Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 21 ERLENT Hart er nú tekist á um forystuna í röðum kristilegra demókrata, CDU, í Þýskalandi Bonn. Reuters. MIKIL deila er risin innan Kristi- lega demókrataflokksins, CDU, í Þýskalandi um það hvernig best sé að standa að endurreisn hans og endurnýjun innan forystunnar eftir mesta kosningaósigur hans frá ár- inu 1949. Bodo Hombach, einn helsti ráðgjafí Gerhards Schröders, verðandi kanslara, segir í grein, sem birtist í gær, að rausnarlegar atvinnuleysisbætur hafí orðið til að lengja þann tíma, sem fólk er at- vinnulaust, en ekki stytta hann. Helmut Kohl, fráfarandi kansl- ari, brást við kosningaósigrinum meðal annars með því að segja af sér leiðtogaembættinu í CDU en hann hefur gegnt því í 25 ár. Afleið- ingin er sú, að nú logar flokkurinn í átökum milli gömlu forystunnar, „Hvalaþjóð- garður“ við Bretland London. Daily Telegraph. MIKIÐ er um hval í sjónum norð- vestur af Bretlandi og þess vegna ber að koma þar upp nokkurs konar „hvalaþjóðgarði" og banna þar ýmsa starfsemi eins og olíuleit. Þetta hafa grænfriðungar farið fram á við bresk stjórnvöld. í fimm vikna leiðangri grænfrið- unga og Hvala- og höfrungavemd- arfélagsins í Bretlandi á þessum slóðum sást til 11 hvalategunda, þar á meðal búrhvals, langreyðar, sand- reyðar, hrefnu, steypireyðar, hnúfu- baks, háhyrnings og ýmissa smá- hvala, og í framhaldi af því hefur Melchett lávarður, stjórnarformað- ur samtaka grænfriðunga, skrifað Chris Smith, ráðherra menningar- ai-fleifðar, og hvatt til 18 mánaða banns við olíuleit á svæðinu. Grænfriðungar halda því fram, að þær aðferðir, sem notaðar séu við olíuleit, fæli burt hvalinn og það sé brjálæði að fórna honum á altari nýrra olíulinda. Le Pen sviptur þinghelgi Strassborg. Reuters. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að svipta Jean-Marie Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylk- ingarinnar, þing- helgi, í því skyni að greiða fyrir því að hægt verði að draga hann fyrir rétt í Þýzka- landi fyrir meint andgyðingleg ummæli. 420 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni um þinghelgissvipt- ingu Le Pens, 20 á móti og 6 sátu hjá. Að atkvæðagreiðslunni lokinni sagði Le Pen í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TV2, að hann væri reiðubúinn að mæta fyrir rétti í Múnchen að því tilskildu að hann „verði ekki sendur til Dachau eða Buchenwald". Saksóknari í Bæjaralandi hafði farið fram á þinghelgissviptinguna til að fá Le Pen til að svara til saka fyrir meint ummæli sín þess efnis, að útrýming nazista á sex milljónum gyðinga væri „hreint smáatriði“ í mannkynssögunni. Flokksmenn vilja segja skilið við Kohl-tímann hirðmanna Kohls, og yngri manna, sem krefjast róttækrar endurnýj- unar í framvarðarsveitinni. Saka þeir síðai-nefndu, aðallega fólk á fertugs- og fimmtugsaldri, Kohl um að vilja ráða því sjálfur hverjir taki við. Ekki tilskipun að ofan „Fyrst og síðast verður flokkur- inn að segja skilið við Kohl-tímann og það án tafar,“ sagði Kajo Schommer, efnahagsráðherra í Saxlandi, í viðtali við dagblaðið Bild. Volker Rúhe, fráfarandi varn- armálaráðherra, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur varaformað- ur CDU, sagði í viðtali við sama blað, að forystan þyrfti á algerri uppstokkun að halda. Lagði hann áherslu á, að það mætti ekki gera með tilskipunum að ofan og var þá augljóslega að víkja að þeirri yfir- lýsingu Kohls eftir að hann sagði af sér í síðustu viku, að Wolfgang Schauble, leiðtogi þingflokks CDU, ætti að taka við af sér. Það, sem fór fyrir brjóstið á mönnum, var, að Kohl skyldi kveða strax upp úr með það, að Schauble yrði næsti leiðtogi án þess að láta svo lítið að ráðfæra sig við flokks- menn. Schauble nýtur nefnilega mikils stuðnings innan flokksins og framkvæmdastjóm flokksins hefur nú lagt til, að hann taki formlega við af Kohl á flokksþingi CDU 7. nóvember. Bodo Hombach, sem var einn þeiiTa sem stýrðu kosningabaráttu jafnaðarmanna fyrir kosningamar 27. september sl. og verður líklega ráðherra í stjórn Schröders, segir í grein í tímaritinu Spiegel, að rausn- arlegar atvinnuleysisbætur letji menn fremur en hvetji til að fá sér vinnu. Lofar hann einnig þær breyt- ingar, sem gerðar hafa verið á vel- ferðarmálum í Bandaríkjunum en þar voru bætur lækkaðar. Bótaþeg- ar hafa því orðið að leita út á vinnu- markaðinn og oft í láglaunastörf. Margir telja Hombaeh óopinber- an talsmann Schröders, að hann lýsi þeim skoðunum, sem Schröder vilji ekki verða fyrstur til að flíka. WhatCar, 1998: „Besti smábíll ársins!“ Útlit bíls skiptir konur máli en þær vita að það er lítils virði efannað vantar. Og það vantar ekkert í Ford Fiesta því hann sameinar kraft, þægindi ogfínt verð. Tímaritið What Car, 1998, kernst að kjama málsins: „Besti smábtll ársins! Nú verða gæði smábíla miðuð við yfirburði Ford Fiesta." Þrenns konar tilboð! Komdu strax og kannaðu málið. Ford Fiesta -fyrir konur sem vilja komast áfram Staðalbúnaður meðal annars: Vökvastýri, samlæsing, upphituð framrúða, 16 ventla, 1,25 lítra vél, rafdrifnir og upphitaðir speglar. Verð (á götuna): 3ja dyra kr. 1.098 þúsund, 5 dyra kr. 1.158 þúsund. Brimborg-Þórshamar Bíley Betri bílasalan Tryggvabraut 5, Búðareyri 33, Hrísmýri 2a, Akureyri Reyðarfirði Selfossi sími 462 2700 sími 474 1453 sími 482 3100 Bílasala Keflavíkur Hafhargötu 90, Keflavík sími 421 4444 Tvisturinn Faxastíg 36, Vestmannaeyjum sími 481 3141 BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.