Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 11
FRETTIR
A-flokkarnir á Reykjanesi hafa komið sér sainan um prófkjör í janúar
Kvennalistinn á kost á
einu sæti af fimm efstu
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
FULLTRÚAR Alþýðu-
flokksins og Alþýðubanda-
lagsins á Reykjanesi hafa
komist að samkomulagi um
að halda prófkjör í janúar þar sem
flokkarnir, sem að sameiginlegu
framboði standa, fái tryggingu fyrir
einu af fimm efstu sætunum. Stjórn
kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins
gerði um þetta formlega samþykkt í
fyrrakvöld og féllst þar með á óskir
Alþýðuflokksmanna um prófkjör.
Kvennalistinn hefur óskað eftir
fresti til að svara þessum kröfum, en
mikil óánægja er í röðum Kvenna-
listakvenna með þessa tillögu.
Sem kunnugt er samþykkti
landsfundur Kvennalistans að setja
það skilyrði fyrir þátttöku í sameig-
inlegu framboði að Kvennalistakona
yrði í einu af þremur efstu sætum í
hverju kjördæmi. Tillaga A-flokk-
anna á Reykjanesi gengur út á að
haldið verði próíkjör um fimm efstu
sætin og að hver flokkur fái a.m.k.
eitt af þessum fimm sætum. Þetta
þýðir að eina tryggingin sem
Kvennalistinn fær er að Kvenna-
listakona verður aldrei neðar en í
fimmta sæti. Verði þetta niðurstað-
an er vandséð hvernig Kvennalist-
inn á að geta verið með í sameigin-
legu framboði á Reykjanesi nema
þá að hann falli frá landsfundarsam-
j^ykkt sinni.
Kvennalistanum still
upp við vegg
Fyrirhugað var að halda fund í
framboðsnefndinni á Reykjanesi í
gær, en í henni eiga sæti fulltrúar
flokkanna þriggja. Fundinum hefur
hins vegar verið frestað að beiðni
Kvennalistans. Mikil óánægja er
meðal Kvennalistans með kröfur A-
flokkanna. Þær benda á að í þeim
átökum sem verið hafa í Reykjavík
um framboðsmál hafi Kvennalistinn
aldrei tekið afstöðu með öðrum
hvorum A-flokknum eins og hann
hefði þó auðveldlega getað gert. Nú
hafi A-flokkarnir á Reykjanesi
ákveðið að stilla Kvennalistanum
upp við vegg með skilyrðum sem
hann geti ekki fallist á.
Fulltrúar A-flokkanna vísa þessu
á bug og benda á að það hafi verið
Kvennalistinn sem upp- _________
haflega hafi sett skilyrði
fyrir þátttöku í samfylk-
ingu; skilyrði sem A-
flokkarnir hafl ekki get-
að fallist á. Greinilegt er
á samtölum við Alþýðuflokks- og
Alþýðubandalagsmenn á Reykja-
nesi að þeirri skoðun vex fylgi að
rétt sé að þessir flokkar fari tveir
saman í framboð og skilji Kvenna-
listann eftir.
Kvennalistinn á Reykjanesi stendur
frammi fyrir tillögu A-flokkanna um opið
prófkjör í efstu fímm sætin. Tillagan upp-
fyllir ekki landsfundarsamþykkt flokksins
um eitt af þremur efstu sætum í hverju
kjördæmi. Oljóst er hvaða tillaga verður
ofan á í framboðsmálum í Reykjavík, en
þar er leitað leiða til að sætta sjónarmið.
Egill Ólafsson skoðaði framboðsmál sam-
fylkingar á Reykjanesi og í Reykjavík.
FORYSTA Alþýðu-
bandalagsins vill að
Svavar Gestsson leiði
listann í Reykjavík.
JÓHANNA Sigurðar- TIL umræðu hefur ver-
dóttir telur að eina leið- ið að Guðný Guðbjörns-
in til að höggva á hnút- dóttir bjóði sig fram á
inn sé að hafa prófkjör. Reykjanesi.
Stuðningsmenn
prófkjörs hafa
boðaðfund
engin þeirra þingkona
og því má búast við að
þær eigi undir högg að
sækja í opnu prófkjöri.
Þær eru einfaldlega
ekki eins þekktar og
þingmennirnir. Til við-
bótar má nefna að litlu
munaði að Kristín Hall-
dórsdóttir dytti út af
þingi í síðustu kosning-
um og sigurmöguleikar
frambjóðenda Kvenna-
listans í opnu prófkjöri
hljóta að markast af því
fylgi sem flokkurinn
hefur í kjördæminu.
Samfylkingarmenn á
Reykjanesi stefna að
því að ná flmm mönn-
um í kosningunum í vor, en fímmta
sætið getur þó alls ekki talist öruggt
og nægir í því sambandi að minna á
slæma útkomu samfylkingar á
Reykjanesi í skoðanakönnunum.
__________ Formlega séð tekur
framboðsnefnd flokk-
anna á Reykjanesi sjálf-
stæða ákvörðun um
framboð, en það er þó
ljóst að framboðsmál
á Reykjanesi tengjast
Reykjavík. Fari
ÖSSUR Skarphéðins-
son stefnir á fyrsta
sætið í Reykjavík.
INGIBJORG Sólrún
Gísladóttir reynir að
miðla málum.
Kvennalistinn stæði höllum
fæti í prófkjöri
Staðan á Reykjanesi er sú að allir
núverandi þingmenn A-flokkanna
ætla að bjóða sig fram aftur. Þetta
eru Rannveig Guðmundsdóttir,
Guðmundur Arni Stefánsson og
Ágúst Einarsson, Alþýðuflokki, og
Sigríður Jóhannesdóttir, Alþýðu-
bandalagi. Ki'istín Halldórsdóttir,
Kvennalista, sækist ekki eftir end-
urkjöri, en hún hefur ekkert tekið
þátt í viðræðum um sameiginlegt
framboð.
Þó Kvennalistinn á Reykjanesi
eigi margar frambærilegar konur er
flokkanna
framboðsmálum
svo að Kvennalistinn sjái sér ekki
fært að taka þátt í sameiginlegu
framboði á Reykjanesi hlýtur það
að hafa áhrif á þátttöku flokksins í
sameiginlegu framboði í Reykjavík.
Við þetta bætist að nokkuð hefur
verið rætt um að Guðný Guðbjörns-
dóttir þingkona færi sig frá Reykja-
vík og taki sæti á lista samfylkingar
á Reykjanesi. Ef það verður niður-
staðan hefur það áhrif á framboðs-
mál í kjördæmunum.
Alþýðubandalagið vill ti-yggja
Svavari fyrsta sætið
Óljóst er hver verður niðurstaðan
í framboðsmálum í Reykjavík. Eng-
inn formlegur fundur hefur verið
haldinn í framboðsnefndinni síðan
3. nóvember, en „plottað" er um
framboð í samtölum og á óformleg-
um fundum. Búið var að boða fund í
nefndinni í fyrradag, en honum var
frestað að ósk Kvennalistans. Al-
þýðuflokkurinn hefur staðið fast á
þeirri kröfu að halda prófkjör, en
andstaða er við það í Al-
þýðubandalaginu. Þar er
þó einnig að finna stuðn-
ingsmenn prófkjörs.
Kvennalistinn hefur leit-
ast við að taka ekki af-
stöðu með öðrum hvorum aðilanum.
Kvennalistakonur hafa lagt höfuðá-
herslu á að tryggja sér tvö sæti í
Reykjavík og sagt að aðferðin við
val á listann sé ekki aðalatriðið í
þeirra huga.
Forysta Alþýðubandalagsins hef-
ur lagt mikla áherslu á að tryggja
Svavari Gestssyni fyrsta sætið í
Reykjavík. Hún telur þetta nauð-
synlegt ekki síst vegna klofningsins
í Alþýðubandalaginu í kjölfar
ákvörðunar flokksins að ganga til
sameiginlegs framboðs. I allt sumai-
og fram á haust var talin veruleg
hætta á að Svavar gengi til liðs við
flokk Steingríms J. Sigfússonar.
Mikil andstaða er hins vegar við það
innan Alþýðuflokksins að Svavar
verði í fyrsta sætinu og auk þess er
Svavar ekki í miklu uppáhaldi hjá
Framsýn-Birtingararminum í Ál-
þýðubandalaginu.
Alþýðubandalag-
ið krefst þess að
fá fyrsta sætið
Vegna þess hvað Svavar er um-
deildur er talið tvísýnt hvort hann
nái fyrsta sætinu í opnu prófkjöri.
Ljóst er að bæði Össur Skarphéð-
insson og Jóhanna Sigurðardóttir
stefna á fyrsta sætið og eiga góða
möguleika á að ná því. Alþýðu-
bandalagsmenn eiga mjög erfitt
með að sætta sig við að efsti maður
þeirra yrði hugsanlega aðeins í
þriðja sæti, ekki síst í ljósi þess að
Alþýðubandalagið hefur alla tíð ver-
ið sterkasta aflið í Reykjavík af
þessum þremur flokkum. Menn
verði í þessu sambandi að hafa í
huga að gengið er út frá því að Al-
þýðuflokksmaður leiði listann á
Reykjanesi.
Margs konar tillögur hafa verið
nefndar til lausnar á þessari deilu.
Ein er sú að hafa prófkjör um styrk-
leika flokkanna, en ekki um menn.
Þátttakendur í prófkjörinu myndu
þá krossa við A, G, V og jafnvel Þ,
en enga einstaklinga. Flokkarnir
myndu síðan velja sína menn í þau
sæti sem þeir fengju. Ekki eru allir
hrifnir af þessari lausn.
Borgarstjóri reynir
að miðla málum
Margrét Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalagsins, hefur lagt
mikið á sig til að leysa þennan
ágreining án þess að hafa tekist
það. Upp á síðkastið hefur Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri reynt að miðla málum. Hún
hefur lagt til að reynt verði að finna
málamiðlun um handröðun á lista.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur hún reynt að fá and-
stæðinga Svavars til að fallast á að
hann verði í fyrsta sætinu. Pólitískir
samherjar hennar innan A-flokk-
anna hafa ekki allir verið hrifnir af
þessu, en mikill stuðningur er með-
al þeirra við prófkjör. Sáttatilraun-
um hennar hefur hins vegar verið
betur tekið innan Kvennalistans.
Stuðningsmenn prófkjörs í öllum
flokkunum þremur ætla að hittast í
vikunni og leggja á ráðin um hvern-
ig best sé að haga málum á næstu
dögum. Það er því ljóst að tilraunir
til að miðla málum með því að ná
samkomulagi um uppstillingu mæta
andstöðu. Sumir viðmælendur
Morgunblaðsins sögðu að það væri
komin mikil kergja og pirringur í
marga vegna deilna um þessi mál
undanfarnar vikur og því sé afar
erfitt að finna málamiðlun. í þessu
ljósi verður að skoða yflrlýsingu Jó-
hönnu Sigurðardóttur um að hún
sjái ekki aðra leið til að höggva á
----------- hnútinn en að viðhafa
prófkjör.
Þess ber þó að geta
að mörgum óar við
þeim kostnaði sem fylg-
ir slíku prófkjöri. Menn
hafa í huga hvernig prófkjör sjálf-
stæðismanna á Reykjanesi þróaðist.
Erfitt geti verið að halda kostnaði
frambjóðenda niðri ekki síst í ljósi
þess að mikið er í húfi fyrir fram-
bjóðendur og flokkana sem að sam-
fylkingunni standa.
Islensk
þjóðmál í
frönsku
riti
HEIÐUR himinn er fyrirsögnin
á gi-ein Jaques Mer, fyrrverandi
sendiherra Frakka í Reykjavík,
um efnahagslíf á Islandi 1997.
Hann hefur fjallað um íslenskt
efnahagslíf í bókinni Les Pays
d’Em’ope oceidentale um efna-
hagsmál í Evrópulöndum. Áður
hafði hann skrifað bók um Is-
land og einnig um Noreg og eft-
ir að farið var að gefa út sér-
staka bók um Vestur-Evrópu-
löndin hefur hann skrifað kafl-
ann um Island, bæði í fyrra og
svo aftur núna.
Bækurnar eru gefnar út af
opinberu útgáfufyrirtæki (La
Documentation francaise,
éditeur, Paris) á ábyrgð menn-
ingar- og menntamálaráðu-
neytisins franska. Þær eru
einkum ætlaðar opinberum
starfsmönnum og háskólafólki,
bæði háskólanemum og kenn-
urum. Þykir einkum fengur að
þessari bók um íslensk málefni,
því sáralítið er að finna af nýju
efni um Island á frönsku.
í greininni gerir Jaques Mer
grein fyrir pólitísku ástandi á
Islandi, stöðugleikanum sem
einkennt hefur þennan tíma, til-
raunum til sameiningar stjórn-
arandstöðunnar, sem enn sé
klofin, áframhaldandi uppsveiflu
og aðhaldi, utanríkispólitíkinni
og tengslunum við Evrópusam-
bandið og alþjóðastofnanh’.
Nefnd SÞ um
skýrslu fslands
Lýst
ánægju
með laga-
setningu
GREINT var frá tilmælum
nefndar Sameinuðu þjóðanna
gegn pyntingum í frétt í blað-
inu sl. laugardag í framhaldi af
því að nefndin fjallaði um
skýrslu Islands um stöðu mála
hér á landinu.
I fréttinni láðist að geta þeirra
jákvæðu atriða, sem nefnd SÞ
gat í skýrslu sinni. I inngangi er
þess getið að fulltrúar íslands
hafi veitt mjög greinargóðar
upplýsingar og skýrsla íslands
hafi verið í fullu samræmi við al-
mennar skýrslugerðaleiðbein-
ingar nefndai-innar.
Þá lýsir nefnd SÞ yfir ánægju
sinni með þær breytingar sem
gerðar voru á stjórnarskrá Is-
lands árið 1995, sem hafi aukið
mannvernd. Er sérstakri
ánægju lýst yfir því að með
breytingunum hafi verið komið
á algeru banni gegn pyntingum.
Að lokum lofar nefndin ís-
lensk stjómvöld fyrir setningu
laga og reglna um réttindi
handtekinna manna, lögreglu-
yfirheyrslur og vernd manna
sem lagðir eru á geðsjúki-ahús
gegn vilja sínum.
Einbýlishús við Laufásveg
Til sölu er óvenju glæsilegt og vandað einbýlishús á
besta stað við Laufásveg. Húsið er 341,3 fm, kjallari
og tvær hæðir, auk bílskúrs. Þá er einnig í húsinu
óinnréttað ris. Einstakt tækifæri til að eignast hús á
einum eftirsóttasta stað borgarinnar.
Upplýsingar gefnar á skrifstofunni.
Agnar Gústafsson hrl.,
Eiríksgötu 4, Reykjavík.