Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Formaður atvinnumálanefndar um rekstrarvanda Foldu hf. Fjölga verður hluthöfum MÁLEFNI Foldu hf. voru til um- ræðu á fundi atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar í gær. Eins og komið hefur fram á fyrirtækið í miklum rekstrarerfiðleikum og hef- ur tæplega 50 starfsmönnum þess verið sagt upp störfum. Valur Knútsson, formaður at- vinnumálanefndar, sagði að sú út- tekt sem gerð var á rekstri Foldu af Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar gæfí mönnum tilefni til að vinna áfram að málefnum fyrirtækisins og að vissu- lega væri möguleiki í stöðunni. Val- ur sagði að máli Foldu hafi verið vísað til bæjarráðs og var honum falið að kynna skýrsluna fyrir bæjarráðsmönnum. Hann vildi hins vegar ekki ræða efni hennar opin- berlega að svo stöddu. Valur sagði m.a. nauðsynlegt að fá nýja hluthafa að fyrirtækinu en auk þess þyrfti að hagræða og minnka skuldir. „Það er verið að kanna rekstrargrundvöll fyrirtæk- isins að uppfylltum ákveðnum atrið- um af bæjarins hálfu. Þá á Lands- bankinn það húsnæði sem starfsemi Foldu er rekin í og einnig á bankinn veð í vélum og tækjum. Framtíð fyrirtækisins veltur því á Lands- bankanum og öðrum stórum kröfu- höfum.“ Valur sagði nauðsynlegt að hraða þeirri vinnu sem nú væri í gangi, en það kæmi væntanlega fljótt í ljós hvort þeir aðilar sem þarna koma að málum hafí áhuga á endurreisn fyrirtækisins. Uppsagnarfrestur starfsmanna rann út 1. október sl. en var fram- lengdur fram í miðjan nóvember vegna fyrirliggjandi verkefna næstu vikurnar. Háspennulína í Mývatnssveit færð til vatn á löngnm kafla urs línunnar var ákveðið að endur- nýja hana með strenglögn sem lögð er að mestu í vatnið," sagði Tryggvi Þór. Að norðanverðu tengist strengur- inn í línu rétt norðan við Höfða, austan vegar. Strengurinn þverar veginn rétt sunnan Höfða og fer þar í vatnið. Hann liggur í vatninu suð- ur að eiðinu yfir Kálfaströnd þar sem hann er tekinn upp. Þaðan er strengurinn plægður vestur fyrir Belgjames og aftur út í vatnið og liggur hann í vatni alveg suður und- ir Garð. Þar er strengurinn tekinn upp og tengist háspennulínunni aft- ur. Strengurinn ekki áberandi sjáanlegur Tryggvi Þór sagði að ný spennistöð væri sett upp fyrir Höfða og lágspennustrengur settur í stað línu. Einnig er ný spennistöð sett upp fyrir Kálfaströnd og lág- spennustrengur lagður í vatnið en álman þangað felld niður. Heildar- kostnaður við verkið er áætlaður um 7,4 milljónii' króna. Tryggvi Þór sagði að tímasetning framkvæmdanna hefði verið valin nú í október að höfðu samráði við sveitarstjóm Skútustaðahrepps, landeigendur og Náttúravernd rík- isins. Fulltrúi frá Náttúruvernd rík- isins hefur veitt ráðleggingar og haft eftirlit með lögninni. Að sögn Tryggva Þórs er ekki gert ráð fyrir að strengurinn valdi röskun við vatnið eða að hann verði áberandi sjáanlegur þar sem hann liggur í vatninu. FRAMKVÆMDIR standa nú yfir á vegum Rarik við lagningu há- spennustrengs í Mývatn um Kálfa- strandavoga, frá Höfða að Garði, sem mun leysa af hólmi loftlínuna sem þar liggur. Háspennustrengur- inn sem er 12 kV, 3x25 q verður alls um 3,8 km að lengd og þar af eru um 2,8 km í vatninu. Tryggvi Þór Haraldsson, um- dæmisstjóri Rarik á Norðurlandi eystra, sagði að í kjölfar þess að nýr vegur var lagður um Kálfastranda- voga sé háspennulínan sem þar liggur og komin er til ára sinna, nú mjög nærri veginum. „Auk þess liggur línan ofan í einni af helstu náttúmperlum landsins og hafa heimamenn ítrekað óskað eftir því að hún verði færð. Með tilliti til ald- Morgunblaðið/Kristján STARFSMENN Rarik, þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson, Helgi Jónsson og Ásbjörn Gíslason, vinna við að tengja háspennustrenginn saman á pramma úti á Mývatni, við Kálfaströnd. ÞESSI háspennulína, sem ligg- ur að Höfða, mun brátt heyra sögunni til, þar sem nýr streng- ur hefur verið lagður í vatnið á þessum slóðum. Tvær um- sóknir um íbúðir eldri borgara TVÆR umsóknir bárust um lóð við Mýrarveg þar sem byggja á íbúðir fyrir eldri borgara, annars vegar frá Páli Alfreðssyni og hins vegar Fjölni ehf. Umsækjendum var boðið að leggja fram hugmyndir að nýtingu lóðarinnar. Hugmynd Páls Alfreðs- sonar var að byggja tvö fimm hæða hús, en hugmynd Fjölnis var að byggja tveggja til þriggja hæða fjöl- býlishús. Bílakjallari á að vera undir húsunum. Skipulagsnefnd hefur fjallað um umsóknirnar og telur að punkthús frá Páli Alfreðssyni henti betur á lóðinni en aðrar tillögur sem bárast, en að mati nefndarinnar má endur- skoða hæð húsanna. Telur nefndin rétt að sérstök kynning fari fram á deiliskipulagstillögu meðal íbúa við norðanverðan Mýrarveg og austan Kotárgerðis. Bygginganefnd fjallar um umsóknir og tillögur á fundi í dag, miðvikudag. AksjoN 7. október, miðvikudagur 12.00ÞSkjáfréttir 18.15ÞKortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15,19.45, 20.15 og 20.45. 21.00ÞBæjarsjónvarp - Kók í Bauk Frumsýning á kvikmynd eftir Svein Thorarensen. Strengur lagður í Mý- Rannsókna- og þróunarstyrkir Rannís og Evrópusambandsins Kynning I Rannsóknarráð íslands og Háskólinn á Akureyri standa fyrir j kynningu á innlendum og erlendum rannsóknar- og þróunar- j styrkjum fimmtudaginn 8. okt. nk. kl. 16.00 í Oddfellowhúsinu S við Sjafnarstig. j Stjómendur fyrirtækja, háskólafólk, starfsmenn rannsóknastofn- | ana, sérfræðingar og aórir sem vinna að rannsóknum og nýsköp- 1 un eru hvattir til aó mæta og kynna sér þá styrki sem i boði eru. | Um er að ræða eftirtaldar tegundir styrkja: í • Verkefnastyrki | • Starfsstyrki: Rannsóknastöðustyrki Tæknimenn i fyrirtæki { • Forverkefna- og kynningarstyrki i • Alþjóðastyrki til undirbúnings alþjóða samstarfsverkefna | Frummælendur verða: I Anne Marie Haga, Visindasjóður. 1 Snæbjörn Kristjánsson, Tæknisjóður. I Grimur Kjartansson, Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna. Leikskólastí óri óskast! Hver vill prófa að vera leikskólastjóri í litlum, fallegum leikskóla við Akureyri? Okkur á Álfasteini í Glæsibæjarhreppi vantar góðan leikskólakennara til að leysa af í barnsburðarleyfi í 9-10 mánuði, frá u.þ.b. 1. des. 1998. I leikskólanum eru 23 börn á aldrinum 1—6 ára, og áhugasamt og jákvætt starfsfólk. Við á Álfasteini leggjum áherslu á umhverfið okkar, sjálfshjálp, skapandi starf og persónuleg samskipti. Umsóknarfrestur er til 20. október 1998. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 461 2624. Opinn fyrirlestur á vegum endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri Þjónusta stofnana við fatlaða og mat á þeirri þjónustu. Dr. Chris Fyffe, sálfræðingur og Jeffery McCubber M.Ed., sérkennari frá Viktoríufylki í Ástralíu. Þingvallastræti 23, stofa 16. í dag kl. 16.00. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Allir velkomnir. Titill: Fyrirlesarar: Staður: Tími: Ferðamála- ráðstefna Staðan og framtíðin STAÐA og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu og tækifæri og nýj- ungar í ferðaþjónustu við þröskuld nýrrar aldar era meginumræðuefni Ferðamálaráðstefnu sem hefst á Akureyri á morgun, fimmtudag, á Fosshótel KEA. Fyrri ráðstefnudaginn verður sjónum beint að stöðu og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu, en erindi ílytja ferðamálastjóri og nokkrir fulltrúar úr ýmsum greinum ferða- þjónustunnar. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, ávarpar ráð- stefnuna og umhverfisverðlaun F erðamálaráðs verða veitt. Síðari daginn verður rætt um tækifæri og nýjungar í ferðaþjón- ustu við þröskuld nýrrar aldar og verða framsögumenn þar fjórir. Skráning á ráðstefnuna er á skrifstofu Ferðamálaráðs Islands á Akureyri, en þar fást einnig nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.