Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 49
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Arnar Laxdal
Menntamálaráðherra
á ráðstefnu UNESCO
Fengu
hrefnu í netið
Stefnt að auknu
sjálfstæði og sjálf-
stjórn háskóla
SKIPVERJAR á Saxhamri SH 50
fengu hrefnu í netið í síðustu viku
þegar þeir voru að veiða þorsk á
miðjum Breiðafirði. Hrefnan var
dauð þegar hún kom upp og drógu
þeir hana við síðu bátsins til hafnar.
Hrefnan reyndist vega fimm og
hálft tonn og vera átta metra löng.
Greiðlega gekk að selja kjötið af
henni á markað og kostaði kílóið
allt frá 180 krónum til 300 króna
eftir því hvaðan það var af skepn-
unni.
Samstarf gegn
umferðarslysum
Fundaherferð meðal framhaldsskóla-
nema um umferðarslysavarnir
VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands,
Rauði kross Islands og Félag
framhaldsskólanema munu í vetur
gangast í'yrir fundaherferð meðal
framhaldsskólanema um umferðar-
slysavarnir og skyndihjálp og hafa
fulltrúar félaganna undirritað
samning þ.a.l, að því er segir í
fréttatilkynningu. Vátryggingafé-
lag Islands hefur unnið að foi'vörn-
um með þessum hætti á undan-
förnum árum en Rauði kross Is-
lands tekur nú í fyrsta sinn þátt í
átakinu og annast fræðslu um
skyndihjálp.
Á síðustu árum hefur VÍS lagt
mikla áherslu á hvers konar for-
varnastarf. Þungamiðjan í því
starfi hafa verið umferðarfundir
með ungu fólki undir kjörorðunum
„Tökum slysin úr umferð“. Haldnir
hafa verið fjölmargir fundir í flest-
um framhaldsskólum landsins þar
sem mætt hafa yfir 8.000 ung-
menni á sl. fjórum árum. Umferð-
arfundir VIS samanstanda af efni
um afleiðingar umferðarslysa fyrir
ungt fólk og er að mestu leyti
stuðst við_ efni af myndböndum og
glærum. I því sambandi hefur VIS
látið framleiða eigið efni sem
hvergi hefur verið sýnt nema á um-
ferðarfundum VÍS og jafnframt
sýnt erlent myndefni; efni þar sem
fjallað er um þessi viðkvæmu mál á
sannferðugan, hreinskilinn og hisp-
urslausan hátt, segir í tilkynning-
unni.
Á þeim tíma sem liðinn er frá því
umferðarfundirnir hófust, hefur
VIS átt árangursríkt samstarf við
ýmsa aðila og má þar nefna lög-
regluna og SEM-samtökin en full-
trúar frá þeim hafa mætt sem gest-
ir og rætt um persónulega reynslu
sína af skelfilegum afleiðingum
umferðarslysanna, að því er kemur
fram í fréttatilkynningunni.
Fulltrúar frá Rauða krossi ís-
lands munu mæta á fundina í vetui’
og vekja athygli á mikilvægi skyndi-
hjálpar og sýna nýja mynd um
fyrstu hjálp á slysstað. Rauði kross
Islands og deildir hans um land allt
hafa um áratugaskeið staðið að öfl-
ugri fræðslu um skyndihjálp og
slysavarnir með námskeiðum og út-
gáfu kennsluefnis.
Hver umferðarfundur stendur í
50-60 mínútur og fá allir þátttak-
endur blað, þar sem fjallað er um af-
leiðingar umferðarslysa fyrir ungt
fólk, penna, endurskinsmerkisspjald
og vandaðan bækling_ um skyndi-
hjálp. Auk þess mun VIS styrkja út-
gáfustarfsemi skólafélaganna skv.
ákveðnum reglum auk þess sem
þeir nemendur skólanna, sem mæta
á fundina, fá umtalsverðan afslátt af
ábyrgðartryggingu eigin bfls.
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra flutti í gær, þriðjudag,
ræðu á ráðstefnu UNESCO um
æðri menntun sem haldin er í
París. Rúmlega eitt hundrað
menntamálaráðherrar sækja ráð-
stefnuna auk fulltrúa háskóla, nem-
enda og kennara. I hópi rektora á
ráðstefnunni eru Páll Skúlason frá
Háskóla íslands og Þorsteinn
Gunnarsson frá Háskólanum á
Akureyri. Alls sækja á þriðja þús-
und manns ráðstefnuna.
Menntamálaráðherra gerði í
ræðu sinni nokkra grein fyrir nýj-
um lögum um háskóla hér á landi,
segir í fréttatilkynningu. Hann
lagði áherslu á nauðsyn þess að með
réttum hætti yrði brugðist við þeirri
þróun að sífellt fleiri sækjast eftú
háskólamenntun. Stjórnmálamenn
yrðu að finna bestu leiðirnar til að
gera hverri háskólastofnun kleift að
vaxa og þróast á eigin forsendum.
Með nýjum háskólalögum stefndu
íslensk stjórnvöld að því að auka
Fyrirlestur
um lungna-
krabbamein
sjálfstæði og sjálfstjórn háskóla.
Hann minnti á, að öll mannaforráð í
háskólum yrðu nú flutt í hendur
rektors. Brýnt væri að gera strang-
ar kröfur til háskólastarfsmanna,
þvi að þróun skólanna væri undir
þeim komin.
Ráðherrann lagði áherslu á, að í
framhaldsskólum yrðu nemendur
búnir sem best undir sjálfstætt há-
skólanám. Hver einstaklingur yrði
að fá góða grunnmenntun, sem auð-
veldaði honum að takast á við sí-
breytilegar kröfur og leggja stund á
símenntun að lokinni hefðbundinni
skólagöngu.
Ný upplýsingatækni opnaði nýjar
víddir í menntamálum. Hún auð-
veldaði öllum að tileinka sér æðri
menntun, hvar sem þeir væru og á
hvaða aldri sem þeir væru. Ríki,
sem stæðu ekki vel að æðri mennt-
un, drægjust aftur úr í alþjóðlegri
samkeppni. Hátt þekkingarstig
þjóða væri forsenda velgengni
þeiri-a.
N orðurlandamót
framhaldsskólasveita
MR vann
3 skápar '«90x80
S Mi»r samse({
Verö inlöeíit viö snmsoit húsgöon
VoikIik) ski iísloliihiist'jiRn
l\'i ii lyrii Lvki ()!>, hi'imili
l'G Ski'ifsiofuhiinaöur ehl
FÉLAGSFUNDUR verður haldinn
hjá Samtökum lungnasjúklinga
fimmtudaginn 8. október í Safnaðar-
heimili Hallgrímskirkju í Reykjavík
og þefst fundurinn kl. 20.
Á fundinum kemur Óskai’ Einars-
son, sérfræðingur í lungnasjúkdóm-
um og gjörgæslulækningum. Óskai’
vinnur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur,
hjá Landhelgisgæslu íslands og
einnig á Reykjalundi, en einmitt það-
an kannast margir lungnasjúklingar
vel við hann.
Um þessar mundir er Evi’ópuvika
og er hún að þessu sinni tileinkuð
umfjöllun um krabbamein í körlum.
Óskar ætlar í fyrirlestri sínum nú að
fjalla um lungnakrabbamein sem
ekki er vandamál karlmannanna
einna heldur einnig kvenna. Óskar
mun ræða um þennan sjúkdóm, áhrif
hans á aðstandendur og umhvei’fi
hinna sjúku. Einnig mun hann koma
inn á orsakir og ýmsa meðferðar-
möguleika.
Félagsfundurinn er öllum opinn,
hvort sem þeir eru í samtökunum
eða ekki.
öruggan
sigur
N ORÐURL ANDAMÓT fram-
haldsskólasveita í skák var
haldið um helgina í félags-
heimili Skákfélags Hafnar-
fjarðar. Fulltrúi íslands að
þessu sinni var Menntaskól-
inn í Reykjavík sem sigraði í
íslandsmóti framhaldsskóla-
sveita sl. vor. Menntaskólinn í
Reykjavík vann öruggan sig-
ur, hlaut 9'Æ vinning í 12 skák-
um. Danska sveitin varð í 2.
sæti með 7V6 vinning.
Eftirtaldir skipuðu sveit
MR: 1. Bragi Þorfinnsson
2/3v. 2. Bergsteinn Einarsson
U/ý3v. 3. Matthías Kjeld 3/3v.
4. Björn Þorfinnsson 3/3v.
Liðsstjóri sveitarinnar er
Bragi Halldórsson.
Sjónarhóll Hafnarfjörður
Sjónarhóll Glæsibær
Hlýlegar og ódýrar
gleraugnaverslanir
Þú kaupir ein gleraugu og færð önnur með
GLERAUGNAVERSLUN j
Hafnarfjörður
S. 565-5970
Glæsibær
S. 588-5970
Tilboð á við gleraugu sem kosta 19.000,- kr. og yfir.
Gildir ekki með öðrum tilboðum