Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 51 Góður árang- ur íslenskra kjötiðnaðar- manna FRÉTTIR Bókasafnsþjónusta kvennadeild- ar Reykjavíkurdeildar RKI í ÁR eru 30 ár liðin frá því kon- ur í kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands tóku við rekstri sjúklingabókasafna Landspitalans og SHR í Foss- vogi. Árið 1950 gaf frú Ágústa Þórðardóttir Sigfússon Land- spitalanum einkabókasafn sitt. Frú Ágústa ananðist reglu- bundna bókasafnsþjónustu þar til kvennadeildarkonur tóku við rekstrinum í ársbyrjun 1968. Á SHR í Fossvogi fara kvenna- deildarkonur í maimánuði 1968 að lána út og fara með bækur á stofur til sjúklinga. Áður höfðu þær unnið mikla undirbúnings- vinnu með starfsfólki bókasafns SHR í Fossvogi við að flokka, merkja og skrá bækur sem Lionsklúbburinn Baldur hafði fært sjúkrahúsinu að gjöf. Söfnin hafa verið með hljóðbókaþjón- ustu frá árinu 1975 í samvinnu við Blindrabókasafn íslands. Frá nóvember 1969 hafa kvennadeildarkonur rekið bóka- safn SHR á Landakoti og á sjúkrahóteli RKÍ siðan í júlí 1976. Kvennadeildarkonur afla fjár til bókakaupa fyrir söfnin með árlegum föndur- og kökubasar. I haust, 1. nóvember, verður basarinn í húsi Rauða kross Is- lands, Efstaleiti 9. Forstöðukonur bókasafnanna eru: Anna Kristjánsdóttir, SHR á Landakoti, Sigrún Flóvenz, Landspítala, Ingunn Gíslason, SHR í Fossvogi og Grensásdeild, Eva Úlfarsdóttir, Sjúkrahóteli RKÍ, Ragna Gunnarsdóttir, Hljóðbókaþjónusta SHR í Foss- vogi og Guðlaug Ingólfsdóttir, Hljóðbókaþjónusta Landspítala. Dagskrá yfir félagsstarf deildarinnar hefur verið send til allra félagskvennam, en fyrsti fundur vetrarins verður fimmtudaginn 8. október nk. í Skíðaskálanum í Hveradölum, en þar ætla félagskonur að sýna tískufatnað og Olafur „nikkari" mun halda uppi fjörinu. Allir eru hvattir til að mæta. ÍSLENSKIR kjötiðnaðarmenn hafa á undanförnum árum tekið þátt í alþjóðlegum sem og norrænum fag- mótum sem haldin hafa verið í tengslum við Interfair-matvælasýn- inguna í Herning á Jótlandi. Árang- ur íslensku keppendanna hefur alltaf verið góður og má segja að með þátttöku sinni hafí íslenskum kjötiðnaðarmönnum tekist að koma landi sínu, menntun og ekki síst ís- lenskum landbúnaðarafurðum ræki- lega á framfæri, segir í fréttatil- kynningu. Dómarar í keppninni eru kjöt- iðnaðarmeistarar frá Danmörku, Noregi og Islandi. Fulltrúi Islands var Oli Þór Hilmarsson frá Matvæla- rannsóknum Keldnaholti. Keppnis- fyrirkomulagið er þannig að allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig. Eftir gagnrýna skoðun dómarahópsins á hverri vöru fyiTr sig tínast stigin af, allt eftir eðli gall- ans hverju sinni. Þar sem hver vara er skoðuð út af fyrir sig geta margar vörur fengið gull, silfur eða brons. Til að fá bronsverðlaun þarf varan að hafa 42-45 stig, silfur 46-48 stig og gull 49-50 stig. Vara sem hlýtur gull er því nánast gallalaus. Að lokinni þessari úttekt er valin besta einstaka varan úr hópi gullverðlaunahafa inn- an hvers vöruflokks. Keppnin í ár er í tveimur flokkum; flokki hrápylsa, þar eru t.d. spægipylsa, pepperoni o.fl., og flokki hráskinka. Frá íslandi komu 39 vörutegundir frá þrettán kjötiðnað- armönnum starfandi í fjórum fyrir- tækjum. Af innsendum vörum náðu 37 í verðlaun, sem skiptust í fern gullverðlaun, tíu silfurverðlaun og tuttugu bronsverðlaun. MATHYS^ Vatnsvörn STÖÐVIÐ LEKANN MEÐ FILLCOAT ÁRVÍK ARMÚLA 1 • Sl'MI 568 7222 • FAX 568 7295 www.mbl.is Titanic í for- sölu á mbl.is í FYRSTA sinn á íslandi er nú hægt að panta myndband í forsölu á Netinu, nokkru áður en myndin fer í almenna sölu. Um er að ræða stór- myndina Titanic, eftir James Cameron. Þeir sem áhuga hafa geta smellt á þar til gerðan hnapp á mbl.is, pantað myndbandið og feng- ið það sent í póstkröfu eða sótt í verslanir Skífunnar. Einnig verður hægt að panta í forsölu teiknimyndina Anastasíu, sem er með íslensku tali, og sérút- gáfu af Titanic, sem gefin er út í takmörkuðu upplagi. Hægt er að panta myndböndin til miðnættis 12. október. Myndböndin verða síðan afhent þeim sem panta 14. október, tveimur dögum fyrir almennan út- gáfudag. Fyrstu 200 sem panta Titanic í forsölu á mbl.is fá smáskífu með lögum úr myndinni í kaupbæti, allir sem panta Titanic í forsölu fá Titan- ic-plakat og nöfn þeirra sem panta Titanic eða Anastasiu á mbl.is verða sett í pott þar sem dregið verður um ferð fyrir tvo til London. Frá Norðurleið Landleidum ehf. Höfum fellt niður til vors 1999 ferðir á sunnudögum frá Reykjavík kl. 8.30 og 17.30 og Akureyri kl. 9.30 og 17.00 en förum í þeirra stað eina ferð kl. 15.00 bæði frá Reykjavík og Akureyri og verða þá millitímar þessir: SUNNUDAGSFERÐIR REK-AK OGAK-REK Kl. . . Frá T 15 00 Reykjavík j I . . Kl. l ... 21.00 15 45 . . Akranesvegamót k. . . 20.10 16 15 . Borgarnes . . . 19.50 16.40 . . Bifröst . . . 19.25 17 15 Brú . . . 18.55 17 45 . . Staðarskáli . . . 18.50 18.10 . . Norðurbraut . . . 18.00 19 00 Blönduós . . . 17.10 19 50 Varmahlíð . . . 16.20 21.00 .w.Akureyri . . . 15.00 Til Frá jMZ NORÐURL EIÐ LANDLEIÐIR FiJ hamineju ----------JTlf x O k ^ mec j ÁmifL s a i a aífhæiio! m m á f11IIxkI lil jíaknfendal M<ir^iml>1;iðsins íslenski dansflukkurinn á 25 ára afmæli á árimf. Af þyí tilefni býdur Morgunblaðið á.skriff;ndurri sínum að kaupa tvo miða á vefði eins á afmælissýningu íslenska dansflokksins 15. október. Þeir se.m áhuga hafa frc.ta pantað sér rniða með því að hringja f áskriftardeild Morgunblaðsins í síma Ú60 1122. Gúða skemmtun! ÍSferi'ild dansflokkurinn [J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.