Morgunblaðið - 25.11.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Framtíðarsýn framkvæmdastjóra sænska rafveitusambandsins
Markaðsvæðing leiddi
til lægra raforkuverðs
Á SÍÐARI degi ráðstefnu Samorku
í gær, þar sem rætt var um fram-
tíðarskipan orkumála á Islandi var
augum beint að markaðsvæðingu
orkufyrirtækja í víðu samhengi.
Jan Samuelsson, framkvæmda-
stjóri sænska rafveitusambandsins,
ræddi um áhrif markaðsvæðingar á
orkufyrirtækin og sagði að bjart
væri um að litast í raforkubúskap
þar í landi, en tæp þrjú ár eru síðan
horfið var frá miðstýringu til mark-
aðsvæðingar. Raforkufyrirtækjun-
um gengi nokkuð vel að spjara sig á
markaðnum þar sem takmarkið
væri að þjóna viðskiptavinum í stað
þess að safna auði eins og tíðkaðist
á einokunartímum. Til samanburð-
ar má nefna, að þegar íslensk orku-
fyrirtæki velta um 25 milljörðum
króna árlega giskaði Jan Samuels-
son á að sænsku orkufyrirtækin
veltu um a.m.k. 50 milljörðum
sænskra króna eða 400 milljörðum
íslenskra króna og vildi hann þó
halda sig í neðri mörkunum. Sagði
Samuelsson að markaðsvæðingin
hefði haft í fór með sér lækkandi
raforkuverð, en vegna mikillar
skatttekju sænska ríkisins hefðu
neytendur ekki fundið eins mikið
fyrir lækkuninni og ætla mætti.
„Það er freistandi fyrir ríkið að
skattleggja þessa starfsemi, en það
verður samt að gæta þess að leggja
ekki of þunga skatta á hana,“ sagði
Samuelsson í samtali við Morgun-
blaðið.
Verðið á niðurleið
Þótt enginn rökstyðji lengur
miðstýringu í raforkubúskap í Svi-
þjóð er samt nokkuð hörð umræða
um núverandi ástand er lýtur eink-
um að skattamálunum. „Á sama
tíma og afköst hafa aukist í raf-
orkubúskapnum og verðið lækkað,
hafa yfirvöld hækkað skattana, sem
kemur fram í raforkuverðinu," seg-
ir Samuelsson. Hins vegar binda
menn miklar vonir, að hans sögn,
við að neytendur muni finna fyrir
verðlækkuninni þegar sala hefst til
heimahúsa því verðið er sífellt á
niðurleið.
„Ætli íslendingar að fara út í
markaðsvæðingu verða þeir að
gæta sín á því að raforkufyrirtækin
séu áþekk að stærð því verði einn
ráðandi aðili á markaðnum mun
hann rústa hann. Ennfremur er
gott að hafa fjölbreytta eignaraðild
að fyrirtækjunum, því það er óþarfi
að hafa öll fyrirtækin í einkaeign
þótt starfað sé í samkeppnisum-
hverfi.“ Hann segir að íslendingar
gætu vel lært af reynslu norrænna
þjóða í markaðsvæðingu og metið
kostina og gallana við slíkar um-
bætur.
Raforkukaupendur
ánægðir í Bretlandi
Ray Wilson hjá Rannsóknar-
stofnun orkuiðnaðarins í Bretlandi
ræddi um viðhorf raforkukaupenda
á samkeppnismarkaði og sagði að
breytingarnar frá miðstýringu til
markaðsvæðingar hefðu gengið
mun betur fyrir sig í Bretlandi en
menn höfðu búist við. Umbæturnar
fóru fram árið 1989 og nú um
stundir eru raforkukaupendur afar
ánægðir, ekki síst þegar þeir líta á
rafmagnsreikningana sína.
„Raforkuverðið hefur lækkað um
20%,“ segir Wilson í samtali. „Eg
held að umbæturnar hafi haft mjög
jákvæð áhrif á þá sem starfa í orku-
geiranum. Nú er öll ákvarðanataka
miklu auðveldari og starfsmönnum
er falin aukin persónuleg ábyrgð og
fyrirtækin hafa mjög skýra mynd
af markmiðum sínum. Þetta var
aldrei með þessum hætti í gamla
kerfinu."
Wilson segir að með mark-
aðsvæðingunni hafi losnað mikil
starfsorka úr læðingi sem hefur
sýnt sig í vaxandi starfsemi margra
sjálfstætt starfandi hæflleika-
manna sem ekki fengu útrás fyrir
kunnáttu sína áður fyrr.
„Markaðsvæðingin virkar," segir
hann. IVAllir sem koma að henni eru
sigurvegarar að einhverju leyti, en
breytingar sem þessar þaif að
framkvæma af varkárni. Ennfrem-
ur þarf í lengstu lög að gæta þess
að fara hægt í breytingarnar. Við
lentum í heilmiklu basli með tölvu-
kerfi og rafmagnsreikningamál og
það er fyrst núna, eftir níu ár, að
feriið er komið í viðunandi horf. Við
höfum lært mikilvæga lexíu á þess-
um tíma og höfum í seinni tíð ein-
beitt okkar að því að taka lítinn
hluta fyiár í einu í áframhaldandi
starfi.“
Wilson telur Island ekki of lítið
fyrir markaðsvæðingu og eðlisávís-
un hans segir hanum að vel sé ger-
legt að hefja markaðsumbætur hér-
lendis. „Það er hugsanlegt að fjórir
til fimm drefingaraðilar geti skapað
samkeppnisumhverfi,“ segir Wilson
og wtekur sem dæmi sitt heimaland
þar sem sambærileg tala er tólf
dreifingaraðilar, sem skipta á milli
sín 28 milljónum raforkukaupenda.
I Bretlandi er raforkusalan ekki
ólík því sem þekkist nú á Islandi í
verslun með síma á frjálsum mark-
aði þar sem margs konar tilboð
bjóðast símnotendum.
Hitaveitur ekki afskrifaðar
I erindi Jakobs S. Friðrikssonar,
yfirmanns þjónustudeildar Hita-
veitu Reykjavíkur, kom fram það
álit hans að hitaveitur hafi verið af-
skrifaðar sem þátttakendur í mark-
aðsvæðingu orkumarkaðar á ótrú-
verðugan hátt. „Eg get ekki betur
séð en að sömu markmið náist með
markaðsvæðingu hitaveitna og raf-
veitna, í það minnsta þarf að kanna
slíkt betur. Árangur markaðsvæð-
ingar er slíkur að krafa þjóðfélags-
ins hlýtur að vera um markaðsvæð-
ingu orkumarkaðar þar sem það er
mögulegt," sagði Jakob í erindi
sínu.
Eins
manns
verk
ÞESSIR borgarstarfsmenn voru
að þrífa bílinn sinn í gær á bens-
ínstöð að loknu dagsverki. Að
vísu var ekki allt tiltækt vinnu-
afl nýtt, enda auðvitað óþarfi að
allir séu að standa úti í kuldan-
um og bleytunni og sennilega
hefur aðeins einn kústur verið
tiltækur.
Jarðskjálfti
skammt frá
Hveragerði
JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3,5 á
Richterkvarða með upptök um fimm
kílómetra norður af Hveragerði varð
rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi.
Pálmi Erlendsson jarðfræðingui'
hjá Veðurstofunni segir að margir
bæjarbúar hafi haft samband og
sögðust þeir hafa fundið mjög greini-
lega fyrir skjálftanum. Hann fannst
gi'einilega í Biskupstungum og stöku
Reykvíkingur varð hans var.
Ritstjóri norska lögfræðitímaritsins Kritisk Juss
Birting skattaupplýs-
inga stangast á við
Mannréttindasáttmála
Ritstjóri norsks lögfræðitímarits telur að
birting álagningarskráa geti stangast á við
ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um
verndun einkalífs. Helgi Þorsteinsson
kannaði umræðuna hér á landi þar sem
starfshópur á vegum fjármálaráðuneytis-
ins hvetur til þess að aðeins verði birtar
endanlegar skattskrár.
JENS Petter Berg, sem er rit-
stjóri lögfræðitímaritsins
Kritisk Juss í Noregi, telur að
birting skattaupplýsinga eins og þær
tíðkast á Norðurlöndum, annars
staðar en í Danmörku, geti stangast
á við Mannréttindasáttmála Evrópu.
í þessu sambandi nefnir hann þó
ekki ísland, enda kom fram í samtali
Morgunblaðsins við hann, að honum
var ekki kunnugt um reglur hér á
landi. Meirihluti starfshóps, sem
skipaður var af íslenska fjármála-
ráðuneytinu, lagði í fyrra og í sumar
fram tillögur um að framvegis yrðu
aðeins endanlegar skattskrár birtar,
en ekki álagningarskrár. Geir H.
Haarde fjármálaráðherra segir að
ekki séu á döfinni á næstunni neinar
breytingar á íslenskum reglum um
þetta efni.
í leiðara í tímariti sínu hvatti Berg
Skattebetalerforeningen, samtök
skattgreiðenda í Noregi, til að láta
reyna á lögmæti birtingar skatta-
upplýsinga. Hann segir að uppruna-
legar ástæður þess að skattskrár
voru birtar ppinberlega í Noregi hafi
verið tvær. í fyrsta lagi sú að stjórn-
völd hafi viljað spara sér kostnað við
að láta hvern og einn skattgreiðanda
vita hvað hann þyrfti að greiða, og
því Iátið duga að auglýsa að upplýs-
ingarnar lægju frammi til sýnis. í
öðru lagi hafi yfirvöld viljað auka
skattheimtu, með því að gera öllum
almenningi kleift að kæra skatt-
greiðendur sem þeir teldu að
greiddu of lágan skatt.
Aldagömul hefð og réttmæt
Aðalritari norska blaðamannasam-
bandsins, Per Edgar Kokkvold,
svaraði Berg í lesendabréfi til netút-
gáfu dagblaðsins Várt land. Hann
segir að birting skattskráa njóti
stuðnings mikils meirihluta þing-
manna og styðjist við aldagamla
hefð. Hann vitnar meðal annars í álit
fjárlaganefndar norska Stórþingsins
þess efnis að fjölmiðlamenn geti
þurft á þessum upplýsingum að
halda.
Fjárlaganefndin taldi einnig að ef
fjölmiðlar kysu að birta upplýsing-
arnar á óviðeigandi hátt, væri það
ekki hlutverk stjómvalda að sinna
því, heldur væri það vandamál rit-
stjórnanna og hefði með samband
einstakra fjölmiðla og almennings að
gera.
Kokkvold telur að meginrök fyrir
birtingu álagningarskráa sé ekki að
almenningur geti fylgst með störfum
skattayfirvalda heldur að hægt sé að
uppgötva og bæta úr göllum á skatt-
kerfinu.
Kokkvold segir að samkvæmt
Mannréttindasáttmála Evrópu sé
hverjum og einum tryggður réttur
einka- og fjölskyldulífs, friðhelgi
heimilisins og einkasamskipta, en
skattaupplýsingar, það hvað hver og
einn leggi til samfélagsins, heyi'i
ekki undir einkalífið.
Fjölmiðlaumfjöllun bíði endan-
legrar skrár
Starfshópui' sá sem skipaður var
hér á landi á vegum fjármálaráðu-
neytisins til að kanna þessi mál, tel-
ur að upplýsingar úr álagningar-
skrám hafi á síðustu árum einkum
verið notaðar í viðskiptalegum til-
gangi, sem söluvara. Áður fyrr hafi
almenningi verið gert kleift að
bregðast við og kæra of lágt tekju-
og eignamat, en þær forsendur séu
ekki fyrir hendi lengur.
Starfshópurinn gagnrýnir að
áhugi fjölmiðla hafi einkum beinst að
því að kanna tekjur einstakra manna
og þjóðfélagshópa. „Hafa ákveðnir
einstaklingar jafnvel verið valdir ár
hvert og birtar um þá upplýsingar
og þær gjarnan bornar saman milli
ára. Þegar haft er [í] huga hve þar er
oft vegið nærri friðhelgi einkalífs
fólks og rétti þess til einkalífsvemd-
ar er mikilvægt að eyða réttaróvissu
um lögmæti slíkrar birtingar.“
„Starfshópurinn telur óæskilegt
að álagningarskrár, sem eðli málsins
samkvæmt geti reynst villandi séu
grundvöllur svo umfangsmikillar
fjölmiðlaumfjöllunar sem verið hef- í
ur. Telur starfshópurinn eðlilegra að
sú umfjöllun bíði útgáfu hinnar end-
anlegu og leiðréttu skrár, þ.e. skatt- I
skrár.“
Starfshópurinn kannaði meðal
annars hvemig birtingu skattaupp-
lýsinga væri háttað í nágrannalönd-
um.
í Svíþjóð er lengst hefð fyrir að-
gangi almennings að gögnum hins
opinbera og þar eru birtar opinber-
lega upplýsingar um útsvar, tekju- v
skatta, fasteignaskatta og fjár-
magnstekj uskatt.
I Noregi eru aðeins birtar álagn-
ingarskrár og eru þær hafðar til sýn-
ir í þrjár vikur. Þó er einnig hægt að
fá upplýsingar úr skránum eftir að
þeim tíma lýkur ef um er beðið.
í Finnlandi er lögð fram álagning-
arskrá öllum til sýnis og einnig gefur
ríkið út bók um skattskyld laun og
álagða skatta hins almenna borgara.
I Danmörku eru hvorki álagning- i
ar né skattaskrár birtar, enda er
talið að upplýsingar um álagða
skatta séu persónuupplýsingar sem
lúta skuli almennum þagnarskylduá-
kvæðum.
í Frakklandi eru upplýsingar um
skattgreiðslur bæði einstaklinga og
fyrirtækja opnar öllum skattgreið-
endum í viðkomandi umdæmi. Heim-
ilt er að rita upp upplýsingar úr
skránum en ekki má afrita þær með
öðrum hætti, eða gefa út eða prenta
með nokkru móti.
í Lúxemborg, Bretlandi, Hollandi
og Þýskalandi eru engar upplýsingar
birtar opinberlega um skattgreiðslur
framteljenda.