Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
SPÁÐ er 4,6% hagvexti hérlendis á næsta ári og m.a. gert ráð fyrir minni
ijárfestingum vegna stóriðju en 5% aukningu á einkaneyslu.
Ahyggjur vegna
erfiðleikanna í Asíu
Morgunkorn FBA segir hagvöxt
hugsanlega ofmetinn
Þjóðhagsspá ekki
endurskoðuð
„MENN hafa miklar áhyggjur af
því ástandi sem skapast hefur í al-
þjóðlegum efnahagsmálum vegna
erfíðleikanna í Asíu og Rússlandi
sem hefur valdið því að hagvöxtur í
ár verður á heimsvísu aðeins 2% en
ekki 4% eins spáð var,“ sagði Geir
Haarde fjármálaráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gær, en hann
situr nú ársfund Alþjóðabankans
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Was-
hington í Bandaríkjunum.
„Þessir erfíðleikar segja til sín í
minnkandi eftirspurn um allan
heim og menn hafa lagt áherslu á
það í ræðum sínum hér að við
þessu þurfí að bregðast með skipu-
legum aðgerðum bæði í viðkom-
andi löndum og hjá hinu alþjóðlega
og opinbera bankakerfí með Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn í broddi
fylkingar," sagði fjánnálaráðherra
ennfremur.
Geir Haarde sagði einnig hafa
komið glöggt fram í máli Wolfehn-
sons, bankastjóra Alþjóðabankans,
að kreppan hafi haft mjög óheilla-
vænleg áhrif á þróunarlönd sem
hafí í fyrra eygt möguleika á að
rétta úr kútnum en þær vonir síðan
ekki ræst.
Engin heimskreppa
Forseti Bandaríkjanna, Bill
Clinton, ávarpaði fundinn, svo og
Menem, forseti Argentínu, og sagði
Geir Haarde Bandaríkjaforseta
hafa skorað á aðildarþjóðimar að
auka fjármagn til sjóðsins. „Mér
fínnst fundurinn vera á nokkmm
tímamótum þar sem menn horfast
nú í augu við kreppu sem skall
nokkuð óvænt á þar sem menn
höfðu kannski ekki nógu þróað fjár-
magns- og bankakerfi og eftirlit
með þeim og þetta ástand vofír yfir
öllum ársfundinum,“ sagði fjár-
málaráðherra ennfremur. „Hins
vegar kom líka glöggt fram sú von í
ræðum hér að menn telja mögulegt
að vinna sig út úr þessum vanda og
að hér sé ekki um neina
heimskreppu að ræða eins og var
áríð 1929, menn hafa til þess ýmis
úrræði."
Geir Haarde segir ekki hægt að
sjá hvernig kreppan í Asíu hafí bein
áhrif á Islandi: „Við vitum að við
höfum notið góðs af lægra olíuverði
þar sem eftirspurnin hefur minnk-
að í Asíulöndum en hins vegar
verður líka eitthvað minni eftir-
spurn eftir vörum okkar og verðið
gæti lækkað. Um þetta vitum við
ekki gjörla ennþá, en í fjárlaga-
frumvarpinu höfíim við stuðst við
það sem best var vitað og nýjast í
forsendum alþjóðlegra efnhags-
mála,“ sagði ráðherra að lokum.
í NYRRI spá Aiþjóðagjaldeyris-
sjóðsins um horfur í efnahagsmál-
um frá því í síðustu viku hafa fyrri
spár verið endurmetnar og eru
áhrif efnahagskreppunnar í Asíu og
Rússlandi metnar meiri og víðtæk-
ari en áður. Þar kemur fram að
hagvöxtur iðnríkja sé nú metinn
1,9% eða 0,3% lægri en í fyrri
spám. Hagvöxtur á Islandi er ráð-
gerður 4,6% á næsta ári.
Vakin er athygli á þessari nýju
spá í Morgunkorni, fréttabréfi
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í
fyiradag. Þar er tilgreint enn frem-
ur að hagvaxtarspár Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins varðandi önnur þróuð
efnahagsríki séu nú 2,3% eða 1,3%
lægi-i en sjóðurinn spáði í maí. í
framhaldi af þessum fréttum segir
svo: „Af ofansögðu er eðlilegt að
velta því fyrir sér hvort hagvöxtur
á Islandi á næsta ári sé einfaldlega
ekki ofmetinn og þar með tekjuaf-
gangur ríkisins."
Áhætta bendir tii lakari
niðurstöðu
I ritinu Gjaldeyrismál, sem Ráð-
gjöf og efnahagsspár gefa út, segii-
að áhættuþættir í þjóðhagsáætlun
séu fremur í átt til lakari niður-
stöðu en betri og að það eigi ekki
síst við um verðþróun sjávarafurða
í ljósi hræringa á erlendum mark-
aði. „Þá gætir bjartsýni í forsend-
um um fiskafla auk þess sem neysla
gæti aukist meira en spáð var,“
segir í Gjaldeyrismálum. Yngvi
Harðarson ritstjóri segir að hlut-
irnir hafí verið að gerast hratt í
efnahagsmálum heimsins að undan-
fórnu. „Okkar spá myndi ekki vera
þetta bjartsýn en ég er þó ekki til-
búinn að gefa út spá strax,“ segir
Yngvi. Hann benti á að í umfjöllun
um þjóðhagsspána segði að allir
áhættuþættir í efnahagsmálum
heimsins virtust leggjast á eitt um
að dekkja myndina. „Þess vegna
finnst mér of lítið gert úr þessu í
framhaldinu í umfjölluninni."
Þjóðhagsáætlun næsta árs gerir
ráð íyrir 4,6% hagvexti. Forsendur
þess eru meðal annars 5% aukning
á einkaneyslu, 3% aukning sam-
neyslu og 8,5% aukning á útflutn-
ingi. Gert er ráð fyrir um 10%
minni fjárfestingum, m.a. vegna
minni stóriðjuframkvæmda, og
varðandi útflutning er gert ráð fyr-
ir 3% auknu aflaverðmæti og
25-30% aukningu útflutnings á kís-
iljárni og áli.
Friðrik Már Baldursson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að
varðandi þjóðhagsspár sé erfiðast
að segja fyrir um þróun á viðskipta-
kjörum, þ.e. verði á áli og sjávar-
fangi og olíuverði, svo dæmi séu
nefnd. Friðrik Már segir að hugs-
anlegar breytingar á alþjóða efna-
hagshorfum hafí fyrst og fremst
áhrif á viðskiptakjörin til að byrja
með en í framhaldinu einnig á af-
komu fyrirtækja hér og almennan
hagvöxt.
Óvissan er mikil
Hann segir þjóðhagsspána meðal
annars styðjast við þau drög að spá
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem lá
fyrir um miðjan september enda
hafi stofnunin ekki getu til að ann-
ast sjálfstæðar spár í efnahagsmál-
um heimsins. „Við gerum okkur
ljóst að horfur í efnahagsmálum
heimsins hafa heldur daprast síðan
spáin var gerð og að þær eni áfram
óvissar. Við drögum heldur ekkert
úr því í umfjöllun okkar þar sem við
segjum í kaflanum um alþjóðleg
efnahagsmál að óvissa sé mikil um
efnahagsmál heimsins um þessar
mundir og að allir helstu áhættu-
þættirnh' virðist leggjast á eitt um
að dekkja myndina,“ segir Friðrik
Már.
Hann telur því ekki þörf á að
endurskoða þjóðhagsspá nú en seg-
ir það verða gert næst um áramótin
og stefnt sé að því að gera það árs-
fjórðungslega. „Spár eru eðli máls-
ins samkvæmt óvissar og óvissan
getur verið í báðar áttir og spáin er
því eins konar miðgildi. En ég ótt-
ast ekki mikil frávik miðað við for-
sendur okkar um óbreytt viðskipta-
kjör þrátt fyrir að þróunin sé niður
á við um þessar mundir.“
Andlát
ÞORGRÍMUR STARRI
BJÖRGVINSSON
ÞORGRÍMUR Starri
Björgvinsson, bóndi í
Garði í Mývatnssveit,
lést aðfaranótt mánu-
dags tæplega sjötíu og
níu ára að aldri.
Þorgrímur, sem var
sonur hjónanna Björg-
vins Arnasonar og
Stefaníu Þorsteins-
dóttur, var fæddur í
Garði í Mývatnssveit
2. desember árið 1919.
Hann stundaði bama-
skólanám í farskóla og
síðan bók- og smíða-
nám í Héraðsskólan-
um að Laugum.
Þorgrímur bjó mestan hluta ævi
sinnar í Garði þar sem hann bjó
fyrst félagsbúi með
foreldrum sínum og
síðar með syni sínum.
Hann keypti fyrstu
dráttarvél sveitarinn-
ar árið 1944 ásamt
þremur öðrum og
vann á henni að jarð-
bótum. Þá birti hann
greinar og Ijóð, tók
þátt í leiklistarstarf-
semi og samdi leik-
þætti sem sviðsettir
voru í heimahéraði
hans.
Þorgrímur var
kvæntur Jakobínu
Sigurðardóttur rithöfundi sem lést
árið 1994. Þau eignuðust fjögur
börn.
Athugasemd
við frétt um
prófkjör á
Reykjanesi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Mark-
úsi Möller:
„Vegna fréttar Morgunblaðsins
um próíkjör á Reykjanesi og um-
ræður frambjóðenda á sunnudag-
inn var þætti mér að gefnu tilefni
vænt um að eftirfarandi kæmi
fram:
a) Ágreiningurinn í sjávarút-
vegsmálum snýst fyrst og fremst
um hvort núverandi eignarhald
dugar til að íslenskur almenningur
njóti arðsins af fískstofnunum. Það
hefur lítið sem ekkert með eigin-
lega stjóm veiðanna að gera, þótt
algengt sé að þessu tvennu sé rugl-
að saman í umræðunni.
b) Um tillögur Péturs Blöndal
sagði ég efnislega að upplagt væri
að byrja með þær og að frá þeim
þyrfti ekki að breyta nema um
næðist víðtæk sátt. Að baki þeim
orðum liggur sú skoðun að hægt sé
að gera enn betur hvað varðar
jöfnun hagsveiflna og rekstrarör-
yggi í útgerð og að huga þurfí bet-
ur að stöðu viðkvæmustu byggð-
anna.“
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks í fasteignalelt
mbl.is/fasteignlr
Rætt um kreppuna í Asíu á fundi
þróunarnefndar Alþjóðabankans
Tugmilljóna fjölg-
un íbúa undir
fátæktarmörkum
„ÞESSI fundur einkenndist mjög af
umræðum um ástandið vegna efna-
hagski-eppunnar í Asíu og þeim af-
leiðingum sem hún getur haft fyrir
heiminn allan,“ sagði Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra eftir
fund sem hann sat í fyrradag hjá
þróunamefnd Alþjóðabankans.
Utanríkisráðherra situr í þróun-
amefnd Alþjóðabankans sem full-
trúi Norðurlanda og Eystrasalts-
ríkjanna. „Þarna var aðallega rætt
um kreppuna í Asíu og hættuna á
því að hún berist til Suður-Ameríku
ekki síst vegna ástandsins í Rúss-
landi. Kreppan í Asíu hefur haft gif-
urleg áhrif og talið er að þeim hafí
fjölgað úr 40 milljónum í 90 milljón-
ir, sem búa undir fátæktarmörkum
þar, á tiltölulega stuttum tíma.
Fundurinn er mjög upptekinn af
þessum málum,“ sagði utanríkisráð-
herra.
Hann minnti á að miklar framfar-
ir hefðu orðið víða í Asíu og vonir
bundnar við að alþjóðasamfélagið
gæti snúið sér af meiri krafti að því
að aðstoða í öðrum heimshlutum.
„Nú lítur hins vegar allt út fyrir að
styrkja þurfi stofnanir í Asíu veru-
lega til að ráða við mál sín því ef
kreppan í Asíu heldur áfram getur
það orsakað kreppu í öllum heimin-
um. Hins vegar eru flestir sammála
um að hægt sé að koma í veg fyrir
það ef gripið er til nauðsynlegra
ráða,“ sagði Halldór Ásgrímsson en
sagði jafnframt að svo virtist sem
erfitt væri hjá þjóðum heims að ná
samkomulagi um meiri fjárframlög
til þessara mála.
Utanríkisráðherra nefndi sem
dæmi í þessu sambandi að þegar til
umræðu var áætlun um skuldbreyt-
ingu fátækustu þjóða heims fyrir
nokkrum árum, sem tvö ríki hafa
þegar gengið í gegnum og fímm til
viðbótar eru að undirbúa, hafi
Norðurlöndin lagt fram 40% fjár-
magns í sérstakan sjóð í því skyni.
Norðurlöndin eigi hins vegar aðeins
3% hlutabréfa í Alþjóðabankanum.