Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 Erlingur Ingvarsson dúxaði f framhaldsdeildinni á Hólum Varð að sanna að ég ætti erindi í fram- haldsdeildina MORGUNBLAÐSSKEIFAN hefur í áranna rás verið eftirsóttur gripur í röðum nemenda bændaskólanna sem leggja stund á hestamennsku. Með tilkomu íramhaldsdeildarinnar á Hól- um, þar sem nemendur þreyta annan áfanga sem gefur þjálfara- og reið- kennararéttindi innan Félags tamn- ingamanna, hefur Morgunblaðið gefið verðlaunagrip íyrir bestan árangur á þessum vettvangi. Að þessu sinni hlýtur gi’ipinn Erlingur Ingvarsson frá Hlíðarenda í Bárðardal, en fjórir luku prófum í deildinni á þessu ári. Af þessu tilefni var Erlingur tek- inn tali skömmu áður en hann hélt til starfa við tamningar og þjálfun í Þýskalandi. Sagðist hann ætla að starfa þar fram að jólum svona til að víkka sjóndeildarhringinn. Hvað hann gerði eftir áramótin væri ekki ráðið að öðru leyti en því að hann yrði örugglega við þjálfun hrossa, það eitt væri víst. „Eg hef mikinn áhuga á að komast í vinnu hjá ein- hverjum af betri reiðmönnum lands- ins, það er líklega besta leiðin til fá frekari leiðsögn og reynslu en ég hef nú þegar aflað mér,“ segir Erlingur í upphafi samtalsins. Hólaskóli Islending- ar í góðum meirihluta SKÓLAHALD á Hólum er nú komið í fullan gang og ber nú svo við að íslendingar eru í miklum meirihluta nemenda að þessu sinni en undanfarin ár hefur um helmingur komið er- lendis frá. Víkingur Gunnars- son yfirkennari sagði að ástæð- ur þessa mætti rekja til hita- sóttarinnar í fyrravetur. Vænt- anlegir nemendur sem hugðust koma og starfa á íslandi og fá æfingu í íslensku fyrir námið hafi ekki fengið vinnu vegna sóttarinnar. Eigi að síður hafi verið mikil ásókn íslendinga í að komast á skólann og væri fjöldi nemenda svipaður og verið hefur. Nám við framhaldsdeildina hefst eftir áramót og hafa fimm sótt um og því eitt pláss laust enn, að sögn Víkings. I endað- an nóvember verður haldið reiðkennaranámskeið fyrir réttindi C og B og sagði Vík- ingur að undirtektir hefðu ver- ið mjög góðar og ljóst að af námskeiðinu verður. Sagði Vík- ingur að allir fjórir kennaram- ir sem eru með A-réttindi kæmu við sögu á þessu nám- skeiði, ýmist sem kennarar eða prófdómarar, en það væru þeir Eyjólfur ísólfsson, Reynir Að- alsteinsson, Sigurbjörn Bárð- arson og Benedikt Þorbjörns- son. Eyjólfur hefði umsjón með námskeiðinu en þetta munu að líkindum með síðustu nám- skeiðinum sem haldin verða með þessum hætti. Þá upplýsti Víkingur að ver- ið væri að leggja síðustu hönd á nýja keppnisvöllinn sem hefði því miður ekki reynst nothæfur til þessa, en verið væri að skipta um efni í honum og yrði hann tilbúinn til notkunar nú á haustdögum. Höfnunin skerpti einbeitinguna Hann kveðst í sjálfu sér ekki hafa stefnt að því að verða hæstur. „Ég var ákveðinn í að gera mitt besta úr því ég á annað borð fékk inngöngu í framhaldsdeildina. Það skerpti mjög einbeitinguna að mér hafði verið neitað um inngöngu en þegar einn væntanlegra nemenda hætti við á síðustu stundu var mér boðið að koma. Þeir töldu að ég hefði ekki næga keppnisreynslu. Einsetti ég mér því að sýna fram á að ég hefði átt fullt erindi þarna inn. Ég hafði mjög gott af náminu þarna og tel mig hafa lært mikið. Kennslan var mjög góð og tel ég að faglegheitin séu í góðu lagi hjá þeim á Hólum. Við vorum aðeins sex í framhalds- deildinni svo við höfðum góðan að- gang að kennurunum og nutum meiri athygli en gerist í stæri bekkj- um. Þetta var að vísu mjög strembið og tíminn sem ætlaður var í náms- efnið og vinnuna því tengdu í tæp- asta lagi. Við vorum alltaf komin í nám klukkan níu að morgni og vor- um að fram að kvöldmat. Þá var eft- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EINN þáttur í prófum framhaldsdeildar er fjórgangsverkefni þar sem Erlingur sýndi hryssu sína Kveikju frá Vatnsieysu. ir undirbúningur íyrir morgundaginn, sem gat verið talsverður, sér- staklega þegar við vor- um að undirbúa reið- kennslu sem við þurft- um að inna af hendi og var hluti af náminu. Það þýðir lítið að hugsa sér nám í framhalds- deildinni sem einhverja slökun og skemmtileg- heit því keyrslan er mjög mikil og vinnan í kringum námið mikil.“ Áhersla Iögð á sjáifstæða hugsun Isólfsson „Eyjólfur aðalkennari framhaldsdeildarinnar er mjög góður leiðbeinandi," segir Erlingur. „Hann velur þá leið að byggja kennsluna á skoðanaskiptum en ekki hrárri mötun og reynir með því að koma inn sjálfstæðri hugsun DÚXINN frá Hólum, Erlingur Ingvarsson. hjá nemendum sínum sem ég tel mikilvægt fyrir hvern tamninga- mann að hafa. Við höfð- um góðan tillögurétt við þjálfún hrossanna sem við höfðum undir höndum og mikið mark á þeim tekið.“ Þrátt fyrir strembna dagskrá alla dagana segir Erlingur vistina á Hólum hafa verið mjög góða. „Þarna var mað- ur í góðum félagsskap, ég kynntist fullt af fólki bæði í röðum nemenda og kennara og þama komu góðir geatakenn- arar og ber þar að nefna menn eins og Reyni Aðalsteinsson og Einar Öder Magnússon sem höfðu áhuga- verða hluti fram að setja og til stóð að Atli Guðmundsson kæmi og kenndi kerruakstur en því miður VEL HEFUR viðrað á hross sem og aðra íbúa landsins það sem af er hausti. Þurrviðrið gefur klárunum næði til að inynda fituvörn í feldinn en miklar rigningar og vosbúð leysa upp húðfituna og opna Gnægtabúr tugthússins feldinn eins og það er kallað. Þá þurfa þeir nægjanlegt fóður og Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson nóg er af því hjá gæðingunum á myndinni sem gista hesta- tukthúsið í Mosfellsbæ en þar kostar vistin fimm hundruð krónur á sólarhring að sögn dýragæsiumannsins Hauks Níelssonar. kom hitasóttin í veg fyrir að af því yrði,“ segir Erlingur. Um framhaldið að loknu námi sagði Erlingur að þrátt fyrir þennan námsáfanga gengi hann ekki að neinu starfi vísu eða einhverjum lá^* markslaunakjörum eins og algengt er í öðrum greinum atvinnulífsins. „í heimi hestamennskunnar verða menn að sýna fram á hæfni sína í starfi bæði sem góður tamninga- og reiðmaður og svo aftur almennt sem heiðarlegur og áreiðanlegur starfs- kraftur, sama hvort um er að ræða sjálfstæðan rekstur eða vinnu hjá öðrum. Þetta er hvorttveggja í senn kostur og galli, menn þurfa að hafa fyrir hlutunum ef þeir ætla að ná ár- angri. Hluti af því sýnist mér vera að keppa og ná árangri,“ segir Eri*p ingur og Ijóst að hér fylgir hugur máli hjá ungum og efnilegum tamn- ingamanni. Eldskírn á Melgerðismelum „Meðal réttinda sem við fáum að loknu námi í framhaldsdeildinni eru dómararéttindi bæði í gæðinga- og íþróttakeppni og fékk ég mína eld- skím á Melgerðismelum síðsumars. Komst ég þá að því hversu erfitt starf dómarans getur verið þegar maður þarf að vera með fulla einbeitingu linnulaust klukkustundum saman. Okkur hafði verið ráðlagt að vera rit- arar á fyrsta mótinu áður en við byrj- uðum að dæma en þeir á Melgerðis- melum lögðu hart að mér að dæm^ svo ég sló til. Rennur mér seint úr minni hversu illa mér leið á fyrsta hesti því við fengum engan upphitun- arhest. Eftir fyrsta hestinn var slegið á stuttum fundi dómara og eftir það var ekkert mál að leggja mat á sýn- ingamar sem eftir komu,“ mælir Erl- ingur og greinilega feginn að vera bú- inn með þessa erfiðu frumraun. Hestamennskan í Bárðardal er ekki stórbrotin miðað við það sem gerist víða í öðmm landshlutum en þrátt fyrir það kom áhugi Erlings á hestum snemma fram þótt ekíí^ væru mikið um hross á bænum. I dag eru 15 hross að Hlíðarenda og segir Erlingur brosandi að líklega eigi hann nú mesta sök á þeim fjölda. I sumar var hann við tamn- ingar heima eins og hann kallar það auk þess að aðstoða við önnur bú- störf. Tamdi eigin hross og annarra og kveðst hafa verið heppinn með að fá eingöngu reiðfær hross til þjálf- unar. „Hestamennskan þarna er frekar lítilfjörleg. Að vísu er mjög góð ræktun að Torfúnesi eins og flestir hestamenn kannast við en annars er þetta frekar dauft. Sem dæmi um um áhugann má nefna að Þingeyingar hafa oftast verið með í bikarmóti Norðurlands en í sumaq^ þegar mótið var haldið í Húnavatns- sýslu þótti fjarlægðin of mikil til að standandi væri í þessu svo ekki var um þátttöku að ræða í þetta skiptið. Við erum alltaf með gott mót síð- sumars á Einarsstöðum þar sem byggt hefur verið upp ágæt vallar- aðstaða. Á þetta mót hafa komið í fríðum flokkum hestamenn úr Eyja- firði og jafnvel austan af Melrakka- sléttu. Þar tjalda menn og grilla saman og skapa góða stemmningu auk þess að keppa á hestunum,“ segir Erlingur í lok viðtalsins. Formaður LH segir mörg eignarhaldsmál berast til stjórnar EIGNARHALDSAKVÆÐIÐ fræga í reglum gæðingakeppninnar bar nokkrum sinnum á góma í úrtöku- keppnum fyrir landsmótið í vor. Eitt þessara mála virðist ætla að draga einhvem dilk á eftir sér en þar er um að ræða skráningu á stóðhestinum Glúmi frá Reykjavík í úrtökukeppni hjá hestamannafélaginu Hornfirð- ingi í vor. Glúmur vann sér rétt til þátttöku í B-flokki á landsmótinu fyrir hönd Hornfirðings en nokkrir félagsmenn höfðu rökstuddar efa- semdir um réttmæti eignarhalds- skráningarinnar. Tildrög málsins eru þau að Glúm- ur frá Reykjavík var skráður í vor í B-flokk hjá Fáki í eigu Friðgerðar Guðnadóttur sem er félagi í Fáki. Knapi var skráður Daníel Jónsson. Glúmur mætti ekki til leiks hjá Fáki en það næsta sem gerist er að Daníel hyggst skrá hann til leiks hjá Létt- feta á Sauðárkróki og þá í eigu Frið- Stórvandamál sem þarf að finna lausn á gerðar og félagsmanns í félaginu. Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki gekk þá í málið og ræddi við hlutað- eigendur og gerði mönnum grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft og var því fallið frá skráningu. Að síðustu var Glúmur svo skráð- ur hjá Hornfirðingi í eigu Friðgerð- ar, knapans Daníels og^ sambýlis- konu hans Guðbjargar Ágústsdótt- ur. Að sögn Hanni Heiler stjórnar- manns í Hornfirðingi uppgötvaðist fyrir tilviljun forsaga málsins og fór hún ásamt fjórum félögum í Hom- firðingi fram á að haldinn yrði stjórnarfundur í því augnamiði að vísa Glúmi frá þar sem ljóst væri að eignarhaldið væri eitthvað málum blandið. Hanni segir að ekki hafi fengist stjórnarfundur um málið og því meðal annars borið við að ef víkja ætti hestinum úr keppni myndi slíkt eyðileggja stemmningu móts- ins. Þá sagði Hanni það óneitanlega hafa gert málið erfiðara að móðir Guðbjargar væri ritari stjórnar fé- lagsins og faðir hennar væri vara- maður í stjórn og fyrrverandi for- maður. Því hafi ekki komið til þess að Glúmi yrði vísað frá en málið kært til Ungmennasambandsins Úlfljóts sem dæmdi þátttöku Glúms rétt- mæta og sagði í niðurstöðu þátttöku hans ekki stangast á við reglur Landsambands hestamannafélaga þar sem hann hefði ekki keppt hjá Fáki. Málinu var áfrýjað til dóm- stóls LH en þrátt fyrir ítrekaða beiðni um að málið yrði afgreitt fyrir landsmót var það ekki gert að sögn Hanniar. Sagði hún að þeir kærend- ur væru orðnir langeygir eftir niður- stöðu í þessu máli. Birgir Sigurjónsson formaður LH sagði að þessu máli hafi verið vísað til aganefndar samtakanna um leið og það barst skrifstofunni. Stjórnin hefði ítrekað beðið um afgreiðsltc** þessa máls en nefndin hefði því mið- ur ekki enn skilað af sér. Aðspurður kvað hann þessi eignarhaldsmál vera orðið stórvandamál og ekki virtist nokkur leið að fylgja þessu ákvæði eftir öðru vísi en höfða til siðferðiskenndar manna. Ekki náð- ist í neinn aganefndarmanna. _ Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.