Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 11
FRÉTTIR
Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhjúpar afsteypu af styttu Einars Jónssonar
Charcots og
Pourquoi
pas? minnst
Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti um
helgina afsteypu af styttu eftir Einar Jónsson til
minningar um franska rannsóknarskipið Pourquoi
Pas? í borginni Saint-Malo í Frakklandi. Margrét
Elísabet Ólafsdóttir iylgdist með afhendingunni.
HRAFNHILDUR Schram, forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, Rut Ingólfsdóttir, eiginkona ráðherr-
ans, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra, með fána St. Malo borgar í hendinni. Til hægri er sökkull
styttunnar eftir Einar Jónsson. Á hann er letrað: í minningu Charcot skipherra og áhafnar Pourquoi pas?
sem fórst 16. september 1936. Gjöf frá íslenska lýðveldinu.
Saint-Malo. Morgunbladið.
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra afhenti á laugardag bretónsku
borginni Saint-Malo í Frakklandi að
gjöf, frá ríkisstjóm Islands, afsteypu
í bronsi af styttu Einars Jónssonar,
til minningar um Chareot skipherra
og áhöfnina af rannsóknarskipinu
Pourquoi pas? I tilefni af viðtöku
gjafarinnar efndi borgarstjóri Saint-
Malo og þingmaðurinn René Cou-
anau til móttöku íyrir ráðherrann,
sendiherra Islands í París, Sverri
Hauk Gunnlaugsson, Hrafnhildi
Schram, forstöðumann Listasafns
Einars Jónssonar, og konsúl Islands
í Caen, Steinunni Filippusdóttur Le
Breton.
Dagski-á dagsins hófst með hátíð-
legri messu í kirkju Saint-Croix þar
sem sonur skipstjórans á Pourquoi
pas?, Alexis Le Conniat prestur í Sa-
int-Brieuc, aðstoðaði við messu-
gjörðina. Kirkjan er skammt frá lítill
vík, í bæjarhlutanum Saint-Severin,
þar sem afsteypunni var valinn stað-
ur. Dótturdóttir Charcots, frú Vall-
in-Charcot, hafði hönd í bagga með
að ákveða staðsetninguna. Hún valdi
þessa vík inn af Rance-firði, með til-
liti til þess að handan hans stendur
húsið sem afí hennar bjó í. Styttan
vísar í átt til hússins og um leið í
norður, til Islands. Eftir messu
gengu boðsgestir að staðnum, sem
er fyrir neðan veginn að Solidor,
varðturni frá 14. öld. Við endann á
litlum blómagarði, sem kúrir milli
vegarins og víkurinnar, þar sem litlir
bátar vagga í sjónum, beið styttan
undir fána borgarinnar eftir því að
verða afhjúpuð. Nokkur mannfjöldi
hafði þegar safnast þar saman og út
um glugga í nálægum húsum gægð-
ust höfuð forvitinna íbúa.
Á heimaslóð Pourquoi pas?
Sjálf athöfnin hófst með inngöngu
sjóliða, sem stilltu sér upp í heið-
ursvörð við enda garðsins. Síðan af-
hjúpaði Björn Bjarnason styttuna og
tók við fána Saint-Malo frá borgar-
stjóranum. Styttan er táknræn og
sýnir stóran verndarengil sem gnæf-
ir yfír hóp smávaxinna manna. Þeir
virðast stefna í átt til himins undir
leiðsögn engilsins og rísa upp eins og
stafn á skipi. I ávarpi sínu á eftir
sagði ráðherrann frá hinu „ljóðræna
myndskáldi", myndhöggvaranum
Einai'i Jónssyni, sem gerði styttuna
skömmu eftir að Pourquoi pas? fórst
í Straumfirði 16. september 1936
með nær allri áhöfn; aðeins einn
maður komst lífs af. Ráðherrann
þakkaði einnig Vallin-Charcot, fyrir
að leggja sitt af mörkum til að af-
steypan og áletruð steinhellan sem
hún stendur á, kæmust til Saint-Ma-
lo, þaðan sem Pourquoi pas? lagði úr
höfn í rannsóknarferðir sínar. Vallin-
Charcot gat sjálf ekki verið viðstödd
athöfnina. Fyrir hennar hönd var á
staðnum fjölskylduvinurinn doktor
Vogel, sonur Vogels skipstjóra, góð-
vinar Charcots. Fyrir tilviljun áttu
þeir sinn síðasta samfund í Reykja-
vík aðeins nokkrum dögum áður en
Pourquoi pas? fórst.
Eftir ávarp borgarstjórans og
þingmannsins René Couanau, fengu
viðstaddir tíma til að virða styttuna
fyrir sér, þai' sem hún stóð umvafin
sólai'geislum, sem brutust fram úr
skýjunum á réttu augnabliki. í
troðningnum sem þá myndast reynir
lágvaxinn og finlegur gamall maður
að nálgast Björn Bjarnason. Þetta er
Le Conniat prestur. Hann er með í
fórum sínum bók, sem hann skrifaði
um föður sinn og vill endilega gefa
ráðherranum áritað eintak. Annar
nákominn ættingi, Henri Juhel, 76
ára sjómaður og frændi Raymond
Renault, sjóðliða, sem fórst með Po-
urquoi pas? aðeins 25 ára, vill fá
mynd af sér með í'áðherranum. „Eg
man vel eftir slysinu og frænda mín-
um,“ segir hann. „Hann vildi ekki
fara með í þessa ferð, af því hann
ætlaði að gifta sig. En Charcot kom
og sótti hann.“
Áhugi á samskiptum við ísland
Að athöfninni lokinni er gestum
boðið að drekka vinarskál í ráðhúsi
Saint-Malo. Þar færir Couanau
borgarstjóri menntamálaráðherra
og sendiherra Islands minnispening
borgarinnar og bók um Pourquoi
pas?, sem Hrafnhildur Schram þigg-
ur einnig að gjöf. Gjafii' Islands til
borgarstjórans og fulltrúa menning-
armála, Louis Pottier, er bók um
Einar Jónsson og hljómdiskur með
íslenskum þjóðlögum í flutningi
Menntaskólans við Hamrahlíð. I há-
deginu snæddi sextán manna hópur
fjögurra rétta sælkeramáltíð í boði
borgarinnar á veitingahúsinu Grand
Hotel des Thermes við ströndina.
Þar lét borgarstjórinn í ljós áhuga á
frekari samskiptum við Island, ekki
síst í tengslum við fiskvinnslu; hann
sagðist ekki frábitinn þeirri hug-
mynd að fá íslensk sjávarútvegsfyr-
irtæki til Saint Malo. Björn Bjarna-
son sagðist myndu koma þessum
vilja á framfæri við samráðherra
sína.
Eftir málsverðinn var fai'ið í heim-
sókn í sögusafn borgarinnar, sem
nýlega áskotnaðist málverk af
Charcot. Um leið var tækifærið not-
að til að skoða sýningu um skipherr-
ann, þar sem meðal annars gefur að
líta greinar úr íslenskum dagblöðum
af slysinu á Pourquoi pas? Þar er
einnig hægt að sjá hve oft Charcot
kom til íslands. Fyrst 1912 og síðan
næstum árlega á Pourquoi pas? á ár-
unum 1925 til 1936, á leið í rannsókn-
arleiðangra til Grænlands og Jan
Mayen. „íslendingar virðast muna
vel eftir Charcot og halda nafni hans
ekki síður á lofti en Frakkar," segir
doktor Vogel undrandi og ánægður.
Heimsókninni lauk með sýningu á
kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur
um strandið, Svo á jörðu, í boði
menntamálaráðherra.
YTYYYTYTtJtTtTTtJYttT
* M0 m Toppstaður og veislugladur 0 M
: Tonlisfarveisla
* - Bestu tónlistarmenn landsins skemmta hjá okkur í allan vetur »
FLOTT SYNING -SEM SLÓ I GEGNl
FRANK SINATRA, BING CROSBY, DE,
MARTIN, TONY BENNETT, NAT KING COLE, BILLIE HOLIDAY, ELLA FITZGERALD
Þ*
^0-
Hljómsvpitin Casino Mi ATH: Aðeins tvœr sýningar
og Póll Oskar leika fyrir dansi ó eftir. eftir: 10. og 1T. okt.
BENNY GOODMAN, GLENN MILLER, COUNT BASIE, LOUIS ARMSTRONG, SAMMI DAVIS JR. O.FL. O.FL.
I Föstudaginn 16. október:
| Hinir landskunnu, síkátu og frábæru
skagfírsku söngvarar.
o
n
\nsssL
TSS&**0**
I Hljómsveit
Geirmundar Vattýssonar^
leikur fyrir dansi
EIN BESTA SYNING
SEM SETT HEFUR
VERIÐ UPP!
Frábærir
söngvarar
JónJósep •
Snæbjömsson V*
i Kristján
b Glslason
Hulda
^Gestsdóttir
RúnaG.
| StefánsdóS
Birgitta •
Haukds
I p
Frqmundqn á Broqdways
9. okt.
10. okt.
16. okt.
17. okt.
23. okt.
24. okt.
6. nóv.
14. nóv.
21. nóv.
26. nóv.
27. nóv.
28. nóv.
- ABBA - Land&Synir leika fyrir dansi.
................... "Os
- New York-New York, Páll Oskar og Casino
- Aiftagerðisbræður, Hljómsyeit Geirmundar
- New York-New York, Páll Oskar og Casino
- Hornfirðingar, Humarveisla
- ABBA. Skítamórall leikur fyrir dansi
- ABBA, Greifarnir leika fyrir dansi
- STORDANSLEIKUR, Skitamórall leijtur fyrir dansi
- VILLIBRÁÐARKVÖLD - ABBA, Páll Oskar og Casino
- Fegurðarsamkeppni karla
- SKAGFIRÐINGAR-HUNVETNINGAR & Geirmundur
- ABBA, byrjum á vinsæia jólahlaðborðinu,
Sóldögg leikur fyrir dansi
4/5 des. - ABBA og vinsæla jólahlaðborðið
11/12des. - ABBA og vinsæla jóiahlaðborðið
18/19 des. - ABBA og vinsæla jólahlaðborðið
Gamlárskvöld - Stórdansleikur
Nýárskvöld, Vínardansleikur Islensku óperunnar
Hljómsveitin LAISID OG SYMf*
leikur föstudag 9. okt.
PÁLL ÓSKAR & CA.SINO
leika laugardag W. okt.
Forsala aðgöngumiða kl. 13-17 alla daga!
veisl^-
dvlbJÓN^
; síma
fttíB®
veisíusalir
Fjölbreylt úrval
matsedla.
Borðbúnaðar-
og dúkaleiga.
Veitum persónulega ráðgjöf við undirbúning.
Leigjum sali fyrir jólatrésskemmtanir, pantið tímaniega!
BRQftOyW
HÓTEL ÍSLANDI
Miða- og borðapantanir í síma 533 1100.
Verö 4.900, matur og sýning. 1.950, skemmtun. 950, dansleikur.
Skoðaðu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna, www.broadway.is