Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Mósaikverk á Karólínu SÝNING á mósaikverkum Bryndísar og Oddn'mar Magn- úsardætra stendur nú yfír á Ca- fé Karólínu. Verkin eru af ýms- um toga, speglar, veggkrossar, myndarammar, vasar og kertaglös. Oddrún og Bryndís hafa stundað listnám í Flórens á Ítalíu á áranum 1990 til 1997, í skartgripasmíði og mósaik og er þetta fyrsta sýning þeirra á Akureyri. Sýningin verður opin til og með föstudeginum 4. des- ember næstkomandi, en á myndinni era þær systur, Bryn- dís og Oddrún við eitt verkið. AKUREYRI Mikið tjón í einbýlishúsi á Akureyri Morgunblaðið/Kirstján Á LEIÐ til hátíðarmessu í Möðruvallakirkju, sr. Sigurður Guð- mundsson, sr. Hannes Örn Blandon, sr. Bolli Gústavsson og sr. Birgir Snæbjörnsson. Möðruvallakirkja 150 ára EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. NÝLEGA fór fram hátíðarmessa í Möðruvallakirkju í Eyjafirði í til- efni af því að kirkjan varð 150 ára. Hún var reist að mestu 1847, en smíði lokið og kirkjan vígð 1848. Aðalsmiðir voru Flóvent Sigfússon í Kálfsskinni, Friðrik Möller á Möðruvöllum og Ólafur Briem á Grund. Möðruvallakirkja er timburkirkja í hefðbundnum stíl, turnlaus með krossi á fram- stafni. Milligerð er milli kórs og framkirkju, söngloft er í kirkj- unni. I ofviðri rétt fyrii- jól árið 1972 skekktist kirkjan til á grunninum og var hún ekki notuð í allmörg ár eftir það. Á undan- föi-num árum hafa farið fram miklar endurbætur á kirkjunni sem ekki er alveg lokið, en þegar það verður er hugmyndin að halda veglega hátíð í tilefni af- mælisins. Líklegt er talið að Guð- mundur ríki Eyjólfsson hafí látið reisa fyrstu kirkjuna að Möðru- völlum, en hann bjó þar stórbúi er kristni var lögtekin í landinu. N+úverandi sóknarprestur er sr. Hanner Örn Blandon á Syðra- Laugalandi. Ný aðferð við minkaveiðar hér á landi kynnt Morgunblaðið/Kirstján LEIF Boe með minkagildruna sem hann smíðar og nýlega er farið að selja á Islandi. Minkurinn tældur inn í gildru HÚNBOGI Valsson á Akureyri er nýlega farinn að kynna og selja minkagildrur, þær eru norskar að uppruna, en það var Leif Boe sem hannaði þær. Hver og ein gildra er handsmíðuð, þannig að töluverð vinna liggur að baki gerð hverrar gildru. Um er að ræða lítinn kassa, nokkurs konar búr, sem gerður er úr sterku plastefni. Agni er komið fyrir í kassanum sem ætlað er til að draga dýrið að, en áfast kass- anum er hringlaga stútur sem minkurinn byrjar á að skríða inn um. Þegar hann stingur hausnum inn í búrið fær dýrið þungt högg á höfuðið og steindrepst. Opið sem minkurinn byrjar á að fara inn um er einungis 7 millimetrar að stærð, þannig að ekki er hægt að stinga inn í það hendi og þá er heldur ekki hætta á að kettir eða hundar komist í gegnum það. Hafa reynst vel Leif hefur fengist við að smíða þessar gildrur í nær tíu ár og hafa þær verið notaðar í heima- landi hans, Noregi og einnig í Kanada og norðanverðum Bandarikjunum með góðum ár- angri. Þar um slóðir nota menn gjarnan ferskan fisk sem agn og hefur það gefist vel, dæmi eru um að minkur sé kominn í gildr- una 25 mínútum eftir að hún var sett upp. Fyrr í vikunni fóru þeir Húnbogi og Leif með gildrur fram í Eyjafjarðarsveit og not- uðu þá rjúpu sem agn. Húnbogi hefur frá því í apríl verið að vinna að því að fá tilskil- in leyfi fyrir innflutningi og notið til þess stuðnings veiðistjóra. Um 98% af öllum mink sem veiddur er í Noregi er veiddur í gildrur, en hér á landi tiðkast ýmsar að- ferðir. Nefndi Húnbogi að hvergi tíðkaðist í okkar nágrannalönd- um að nota fótboga og þá væri ekki leyfilegt að veiða dýrin með því að drekkja þeim, en þessar aðferðir væru m.a. notaðar við minkaveiðar á Islandi. Mannlaus jeppi höfnina Morgunblaðið/Kristján JEPPINN var hífður upp á bryggju með krana, en kafara þurfti til aðstoðar við það verk. Fjölmargir bæjar- búar fylgdust með aðgerðum. Við bryggju liggur Eyborgin EA sem verið var að færa milli bryggjukanta fyr- ir löndun er óhappið varð. Á minni myndinni skoðar Birgir Sigurjónsson útgerðarmaður inn í jeppa sinn eftir að hann var kominn á þurrt. NÝLEGUR jeppi af Musso-gerð er mikið skemmdur ef ekki ónýt- ur eftir að hafa lent í sjónum við Togarabryggjuna á Akureyri snemma í gærmorgun. Bðlinn var mannlaus er óhappið varð. Málsatvik eru þau að verið var að færa frystitogarann Eyborgu EA milli bryggjukanta og var lyftari notaður til að draga aftur- enda skipsins. Birgir Siguijóns- son útgerðarmaður Eyborgar ætlaði hins vegar að draga fram- enda skipsins að bryggju á jeppa sínum, er hann taldi að Iyftarinn væri hættur að toga í skipið. „Eg hélt að maðurinn á Iyftar- anum væri að binda afturendann, þegar ég batt framenda skipsins í jeppann. Hann var þá bara að slá endanum fyrir bryggjupolla og hélt svo áfram að toga. Eg var því varnarlaus þegar skipið fór aftur af stað og hljóp út úr bðnum og reyndi að stöðva lyftarann. Skipið var þá komið aftur af stað og dró jeppann í sjóinn,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. Bðlinn í gangi og hliðarrúða opin Birgir var kominn 50-60 metra frá jeppanum þegar hann fór í sjóinn og var því sjálfur ekki í neinni hættu. Birgir sagði að það hafi fyrst og fremst verið vegna sambandsleysis milli sín og lyft- aramannsins sem óhappið varð. Jeppinn var í gangi er hann steyptist í sjóinn og hvarf niður á botn, eina 5-6 metra, og þá var hliðarrúðan opin. Greiðlega gekk að hífa jepp- ann á þurrt með krana, en kafari var fenginn til að aðstoða við það verk. Ibúðin um- flotin vatni MIKIÐ tjón varð í einbýlishúsi við Áshlíð á Ákureyri í fyirinótt er vatn flæddi í gegnum öndun á þaki húss- ins og niður í gegnum loftið í tveim- ur svefnherbergjum í svefnálmu. Vatn flæddi víða um íbúðina og urðu miklar skemmdir á einangran, loftplötum, veggjum og gólfefnum. Ragnar Sverrisson eigandi húss- ins sagði að sér og konu sinni hafí verið mjög bragðið er þau vöknuðu við ósköpin um kl. 1.30 að nóttu. „Við hlupum með bala undir vatns- flauminn í húsinu og notuðum dælu til þess að dæla vatni af gólfinu, auk þess fengum við lánaða dælu hjá slökkvliðinu til að dæla vatni af þakinu.“ Vegna bilunar í bræðslukerfi á þaki hússins stífluðust niðurföll og safnaðist þar mikið vatn auk þess sem einnig hafði myndast mikill klaki sem marga klukkutíma tók að brjóta og hreinsa af þakinu. Taldi Ragnar að klakinn á þaki hússins hafi verið tugi tonna að þyngd. I gær var unnið að hreinsun innan- húss en Ijóst er að tjónið er mikið. „Það er hins vegar erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir fjárhags- legu tjóni á þessari stundu,“ sagði Ragnar. Hann sagði þetta atvik áminn- ingu til þeirra sem era með óhefð- bundin þök á húsum sínum, að fylgjast vel með þeim, ekki síst í umhleypingum eins og hafa verið á Akureyri síðustu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.