsukaido í afar góðu yf- irlæti. „Það var farið með okkur eins og þjóðhöfðingja," segir Stein- unn. „Við fórum að heimsækja ýmsar stofnanir en hápunktur far- arinnar var þegar við fórum í skól- ana. Þar er mikil regla á öllu, góð- ur agi en ekki þvingaður." Hún segir að þær hafi verið fyrstu vest- rænu konurnar sem mörg börnin hafi séð á ævinni og að þau hafi undrað sig mjög á að kona skyldi geta verið skólastjóri. Sum hefðu þurft að fá að snerta hana tU að sjá hvort hún væri raunveruleg. Þá vakti það athygli Steinunnar hversu hreinir og snyrtilegir skól- arnir eru en börnin sjálf þrífa skólastofurnar sínar. „Japönsku börnin eru frjálsleg og forvitin og spyrja margs. Mér fannst sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu fyrirhafnarlaus aginn er í þessum skólum sem við heimsótt- um,“ segir Steinunn og bætir við að það sem hafi þó snortið hana mest hafi verið hversu gestrisnir Japanirnir eru og hversu eðlileg og látlaus framkoma bamanna er. • VERKEFNAHEFTI við Dernede I Danmnrk er kennsluefni í dönsku. Heftið er nýtt verkefnasafn við myndbandið Dernede I Danmark sem gert var í norrænu samstarfi fyrir nokkrum árum. Á myndband- inu eru þrettán þættir og í verk- efnaheftinu eru æfingar við hvem þátt sem miða að því að styrkja danska tungu í sessi. Höfundar verkefnaheftisins eru þeir sömu og gerðu upphaflega efnið; dönsku- kennaramir Bertha Sigurðardóttir, Brynhildur Ragnarsdóttir, Kirsten Friðriksdóttir, Lovísa Kristjáns- dóttir, Málfríður Þórarinsdóttir, Ósa Knútsdóttir, Þórhildur Odds- dóttir og Þyri Árnadóttir. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði bókina sem er 56 bls. Anna Cynthia Leplar kápu og útlit. Verð 799 kr. • Stjörnurnar í Konstantínópel sýnisbók íslenskra smásagna 1848- 1997, er smásagnasafn fyrir fram- haldsskóla. Safninu er ætlað að sýna helstu hræringar í bókmenntasögu þessa tímabils. Halla Kjartansdóttir, kennari við MS, valdi sögumar, skrifaði formála fyrir safninu og um hvern höfund. Bðkin er prentuð í prentsmiðj- unni Odda hf. og er 255 bls. Kápu og myndir af höfundum gerði Guð- jón Ketilsson. Verð 2.499 kr. • Inngangur að lögfræði er kennslubók í lögfræði og viðskipta- rétti. Höfundarnir eru lögfræðing- arnir Sigríður Logadóttir og Ásta Magnúsdóttir. Bókin nýtist einnig þeim sem ekki sitja á skólabekk en vilja leita upplýsinga um lög og reglugerðir sem lúta að stofnun fyr- irtækja, íbúðakaup og erfðamál svo eitthvað sé nefnt. Bókin skiptist í eftirtalda kafla: Lög og réttur, ís- lensk stjórnskipun og stjórnarfar, Dómstólar og rétt- arfar, Samnings- gerð, Lausafjár- mm j Sigríður Logadóttir kaup, Kröfur og skuldbindingar, Fasteignir, Fyrir- tæki og atvinnu- rekstur, Viðskipta- lífið, Fjármagns- markaður, Vinnu- markaðurinn, Skaðabætur og vá- tryggingar, Sifjar og erfðir, Island og umheimurinn. Flestum köflum fylgja verkefni og spurningar. I bókarlok eiu heimildalisti og atrið- isorðaskrá. Bókin er prentuð í prentsmiðj- unni Odda hf. og er 344 bls. Guðjón Ketilsson gerði kápuna. Verð: 3.999 kr. Mál og menning gefur bækurnar út. Ásta Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.