Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 57

Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 57 FOLK I FRETTUM ÚR teíknimynd Draumasmiðjunnar Antz. Aðsóknin á kvikmyndir í Bandaríkjunum Maurar skriðu í fyrsta sæti TEIKNIMYNDIN Antz eða Maur- ar frá Draumasmiðju Spielbergs, Geffens og Katzenbergs var að- sóknarmest vestanhafs um helgina. Hún halaði inn 1.210 milljónir sem er nýtt met fyrir októbermánuð. Áður var það „Stargate" sem átti metið með 1.195 milljónir frá árinu 1994. Fjölmargir stór- leikarar koma að Antz og talar Sharon Stone inn á fyrir þokkamaurinn Bala prinsessu. í öðru sæti varð Þegar draum- amir rætast eða „What Dreams May Come“ með Robin Williams. Þriðja nýja myndin Roxbury að næturlagi náði svo fjórða sæti, en hún er byggð á gamanþáttunum „Saturday Night Live“. Af myndum sem sýndar eru í tak- markaðri dreifíngu var „The Impostors" aðsóknarmest með 23,832 milljónir í 66 kvikmyndahús- um. Myndin fékk misjafna dóma hjá gagnrýnendum en fór samt upp fyr- ir „Pecker“ í meðalaðsókn en sú síð- arnefnda halaði inn 28 milljónir í 163 kvikmyndahúsum. AÐSOKN laríkjunum Titill Síðasta vika Alls 1. (-) Antz 1.238 m.kr. 17,2 m$ 17,2 m$ 2. (-) What Dreams May Come 1.140 m.kr. 15,8 m$ 15,8 m$ 3. (1.) Rush Hour 1.043 m.kr. 14,5 m$ 84,0 m$ 4. (-) A Night at the Roxbury 692 m.kr. 9,6 m$ 9,6 m$ 5. (2.) Ronin 519m.kr. 7,2 m$ 23,9 m$ 6. (3.) Urban Legend 483 m.kr. 6,7 m$ 20,1 m$ 7. (5.) There's Something About Mary 245 m.kr. 3,4 m$ 158,0 m$ 8. (4.) OneTrueThing 192m.kr. 2,7 m$ 17,3 m$ 9. (7.) Saving Private Ryan 121 m.kr. 1,7 m$ 184,3 m$ 10. (6.) Simon Birch 107 m.kr. 1,5 m$ 13,9 m$ BOBBY Brown og Whitney Houston þegar allt lék í lyndi. Bobby Brown laus úr grjótinu ►SÖNGVARINN Bobby Brown, eiginmaður Whitney Houston, lauk á föstudag við afplánun fímm daga fangelsisdóms fyrir ölvunarakstur. Söngvaranum var sleppt úr fangelsi í Flórída á föstudagsmorgun. Hann mætti í afplánunina á hvítum RoIls-Royce-blæjubíl síðla á mánudag. Kviðdómur sakfelldi hann í janúar fyrir að aka tvisvar undir áhrifum. í fyrra skiptið ók hann svörtum Porsche Carrera á girðingu við bóndabæ í Suður-Flórída og var það í ágúst árið 1996. Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.