Morgunblaðið - 25.11.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrsta ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í íslensku máli
Akvörðun um lækkun lyíja-
verðs stríðir ekki gegn EES
í RÁÐGEFANDI áliti sem birt var í gær fellst
EFTA-dómstóllinn á þá afstöðu íslenska ríkisins
að ákvörðun Lyfjaverðlagsnefndar um lækkun
lyfjaverðs 22. nóvember árið 1996 stangist ekki á
við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
Álitsins var aflað að beiðni Héraðsdóms Reykja-
víkur í máli sem Samtök verslunarinnar-Félag ís-
lenskra stórkaupmanna, FÍS, hafa höfðað gegn
íslenska ríkinu og Lyfjaverðlagsnefnd. Krefst
stefnandi ógildingar ákvörðunar Lyfjaverðlags-
nefndar sem fól meðal annars í sér að hámarks-
verð lyfja í heildsölu lækkaði um 2,65% ef kostn-
aðarverð var kr. 3.000 eða hærra. Tilefnið var
samanburður á heildsöluverði lyfja á Norður-
löndum sem sýndi að það væri hæst á íslandi.
Ógildingarkrafa FÍS byggist bæði á íslenskum
stjórnsýslureglum og ákvæðum EES-samnings-
ins, nánar tiltekið tilskipun ráðsins 89/105/EBE.
I málflutningi fyi-ir EFTA-dómstólnum, sem
fram fór í byrjun október, byggði FIS á því að 2.
og 3. gr. tilskipunarinnar ættu við og þær heimil-
uðu ekki einhliða ákvörðun yflrvalda um verð-
breytingu á borð við ákvörðun lyfjaverðlags-
nefndar. EFTA-dómstóllinn telur hins vegar að
4. gr. tilskipunarinnar eigi við þar sem yfii'völd-
um er heimilað að gn'pa til verðstöðvunar að
gefnum vissum skilyrðum.
Þetta ákvæði eigi við jafnvel þótt þarna hafi ver-
ið um verðlækkun lyfja að ræða en ekki verðstöðv-
un. Þá segir dómstóllinn að einhliða ákvörðun lög-
bærs stjómvalds um að lækka heildsöluverí) sé að
meginstefnu í samræmi við tilskipunina. Akvæðið
mæli ekki fyrir um nein sérstök atriði sem gæta
verði að þegar sllk ákvörðun sé tekin. Ríki sé ein-
ungis lögð sú skylda á herðar að endurskoða
ákvörðun sína síðar ef eftir því er leitað.
Málið fluttu Baldvin Hafsteinsson hdl. af hálfu
Samtaka verslunarinnar-Félags íslenskra stór-
kaupmanna, FÍS, og Einar Gunnarsson, lögfræð-
ingur viðskiptaski-ifstofu utanríkisráðuneytisins,
fyrir hönd íslenska ríkisins. Að sögn Baldvins
þýðir þessi niðurstaða ekki að málið fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur sé tapað því þar sé byggt á
fleiri ógildingarástæðum heldur en þeúri að
EES-samningurinn hafi verið brotinn.
Morgunblaðið/Porkell
FJÖLNIR Pálsson flugmaður og Ólafur W. Finnsson flugstjdri eftir að hafa snúið við frá Vestmannaeyjum. Tveim tímum eftir að myndin var tekin
var vélin send með farþega til Egilsstaða, en snúið við aftur vegna skemmda sem komu í ljds eftir eldinguna fyrr um morguninn.
Fokker-vél Flugfélags fslands snúið við tvisvar sama daginn
Skemmdir á loftneti vegna eldingar
Hávaðamengun við
Miklubraut yfír
hættumörkum
Land-
læknir vill
bráðar
aðgerðir
ÓLAFUR Ólafsson landlæknir hef-
ur ritað Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur borgarstjóra bréf þar sem
hann óskar eftir að hið bráðasta
verði gripið til aðgerða til að draga
úr hávaða frá umferð við Miklubraut
milli SnoiTabrautar og Rauðarár-
stígs. Hann nefnir þrjár leiðir, að
setja hraðatakmarkanir, þrengja
götuna eða byggja varnarvegg.
Ólafur skrifar bréfið vegna kvart-
ana frá Guðlaugi Lárussyni, íbúa á
Miklubraut 13, en hann hefur í nokk-
ur ár barist fyrir því að dregið verði
úr hávaða frá umferð við Miklubraut.
Landlæknir segir að Guðlaugur og
kona hans séu ekki við góða heilsu.
Þau þjáist bæði af öndunar-, hjarta-
og æðasjúkdómum. Mælingar hafi
sýnt að hljóðstyrkur við húsvegg hjá
þeim sé yfir 70 dB, en þar eru skil-
greind hættumörk. Um Miklubraut
aka um 42.000 bílar á sólarhring á 60-
80 km hraða, segh’ í bréfinu.
Ekki hægt lengur
„Eg fæ ekki séð að unnt sé að
horfa lengur á þau ganga bónleið til
búðar,“ segir landlæknir í bréfi sínu.
Grípa verði hið bráðasta til aðgerða,
t.d. að útvega hjónunum leiguíbúð.
Aðrar aðgerðir geti falist í því að
lækka hámarkshraða niður í 30 km á
klukkustund. I öðru lagi að þrengja
götuna fyrir framan húsin númer
11-15, en þar ber mest á hávaða. I
þriðja lagi að byggja varnarvegg
fyrir framan hús númer 5-15 við
Miklubraut.
„Mig grunar að svipuðum aðgerð-
um væri löngu lokið í sumum öðrum
hverfum borgarinnar eða sveitarfé-
lögum en ég hef vitaskuld engar
sannanir fyrir því. Aðgerðir þær
sem ég hef nefnt hér eru þær
minnstu er mér koma í hug. Ég legg
mikla áherslu á að hafist verði
handa hið bráðasta og tek mið af
heilsufari íbúa við Miklubraut," seg-
ir í bréfi landlæknis.
------------
Alvarlega slas-
aður eftir
útafakstur á
*
Olafsvíkurvegi
LÍTIL sendibifreið valt á Ólafsvíkur-
vegi við Urriðaárbrú milli klukkan 1
og 2 aðfaranótt þriðjudags. Ökumað-
urinn, sem var einn í bifreiðinni, var
meðvitundarlaus er að var komið og
var hann fluttur með sjúkrabifreið á
Sjúkrahús Reykjavíkur og lagður inn
á gjörgæsludeild. Honum er haldið
sofandi í öndunarvél og er hann al-
varlega slasaður, að sögn iæknis.
Mikil hálka var á veginum þegar
slysið varð og er hugsanlegt að hún
hafi verið orsök slyssins.
ELDINGU laust niður í Fokker-
flugvél Flugfélags íslands í gær-
morgun í áætlunarflugi milli
Reykjavíkur og Vestmannaeyja.
Hluti siglingatækjanna sló út, en
aðrar skemmdir urðu ekki á vél-
inni og hvorki farþega né áhöfn
sakaði.
Þegar flugvélin kom inn í að-
flugið til Eyja versnaði veður
skyndilega og ákváðu því flug-
mennirnir, Olafur W. Finnsson
og Fjölnir Pálsson, að hætta við
lendingu og sneru vélinni við til
Reykjavíkur. I brottfluginu flaug
vélin inn í skýjabakka þar sem
eldingunni laust niður í vélina.
„Við sáum strax að þetta var eld-
ing, en það var aldrei nein hætta
á ferðum því við flugum eftir
öðrum siglingatækjum til
Reykjavíkur," sagði Ólafur við
Morgunblaðið skömmu eftir lend-
inguna á Reykjavíkurflugvelli,
sem heppnaðist að óskum, rétt
fyrir klukkan níu.
Sagði hann að vissulega hefði
þeim brugðið við hvellinn, og
glampann sem líktist leifturljósi
myndavélar eftir lýsingu Fjölnis
að dæma, enda hafði hvorugur
lent í slíku áður.
Vélinni snúið við frá
Egilsstöðum stuttu seinna
Vélin reyndist að mestu
óskemmd, en fór í skoðun í flug-
skýli á Reykjavíkurflugvelli þar
sem farið var yfir siglingatæki
hennar. Ekki var flogið aftur til
Eyja í gær vegna veðurs, en vél-
inni var flogið að lokinni skoðun
til Egilsstaða um klukkan 11.
Ekki tókst heldur að lenda henni
þar vegna bilunar sem kom upp
og var henni því enn snúið aftur
til Reykjavíkur án þess að far-
þegar kæmust á leiðarenda. í Ijós
kom að loftnet vélarinnar hafði
skemmst, sem rakið var til áhrifa
eldingarinnar.
Mikið annríki var á Reykjavík-
urflugvelli vegna ástandsins, en
gripið var til þess ráðs að flytja
farþega á minni flugvélum í stað
Fokkersins.
Sérblöð í dag
b
Á MIÐVIKUDÖGUM
v ttnay' liiiiltilftjtflif nftir 1
^sInir
ÍR áfrýjar : Eigum
úrskurði : harma að
HKRR hefna
Birgir
reynslunni
ríkari
C4