Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Niðurrif undirbúið VERIÐ er að undirbúa niðurrif Nýja bíó-hússins við Lækjar- götu í Reykjavík sem Bónus hefur keypt en framkvæmdir við það munu þó ekki heíjast fyrr en eftir áramót. Jóhannes Jónsson forstjóri segir staðinn viðkvæman og ætlunin sé að láta verkið ganga hratt fyrir sig. Hins vegar hafi orðið að ráði að hefja það ekki fyrr en eftir áramót til að trufla ekki umferðina í miðborginni á þeim mikilvæga verslunartíma sem nú fari í hönd. Næstu vikur seg- ir hann verða notaðar til að afla tilboða og huga að uppbygg- ingu. Skýrsla Norrænu verkalýðssamtakanna um ILO-samþykktir Island hefur aðeins full- gilt 2 af 26 samþykktum ISLAND hefur einungis fullgilt tvær af þeim 26 samþykktum sem Alþjóðavinnumálastofnunin ILO hefur gert frá árinu 1980 og ísland er hið eina af Norðurlöndunum sem ekki hefur fullgilt allar sjö gnmd- vallarsamþykktir Alþjóðavinnu- málastofnunarinnai'. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Norræna verkalýðssambandsins um fullgildingu ILO-samþykkta á Norð- urlöndum, en skýrslan var til um- fjöllunar á sambandsstjórnarfundi Alþýðusambands Islands í gær. Einnig kemur fram að ísland hefur einungis fullgilt 18 af samþykktum ILO á meðan hin Norðurlöndin hafa fullgilt á bilinu 66 til 100. Þá hafa ís- lensk stjórnvöld ekki fullgilt sam- þykkt ILO nr. 138 um bann við barnavinnu og ennfremur kemur fram í skýrslunni að íslensk stjórn- völd uppfylla ekki reglur ILO um málsmeðferð gagnvart Alþingi. „Samkvæmt reglum ILO ber ríkis- stjórn að leggja fyrir þjóðþingið til- lögur um hvort fullgilda skuli þær samþykktir sem gerðar hafa verið á síðasta þingi ILO. Hér á landi hafa stjórnvöld yfirleitt kynnt Alþingi nýjar samþykktir án þess að leggja fram tillögur um málsmeðferð. Af þeim 26 samþykktum sem gerðar hafa verið innan ILO síðan 1980 hef- ur aldrei verið fjallað um 16 á þar til gerðum vettvangþ þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir ASI til þess að fá úr þessu bætt,“ segir í ályktun sam- bandsstjórnarinnar. í ljósi þeirra upplýsinga sem fram koma í skýrslunni átelur sambands- stjórnin íslensk stjórnvöld harðlega fyrir að fara ekki að reglum ILO um málsmeðferð, eins og þau hafi skuld- bundið sig til að gera. Ur því þurfi að bæta hið bráðasta. „Sambandsstjórn ASI krefst þess að nú þegar verði gengið að ítrekuð- um kröfum frá ASI um að hefja skipulega yfirferð á þeim samþykkt- um ILO sem ekki hafa vérið fullgild- ar hér á landi í því augnamiði að full- gilda þær sem fyrst. Sambandsstjórn ASÍ krefst þess ennfremur að íslensk stjórnvöld full- gildi án tafar grundvallarsamþykkt ILO nr. 138 um bann við barna- vinnu. Þessi samþykkt er eitt helsta tækið í baráttunni gegn barnavinnu í heiminum í dag og það eru engar efnislegar hindranir gegn því að Is- land fullgildi þessa samþykkt án taf- ar. Sérstaða Islands innan Norður- landanna varðandi þetta mál er blettur á þátttöku okkar í alþjóða- samfélaginu,“ segir ennfremur. Lúsar vart í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu LIJS skýtur öðru hverju upp koll- inum og hefur gert það í haust í nokkrum skólum á höfuðborgar- svæðinu. Verði skólahjúkrunar- fræðingar varir við Iús að ein- hverju marki eru viðbrögðin þau að skólayfírvöld senda bréf heim ineð nemendum þar sem farið er fram á að börn séu kembd og lúsalyf notað. Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir í Reykjavík, segir ekki ljóst hvort meira sé um lús nú en verið hefur en hún komi oftast upp á haustin. Verið gæti að fólk væri meira vakandi fyrir þessum möguleika eftir umræðu um lús undanfarið. Á þriðja degi skólastarfs hafði móðir nemanda í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu samband við skólayfírvöldin og tilkynnti lús hjá barni sínu, sem nýverið hafði verið erlendis. Lúðvík segir ekki Meðferðin alltaf hin sama skipta máli hvaðan lús komi, höf- uðlús sé alltaf hin sama hvort sem hún sé upprunnin erlendis eða hérlendis. Þá séu meðulin alltaf hin sömu; lúsameðal og fara vandlega að leiðbeiningum og kemba reglulega í fjórar vikur. Sem dæmi má nefna að hjá nemendum í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi varð að senda nemendur heim með bréf í annað sinn fyrir tveimur vikum og fara aftur fram á fjögurra vikna Iúsa- kembingu þar sem eftir fyrri törn hafði enn komið fram lús. Fríða Regína Höskuldsdóttir skólastjóri sagði lús árvissan viðburð, nánast hluta af lífinu, og það væri eink- um heimilanna að uppræta hana, enda erfitt fyrir skólahjúkrunar- fræðinga að leita lúsa í 530 nem- endum. Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla, segir að ábyrgð í mál- um sem þessum sé ætíð heimil- anna og tekur í sama streng og Fríða Regína að ómögulegt sé fyrir hjúkrunarfræðinga að leita lúsa hjá mörg hundruð nemend- um. Hún segir örfá tilvik liafa komið upp í skólanum sem hjúkr- unarfræðingar skólans hafi séð um og þeim málum lokið. Engin ástæða hafi verið til að grípa til umfangsmeiri aðgerða í Mela- skóla. Leitað nýrra verkefna í húsnæði sem Engjaás ehf. fékk við úreldingu Mjólkursamlags Borgfírðinga KB í viðræðum um sölu á húsinu Kaupfélag Borgfirðinga reynir þessa dagana að selja stórt iðnaðarhús- næði fyrirtækisins Engjaáss ehf., sem átt hefur í miklum rekstr- arerfiðleikum. Hús- næðið tilheyrði áður Mjólkursamlaginu í Borgarfirði, en það var lagt niður við úreldingu árið 1995 þegar ríkið samdi við Kaupfélagið um greiðslu 227 millj- óna kr. úreldingar- styrks. KAUPFÉLAG Borgfirðinga (KB) hefur ákveðið að selja fimm þúsund fermetra hús- næði fyrirtækisins Engjaáss ehf., sem átt hefur í miklum rekstrarerf- iðleikum. Húsnæðið sem um ræðir tilheyrði áður Mjólkursamlagi Borgfirðinga, en það var lagt niður við úreldingu árið 1995 þegar ríkið samdi við Kaupfélagið um greiðslu 227 milljóna kr. úreldingarstyrks, sem veittur var af svokölluðu verð- miðlunarfé. Harðar deilur urðu um afgreiðslu landbúnaðarráðuneytisins á úreld- ingarstyrknum til mjólkursamlags- ins á árunum 1995 og 1996. Eftir úr- eldinguna hélt kaupfélagið hinum úreltu eignum í sinni eigu. Mark- aðsvirði húsnæðisins og alls tækja- búnaðar var þá metið á 258 milljónir en á móti úreldingarstyrknum kom um 31 milljónar króna skerðing á hámarksgreiðslu vegna úreldingar. „Kaupfélagið hefur ekki hagnast mikið á þessu“ Að sögn Guðsteins Einarssonar, kaupfélagsstjóra KB, var úrelding- arstyrkurinn í reynd allur notaður í uppbyggingu Engjaáss hf. „Þegar upp er staðið hefur kaupfélagið ekki hagnast mikið á þessu,“ sagði Guð- steinn. Kaupfélagið stofnaði Engjaás ehf. til helminga á móti Mjólkur- samsölunni, Mjólkurbúi Flóamanna og fleiri aðilum vorið 1995. Átti KB um 50% hlutafjár. Allri mjólkur- vinnslu var hætt í Mjólkursamlagi Borgfirðinga um áramótin 1995/96 og hóf Engjaás starfsemi í húsnæði Mjólkursamlagsins í framhaldi af því. Kaupfélag Borgfirðinga sótti um styrk til úreldingar mjólkursam- lagsins 1994 og komust KB og Mjólkursamsalan í Reykjavík að samkomulagi í desember sama ár um að úrelda mjólkursamlagið og flytja alla mjólkurvinnslu þess til Reykjavíkur. Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins frá þessum tíma um úreldingu mjólkursamlagsins og stofnun Engjaáss fékk KB auk úr- eldingarfjárins 75 milljónir frá Mjólkursamsölu Reykjavíkur vegna uppgjörs á eignarhluta í samsöl- unni, sem kveðið var á um í sam- komulagi þessara aðila og 40 millj- óna hlutafjárframlag frá mjólkur- samsölunni, Mjólkurbúi Flóamanna og Osta- og smjörsölunni. Tilraunir Sólar hf. reyndust árangurslausar Viðræður um úreldinguna fóru fram á milli KB og sérstakrar hag- ræðingarnefndar, sem staifaði í umboði landbúnaðarráðherra, en í henni sátu m.a. fulltrúar stærstu launþegasamtaka. Skrifuðu KB og hagræðingarnefnd svo undir úreld- ingarsamning 15. apríl 1995. Fyrirtækið Sól hf. hafði um þetta leyti sýnt mikinn áhuga á að stofna nýtt hlutafélag með Kaupfélagi Borgfirðinga og bændum, sem leggja inn mjólk í Borgarnesi, um framleiðslu á ávaxtasafa og mjólk- urafurðum. Þær áætlanir fóru hins vegar út um þúfur er landbúnaðar- ráðherra staðfesti samning KB og hagræðingarnefnar um úreldingu búsins í maí 1995. Þáverandi framkvæmdastjóri Sólar var óánægður með þessa nið- urstöðu og sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið á þessum tíma: „Með úreldingu Mjólkursamlagsins í Borgarnesi er eini möguleikinn fyr- ir utanaðkomandi aðila til þess að komast inn í mjólkurframleiðslu farinn. Ekki nóg með það heldur tekst þeim einnig að tryggja að þeim eru greiddar fleiri hundruð milljónir fyrir að leggja niður rekst- ur mjólkurafurðastöðva. Þessir pen- ingar nýtast þeim svo til þess að rétta sína fjárhagsstöðu og fá eignir og tæki afhent án þess að greiða nánast nokkuð fyrir, til þess að hefja samkeppni við þau einkafyrir- tæki sem fyrir eru á markaðnum." I skilmálum úreldingarinnar var kveðið á um að ekki mætti ráðstafa fasteignum eða tækjum mjólkur- búsins til mjólkurframleiðslu og að eignirnar yrðu markaðssettar fyrir 1. júní 1995. Vélar og húsnæði Mjólkursamsölunnar voru auglýst til sölu. Ekkert tilboð barst í húsið en eitt tilboð í vélar og tæki, sem síðan var dregið til baka. Ekkert varð því af sölu eignanna, sem urðu áfram í eigu KB og samstarfsaðila þess í Engjaási eftir að starfsemi þess hófst. Reksturinn gekk illa og hafa Mjólkursamsalan og Mjólkur- bú Flóamanna nú dregið sig út úr fyrirtækinu en KB á í dag um 80% hlutafjárins. Seldu Mjólkursamsal- an og Mjólkurbú Flóamanna KB sinn hlut og yfirtóku hluta af skuld- bindingum félagsins og hefur mjólkurdreifingin verið flutt yfir til þeirra, að sögn Guðsteins. Framleiðsla morgunkorns reyndist erfið I Engjaási voru framleiddir grautar, pizzur, sultur og morgun- korn og annaðist fyrirtækið einnig vínátöppun og dreifingu mjólkur- vara á Vesturlandi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var öllum starfsmönnum Engjaáss, 17, að tölu, sagt upp 1. ágúst sl. og hef- ur verið ákveðið að draga starfsem- ina verulega saman. Sex til sjö manns hafa verið endurráðnir til fyrirtækisins, að sögn kaupfélags- stjóra. „Það er búið að ákveða að við verðum áfram með vínátöppun, grautargerð og pizzuframleiðslu og væntanlega morgunkornsfram- leiðsluna en það er verið að skoða það nánar,“ sagði Guðsteinn. Hann sagði að framleiðsla Engjaáss á morgunkorni hefði verið mjög kostnaðarsöm íyrir fyrirtækið og ekki gengið nægilega vel á markaði. „Segja má að þar hafi farið mjög stór hluti af þessu hagræðingarfé,“ sagði hann. Að sögn Guðsteins er húsnæðið nú til sölu og á KB þessa dagana í óformlegum þreifingum við þrjá að- ila um þau mál. „Við erum að vinna að því að finna kaupendur eða leigj- endur að húsinu sem myndu nýta það eins og það er hugsað, sem stórt og rúmgott húsnæði fyrir öfl- ugt matvælafyrirtæki eða fyrir ann- an iðnað,“ sagði hann. Hann segir koma til greina að sú starfsemi Engjaáss sem haldið verður áfram verði í húsinu en einnig komi til greina að flytja hana í önnur hús í eigu kaupfélagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.