Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 C---------------------------- MINNINGAR t Hjartkaer systir okkar og mágkona, SVANHILDUR SIGURGEIRSDÓTTIR fyrrverandi deildarstjóri, lést á Landspítalanum mánudaginn 5. október. Pétur Sigurgeirsson, Sólveig Ásgeirsdóttir, Pálína Guðmundsdóttir, Guðlaug Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Magnússon. t Elskulegur frændi minn, EIRÍKUR BREIÐFJÖRÐ KRISTVALDSSON, Gránufélagsgötu 35, Akureyri, andaðist á heimili mínu í Reykjavík að kvöldi laugardagsins 3. október. Jónína Kristín Jóhannesdóttir. + Útför ÞÓRDÍSAR BENEDIKTSDÓTTUR, Grænavatni, fer fram frá Skútustaðakirkju laugardaginn 10. október kl. 11. Dætur hennar og aðrir aðstandendur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, EIRÍKUR JÓNSSON, Einilundi 6E, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 8. október kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahús Akureyrar, lyflækningadeild 1. Sigrún Jónsdóttir. Oddný Eiríksdóttir, Finn Roar Berg, Jón Eiríksson, Jónína Hafliðadóttir, Gunnar Eiríksson, Karen Malmquist, afabörn og langafabörn. + Útför föður okkar, JENS GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi skólastjóra, Reykhólum, fer fram frá Reykhólakirkju laugardaginn 10. október kl. 14.00. Sætaferð verður frá BSf kl. 9.30 og til baka að athöfn lokinni. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Barmahlíð, dvalarheimili aldraðra á Reykhólum, njóta þess. Ebeneser Jensson, Eiríkur Jensson, Helgi Jensson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, frá Hofsárkoti í Svarfaðardal. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheim- ilinu Dalbæ, fyrir hlýja og góða umönnun. Gunnlaugur Sigvaldason, Sigríður Jónsdóttir, Jóhannes Sigvaldason, Árdís Sigvaldadóttir, Anna Sigvaldadóttir, Steinunn Sigvaldadóttir, Rósa Sigvaldadóttir, Adda Sigvaldadóttir, Elín Sigvaldadóttir, Kristín Tómasdóttir, Ófeigur Jóhannesson, Torbjörn Byrnás, barnabörn og barnabarnabörn. HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR + IIólmfríður Stef- ánsdóttir fædd- ist á Kambfelli í Djúpadal í Saurbæj- arhreppi, nú Eyja- fjarðarsveit,, hinn 18. september 1903. Hún lést á Dvalar- heimilinu Dalbæ á Dalvík 21. septem- ber sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Höfðakap- ellu á Akureyri 1. október. Vegna mis- taka við myndbirt- ingu í blaðinu í gær birtum við greinina aftur með réttri mynd um leið og við biðj- um hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum. Fríða, fóðm-systir mín, ólst upp í Kambfelli í Djúpadal í hópi átta systldna og sinnti störfum heimilsins eins og þá tíðkaðist. Sumrin 1925 og 1926 var ég, þá níu og tíu ára, í sveit í Stóradal í Djúpadal. Frænka mín var þar kaupakona og þar kynntist ég hennar hlýja viðmóti og högu hönd er hún sá um fatnað minn og fleira mér viðkomandi. Síðar fluttist hún tíl Akureyrar og bjó lengi með systur sinni Sigrúnu og Jóhönnu móður þeirra. Var ég tíður gestur á heimili þeirra og naut þar margra ánægjustunda, þar sem stutt var í glaðværð og dillandi hlátur. A Akureyri gekk Fríða til liðs við Hjálp- ræðisherinn og þar kynntíst hún norskri hjúkrunarkonu, Liv- Astrid Kröbö. Eftir að móðir frænku minnar lést og systir hennar var komin á Dvalar- heimili, fluttist Fríða suður og starfaði þar með Liv, sem þá sá um Hjúkrunarheimilið Bjarg, sem var á vegum Hjálpræðishers- ins. Eftir það héldu þær saman, keyptu sér íbúð og áttu saman mörg góð ár. Þegar svo halla fór undan fæti og ellin sótti á frænku mína, varð Liv hennar stoð og stytta og veitti henni alla bestu umönnun og skjól. I tilefni 65 ára afmælis frænku minnar sendi ég henni hamingju- og heillakveðju: Fréttin sú barst hingað frænka mín góð, að funmtán ár bæst hafi á fimmtuga slóð, svo heillaósk færð skal í letur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINN SÍMONARSON, Arnarhvoli, Dalvík, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. október sl., verður jarðsunginn frá Dalvíkur- kirkju föstudaginn 9. október kl. 13.00. Alda Stefánsdóttir, Stefán Steinsson, Símon Páll Steinsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Sigurlína Steinsdóttir, Samúel M. Karlsson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS BENEDIKTSDÓTTIR frá Smáhömrum, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugar- daginn 10. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Kollafjarðarneskirkjugarði. Björn H. Karlsson, Matthildur Guðbrandsdóttir, Elínborg Karlsdóttir, Helgi Eiríksson, börn og barnabörn. + Systir okkar, GUÐLAUG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Uppsölum, Hraungerðishreppi, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 4. október. Jarðsungið verður í Selfosskirkju laugardaginn 10. október kl. 10.30 f.h. Jóna Marín Sveinbjörnsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför, EIRÍKS BJÖRNSSONAR, frá Svínadal í Skaftártungu. Ágústa Ágústsdóttir, Erla Eiríksdóttir, Pétur Kristjónsson, Björn Eiríksson, Koibrún Þórarinsdóttir, Ágúst Eiríksson, Erla Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. M glöggt hefur fetað þá gæfimnar braut, sem gullinu skilar í gleði sem þraut því gulli, sem eilífðin metur. Heill þínu húsi og heill þinni trú, heill þinni vegferð, og áEram halt þú, uns tímann þér Alvaldur setur. Sá tími reyndist 30 ár. Síðustu vikurnar dvaldi frænka mín á Dval- arheimilinu Dalbæ á Dalvík þar sem Liv þurfti að sinna veikri móður sinni úti í Noregi. Nítugasti og fimmti afmælisdag- ur frænku minnai- rann upp 18. september sl. Frændur og vinir fögnuðu með afmælisbarninu. Stór og mikil afmælisterta stóð til boða öllum á heimilinu með síðdegiskaff- inu. Þá var hátíð á Dalbæ, en líka kveðjustund, því þrem dögum síðar hvarf andi hennar á eilífðarbraut. Við kistulagningu í Höfðakapellu á Akureyri hitti ég konu sem þar vinnur, og hún sagðist muna vel eft- ir Fríðu þegar hún ung sótti sunnu- dagaskóla Hjálpræðishersins, þá stóð Fríða jafnan við dyrnar og setti stjömu í sunnudagabókina hennar. Ég vona að þegar þar að kemur standi frænka mín við dyrnar og setji gyllta stjörnu í lífsbók mína. Nú hef ég kvatt þessa góðu frænku mína um stund, en hlý minningin lifir. Kæra frænka, hugurinn fylgir þér á ljóssins braut. Þinn frændi, Jón. JON THOR HARALDS- SON + Jón Thor Haraldsson fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 13. apríl 1933. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 14. september síðastliðinn. Utför Jóns fór fram í kyrrþey. Jón Thor Haraldsson kom til starfa í Flensborgarskólanum haustið 1972 og kenndi þar óslitið í tvo áratugi ef frá er talið eitt ár sem hann var við framhaldsnám í Osló. Jón Thor var farsæll og viríur kennari sem ávallt vann starf sitt af alúð og gerði miklar kröfur til sín og annarra. Haustíð 1992 lét hann af störfum vegna þeirra veikinda sem nú hafa haft sigur eftir langa baráttu. Það voru margar minningar sem flugu í gegnum hugann þegar fréttin barst. Mér verður alltaf minnisstætt hversu vel Jón Thor tók á móti mér þegar ég kom til starfa við Flens- borgarskólann haustið 1989. Hann tók mig strax afsíðis og gaf mér góð ráð varðandi það hvemig bæri að skilja orð og athafnir einstakra sam- starfsmanna. Þessi ráð skalt þú skilja bæði sem gaman og alvöru, sagði hann síðan að loknu samtali. Allt frá þeirri stundu vissi ég að orðum Jóns var hægt að treysta. Hann var hafsjór af fróðleik og því var alltaf gott til hans að leita ef spumingar vöknuðu um einhver mál. Jón var sterkur persónuleiki og hann var gjarnan miðdepill í öllum umræðum á kennarastofunni og tal- aði ætíð tæpitungulaust um menn og málefni. Hans var því sárt sakn- að þegar hann þurfti að láta af störfum vegna heilsubrests. Ég vil fyrir hönd starfsmanna og nemenda Flensborgarskólans senda fjöldskyldu Jóns okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hans er minnst með söknuði sem kennara, sam- starfsmanns og góðs félaga. Einar Birgir Steinþórsson. Þú ert á myndunum mínum Ljúf minning kær Ég þekkti þig stutt kempa Þú bættir mitt tafl Þökk sé þér vinur Emil Thóroddsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.