Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 51 Góður árang- ur íslenskra kjötiðnaðar- manna FRÉTTIR Bókasafnsþjónusta kvennadeild- ar Reykjavíkurdeildar RKI í ÁR eru 30 ár liðin frá því kon- ur í kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands tóku við rekstri sjúklingabókasafna Landspitalans og SHR í Foss- vogi. Árið 1950 gaf frú Ágústa Þórðardóttir Sigfússon Land- spitalanum einkabókasafn sitt. Frú Ágústa ananðist reglu- bundna bókasafnsþjónustu þar til kvennadeildarkonur tóku við rekstrinum í ársbyrjun 1968. Á SHR í Fossvogi fara kvenna- deildarkonur í maimánuði 1968 að lána út og fara með bækur á stofur til sjúklinga. Áður höfðu þær unnið mikla undirbúnings- vinnu með starfsfólki bókasafns SHR í Fossvogi við að flokka, merkja og skrá bækur sem Lionsklúbburinn Baldur hafði fært sjúkrahúsinu að gjöf. Söfnin hafa verið með hljóðbókaþjón- ustu frá árinu 1975 í samvinnu við Blindrabókasafn íslands. Frá nóvember 1969 hafa kvennadeildarkonur rekið bóka- safn SHR á Landakoti og á sjúkrahóteli RKÍ siðan í júlí 1976. Kvennadeildarkonur afla fjár til bókakaupa fyrir söfnin með árlegum föndur- og kökubasar. I haust, 1. nóvember, verður basarinn í húsi Rauða kross Is- lands, Efstaleiti 9. Forstöðukonur bókasafnanna eru: Anna Kristjánsdóttir, SHR á Landakoti, Sigrún Flóvenz, Landspítala, Ingunn Gíslason, SHR í Fossvogi og Grensásdeild, Eva Úlfarsdóttir, Sjúkrahóteli RKÍ, Ragna Gunnarsdóttir, Hljóðbókaþjónusta SHR í Foss- vogi og Guðlaug Ingólfsdóttir, Hljóðbókaþjónusta Landspítala. Dagskrá yfir félagsstarf deildarinnar hefur verið send til allra félagskvennam, en fyrsti fundur vetrarins verður fimmtudaginn 8. október nk. í Skíðaskálanum í Hveradölum, en þar ætla félagskonur að sýna tískufatnað og Olafur „nikkari" mun halda uppi fjörinu. Allir eru hvattir til að mæta. ÍSLENSKIR kjötiðnaðarmenn hafa á undanförnum árum tekið þátt í alþjóðlegum sem og norrænum fag- mótum sem haldin hafa verið í tengslum við Interfair-matvælasýn- inguna í Herning á Jótlandi. Árang- ur íslensku keppendanna hefur alltaf verið góður og má segja að með þátttöku sinni hafí íslenskum kjötiðnaðarmönnum tekist að koma landi sínu, menntun og ekki síst ís- lenskum landbúnaðarafurðum ræki- lega á framfæri, segir í fréttatil- kynningu. Dómarar í keppninni eru kjöt- iðnaðarmeistarar frá Danmörku, Noregi og Islandi. Fulltrúi Islands var Oli Þór Hilmarsson frá Matvæla- rannsóknum Keldnaholti. Keppnis- fyrirkomulagið er þannig að allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig. Eftir gagnrýna skoðun dómarahópsins á hverri vöru fyiTr sig tínast stigin af, allt eftir eðli gall- ans hverju sinni. Þar sem hver vara er skoðuð út af fyrir sig geta margar vörur fengið gull, silfur eða brons. Til að fá bronsverðlaun þarf varan að hafa 42-45 stig, silfur 46-48 stig og gull 49-50 stig. Vara sem hlýtur gull er því nánast gallalaus. Að lokinni þessari úttekt er valin besta einstaka varan úr hópi gullverðlaunahafa inn- an hvers vöruflokks. Keppnin í ár er í tveimur flokkum; flokki hrápylsa, þar eru t.d. spægipylsa, pepperoni o.fl., og flokki hráskinka. Frá íslandi komu 39 vörutegundir frá þrettán kjötiðnað- armönnum starfandi í fjórum fyrir- tækjum. Af innsendum vörum náðu 37 í verðlaun, sem skiptust í fern gullverðlaun, tíu silfurverðlaun og tuttugu bronsverðlaun. MATHYS^ Vatnsvörn STÖÐVIÐ LEKANN MEÐ FILLCOAT ÁRVÍK ARMÚLA 1 • Sl'MI 568 7222 • FAX 568 7295 www.mbl.is Titanic í for- sölu á mbl.is í FYRSTA sinn á íslandi er nú hægt að panta myndband í forsölu á Netinu, nokkru áður en myndin fer í almenna sölu. Um er að ræða stór- myndina Titanic, eftir James Cameron. Þeir sem áhuga hafa geta smellt á þar til gerðan hnapp á mbl.is, pantað myndbandið og feng- ið það sent í póstkröfu eða sótt í verslanir Skífunnar. Einnig verður hægt að panta í forsölu teiknimyndina Anastasíu, sem er með íslensku tali, og sérút- gáfu af Titanic, sem gefin er út í takmörkuðu upplagi. Hægt er að panta myndböndin til miðnættis 12. október. Myndböndin verða síðan afhent þeim sem panta 14. október, tveimur dögum fyrir almennan út- gáfudag. Fyrstu 200 sem panta Titanic í forsölu á mbl.is fá smáskífu með lögum úr myndinni í kaupbæti, allir sem panta Titanic í forsölu fá Titan- ic-plakat og nöfn þeirra sem panta Titanic eða Anastasiu á mbl.is verða sett í pott þar sem dregið verður um ferð fyrir tvo til London. Frá Norðurleið Landleidum ehf. Höfum fellt niður til vors 1999 ferðir á sunnudögum frá Reykjavík kl. 8.30 og 17.30 og Akureyri kl. 9.30 og 17.00 en förum í þeirra stað eina ferð kl. 15.00 bæði frá Reykjavík og Akureyri og verða þá millitímar þessir: SUNNUDAGSFERÐIR REK-AK OGAK-REK Kl. . . Frá T 15 00 Reykjavík j I . . Kl. l ... 21.00 15 45 . . Akranesvegamót k. . . 20.10 16 15 . Borgarnes . . . 19.50 16.40 . . Bifröst . . . 19.25 17 15 Brú . . . 18.55 17 45 . . Staðarskáli . . . 18.50 18.10 . . Norðurbraut . . . 18.00 19 00 Blönduós . . . 17.10 19 50 Varmahlíð . . . 16.20 21.00 .w.Akureyri . . . 15.00 Til Frá jMZ NORÐURL EIÐ LANDLEIÐIR FiJ hamineju ----------JTlf x O k ^ mec j ÁmifL s a i a aífhæiio! m m á f11IIxkI lil jíaknfendal M<ir^iml>1;iðsins íslenski dansflukkurinn á 25 ára afmæli á árimf. Af þyí tilefni býdur Morgunblaðið á.skriff;ndurri sínum að kaupa tvo miða á vefði eins á afmælissýningu íslenska dansflokksins 15. október. Þeir se.m áhuga hafa frc.ta pantað sér rniða með því að hringja f áskriftardeild Morgunblaðsins í síma Ú60 1122. Gúða skemmtun! ÍSferi'ild dansflokkurinn [J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.