Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Neysla orku- - drykkja er held- ur ekki æskileg fyrir fullorðna MIKIL umræða hef- ur spunnist um „ágæti“ hinna svoköll- uðu orkudrykkja en hún hefur einkum beinst að börnum og unglingum sbr. grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu sem bar heit- ið „Orkudrykkir eru ekki æskilegir fyrir börn og unglinga". í grein þessari var tí- undað hvað það er í þessum orkudrykkjum sem er óæskilegt og hvers vegna. Margir foreldrar hafa komið að mali við mig eftir að greinin birtist og þakk- að fyrir umfjöllunina, því neysla á þessum drykkjum var komin langt fram úr hófi hjá sumum og skap- styggð, pirringur og erfiðleikar við að sofna á kvöldin voru eftir því. Orkudrykkimir sem um ræðir eru Egils orka extra, sem inniheldur skv. auglýsingum „meira af öllu“, Magic og HIV, en þessir drykkir innihalda allir koffín auk þess sem sá fyrstnefndi inniheldur ginseng. Ginseng er af mörgum talið skerpa athygli, einbeitingu og lífsþrótt, sem er hið besta mál, sérstaklega það síðastnefnda. Eg benti á það um daginn að ég hafði heyrt því fleygt að rannsóknir sýndu að ginseng væri ekki æski- legt fyrir konur vegna hugsanlegra áhrifa á hormónastarfsemina, en þetta er einingis talið eiga við ef einhverjar truflanir eru íyrir hendi. Nú er algengt að sjá fólk með orkudrykk í hendi nánast hvenær sem er dagsins og þá í staðinn fyrir kaffibolla og má segja að margir séu orðnir háðir þessum drykkjum. Hvað koffínmagn snertir er einn Magic eða HIV (ekki viss um Ork- una, þar sem ekki er gefið upp á umbúðum magn þess koffíns sem það inniheldur) á við !4 kaffibolla hvað koffínmagn snertir og er það ekki mikið fyrir þá sem drukkið hafa kaffi, og mikið af því, svo árum skiptir. Það má líka líta á þetta út frá orkunni og þeirri aukaorku sem fylgir neyslu orkudrykkja. Ef litið er á heilt ár og miðað við að ein dós af Magic, eða 'h 1 af Orkunni, sé drukkin þó ekki væri nema fimm daga vikunnar í heilt ár erum við að tala um 26.000 he., 31.850 he. og 65.000 he., sem geta auðveldlega breyst í 7,4 kg, 9,1 kg eða 18,6 kg af fituvef ef þessari umframorku er ekki brennt, eins og gildir um alla umframorku. Koffín verkar örvandi á mið- taugakerfíð og eykur þar með getu fólks til að vaka, við þekkjum flest áhrif þess að drekka kaffi eða gos- drykk sem inniheldur koffín rétt fyrir svefninn. Verst er að líkaminn byggir upp þol gagnvart koffíninu eins og öðrum örvandi efnum sem leiðir til þess að fólk þarf alltaf Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegín), sími 554 6300. www.mira.is -V meira og meira til að ná sömu áhrifum. En hvað ættu full- orðnir, böm og ung- lingar að drekka í stað- inn? Vatn er alltaf besti svaladrykkurinn og ég held að þegar á heildina er litið hafi vatnsdrykkja fólks aukist hin síðari ár miðað við það sem áð- ur var og er það mjög jákvæð þróun. Aftur á móti held ég að börn og unglingar drekki Fríða Rún alltof lítið vatn að jafn- Þórðardóttir aði, ætli þau telji það ekki hallærislegt, en aftur á móti of mikið af sætum, mjög orkuríkum drykkjum sem innihalda svo að segja engin nær- ingarefni. Mögulegt er að þetta hafi Best er að forðast drykki, segir Fríða Rún Þórðardóttir, sem innihalda koffín og mik- inn hvítan sykur. sitt að segja varðandi aukin offitu- vandamál meðal bama og unglinga. Aðrir drykkir en vatn, s.s. hreinn ávaxtasafi, magrar mjólkurvörur, kókómjólk, Garpur og sykurskert- ur ávaxtasafi, em mun æskilegri, þrátt fyrir nokkurt magn af ávaxta- og mjólkursykri, vegna þess að þeir innihalda einnig ýmis næringarefni s.s. vítamín, steinefni og prótein (mjólkur dry kkirnir). Urval svokallaðra íþróttadrykkja hefur einnig aukist til muna. Við þekkjum öragglega flest Leppin- vörurnar, sem margt af okkar besta íþróttafólki notar við æfingar og keppni með góðum árangri, t.d. Vala Flosadóttir, Jón Arnar Magn- ússon, Martha Emstsdóttir og Kristinn Björnsson. Þessir drykkir innihalda hóflegt magn svokallaðra flókinna kolvetna (complex car- bohydrates) sem era æskilegri en hreinn sykur. Þessi flóknu kolvetni hækka blóðsykur þess sem neytir þeima hægar og heldur honum hærri lengur en venjulegur sykur, en það er mjög mikilvægt til að íþróttamaðurinn nái sem bestum árangri og líði sem best við keppni og æfingar og jafni sig fyrr eftir mikið álag. Þessir íþróttadrykkir innihalda einnig ýmis vítamín og steinefni og sumir innihalda einnig prótein, sem geta verið æskileg fyr- ir þá sem stunda langar æfingar, allt upp í þrjár klst., oft við erfiðar aðstæður. I Leppin-sportlínunni er einnig til duft fyrir börn og ung- linga sem blanda má í vatn og nota í staðinn fyrir venjulegt dísætt djú- sþykkni. Þetta duft gefur gott sætt bragð án mikil sykurs og að auki ýmis vítamín og steinefni. Drykk þennan má hæglega frysta og nota sem klaka og í raun er á markaðn- um slíkur klaki kallaður orkuflaug og er hann sykurminni en venjuleg- ur klaki. Niðurstaða þessa alls er að best er að forðast drykki sem innihalda koffín og mikinn hvítan sykur. Lyk- illinn að því að halda orku og skýrri hugsun í sem bestu lagi yfir daginn er að temja sér hollt og reglubund- ið mataræði, reglubundinn og næg- an svefn, næga vatnsdrykkju og hóflega hreyfingu og útivist. Hötundur er næringurnUJgjitfi á Landspítalanum. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurjónsson HEIÐARGÆSIR Stíflugerðarmenn og stóriðjublinda HOFUM við komið okkur upp ókind sem við ráðum ekki lengur við? Þetta hvarflaði að mér þegar ég las at- hugasemdir íyrrver- andi orkumálastjóra við grein um orkumál á Islandi. Þar segir hann orðrétt: ,Alþmgi getur að sjálfsögðu afturkall- að virkjunarleyfíð fyrir Fljótsdalsvirkjun en kynni það ekki að baka ríkissjóði skaðabóta- skyldu gagnvart Landsvirkjun er næmi a.m.k. verulegum hluta þessara 2-3 milljarða, eða jafnvel enn hærri fjárhæðum?“ (Mbl. 29. júlí sl.) Fyrir utan það hvað hér er um óskýrar stærðir að ræða kom mér spánskt fyrir sjónir að ríkið væri skaðabótaskylt gagn- vart sjálfu sér. Fjárveitingar til Landsvirkjunar era af ríkisfé þ.e.a.s. veltufé af allri raforkusölu í landinu. Erlend lán sem stjórn Landsvirkjunar fær heimildir til að taka eru tryggð af ríkissjóði. Hvaða rétt hefur Lands- virkjun til skaðabóta gagnvart þeim sem standa undir framkvæmdum hennar? Hefur Landsvirkjun komið sér í þá sérstöðu að geta vasast með ríkisfé að vild og geta að auki kraf- ist bóta ef hugmyndir annarra fara í berhögg við vanhugsaðar fram- kvæmdir? Hvers konar Vatikan er Landsvirkjun að verða? Umræddir 2-3 milljarðar sem Landsvirkjun gæti tapað er fé sem þegar hefur verið varið til svokall- aðrar hönnunar og undirbúnings vegna Fljótsdalsvirkjunar. Þrír milljarðar hljóma í eyrum sem ómælanleg stærð. Það er þó ekki andvirði nema hólfra Hvalfjarðar- ganga sem menn spiluðu nótnalaust af fingi-um fram á mettíma. Á síðastliðnum 20 árum hefur Landsvirkjun leikið sér með rúm- lega 78 milljarða, 2-3 milljarðar era því aðeins dropi í hafið. Ef það breytti einhverju mundi ég með glöðu geði leggja 1/3 launa minna til æviloka í sjóð sem yrði til þess að hlífa íslenskum vinjum fyrir stór- iðjuvirkjunum. Á þessa yfirlýsingu mega skattstjóri og fjármálaráð- herra minna mig hvenær sem er. Eru þeir líka laglausir? Páll Steingrímsson málum, ýmist þora ekki eða vilja ekki tjá sig af ótta við að styggja kjósendur. Ráðherrarnir sem mál- efni Landsvirkjunar heyra undir stýra einir öllum gerðum. Fyrir þeim eru virkjunarmál trúmál þar sem til- gangurinn einn helgar meðalið. Það er ekkert skrítið að í forsvar fyrir Landsvirkjun veljist menn sem eru dofnir fyrir náttúrufegurð og auðlegð sem liggur í óspilltu landi. Jafnvel ónæmir á perlur sem Island skart- ar. Þeir tengjast flestir verkfræði, tæknifræði eða fjármálaumsvifum. Það era þeirra ær og kýr og engum Það á enginn maður að hafa leyfí til að snerta við þessu landi, segir Páll Steingrímsson. Það væri ófyrirgefan- legur glæpur. er allt gefið. Því miður er það þannig að þeir sem ráða ferðinni í virkjunarmálum virðast litblindir og formskynslausir. Þeir geta allt eins líka verið laglausir. Þar sem velta er svo stór og raun er á hjá Landsvirkjun verða eldhug- amir ofan á. Þeir sjást aldrei fyi-ir og knésetja viðstöðulítið alla sem í vegi standa. Það styrkir líka stöðu þeirra þegar ráðherrar iðnaðar-, fjármála- og umhverfismála gerast já-bræður þeirra í einu og öllu. Það er engu líkara en þeir séu klónaðir íyrir Landsvirkjun. Lengi átti maður von á að einhver þingmanna þjóðarinnar hreyfði andmælum þegar um svo stórfelld náttúruspjöll er að ræða sem fyrir- hugaðar stórvirkjanimar munu valda. Það var því gleðiefni þegar Morgunblaðið birti nýverið pistil eftir Hjörleif Guttormsson þar sem hann hvetur til endurskoðunar á orkumálum í landinu og bendir á í hvert óefni stefnir. En mikið væri óskandi að fleiri þingmenn ramsk- uðu. Öðra hvoru koma upp raddir um að við ættum að fara varlegar í sak- irnar. Vatnsorka og virkjunarmögu- leikar séu ekki ótæmandi og að þau svæði sem koma til greina fyrir virkjanir hafí kannski annað gildi sem rétt sé að meta áður en í óefni er komið. Athugasemdir í þessa átt koma frá almenningi og vísinda- mönnum. Þeir sem hins vegar sitja í um- boði þjóðarinnar virðast allir einu marki brenndir. Þingmenn sem ein- hverra hluta vegna era knúnir til að tjá sig um gerðir tengdar virkjunar- Ófreskja sem gleypir gullin Það eru einkum tvö hálendis- svæði sem ég þekki, sem mér fínnst glæpur að hrófla við. Það era Þjórs- árverin og Eyjabakkar norðan Vatnajökuls. Ég kynntist umrædd- um landssvæðum við kvikmynda- gerð og þekki þau allnáið. I Þjórsárverum er afar sérstætt gi’óðurlendi. Þar verpir líka fjórði hluti allra heiðargæsa í heiminum. Um Eyjabakkana er svipaða sögu að segja. Þar eru mikilvæg beitilönd íslenska hreindýrastofnsins á sumr- in og uppeldissvæði kálfanna. Á fellitíma eru þarna líka um 10.000 ófleygar heiðargæsir sem lifa á gróðrinum milli árkvíslanna. Sjálf- sagt hefur þetta verið svona lengi, en það er ekki langt síðan menn uppgötvuðu hvílík mergð er þarna af fugli, sem á allt sitt undir svæð- inu sem stefnt er að að sökkva. Það á enginn maður að hafa leyfi til að snerta við þessu landi. Það væri ófyrirgefanlegur glæpur sem allir íslendingar með glóru í höfðinu verða að bindast samtökum um að fyrirbyggja. Alltaf er verið að staglast á arð- semi virkjana og raforkufram- leiðslu, en ég held að í minni lífstíð hafi enginn baggi verið ríkissjóði þyngri en einmitt erlendar skuldir þar sem lán til virkjanafram- kvæmda vógu hvað þyngst. Raforkuverð til almennings er hvergi hærra á Norðurlöndum en hér hjá okkur, ekki einu sinni í Dan- mörku. Orkan, sem hér er keppst við að virkja til stóriðju, er seld á undirverði sem enginn íslendingur fær notið. Áhugi erlendra milljarða- mæringa byggist á því. í þeirra augum er Island þróunarland sem sjálfsagt er að mjólka meðan stjóm- völd í landinu eru svo skammsýn að vilja fórna öllu til að koma á og við- halda þessum viðskiptum. Jafnvel að leiða útsölurafmagn um sæ- streng til Evrópu ef þannig tækist að losna við það. Eftir því sem ég kemst næst er fjárhagslegur ávinningur af vatns- virkjunum mjög umdeildur. Ég mundi allavega taka með fyrirvara fullyrðingum sem kæmu frá Norsk Hydro. Éyrir þá er ávinningurinn augljós. Lægsta verð og bestu kjör sem bjóðast í heiminum. En erum við skyldug til að leggja þeim þetta upp í hendurnar og fórna til þess einu því dýrmætasta sem landið skartar? Af hverju virkja þessir menn ekki heima hjá sér? Það væri fróðlegt að vita. Mér _ finnst alltaf að gagnvart okkur Islendingum leiki Norðmenn tveim skjöldum. „Litli frændi“ er um margt uppátektarsamur og jafnvel skemmtilegur, en það verð- ur að hafa á honum mátulegt taum- hald, annars er hann vís með að eigna sér allt sem Norðmönnum er kærast, hvort sem um er að ræða andleg eða veraldleg verðmæti. Og þessir „Grikkir norðursins" plata okkur alltaf í viðskiptum. Alþingi á formálalaust að aftur- kalla virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Fljótsdalsvirkjun. Virkjunin væri glapræði. Við verðum að ná tökum á ófreskjunni áður en hún gleypir gullin okkar. íslendingar gætu allt eins vel búið við hamingju á þessari merkilegu eyju í önnur þúsund ár. En það gera þeir ekki ef við lógum landinu. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.