Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ✓ Ráðstefna um viðskipti Islands og Bandaríkjanna í Washington Verslun milli ríkjanna rædd frá mörgum hliðum AMERÍSK-íslenska verslunarráðið á íslandi og Íslensk-ameríska versl- unarráðið í Bandaríkjunum efna til ráðstefnu i Washington næstkom- andi fóstudag um viðskipti íslands og Bandaríkjanna og viðskipta- tengsl Evrópu og Norður-Ameríku. Um fjörutíu stjórnendur íslenskra fyrirtækja fara vestur um hafa til þess að taka þátt í ráðstefnunni ásamt utanrfldsráðherra og fjár- málaráðherra. Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölmargar hliðar viðskipta milli ríkjanna, t.d. um afstöðu íslenskra og bandarískra stjórnvalda til við- skiptasamninga milli Evrópulanda og ríkja Norður-Ameríku. Þá verð- ur fjallað um sértækarí mál eins og: • Fríverslunarsamning EFTA og Kanada sem nú er verið að semja um. • Stöðu bandarískrar neytenda- vöru á íslenskum markaði. • Alþjóðlega viðskiptamiðstöð á Islandi. • Sölu islenskra sjávarafurða á Bandaríkjamarkaði. • Möguleika á ferðaþjónustu m.t.t. þátta eins og flugs milli Evrópu og Ameríku og möguleika á markaðs- setningu vejgna komu háhyrningsins Keikós til Islands og landafundaaf- mælisins árið 2000. • Möguleika á fjárfestingu í orku- frekum iðnaði á íslandi. Ræðumenn á ráðstefnunni verða Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, Geir H. Haarde fjármálai’áð- herra, Charles Ludolph, aðstoðar- viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Ronald Asmus, aðstoðarutanríkis- ráðheiTa Bandaríkjanna, Kjartan Jóhannsson, framkvæmdastjóri EFTA, Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands, Einar Benediktsson sendi- herra, Magnús Bjarnason, við- skiptafulltrúi í New York, Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood, Elvar Einarsson, aðstoðar- forstjóri Iceland Seafood, Bi-uce Galloway, stjómarformaður Arthur Treacher’s, Richard Dees, ráðgjafi í markaðssetningu matvæla, Steinn Logi Bjömsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Robert Ratliffe, varaformaður Free Willy Keiko samtakanna, David Brewer, aðstoð- arforstjóri Columbia Ventures, Heinz Schimmelbusch, stjórnarfor- maður Safeguard International, Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og Vilhjálmur Fenger, fram- kvæmdastjóri Nathan og Olsen hf. Ráðstefnustjórar verða Þórður Magnússon, formaður Amerísk-ís- lenska verslunamáðsins og Jon Yard Arnason, formaður Islensk- ameríska verslunarráðsins. Fríverslun og sóknarfæri Birgir Ármannsson, lögfræðingur Verslunarráðs, segir að útlit sé fyrir að um fjörutíu manns úr bandarísku viðskiptalífi og stjórnkerfí verði meðal þátttakenda á ráðstefnunni. I þeim hópi séu m.a. Islendingar sem starfí hjá fyrirtækjum vestra, Bandaríkjamenn sem þegar eigi í viðskiptum við Islendinga eða hafí áhuga á að stofna til nýrra við- skipta. „Ráðstefnan verður vonandi til þess að efla enn frekar viðskipta- tengsl íslands og Bandaríkjanna enda kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja koma á slíkum tengslum. Þá verður m.a. leitast við að bregða ljósi á hvað er að gerast í fríverslun- arviðræðum EFTA og Kanada og möguleika á að útvíkka slíkt sam- starf frekar. Þá verður sérstaklega rætt um breyttar aðstæður og nýja möguleika í hefðbundnum viðskipt- um Islands og Bandaríkjanna, svo sem sölu íslenskra sjávarafurða vestra og möguleika á aukinni fjár- festingu erlendra aðila hér á landi,“ segir Birgir Skuldabréfaútboð fyrir Mosfellsbæ Lægsta ávöxtunar- krafa sveitarfélags KAUPÞING hf.-fjárfestingar- banki og Mosfellsbær hafa gengið frá samkomulagi um að Kaupþing muni annast skuldabréfaútboð að fjárhæð 200 milljónir króna fyrir bæjarfélagið. Kaupþing sölu- tryggir útboðið og er ávöxtunar- krafan 4,88% eða hin lægsta sem íslensku sveitarfélagi hefur boðist að því er fram kemur í frétt frá Kaupþingi. Á myndinni sjást Jóhann Sigur- jónsson, bæjarsfjóri Mosfellsbæj- ar, og Sigurður Einarsson, for- stjóri Kaupþings, undirrita samn- ing vegna útboðsins. Fyrir aftan þá eru frá vinstri: Pétur Jens Lockton, fjárreiðustjóri Mosfells- bæjar, Ingólfur Helgason og Jónas Þorvaldsson frá Kaupþingi. Tilgangur lántökunnar er að fjármagna byggingu skóla og íþróttamannvirkja í Mosfellssveit. Á næstunni verður tekið í notkun íþróttahús við Varmá og verður það tengt eldra íþróttahúsi og sundlaug. Unnið er að stækkun Varmárskóla til að auðvelda ein- setningu hans. Auk þess eru fyrir- hugaðar framkvæmdir við skóla- mannvirki í nýjum hverfum í vest- urhluta bæjarins. Opin kerfí með 4 millj óna hlutafjárútboð Ráðinn fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sveitarfélaga JÓN G. Kristjánsson, starfsmanna- stjóri Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ný- stofnaðs Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Jón tók til starfa um mánaðamótin en sjóðurinn hefur til Jón G málum í allmörg Kristjánsson ár. Lífeyrissjóður borgarstarfs- manna heyrði undir starfsmanna- stjóra auk þess sem ég var fulltrúi vinnuveitenda í stjórn Lífeyris- sjóðsins Framsýnar frá stofnun sjóðsins og þar til ég tók við nýja starfinu. Eg tók síðan þátt í að und- irbúa stofnun Lífeyrissjóðs starfs- manna sveitarfélaga. Mér fannst kominn tími til að skipta um starf, sótti um og ákvað síðan að þiggja starf framkvæmdastjóra þessa nýja sjóðs þegar mér stóð það til boða. Það er áhugavert að fá að taka þátt í því að byggja upp fyrirtæki frá grunni, raunar einstakt tækifæri," segir Jón. Jón er lögfræðingur og hefur starfað hjá Reykjavíkurborg hátt í 25 ár, fyrst sem skrifstofustjóri borgarverkfræðings og síðustu 16 árin sem starfsmannastjóri borgar- innar. 30 sveitarfélög aðilar Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga var formlega stofnað- ur í haust og er að taka til starfa um þessar mundir. Aðalhlutverk hans er að annast lífeyrismál nýrra starfsmanna sveitarfélaganna, starfsmanna sem eru innan vé- banda BSRB og BHM. Einnig er gert ráð fyrir að hann geti tekið að sér rekstur lífeyrissjóða sveitarfé- laganna. Þegar hafa rúmlega 30 sveitarfélög og landshlutasamtök gerst aðilar að lífeyrissjóðnum, meðal annars Reykjavíkurborg. STJÓRN Opinna kerfa hf. hefur ákveðið að nýta sér til fulls heimild til stjórnar félagsins, sem samþykkt var á aðalfundi Opinna kerfa hf. 11. mars sl., um að auka hlutafé um allt að 4 mkr. að nafnverði. í fréttatilkynningu kemur fram að tilgangur útboðsins er að afla fjár vegna fjárfestinga í öðrum fé- lögum og fjölga hluthöfum til að uppfylla skilyrði um skráningu á Aðallista Verðbréfaþings íslands. Samið hefur verið við Búnaðar- bankann Verðbréf um að annast hlutafjárútboðið sem áætlað er að verði um mánaðamótin októ- ber/nóvember. Fjárhæð útboðsins er 4.000.000 kr. að nafnverði og er um að ræða FRÁGANGUR fréttatilkynninga um afkomu félaga sem hafa fengið hlutabréf sín skráð á Verðbréfa- þingi íslands er ekki í samræmi við kröfur þingsins og uppsetning árs- reikninga er ekki í samræmi við ströngustu kröfur laga og reglu- gerða. Kom þetta í ljós við athugun Verðbréfaþings íslands á upplýs- ingagjöf 45 félaga vegna síðasta reikningsárs. Verðbréfaþing íslands hefur að undanfómu lagt áherslu á að auka faglega umfjöllun um reikningsskil. Það hefur meðal annars verið gert með ráðningu löggilts endurskoð- anda, Helenu Hilmarsdóttur, til starfa og í kjölfarið skipulegri yfir- ferð ársreikninga, milliuppgjöra og upplýsinga þeim tengdum. Ófullnægjandi fréttatilkynningar Um síðustu áramót tóku gildi nýj- ar reglur um viðvarandi upplýsinga- Hlutafé fyrir- tækisins aukið um 10,5% nýtt hlutafé til viðbótar við áður út- gefíð hlutafé sem er 38.000.000 kr. að nafnvirði. Skiptist í tvo hluta Utboðið skiptist í tvo hluta. Ann- ars vegar geta núverandi hluthafar neytt forkaupsréttar á nýju hlutafé og er hámarksnafnverð hlutabréfa sem forkaupsréttarhafar geta nýtt sér 4.000.000 kr. Hins vegar verður almenningi boðið að kaupa með skyldu útgefenda sem fengið hafa bréf sín skráð á Verðbréfaþingi. Með þeim er upplýsingagjöf til VÞÍ í tengslum við ársreikning breytt á þann hátt að nú ber skráðum félög- um að senda þinginu fréttatilkynn- ingu um leið og stjórn félagsins hef- ur samþykkt ársreikning. Þegar hann er tilbúinn til dreifíngar skal senda eintak til VÞÍ og þeirra þing- aðila sem þess óska, þó eigi síðar en þremur mánuðum eftir lok reikn- ingsárs. Skoðun á íyrstu umferð upplýsingagjafar eftir þessar breyt- ingar á reglunum lauk í sumar og í framhaldi af því sendi Verðbréfa- þing skráðum félögum helstu niður- stöður með ósk um að félögin kynni sér þær og lagfæri hjá sér fyrir næsta ár. í bréfinu sem Helena Hilmars- dóttir undirritar kemur fram að rúmur helmingur félaganna til- kynnti of seint um birtingu fréttatil- kynningar, fæstar hófust á lykil- og áskriftarfyrirkomulagi þau hluta- bréf sem forkaupsréttarhafar kaupa ekki og verður sett hámark á nafnverð þess hlutar sem hver ein- staklingur getur skráð sig fyrir. Verði eftirspurn í almennu útboði meiri en sem nemur því hlutafé sem boðið er til sölu skerðist hlutur hvers og eins hlutfallslega miðað við þá upphæð sem óskað er eftir. Almenna sölutímabilið mun hefjast að loknu forkaupsréttartímabilinu og mun Búnaðarbankinn Verðbréf þá sjá um sölu á þeim hluta, og þeirri fjárhæð sem forkaupsréttar- hafar hafa ekki tekið á forkaups- réttartímabilinu, til almennings í almenna útboðinu, segir í í fréttatil- kynningu. kennitölum, 36% félaganna fjölluðu ekkert um horfur og 62% greindu ekki frá dreifingardegi ársreikn- ings. Mismunandi færsla arðs í reglum Verðbréfaþings um við- varandi upplýsingaskyldu er kveðið á um að skráð félag skuli leitast við að láta reikningsskil sín ávallt upp- fylla ströngustu kröfur sem gerðar eru til félaga í þeirri grein sem fé- lagið starfar í. Þau skulu samin í samræmi við gildandi lög og góða reikningsskilavenju. í ljós kemur að Verðbréfaþing þurfti að minna allmörg félög á að skila ársreikningi á tilskildum tíma og ýmsar athugasemdir eru gerðar um uppsetningu þeirra í athugun starfsmanns þingsins. Þannig sýna 38% félaganna ekki sérstaklega af- komu af reglulegri starfsemi eftir skatta. Helena segir að það atriði standi væntanlega til bóta því Búnaðarbanki íslands KPMG í London ráð- gjafí um gengi á hlutabréfum BÚNAÐARBANKI íslands hefur valið breska endurskoðunarfyrir- tækið KPMG í London til að verða bankaráði bankans til ráðgjafar um gengi á hlutabréfum í almennu út- boði sem fram fer síðar á árinu. Inn- an KPMG mun sérstök deild, Cor- porate Finance, annast verkið. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar hjá Búnaðarbankanum er undirbún- ingsvinna hafin og áætlað að fyrir- tækið ljúki verkinu á 4-5 vikum. Eins og komið hefur fram verður hlutafé að nafnvirði 600 milljónii’ selt í þessum mánuði og næsta, hluti á genginu 1,26 til starfsmanna og af- gangurinn í almennu útboði. Reikningsskilaráð hafí boðað reglu um það. Hjá tæpum helmingi eru langtímaskuldir ranglega flokkaðar. Mismunandi er hvort tillaga um úthlutun arðs er skuldfærð eða ekki. Fram kemur að aðeins níu fé- lög skuldfæra úthlutaðan arð en 32 færa hann ekki fyrr en við greiðslu. Helena segir bagalegt að ekki skuli vera samræmi í því hvenær arður er færður til skuldar því það geti haft umtalsverð áhrif á reiknings- skil félaganna. Lýsir hún því sem sinni skoðun að félögum beri að skuldfæra arð við úthlutun, sam- kvæmt tillögu stjórnar til aðalfund- ar enda séu engin eða fá dæmi um að aðalfundur hafi ekki farið að til- lögunni. „Það er eðlilegt að ætlast til þess að almenningshlutafélög sem skráð eru á verðbréfaþingi séu til fyrir- myndar hvað varðar reikningsskil og alla upplýsingagjöf," segir m.a. í niðurlagi bréfs Verðbréfaþings. Verðbréfaþing gerir athugasemdir við upplýsingagjöf fyrirtækja Uppsetning ársreikninga ekki í samræmi við ströngustu kröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.